Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
RÚM GOTT OG GLÆSILEGT
SULTAN fjaðradýna kr. 16.490,-
EMIR yfirdýna kr. 4.100,—
KROMVIK gaflar kr. 7.880,—
kr. 28.470,-
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650
Mæðgurnar Margrét og Þórdís
leika á degi harmonikunnar sem
var i nóvember sl.
Árshátíð
harmonikunnar
ÁRSHÁTÍÐ Harmonikunnar
verður í skemmtistaðnum Broad-
way nk. laugardag. Þetta er
annað árið í röð sem áhugafólki
um harmonkuleik gefst kostur á
að heyra og sjá harmonikuleik-
ara landsins á einni og sömu
skemmtuninni.
Á skemmtuninni verður byrjend-
um gefið tækifæri til að reyna
kraftana. Markmið forráðamanna
félagsins er að slík skemmtun verði
árlegur viðburður.
Ellefu um-
sækjendur um
embætti sýslu-
manns Kjós-
arsýslu
FJÓRIR sóttu um embætti yfir-
borgardómara og ellefu sóttu um
embætti sýslumanns í Kjósar-
sýslu og bæjarfógeta í Hafnar-
firði en umsóknarfrestur rann
út fyrir helgina. Dómsmálaráð-
herra veitir bæði embættin.
Um embætti yfirborgardómara
sækja borgardómararnir Friðgeir
Bjömsson, Garðar Gíslason og
Hrafn Bragason. Fjórði umsækj-
andinn hefur óskað nafnleyndar.
Um embætti sýslumanns Kjósar-
sýslu sækja Birgir Már Pétursson
héraðsdómari Hafnarfirði, Guð-
mundur L. Jóhannsesson héraðs-
dómari Hafnarfirði, Hjalti
Zóphóníasson deildarstjóri dóms-
málaráðuneyti, Hjördís Björk
Hákonardóttir borgardómari, Jón
Thors deildarstjóri dómsmálaráðu-
neyti, Sigurður Helgason sýslumað-
ur Norður Múlasýslu, Stefán Hirst
skrifstofustjóri lögreglustjóraemb-
ætti, Stefán Skarphéðinsson sýslu-
maður Barðastrandarsýslu og
Þorleifur Pálsson deildarstjóri
dómsmálaráðuneyti. Tveir umsækj-
endur til viðbótar óskuðu nafn-
leyndar.
VÖRUR Á GÓÐU VERÐI
• TÆKIFÆRISFATNAÐUR • UNGBARNAFÖT • BARNAFÖT • BAÐKÖR • BOLIR •
• TEYGJUGALLAR • BUXUR • SNYRTIVÖRUR • LEIKFÖNG • PEYSUR •
• ÚTIGALLAR •
■ MOTHERCARE Efí Á LAUGAVEGI 13, SÍMI26560 ■
mothercare