Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
íslenskan í fortíð,
nútíð og framtíð
eftir Margrétí
Þorvaldsdóttur
Nú er mikið rætt um að „íslensk-
an“ sem tungumál sé í meiri hættu
en áður vegna erlendra áhrifa. Sú
hætta er án efa fyrir hendi en
vandamálið er margþættara. Ég
velti stundun fyrir mér neikvæðum
áhrifum málhreinsunarmanna. Lé-
legt og illa skrifað námsefni, sem
böm hafa orðið að læra í gegnum
árin, hefur ekki beinlínis verið til
að auka tilfinningu fyrir góðu lif-
andi máli. Þá örvar ekki málþroska
uppvaxandi kynslóðar hið bama-
lega og oft lélega mál sem bömum
er boðið að hlýða á í bamaþáttum
íslensku sjónvarpsstöðvanna. Þessir
þættir og fleiri hafa mótandi áhrif
á máltilfinninguna.
í málhreinsun eru „málvendir"
okkar miklir eldhugar. Þeir ganga
ötullega fram í því að segja okkur
„hinum dauðlegu" hvað sé rétt og
hvað rangt í íslensku máli. Það virð-
ist þó sjaldan hvarfla að þeim að
þeir gætu stundum haft rangt fyrir
sér.
íslenskan er mjög litríkt mál þeg-
ar hún fær að njóta sín. Það kemur
sérstaklega fram í samræðum við
eldra fólk. Þetta fólk sem ekki hef-
ur notið nútíma skólagöngu talar
málið eins og það var talað á þeirra
æskustöðvum, með því orðkyngi
sem ríkjandi var í hverju héraði.
Litríki málsins kemur m.a. fram í
orðtökum, í orðaröð og skemmtileg-
um orðaforða — orðum sem ekki
er alltaf að fínna í Orðabók Menn-
ingarsjóðs en eru íslensk samt.
Orðaröð innan setninga hefur ekki
verið sú saman í öllum héruðum
landsins, enda voru víða til mállýsk-
ur og hafa þær fremur auðgað
málið en vanhelgað það.
Þessum sérkennum er nær búið
að útrýma úr ritmálinu. Það hefur
verið gert á kerfísbundinn hátt, t.d.
af prófarkalesurum tímarita og
dagblaða. Þeir færa samviskusam-
lega til „betra máls“ öll áhrif frá
mállýskum, en um leið hafa þeir
afmáð mörg sérkenni málsins.
Það hefur reynst erfitt að
„hreinsa" talmálið. Þrátt fyrir
harða baráttu „eldhuga", vill það
mál, sem lært er í æsku, lengi loða
við.
Málhreinsunarbaráttan, eins og
henni hefur verið framfylgt, hefur
oft verið mjög óvægin og ósann-
gjöm. Enda er nú svo komið að
hinn almenni borgari vogar sér ekki
lengur að standa upp á mannamót-
um til að tala, nema vel undirbúinn,
af ótta við háð og lítilsvirðandi
gagnrýni.
En þó að margir „málvendir"
telji háðið sterkasta vopnið í barátt-
unni gegn „slæmu rnáli", hefur
háðið ekki byggt upp málvitund
fólksins, háðið hefur brotið niður
sjálfsöryggi þess og um leið tilfínn-
ingu fyrir eðlilegu lifandi máli. Þar
hefur verið höggvið fast að rótum
upprunans, kjölfestu einstaklings-
ins. Árangurinn hefur einnig orðið
sá, að nú veit fólk ekki lengur hvað
telst rétt vera og hvað rangt í notk-
un móðurmálsins. Komi sú staða
upp, að menn telji sig ekki hafa
rétt orð á takteinum, er reynt að
forðast vandræði með því að grípa
til erlendra orðtaka, eða þá að sagt
er: „___eða eins og sagt er á
slæmri íslensku ..." Eftir þennan
fyrirvara þykir ekki þurfa að vanda
málfarið. Málhreinsunarmenn gera
sig ekki síður seka um þessa höfuð-
synd en við hin.
Sé það rétt, að unga fólkið hafi
ekki lengur fullt vald á móðurmáli
sínu, eins og margir halda fram,
er það undrunarefni að ekki skuli
hafa verið lögð meiri áhersla á að
leita orsaka, svo bæta megi ástand-
ið.
Námsbækur hafa mikil áhrif á
máltilfínningu og orðaforða bama.
Það er einfaldlega vegna þess að
námsefnið verður að lesa oft og
Margrét Þorvaldsdóttir
læra helst utan að. Þegar í náms-
efninu er illa samsettur texti, röng
orðanotkun og ambögur hverskon-
ar, fer ekki hjá því að slíkt mál
festist í vitund þeirra sem verða að
læra slíkan texta. Hafi menn ein-
lægan áhuga á því að vita hvaða
slæmir „málgallar" hafa komið inn
í málið ættu þeir að kanna sérstak-
lega námsefni íslenska skólakerfis-
ins síðustu áratugina.
Taka má sem dæmi hinar hefð-
bundnu lestrarbækur sem notaðar
hafa yerið við kennslu í grunnskól-
um. í texta þeirra koma oft fyrir
orð sem ekki eru á vörum fólks
daglega, en böm þurfa að vita skil
á. Skýringar á þessum orðum vant-
ar venjulega. Þar af leiðandi eykur
lestur þessara lestrarbóka lítið við
orðaforða lesenda, eins og væntan-
lega er þó tilgangurinn.
Víða erlendis, þar sem einhver
áhersla er lögð á að nemendur nái
góðu valdi á móðurmáli sínu, er
lögð áhersla á kerfisbundna upp-
byggingu orðaforðans með góðum
orðalistum og skýringum í náms-
bókum.
Hér vantar hann yfírleitt og það
vantar einnig leiðbeinandi verk-
efnalista með lesefninu, þar sem
nemendum er kennt að draga sam-
an efnið og þá um leið aðalatriði
frá aukaatriðum. Einnig vantar
spumingar úr textanum til að örva
umræður um efni hans. Nú hefur
verið gefin út kennslubók í íslands-
sögu (Gunnars Karlssonar) sem
gæti orðið til fyrirmyndar í þessum
efnum.
Nemendur þurfa einnig mun
meiri aðstoð og æfingu við að tjá
sig á móðurmálinu og að setja mál
sitt fram á skipulegan hátt. Slík
vinnubrögð eru reyndar engin
seinni tíma uppgötvun, því margir
höfundar fornrita okkar kunnu þá
list vel. Enda segja fróðir menn,
að mönnum hafi verið kennd ritlist
á miðöldum.
Fyrir nokkmm ámm var birt við-
tal við bandarískan rithöfund, konu,
sem unnið hafði til verðlauna fyrir
einstaklega góða framsetingu efnis
og fágaðan ritstíl. Hún var spurð
hvar hún hefði lært að skrifa á
þennan hátt.
„Kennari minn,“ svaraði hún,
„var mjög hrifinn af íslensku „Edd-
unurn". Hann lét okkur lesa þær
og læra. „Eddumar" vom okkar
kennslubækur og af þeim lærði ég
að skrifa.“
Einhvemtíma mun sá dagur
koma, að við íslendingar skynjum
að besta kennsluefnið í ritlist er að
finna í okkar eigin fombókmennt-
um.
Einn er sá þáttur, sem sljóvgað
hefur málvitund íslenskra bama og
margir hafa reynt að vekja athygli
á, en það er bamaefni útvarps og
þó sérstaklega íslensku sjónvarps-
stöðvanna.
Eins og efni margra sjónvarps-
þátta er oft sett upp, er það beinlínis
niðurlægjandi fyrir böm. Kemur þá
ósjaldan fyrir að ungir áhorfendur
bamaþátta sjónvarps ijúka upp frá
sjónvarpi reiðir og segja: „Hvað
þetta er vitlaust," „Hvað halda þeir
í sjónvarpinu að við séum eigin-
lega?“ „Halda þeir virkilega að
áhorfendur séu allir ómálga böm?“
Þegar málið er kannað verður
að viðurkenna að íslenska efnið er
alls ekki alltaf nægjanlega vel unn-
ið. Málið í bamaþáttunum er oft
þannig fram sett, að það er sem
talað sé niður til barna á mjög ein-
foldu bamamáli. Böm finna það vel
og finnst þeim sem verið sé að gera
lítið úr þeim.
Ljóst dæmi um það er fígúran
„Stulli" sem kemur fram í „Stund-
inni okkar“. Þar er fullorðinn maður
látinn koma fram í gervi bams sem
ekki getur tjáð sig eðlilega og ekk-
ert skilur, ekkert getur og ekkert
veit.
Fyrir skömmu var „Stulli“ í heim-
sókn í heilsuræktarstöð. Þar hefði
verið hægt að sýna börnunum þá
virðingu að kynna þeim tæki stöðv-
arinnar, heiti þeirra, á hvem hátt
þau stuðli að uppbyggingu líkam-
ans. Á þann hátt hefði verið hægt
að auka þekkingu og orðaforða
barna á mjög skemmtilegan og lif-
andi hátt. í stað þess var settur á
svið leikur trúðs.
Annað er gagnrýnivert í þessum
bamastundum, en það er þegar
leikarar í bamahlutverkum em
látnir setja upp gleraugu til að und-
irstrika aulahátt. Þar er komið við
mjög viðkvæman blett hjá bömum.
Mörg þeirra beijast lengi gegn því
að nota gleraugu í skóla, jafnvel
þó þau þurfi nauðsynlega á þeim
að halda við námið. Það er m.a.
vegna þessarar innprentuðu „aula-
ímyndar" barna með gleraugu, sem
virðist svo vinsælt skemmtiefni full-
orðinna.
Sjónvarpið er mjög öflugt
kennslutæki. Það er kjörið til mála-
náms, móðurmáls sem erlendra
tungumála. Þar sem mynd fylgir
tali og atburðarás er hröð, beinist
athygli áhorfandans að'því óskipt
og mun betur en að efni annarra
miðla. Þess vegna getur vel unnið,
uppbyggjandi og skemmtilegt sjón-
varpsefni verið hið besta kennslu-
efni. En sé það aftur á móti illa
unnið eða af vankunnáttu getur það
verið til mikils skaða.
Ef við viljum að böm okkar nái
góðu valdi á móðurmáli sínu verður
að aðstoða þau við uppbyggingu
málsins á meðan þau em að þrosk-
ast og máltilfinningin að mótast.
Það er hægt að gera með því að
fylgjast betur með notkun málsins
í þáttum fjölmiðla sem bömum er
ætlað að hlusta á. Þeir verða að
vera á góðu lipru máli. Það ætti
einnig að skylda sjónvarpsstöðvam-
ar að hafa allt útsent sjónvarpsefni
barnaþátta með íslensku tali. Upp-
byggingarstarf felst einnig í því að
vinna að útkomu betri námsbóka
en áður og annars lesefnis sem
bömum er ætlað.
Með því að fylgjast með því að
vel sé að þessum málum staðið,
tryggjum við best framtíð íslenskr-
ar tungu.
Höfundur sér um þáttinn „Rétt
dagsins “ í Morgunbiaðinu.
Andi ofbeldislausrar
andstöðu úr Biblíunni
eftírÁsdísi
Erlingsdóttur
Útvarpsstöðin Bylgjan hafði þátt
í tilefni fæðingardags Martin Luth-
er King. Stjómandi þáttarins var
Ámi Þórður Jónsson og fékk hann
sér til aðstoðar prófessor Ólaf
Ragnar Grímsson. Framsögumaður
þáttarins skilaði vel til hlustenda
aðalatriðum úr lífí og starfí M.L.K.
og hans ofbeldislausu frelsis- og
jafnréttisbaráttu til handa blökku-
mönnum í Bandaríkjunum.
Tónleikar í
Fríkirkjunni
FLUTT verður í Fríkirkjunni á
miðvikudagskvöldið nk. kl. 20.30
tónverkið Stabat Mater eftir Per-
golesi (1710-1736).
Flytjendur em Ágústa Ágústs-
dóttir sópransöngkona, Þuríður
Baldursdóttir altsöngkona, skóla-
kór Garðabæjar undir stjóm Guð-
fínnu Dóm Ólafsdóttur, Jakob
Hallgrímsson orgelleikari og
strengjakvartett undir stjóm
Símonar Kuran aðstoðarkonsert-
meistara Sinfóníuhljómsveitar
íslands.
En það sem vakti athygli mína
var sú hlutdrægni sem kom fram í
málflutningi prófessorsins er hann
sagði að M.L.K. hefði háð sína jafn-
réttisbaráttu í anda Gandhi, frelsis-
hetju Indveija, en nefndi ekki einu
orði trúarvitnisburð M.L.K. á Jesúm
Krist og fagnaðarboðskap hans.
í bókinni „Ég á mér draum“,
saga um Martin Luther King í
máli og myndum (Almenna bókafé-
lagið 1968) em þessi orð höfð eftir
M.L.K.: „Anda ofbeldislausrar and-
stöðu fékk ég úr Biblíunni og af
kenningum Jesú. Starfsaðferðir
lærði ég af Gandhi." (bls. 18.) Einn-
ig vakti það athygli mína, af því
að Ó.R.G. álítur sig talsmann friðar-
sinna í heiminum, er hann sagði
að fleiri en M.L.K. hefðu látið gott
af sér leiða f jafnréttisbaráttu
blökkumanna, og nafngreindi hann
sem dæmi Malcom X. En á bls. 71
í nefndri bók segir frá virtum
blökkumannasamtökum, CORE og
SNICK, en SNICK var skipulags-
nefnd friðsamra stúdenta. Þessi
samtök hurfu frá friðsamlegum
uppmna sfnum. 0g vígorð eins og
frelsi og mannréttindi hurfu fyrir
orðum eins og blökkumannavaldi.
Einnig segir: „Á bak við það hugtak
(blökkumannavald) stendur þröng-
sýn aðskilnaðarstefna samtaka
múhameðstrúarmanna og spá-
manna þeirra sem heita: Elijah,
Muhammad og Malcom X.“ Loks
loguðu óeirðir í borgum um þvert
og endilangt landið í heitri sumar-
veðráttunni og draumur Martin
King virtist bíða endiloka sinna í
blóði og eldi." Hér ber ekki saman
vitnisburði prófessorsins og orðum
bókarinnar um Malcom X. (Malcom
X var skotinn til bana 1965 af
óánægðum samstarfsmanni, bls. 34
f sömu bók.)
Guðleysi er hin opinbera afstaða
sovéskra stjómvalda í trúmálum,
en Alþýðubandalagið er byggt á
rústum íslenskra kommúnista og
lengi lifir í gömlum glæðum. Andi
Ásdís Erlingsdóttir
„En það sem vakti at-
hygli mína var sú
hlutdrægni sem kom
fram í málefnaflutningi
prófessorsins.“
guðleysis síaðist inn í menntakerfið
og sljóleiki sigldi í kjölfarið, m.a.
fyrir kristilegu siðgæðisuppeldi.
Grunntónn komma-sosíalisma er
falskur og andardráttur hyggjunnar
er „meðalmennskan". Enginn má
skara framúr, allt skal á sama plan.
Athafna- og peningafrelsið er bijál-
uð fijálshyggja. Útsjónarsemi
einstaklinga, áræðni og dugnaður
f framkvæmdum fá slagorðin: Auð-
valdssinnar og skattsvindlarar.
Skattakerfíð skal gert þannig að
eigi skal hægt að áskotnast nema
með skattsvindli. Þjóðin hefur verið
bæði illa upplýst og andlega villt.
í því sambandi má nefna þekkingar-
leysið, t.d. með kaup á eigin
húsnæði þegar vextir hækkuðu en
laun ekki. Fólk áttaði sig ekki á
því að lánskjaravísitalan hækkaði
meira en kaupið.
Hefír stefna Alþýðubandalagsins
verið til farsældar í uppbyggingu
og atvinnumálum í Reykjaneskjör-
dæmi? Ef Alþýðubandalagið hefði
ráðið væru hvorki ný flughöfn eða
höfn á næsta leiti og álverið ekki
til. Getur smáiðnaður eða verslun
þrifíst ef ekki eru nýtt þau atvinnu-
tækifæri sem standa til boða hveiju
sinni?
Vegna þess að hinn falski grunn-
tónn samfélagsskoðana hefír náð
slíkum undirtökum hér á landi erum
við og höfum verið mesta láglauna-
land í Evrópu. En þeir sem hafa
lofað m.a. að hlúa að einstaklings-
framtaki og að allir sitji við sama
borð í anda sjálfsábyrgðar hafa of-
an á allt þetta iðkað viðrinispólitík
og rekið fyrir vindi með kosninga-
loforðin.
Ég væri samt ekki heiðarleg í
málflutningi ef ég hrósaði ekki Al-
þýðubandalagsmanninum Ásmundi
Stefánssyni, forseta Alþýðusam-
bands íslands, er hann tók þá
þjóðhollu og ábyrgðarfullu stefnu
að taka þátt í stöðvun verðbólgunn-
ar.
Það er leitt til þess að vita að
svo vel menntaður og atorkusamur
maður, sem prófessor Ólafur Ragn-
ar Grímsson er, skuli hafa skipt um
pólitískan gír og veðjað á rangan
hest.
Höfundur er húsmóðir í Garðabæ.