Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Þjóðhagsstofun er flutt að Kalkofnsvegi 1, Seðlabanka- húsinu. Sími 699500. Lokað vegna flutninga í dag, þriðjudag. Karlmannafot kr. 5.500,- Terylenebuxur kr. 995.-, 1.395.-, 1.595.- og ull/teryl./stretch 1.895.- Gallabuxur kr. 795.- og 850.- Plauelsbuxur kr. 745.-og 865.- Sumarbolir nýkomnir frá kr. 235.- Skyrtur, nærfot o.ffl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg22, sími 18250. BJÓRSAMLAGIÐ starfar með breyttu lagi, og bjórinn er aldrei betri. ÁMAN ÁRMÚLA 2 1 Kvenskór úr hanskaleðri Litir: Hvítt, rautt Teg: 5125 Stærð: 35-42 Verð kr. 2.390.- Litir: Rautt, svart, hvítt Teg: 3081 Stærð: 35-42 Verð kr. 1.990.- ATH: einnig margar aðrar fallegar gerðir af kvenskóm úr hanskaleðri í ýmsum litum 5% stað greiðsluafsláttur Póstsendum toepM ^skörinn VELTUSUNDI 1 21212 Hvalamálið - skjala- fals, smygl og laga- brot í Hamborg? eftirErlend Haraldsson Fyrir nokkru skýrðu fjölmiðlar frá því að gámar með hvalafurðum hefðu verið kyrrsettir í Hamborg. Þetta munu vera sjö gámar, sam- tals 179 tonn. Fréttirnar sögðu um að kenna ósvífni hvalavemdunar- manna og siðlítils græningjalýðs. Islenskir fjölmiðlar, a.m.k. þeir sem ég las og sá, þögðu hins vegar þunnu hljóði um tvær meginstað- reyndir málsins. Annars vegar að með þessum flutningum var verið að bijóta alþjóðalög sem Evrópu- bandalagið ásamt yfirgnæfandi meirihluta Sameinuðu þjóðanna (91 ríki) hafa samþykkt um sölu og flutning á afurðum dýra sem eru friðuð eða i útrýmingarhættu. Öll Norðurlöndin nema ísland hafa undirritað þennan sáttmála (Con- vention on Intemational Trade in Endangered Species). Hins vegar komst upp um skjala- fals eða villandi upplýsingar á skjölum um innihald þessara gáma. Ástæða er til að ætla að þetta kunni að hafa verið gert með vitund og samþykki íslenskra yfirvalda því þau veittu útflutningsleyfi. Við eigum mikið undir ákvörðun- um og samningum við Efnahags- bandalagið, sérstaklega um innflutning ýmissa (löglegra) sjáv- arafurða. Vart verður það okkur til framdráttar ef það kemst í hámæli að við brjótum ofannefnd lög til að geta komið til sölu hvalafurðum sem aflað hefur verið með veiðum sem em brot á annarri alþjóðlegri samþykkt sem bæði ríki Efnahags- bandalagsins og við emm aðilar að. Hér hefur eitt lagabrot leitt af öðm, íslenskum stjómvöldum til vansæmdar. Svo hneykslast menn eins og baldnir strákar yfir því að Dr. Erlendur Haraldsson „Hér hefur eitt laga- brot leitt af öðru, íslenskum stjórnvöld- um til vansæmdar. Svo hneykslast menn eins og baldnir strákar yf ir því að einhverjir skulu hafa kjaftað frá og komið upp um þessi afbrot í Hamborg, rétt eins og þeirra sé sökin en ekki vor.“ einhverjir skulu hafa kjaftað frá og komið upp um þessi afbrot í Ham- borg, rétt eins og þeirra sé sökin en ekki vor. Fréttir fjölmiðla af gámamálinu í Hamborg em dæmigerðar um þá blindu sem hefur einkennt umræðu okkar og stefnu í hvalamálinu. í reynd er þessi stefna meiri háttar utanríkispólitískt glappaskot og hneyksli, hvað svo sem allri hvala- vemd líður. Við níðum niður samþykkt al- þjóðlegra samtaka sem við emm aðilar að undir hlálegu yfirskyni „vísindaveiða", sem ekki nokkur maður innanlands né utan trúir í hjarta sínu á að séu gerðar í þágu vísindanna. Við stæmm okkur með merkilegheitum af því að hafa stað- ið framarlega við gerð alþjóðlegra samninga um hafið og auðlindir þess, en vart er blek þeirra samn- inga þornað fyrr en við höfum forgöngu um að fótumtroða aðra alþjóðlega samþykkt sem snertir lífíð í hafinu. Við getum sent sið- gæðið lönd og Ieið í innanlandsmál- um en slíkur tvískinnungur er óhæfa í milliríkjasamskiptum, ef við ætlum að telja okkur í hópi þróaðra ríkja. Með stefnunni í hvalamálinu er- um við að leiða okkur inn í hat- rammar deilur, sem ekki verður séð fyrir endann á, og það fyrir hags- muni sem skipta okkur þjóðhags- lega engu máli, auk þess sem þessi stefna er andstæð samþykkt Al- þingis. Vilji yfírvöld halda þessari óheillastefnu til streitu, væri þá ekki hreinlegra að segja sig úr al- þjóðahvalveiðiráðinu svo við getum veitt þá fáu hvali sem eftir eru án þess að verða brennimerktir fyrir gegnsæja undirferli og fyrir að standa ekki við alþjóðlegar sam- þykktir sem við höfum skrifað hátíðlega undir? Það sýnist fyllsta ástæða fyrir komandi ríkisstjórn að sýna raun- sæi og taka hvalveiðistefnuna til gagngerrar endurskoðunar. Höfundur er dósent og starfar við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Starfsmenn Kristniboðssam- bandsins á ferð um Snæfellsnes Stykkishólmi. STARFSMENN Kristniboðssam- bandsins, þeir Ragnar Gunnars- son kristniboði og Benedikt Arnkelsson guðfræðingur, voru í Stykkishólmi helgina 4.-6. april sl. til þess að kynna kristni- boð íslendinga í Kenýa og Eþíópiu og héldu samkomu í kirkjunni 3 kvöld i röð og sýndu litmyndir af starfinu. Skýrði Ragnar frá því hvernig starfið hófst fyrir 8 árum og hefir geng- ið mjög vel. Alls er stundað á átta stöðum margvíslegt boðunar- og þróunar- starf. Söfnuðir hafa verið stofnaðir á fjórum stöðum og eru safnaðar- menn nú um 400 talsins. Kristni- boðið sér um fímm skóla. Sá stærsti er á kristniboðsstöðinni og neménd- ur þar rúmlega 400. Yfírvöld landsins eru mjög velvilj- uð starfinu og hvetja til ennþá Morgunblaðið/Ámi Ragnar Gunnarsson og Benedikt Arnkelsson fyrir framan Stykkis- hólmskirkju. Nýtt-Nýtt Vorvörurnar eru komnar Glugginn Laugavegi 40 ýtt—Nýtt I nnar. Glæsilegt úrval. I iginn, I Kúnsthúsinu. frekari starfa. Sjá og skilja þann árangur sem þegar er kominn. Á sunnudaginn prédikaði Benedikt í Stykkishólmskirkju þar sem séra Gísli H. Kolbeins, sóknarprestur, þjónaði fyrir altari. Þá heimsóttu þeir félagar"nemendur grunnskól- ans og einnig fóru þeir í heimsókn á sjúkrahúsið. Héðan lá svo leiðin út á Snæfells- nes og var ákveðið að heimsækja bæði Grundarfjörð, Ólafsvík og Hellissand og kynna þar einnig starfið. Starf kristniboðsins er borið uppi af áhugasömum kristniboðsvinum. Kristniboðsþing eru svo haldin þar sem stjórn sambandsins skilar af sér, Ieggur fram reikninga og gerir áætlanir um framtíðina. Fórnfysin er mikil og undravert hve mikið verður úr ekki meiri fjárhæðum, en sambandið hefír hveiju sinni yfír að ráða. Þeim fjármunum er vissu- lega vel varið og rétt er að benda á þetta starf. — Arni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.