Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
39
Vini svarað
eftir Albert
Guðmundsson
Einar J. Gíslason sendir frá sér
sunnudagsboðskap í Morgunblað-
inu þann 12. apríl undir fyrirsögn-
inni: „Að veikja Sjálfstæðisflokkinn
væri slys.“
Þar erum við vinimir sammála,
en ég verð þó að harma að greinar-
höfundur skuli ekki fylgjast betur
með atburðum líðandi stundar, því
„slysið" er skeð. Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem við báðir töldum okkur
tilheyra, hefur orðið fyrir slæmu
slysi, sem felst í yfírtöku ný-frjáls-
hyggjumanna á flokknum.
Þess vegna hefur nýr flokkur séð
dagsins ljós, sem heftir stefnuskrá
mannúðar og mildi að leiðarljósi,
og líkist meira stefnu Sjálfstæðis-
flokksins eins og hún var, fyrir
innreið ný-ftjálshyggjunnar í „flokk
allra stétta". Borgaraflokkurinn
hefur mjög fastmótaða stefnu í
vamarmálum.
Borgaraflokkurinn styður aðild
íslands að NATO, vamarbanda-
lagi vestrænna þjóða.
Borgaraflokkurinn vill styrkja
það bandalag.
Borgaraflokkurinn vill auka
öryggi fólksins í landinu í góðu
samstarfí við vamarliðið.
Borgaraflokkurinn á enga sam-
leið með Alþýðubandalaginu í
vamarmálum.
Innan raða frambjóðenda Borg-
araflokksins eru menn sem em
forvígismenn Varins lands.
Borgaraflokkurinn hefur dreift
yfír 25 þúsund eintökum af sér-
prentaðri stefnuskrá sinni um land
allt og nýlega er lokið við prentun
á 20 þúsund eintökum til viðbótar,
sem eru í dreifíngu, og mun ég sjá
til þess að Einar J. Gíslason fái ein-
tak, svo hann geti sjálfur dæmt
stefnuskrá Borgaraflokksins, því
svo vel er sá maður af skaparanum
gerður, að á engan vill hann bera
ósannindi. Hafa skal það fyrir satt,
sem sannara reynist.
Útdráttur úr stefnuskrá Borg-
araflokksins:
Borgaraflokkurinn er sprottinn
úr jarðvegi íslenskra borgara.
Borgaraflokkurinn mun leggja
áherslu á samstarf fjöldans til
átaka í velferðarmálum islensku
þjóðarinnar og gæta reisnar
hennar í samskiptum við aðrar
þjóðir.
Borgaraflokkurinn er flokkur
fólksins.
Albert Guðmundsson
„Sjálfstæðisflokkurinn,
sem við báðir töldum
okkur tilheyra, hefur
orðið fyrir slæmu slysi,
sem felst í yfirtöku ný-
frjálshyggjumanna á
flokknum. Þess vegria
hefur nýr flokkur séð
dagsins ljós, sem hefur
stefnuskrá mannúðar
og mildi að leiðarljósi,
og líkist meira stefnu
Sjálf stæðisf lokksins
eins og hún var, fyrir
innreið ný-frjálshyggj-
unnar í „flokk allra
stétta“.“
Borgaraflokkurinn setur ein-
staklinginn í öndvegi og virðir
frelsi hans til skoðana og at-
hafna.
Borgaraflokkurinn mun vinna af
tillitsemi að mannúðarmálum og
virða mannlegar tilfinningar.
Borgaraflokkurinn mun reynast
sverð og skjöldur hinna sjúku,
öldruðu og annarra þeirra sem í
vanda eru staddir.
Borgaraflokkurinn býður fram til
þjónustu við landsmenn alla.
Höfundur skipar efsta sæti á
framboðslista Borgaraflokksins í
Reykjavík.
Eigendur íslenska verslunarfélagsins ásamt sölumanni, frá vinstri:
Andreas Lúðvíksson, Lúðvík Andreasson og Kristmann Hjálmarsson.
íslenska ver slunar f élagið hf.:
Nýr sýningarsalur opnaður
ÍSLENSKA verslunarfélagið hf.
hefur opnað nýjan sýningarsal í
Bíldshöfða 16 í Reykjavík. Þar
eru m.a. til sýnis nýjungar í loft-
klæðningum frá bandaríska
fyrirtækinu Donn og danska fyr-
irtækinu Rockfon.
Islenska verslunarfélagið var
stofnað 1942 en á síðustu árum
hafa breytingar átt sér stað hjá
félaginu. Nýir eigendur tóku við
1983 og hafa þeir lagt áherslu á
að auka þjónustu við viðskiptavini
og er sýningarsalurinn þáttur í því.
Sýnishornum af loftklæðningum
er fyrirkomið í 150 fm lofti sýning-
arsalarins. Einnig eru sýnishorn af
loftplötum sem henta til hljóðein-
angrunar.
Auk loftklæðninganna hefur fyr-
irtækið aðrar vörur á boðstólum.
Austurland: Rafmagnsverkstæöi Leifs Haraldssonar, Seyöisfiröi
| Vestmannaeyjar: Geisli, Vestmannaeyjum
| Suðurnes: Rafiön, Keflavík
' Vestfirðir: Póllinn, ísafiröi
| Norðvesturland: Rafmagnsverkstæöi Kf. — Sauðárkróki
•J^RÖNNING
SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000
1. Hemlar,
mikilvœgt
öryggistœki
Vissirþú að hemlareru
mikilvægasta öryggistæki
bílsins?Það erþví hreinasta
tillitsleysi gagnvart öðru fólki í
umferðinni efekki erhugsað
um að hemlabúnaðurinn sé
ávallt í fullkomnu lagi.
2.Léleg hemlun
stóraukin
slysahœtta
Börn að ieik, ungirog aldnir
vegfarendureða fjölskyldan á
ferða-lagi í bílnum. Allt hugs-
anleg fórnarlömb umferðar-
slysa. Auðvitað vill enginn
verða valduraðslysi.
Ábyrgðin erþín. Velyfirfarið
hemlakerfi ásamt árverkni
bílstjórans erein besta tryg-
gingin gegn óhöppum í um-
ferðinni.
i-bcx
3.Hemlakerfi eru
mismunandi og
hemlavarahlutir
eru misgóðir
Diskahemlar, skálahemlar
eða aflhemlar, það ermis-
munandi hvað hentarhverri
bílategund, og þeireru mis-
góðir varahlutirnirsem bíl-
eigendum bjóðast. Verðið
segir ekki allt um gæðin. Við
hjá Stillingu ábyrgjumstað
hverbíltegundfáiþá varahluti
sem henta best. Við seljum
original hemlahluti sem
bifreiða- framleiðendur mæla
með.
Sérverslun með hemlahluti
OlStilling
Skeifunni 11 Símar 31340 og 82740
4.Áralöng reynsla
kemur til góða
Með aukinni tækni hefur
hemlabúnaður bifreiða og
annarra ökutækja orðið flókn-
ari enjafnframt öruggari. En
það kemur ekki í veg fyrir
reglulegteftirlit.
ViðhjáStillinguerumsér-
fræðingarí öllum gerðum
hemlabúnaðarog eigum
hemlavarahluti í allargerðir
bifreiða. Við aðstoðum bíl-
eigendur við kaup og eftirlit
með hemlakerfi bílsins eins
og við höfum gert síðastliðin
25 ár. Þúgeturtreystá
reynslu okkar.
5. Merkið tryggir
gœðin
Þú færð hemlavarahluti í
versluninni eða á verkstæð-
inu hjá okkurí Skeifunni 11,
en einnig á yfir300stöðum
um alltlandsem versla með
varahluti eða veita verkstæð-
isþjónustu fyrir bifreiðar. Það
segir nokkuð um gæði þeirra
hemlavarahluta sem við hjá
Stillingu bjóðum þér. Við
merkjum varahluti okkarsér-
staklega, tilaðtryggjaþér
ákveðin vörugæði. Vertu viss
um að varahluturinn sem þú
biðurum sé með gæðastimpli
Stillingar, þá ertu með góðan
hlutí höndunum.