Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 43 Könnun Dagblaðsins á fylgi stjómmálaflokka: Fylgistap hjá Borgaraflokknum Samtök um kvennalista sækja á SAMKVÆMT könnun sem Dagblaðið birti í gær og gerð var um síðustu helgi á fylgi flokkanna yfir allt landið munu 30,9% þeirra sem afstöðu tóku, kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 17,2% Framsóknarflokkinn, 14,3% Al- þýðuflokkinn, 12,9% Alþýðubandalagið og 11,7% Borgaraflokkinn. Samtök um kvennalista fá 9,5% i könnuninni, Þjóðarflokkurinn 1,4%, Flokkur mannsins 1,1% og Stefán Valgeirsson 0,9%. Af 600 manna úr- taki í könnuninni voru 34,2% óákveðnir og 7,7% vildu ekki svara. { Reykjavík fær Sjálfstæðisflokk- urinn samkvæmt könnuninni 29,1% fylgi, Samtök um kvennalista 19,1%, Borgaraflokkurinn 16,4%, Alþýðu- flokkurinn 14,5%, Alþýðubandalagið 10%, Framsóknarflokkurinn 9,1% og Flokkur mannsins 1,8%. í sambærilegri könnun Dagblaðs- ins sem gerð var í síðasta mánuði og náði yfir allt landið sögðust 29,8% þeirra sem tóku afstöðu mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 17,1% Borgara- flokkinn, 16,9% Alþýðuflokkinn, 13,6% Framsóknarflokkinn, 12,3% Alþýðubandalagið, 8,1% Samtök um kvennalista, 1% Stefán Valgeirsson, Afstöðuteikning af Keflavík og nágrenni, sem sýnir veginn að hinni nýju flugstöð. Flugstöð Leifs Eiríkssonar vígð í dag: 0,8% Flokk mannsins og 0,3% Þjóðar- flokkinn og Bandalag jafnaðar- manna. í þeirri könnun skiptist fylgi flokkanna í Reykjavík þannig að Sjálfstæðisflokkur fékk 27,3%, Borg- araflokkur 26,6%, Alþýðuflokkur 18%, Alþýðubandalag 13,3%, Samtök um kvennalista 7,8%, Framsóknar- flokkurinn 5,5%, Bandalag jafnaðar- manna og Flokkur mannsins 0,8%. Starf smannafélag Reykjavíkurborgar: Atkvæða- greiðslu lýk- ur í kvöld Boðsgestir hátt á þriðja þúsund Stefnt að því að hafa stöðina almenningi til sýnis hátíðisdagana. VÍGSLA nýju flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli fer fram í dag að viðstöddum hátt á þriðja þúsund gestum. Forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, vigir stöðina og afhjúpar lágmynd af Leifi Eiríkssyni. Biskupinn yfir íslandi, Pétur Sig- urgeirsson, flytur ritningar- og blessunarorð. Þá flytja ávörp formaður byggingarnefndar, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ennfremur ráðherrarnir Matthías Á. Mathiesen og Matthías Bjarnason. Afgreiðsla flugvéla og farþega hefst á morgun, miðvikudag, og fyrsta flugvélin kemur í býtið f fyrramáli en það er Flugleiðavél á leiðinni frá Chicago til Luxemborgar. Stefnt er að því að bjóða almenningi að skoða flugstöðina um páskahátíðina, en það fer eftir aðstæðum í flugi, hvort og hvenær það verður. Fjöldi manns vann alla helgpna við að þrífa flugstöðina. Björgun- arsveitin Skyggnir í Vogunum tók að sér að þrífa allt röraverk yfir biðsal og gler og Lionessur tóku til höndum við aðra ræstingu. Oll- um þeim sem starfað hafa við undirbúning og smíði flugstöðvar- innar, eða hafa á einhvem hátt aðstoðað við framkvæmdir, er boð- ið til vígsluhátíðarinnar í dag Fimm fiski- skip seldu erlendis FIMM fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi og Þýzkal- andi um helgina og á mánudag. Verð var í flestum tilvikum hærra en 60 krónur. Hegranes SK seldi 176 lestir í Bremerhaven á mánudag. Heildarverð var 11 milljónir króna, meðalverð 62,41. Aflinn var að mestu karfi og ufsi. Ýmir HF seldi 180 lestir, mest karfa sama dag í Cuxhaven. Heildarverð var 10,9 milljónir króna, meðalverð 60,28. Ólafur Jónsson GK seldi 201 lest í Bremerhaven á sunnudag og mánudag. Aflinn var að mestu karfi ogseldist alls á 12,4 millj- ónir króna, meðalverð var 61,80. Viðey RE seldi 283 lest- ir í Bremerhaven á mánudag. Heildarverð var 16 milljónir króna, meðalverð 57,02. Snæfari RE seldi 44 lestir í Huil á mánudag. Aflinn var bæði af honum og Náttfara RE og fór alls á 2,9 millljónir króna. Meðalverð var 65,40. stöðina fyrir almenningi um páskahelgina, ef aðstæður í flugi leyfa. Hann sagði að hugmyndin væri að hafa hana opna einhveija af hátíðisdögunum og fá þá hljóm- sveitir og kóra til að skemmta fólki. Þetta verður auglýst síðar, eða þegar flugáætlanir liggja ljós- ar fyrir. Þess má geta að lokum, að athöfninni verður sjónvarpað beint í ríkissjónvarpinu, en hún hefst eins og fyrr segir kl. 18.30. Atkvæðagreiðslu um nýja kjara- samninga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar lýkur í kvöld klukkan 21.00 og strax að því lo- knu verður hafist handa um talningu atkvæða. Atkvæði eru greidd á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 89. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem at- kvæði eru greidd um nýja kjarasamn- inga, en fyrri samningamir voru felldir í almennri atkvæðagreiðslu félagsmanna. Félagar í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar eru 2.750. ásamt mökum. Ennfremur eru all- ir starfsmenn gömlu flugstöðvar- innar og makar þeirra boðnir. Þá verða þar og embættis- og ráða- menn þjóðarinnar. Reiknað er með að gestir verði á bilinu 2.500 til 3.000 talsins. Athöfnin hefst kl. 18.30 með ávarpi formanns byggingarnefnd- ar, Sverris Hauks Gunnlaugsson- ar. Þá flytur Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra ávarp og þar næst Matthías Bjamason samgönguráðherra. Að þeim orðum sögðum flytur forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir ávarp og vígir síðan stöðina með því að afhjúpa lágmynd af Leifí Eiríkssyni heppna, en hún er eftir Ivar Valgarðsson. Myndin verður á háum steinstólpa, sem staðsettur verður fyrir miðjum aðalsal. Hún blasir þar við komufarþegum, er þeir ganga inn í stöðina. Að lokinni vígslunni flytur bisk- up Islands ritningar- og blessunar- orð. Þá leikur íslenska hljómsveit- in þjóðsönginn og Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Að lokum afhendir utanríkisráðherra, Matt- hías Á. Mathiesen, Pétri Guð- mundssyni flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli flugstöðina til rekstrar. Lúðrasveit verkalýðsins leikur ennfremur fyrir gesti í flug- stöðinni í dag. Að sögn Sverris Hauks Gunn- laugssonar formanns byggingar- nefndar, er í undirbúningi að opna INNLENT ptö eisið þaö s/<ij Hvernig væri að breyta til um páskana? Sleppa allri matseld og umstangi og stinga af? Þá er Hótel Borgarnes rétti staðurinn, friðsæll staður í fögru umhverfi. Á hátíðamatseðlinum er fuglakjöt ríkjandi, svo sem kalkún, önd, gæs, rjúpa, svartfugl og lundi, ásamt annarri villibráð. Þið eigið sannarlega skilið að láta einu sinni dekra við ykkur og koma svo hvíld og endurnærð til starfa aftur eftir hátíðar - OG verðið kemur á óvart. VERIÐ VELKOMIN Upplýsingar í símum 93-7119 og 7219 arnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.