Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Skákmótið í Briissel: Karpov vann bið- skákina við Meulders Kasparov og Korchnoi efstir með þriá vinninga BrUssel. Reuter. ANATOLY Karpov, fyrrum heimsmeistarí í skák, vann í dag biðskák sína við Belgann Richard Meulders í þriðju umferð alþjóð- lega skákmótsins, sem nú stend- ur yfir í Briissel. Meulders gaf skákina án þess að tefla hana frekar. Eina skákin, auk fyrmefndrar biðskákar, sem tefld var á mótinu í dag, varð jafntefli. Var hún á milli Júgóslavans Ljubomir Ljubojevic og annars fyrrum heims- meistara í skák, Sovétmannsins Mikhael Tal. Tal hljóp í skarðið á mótinu á sunnnudag og tók sæti Roberts Hiibners, sem varð að hætta þátttöku vegna veikinda. Staðan á mótinu er nú þessi: Garry Kasparov og Viktor Korchnoi eru efstir með þrjá vinninga. Jan Timman er í þriðja sæti með tvo og hálfan vinning. í fjórða og fimmta sæti eru Bent Larsen og Ljubomir Ljubojevic með tvo vinn- inga. Anatoly Karpov er með einn og hálfan vinning og biðskák. Þá koma þeir Mikhael Tal (biðskák) og Eugenio Torre með einn vinning hvor, Nigel Short og John Van der Wiel með hálfan vinning og Richard Meulders og Luc Winants með eng- an vinning. Geimtenging tókst að lokum Moskvu, Reuter. SOVÉTMÖNNUM tókst loks að tengja rannsóknarfarið Kvant við geimstöðina MIR á sunnu- dag, en áður höfðu verið gerðar tvær misheppnaðar tilraunir til þess. Geimfaramir Yuri Romanenko og Alexander Laveikin aðstoðuðu við tenginguna með því að fara út fyrir geimfar sitt, sem einnig er tengt MIR. Að sögn geimfaranna var það einhver aðskotahlutur um borð í rannsóknarfarinu Kvant, sem kom í veg fyrir að tenging hafði áður tekizt. Tenging rannsóknarfarsins er sögð áfangasigur fyrir Sovétmenn, sem eru að reisa varanlega mann- aða vísindastöð í geimnum. MIR er kjami stöðvarinnar en síðan er ætlunin að tengja við hana nokkur könnuðarför og er Kvant eitt þeirra. Reuter Skálað fyrir samningum um Macau Anibal Cavaco Silva, forsætisráðherra Portúgals og Deng Xiaoping, hæstráðandi Kína, lyfta glös- um í Höll alþýðunnar í Peking, eftir að þeir höfðu gengið frá undirritun samningsins um að Kínveijar taki við Macau 1999. Cavaco Silva kom um helgina í opinbera heimsókn til Kína. Hann verður í Kína þessa viku og þegar heim kemur mun Mario Soares, forseti Portúgals, væntanlega hafa gert upp við sig, hvort hann efnir til kosn- inga, eða felur leiðtogum Sósialistaflokksins eða Lýðræðislega endurnýjunarflokksins, að mynda ríkisstjórn. Stjórn Cavaco Silva féll á van- trauststillögu síðarnefnda flokksins. Silva vill kosningar, þar sem flokkur hans Sósialdemó- krataflokkurinn hefur greinilegan byr nú. Gáðuáhveiju þú gengur Gary Hart vill fara í framboð Denver, Reuter. GARY Hart, fyrrum öldungar- deildarmaður frá Colorado, tilkynnti í gær að hann mundi sækjast eftir útnefningu Demó- krataflokksins við forsetakosn- ingamar á næsta ári. Hart sóttist eftir útnefningu flokksins við kosningarnar 1984 en beið þá lægri hlut fyrir Walter Mondale, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna. Hart sagði í gær að kosningabar- átta sín mundi snúast um málefni en ekki pólitík. Stjórnun væri spurn- ing um hugmyndir og málefni og um það myndu kosningamar 1988 snúast um. Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó Hong Kong. Reuter. YFIRVÖLD menntamála i borg- inni Kwangchow (Canton) í Kína hafa lagt blátt bann við diskó- dansi námsmanna. Að sögn eins borgarblaðanna er ástæðan hræmuleg ástundun unga fólksins og síversnandi námsárangur. Canton Evening Post segir í siðasta sunnudagsblaði, að fræðsluráð borgarinnar hafí tekið þessa ákvörðun í ljósi þess, hversu skólastarfi hafí farið aftur á undanf- ömum árum. Blaðið segir, að hótel og diskótek verði sektuð, ef þau veita námsmönn- um aðgang. Þá hefur hótelum og veitingastöðum verið fyrirskipað að hætta að halda síðdegisdansleiki, svonefnd „teböll", fyrir námsmenn. Dansæði hefur farið um Suður- Kína frá því að stjómvöld í Peking kynntu frjálsræðisstefnu sína 1979.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.