Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 14. APRÍL 1987
Breytt útgáfa
Alþýðublaðsins
FRÁ og með þriðjudeginum 14.
april mun Alþýðublaðið koma
út í breyttri mynd. Haus blaðs-
ins hefur verið hannaður að
nýju og er nú fimm dálkar að
lengd í stað tveggja áður. Þá
hefur útliti og föstum yfirfyrir-
sögnum verið breytt.
Alþýðublaðið mun koma út sem
fyrr 5 daga í viku og verið er að
leggja drög að auknum blaðsí-
ðufjölda blaðsins en það hefur að
öllu jöfnu aðeins verið fjórar síður
' að stærð.
Alþýðublaðið hefur langa og
merka sögu að baki. Blaðið kom
fyrst út þann 29. október 1919
og var gefið út af Alþýðuflokkn-
um. Útgáfa blaðsins hefur verið
mjög misjöfn gegnum tíðina og
hefur blaðið sveiflast á milli þess
að vera stórveldi í útgáfu og eitt
fásénasta dagblað landsins.
Breytt og bætt útgáfa Alþýðu-
blaðsins miðar nú að því að gera
það fjölbreyttara, festa blaðið í
sessi og efla útbreiðslu þess.
(Úr fréttatilkynningu.)
MÞYBUBUBIB
Björgunarmenn leggja af stað til leitar í fyrrinótt, þegar fréttir bárust ofan af Langjökli.
Langjökull:
Hinn nýi haus Alþýðublaðsins
Hljómleikar að Logalandi
Borgarnesi.
Á HLJÓMLEIKUM sem Tónlist-
arfélag Borgarfjarðar efnir til
að Logalandi, Reykholtsdal,
laugardaginn 18. apríl kl. 15.00
mun óperusöngvarinn Kristinn
Sigmundsson syngja „Vetrar-
ferðina" eftir Schubert við
undirleik Jónasar Ingimundars-
sonar.
Þessir hljómleikar eru þriðja
verkefni félagsins á þessu starfs-
ári. Tónlistarfélag Borgarfjarðar
hefur starfað síðastliðin 21 ár.
TKÞ
Skátamir fund-
ust heilir á húfi
TÍU skátar, sem lentu í erfið-
leikum á Langjökli, voru
væntanlegir aftur til
__*
Landhelgisgæslan og SVFI
sátt við björgunartillögur
BÆÐI Landhelgisgæslan og Slysavarnafélag íslands virðast geta
sætt sig við tillögur nefndar þeirrar, sem dómsmálaráðherra skip-
aði til að fjalla tun skipan björgunarmála á hafinu, ef marka má
fyrstu viðbrögð f orsvarsmanna þeirra.
Tillögur nefndarinnar gengu út
á að Slysavamafélagið og Land-
helgisgæslan verði undirstjóm-
stöðvar þar sem SVFÍ sjái um
strandlengjuna og svæðið næst
» ströndinni, en Landhelgisgæslan
sjái um hafíð umhverfís landið.
Yfír þessum stjómstöðvum verði
aðalstjómstöð, sem hafi aðsetur í
stjómstöð almannavama og yfir-
stjóm þeirrar stöðvar verði í
höndum fulltrúa frá SVFÍ, Land-
helgisgæslunni og Póst og síma-
málastofnunar. Gert er ráð fyrir að
þessi stjóm komi saman í aðal-
stjómstöð þegar meiriháttar slys
verður á eða við sjó.
Haraldur Henrýsson forseti
Slysavamarfélags íslands sagði við
Morgunblaðið að stjóm félagsins
hefði ekki fjallað um tillögumar
enn, en í fljótu bragði virðist sem
þama væri um að ræða raunhæfar
og skynsamlegar tillögur sem unnt
væri að byggja á við framtíðarlausn
þessara mála. Samkvæmt tillögun-
um verði sú reynsla og þekking
nýtt sem fyrir hendi er í þessum
málum og gert væri ráð fyrir sam-
eiginlegri aðalstjómstöð félagsis og
Landhelgisgæslunnar eins og SVFI
hefði lagt áherslu á í undanfarandi
viðræðum. Að vísu væri Pósti og
síma bætt inní en það væri fyllilega
eðlilegt því strandastöðvar Landsí-
mans gegndu mikilvægu hlutverki
í þessum málum.
Haraldur sagði ennfremur að
Slysavamarfélaginu þætti mjög
mikilvægt að fyrir stjómvöldum
liggi hlutlaus úttekt á þessum mál-
um og nefndin hefði greinilega
unnið þama mjög gótt og vandað
verk.
Gunnar Bergsteinsson forstjóri
Landhelgisgæslunnar tók það fram
við Morgunblaðið að hann hefði
ekki skoðað tillögur nefndarinnar
nákvæmlega enn, en Landhelgis-
gæslan hlyti að fagna því að þessi
mál verði leyst. Gunnar sagði síðan
að tillögumar væru í aðalatriðum
svipaðar því sem Landhelgisgæslan
hefði gert sér hugmyndir um og
lagt til í viðræðum við Slysavarna-
félagið eða að Landhelgisgæslan
myndi sjá um það hafið en SVFÍ
annaðist björgunarmál við strönd-
Reykjavíkur í nótt. Allir voru
þeir við góða heilsu, utan einn
sem var lítillega meiddur á
hné.
Um kvöldmatarleytið á föstu-
dag lögðu tíu hjálparsveitarmenn
frá Reykjavík af stað norður yfir
Langjökul á þremur vélsleðum.
Um hádegi á laugardag fóru tveir
sleðanna fram af snjóhengju
skammt frá skálanum við Fjall-
kirkju, sem er norðaustan til á
jöklinum. Enginn slasaðist við
óhappið og sleðamir reyndust
vera í lagi, svo fjórir menn urðu
eftir til að freista þess að ná sleð-
unum upp. Hinir sex fóru í
skálann og voru komnir þangað
um kl. 16.
Stuttu eftir að sexmenning-
arnir voru komnir í hús versnaði
veður mjög. Þeir héldu sambandi
við fjórmenningana um talstöðv-
ar og heyrðu skálamenn síðast
til félaga sinna um hádegi á
sunnudag. Snjóbíll var sendur frá
Hjálparsveit skáta í Reykjavík á
sunnudag og var hann kominn
að skálanum um kl. 23 á sunnu-
dagskvöld. Þá var ákveðið að
kalla út fleiri snjóbíla, sem áttu
að freista þess að komast að
mönnunum fjórum frá Kili og
þrír bílar voru sendir norður
Langjökul.
Rétt eftir kl. 9 í gærmorgun
náðist aftur talstöðvarsamband
við fjórmenningana. Þeir höfðu
þá lagt af stað til skálans en
farið aftur fram af hengju, svo
þeir ákváðu að gera sér snjóhús
og bíða aðstoðar þar. Þegar til
þeirra heyrðist var ákveðið að
snúa þeim bílum við sem
skemmst voru komnir, en tveir
bílar voru komnir inn á jökul, auk
þess sem fyrstur kom á vettvang.
I fyrstu var talið að kalla þyrfti
á aðstoð þyrlu til að flytja einn
Ijórmenninganna til byggða, en
síðan kom í ljós að hann var að-
eins lítillega meiddur á hné.
Mennimir fjórir voru komnir í
bílana um hádegi í gær og var
haldið aftur til byggða skömmu
síðar. Ferðin til byggða gekk ró-
lega, því ekki komust allir fyrir
inni í bílunum og urðu menn að
skiptast á að ganga á skíðum.
Mörg félög lögðu sitt af mörk-
um vegna leitarinnar að mönnun-
um. Auk Hjálparsveita skáta í
Reykjavík voru það slysavamar-
félögin Ingólfur, Kyndill, Tryggvi
og Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík, Hjálparsveitir skáta í
Kópavogi og Hafnarfirði og
Björgunarhundasveit íslands.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Fjármálaráðherra óskar ekkí
eftir frekari ráðstöfun lána
AÐ undanförnu hafa fjölmiðlar
fjallað nokkuð um heimild til
handa fjármálaráðherra til ráð-
stöfunar á lánum úr Lífeyris-
sjóði starfsmanna ríkisins.
Ráðuneytið telur nauðsynlegt í
framhaldi af þeirri umfjöllun
að eftirfarandi upplýsingar séu
birtar.
1952 óskaði þáverandi fjár-
málaráðherra eftir því við stjóm
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
að lífeyrissjóðurinn ráðstafaði
ákveðnum hluta af ráðstöfunarfé
sínu til útlána eftir nánari ákvörð-
un fjármálaráðherra. Stjórn
sjóðsins ákvað að jafngildi 20%
af útlánafjárhæð er sjóðurinn lán-
aði til fasteignaveðlána félli í hlut
ráðherra til ráðstöfunar. Sam-
komulag þetta hefur síðan verið
í gildi, þó þannig að hlutur ráð-
herra af ráðstöfunarfé sjóðsins
hefur árabilinu 1952 til og með
1980 verið frá 5% í allt að 20%.
Frá árinu 1982 hefur stjórn
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
samþykkt heimildir til handa fjár-
málaráðherra eins og taflan hér
Ár Ráðstöfunarfé Skuldabr.lán
fjárh. í þús. kr. lífeyrissj.
1981 146.859 118.499
1982 201.794 178.512
1983 349.878 270.372
1984 401.304 475.086
1985 574.439 306.300
198G 790.069 757.562
að neðan sýnir.
Lánveitingar þar sem greint er
frá hér að framan hafa á hverjum
Skuldabr.lán Hlutfall Fjöldi lána
fjármálaráðh. lána ráðh.% miðað við hámarkslán
400 0,3 4
1.500 0,8 10
3.300 1,2 17
9.030 1,9 36
10.000 3,3 31
8.200 1,1 20 !)
tíma verið með sömu kjörum, að
því er varðar lánstíma, vexti og
aðra skilmála, eins og gilt hafa á
almennum lánum Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins til sjóðfé-
laga. Lán þessi hafa bæði gengið
til einstaklinga og fyrirtækja.
Ráðuneytið mun ekki birta lista
yfir einstaka lánveitingar og
vísast þar til sömu reglna og gilda
hjá Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins.
Núverandi Qármálaráðherra
ákvað í lok síðasta árs, að leita
ekki eftir frekari heimildum til
ráðstöfunar á lánum úr Lífeyris-
sjóði starfsmanna ríkisins, en þá
þegar höfðu verið ákvörðuð.
Þá telur Qármálaráðuneytið
rétt að upplýsa, að samtök laun-
þega sem eiga aðild að Lífeyris-
sjoði starfsmanna ríkisins hafa
fengið lán hjá sjóðnum allt frá
árinu 1970.
(Frétt frá fjármálaráduneytinu)
1) Þar af eitt lán til afgreiðslu í ársbyrjun 1987.