Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 52
52
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
Nýtt fjármálafyrirtæki á Akureyri:
Kaupþing Norð-
urlands hf. tók
til starfa í gær
NÝTT fjármálafyrirtæki, Kaup-
þlng Norðurlands hf. hóf störf á
Akureyri í gær. Fyrirtækið var
stofnað á laugardag. Eigendur
eru Kaupþing hf. í Reykjavík,
sem á 55%, Akureyrarbær og
KEA sem eiga 15% hvor aðili og
sjö sparisjóðir á svæðinu sem
eiga 15% saman. Það eru spari-
sjóðirnir á Siglufirði, Arskógs-
sandi, í Ólafsfirði, Hrísey,
Sparisjóður Svarfdæla á Dalvik
og sjóðimir tveir á Akureyri,
Sparisjóður Akureyrar og Spari-
sjóður Glæsibæjarhrepps sem
hér um ræðir.
Fyrirtækið hefur þegar fest kaup
á húsnæði að Ráðhústorgi 5 og hóf
þar starfsemi í gær sem fyrr segir.
Andrea Rafnar, viðskiptafræðing-
ur, starfsmaður Kaupþings í
Reylqavík, mun annast reksturinn
fyrst um sinn en fljótlega verður
ráðinn viðskiptafræðingur að fyrir-
tækinu, svo og ritari.
Dr. Pétur H. Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Kaupþings í
Reykjavík, er formaður stjómar
Kaupþings Norðurlands. Hann
sagði í gær, er fyrirtækið var kynnt
blaðamönnum, að í starfi Kaup-
þings hefði oft komið sárlega í ljós
hve erfitt væri að veita einstakling-
um og fyrirtælqum utan Reykjavík-
ur góða þjónustu. „Verðbréf með
veði í fasteignum á Akureyri hafa
til dæmis selst á lægra verði en
bréf með veði í Reykjavík þar sem
skuldari og veð eru ekki þekkt á
verðbréfamarkaði í Reykjavík."
Sagði hann sölu einingarbréfa og
þó sérstaklega fjármálaráðgjöf í
sambandi við hana hafa verið erf-
iða, ennfremur að ráðgjöf við
fyrirtæki og lánsfjárútboð til þeirra
hefðu verið af skomum skammti
en á því væri nú ráðin bót með
stofnun Kaupþings Norðurlands hf.
Fyrirtækið mun stunda ýmiss
konar fiármálastarfsemi. Pétur
nefndi eftirfarandi: verðbréfamiðl-
un, sölu einingabréfa og lífeyris-
bréfa, skuldabréfaútboð fyrir
fyrirtæki, hönnun og aðstoð við
útgáfu skuldabréfa, fjárvörslu fyrir
einstaklinga og fýrirtæki, kröfu-
kaup, alhliða fjármálaráðgjöf fyrir
fyrirtæki og einstaklinga, gjaldmið-
ilsráðgjöf fyrir fyrirtæki, rekstrar-
og markaðsráðgjöf, fasteignasölu,
núvirðingu kaupsamninga, mat á
greiðslubyrði og verðmat fasteigna.
Hlutafé í hinu nýstofnaða fyrir-
tæki em þijár milljónir króna.
Stjóm fyrirtækisins skipa: Pétur
H. Blöndal, formaður, Bjöm Jónas-
son, sparisjóðsstjóri á Siglufirði,
varaformaður, Friðrik Friðriksson,
sparisjóðsstjóri, Dalvík, ritari, Sig-
fús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri,
og Magnús Gauti Gautason, flár-
málastjóri KEA.
Ragnar Björnsson
Heldur orgeltónleika
á Akureyri og Húsavík
RAGNAR Björnsson heldur
orgeltónleika í Akureyrar-
kirkju á föstudaginn langa kl.
17.00 og leikur hann þar verk
eftir Franz Liszt. Ragnar flutti
þessa sömu efnisskrá á tónleik-
um í Kristskirkju í Reykjavík á
sl. ári, fyrir tónlistarfélag
kirkjunnar. Einnig heldur hann
tónleika í Húsavíkurkirkju á
skírdag kl. 17.00. Þar mun hann
leika verk eftir J.S. Bach.
Aðspurður sagði Ragnar að
eftir tónleikana í Reykjavík hefði
hann strax ákveðið að flytja þessa
sömu efnisskrá á Akureyri strax
og tækifæri gæfist, en það kom
fyrst nú. „Ein ástæðan fyrir því
að ég ákvað að flytja þessa efnis-
skrá á Akureyri er að orgelið í
Akureyrarkirkju er eirta hljóð-
færið utan Reykjavíkur sem skilar
þessum verkefnum svo og hljóm-
burður kirkjunnar," sagði Ragnar.
Hann sagðist hlakka mjög til þess
að flytja þessi verk Liszts í kirkj-
unni, en þau em „Fantasia og
fuga yfir Ad nos salutarem und-
an“, „Preludía og fuga ufir Bach“
og „Weinen, Klagen, Sorgen, Zag-
en“. Þessi þijú verk em stærstu
orgeltónsmíðar Liszts, en Liszt
var mikill aðdáandi orgelsins.
Á tónleikunum í Húsavíkur-
kirlqu leikur Ragnar m.a. tvær
Tíosónötur nr. 1 og 6 og Toccötu
og fugu í d-moll eftir J.S. Bach.
Félagsvísindastofnun fyrir Dag á Akureyri:
Sjálfstæðisflokkur tapar manni
í báðum Norðurlandskjördæmum
„HRUN hjá Sjálfstæðisflokki," segir í fyrirsögn yfir þvera for-
síðu Dags á Akureyri í gær. í skoðanakönnun sem Félagsvísinda-
deild Háskóla íslands gerði fyrir blaðið kemur fram að
Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni í báðum Norðurlandskjördæm-
um, fær aðeins einn þingmann í hvoru. Fylgi flokksins fer úr
31,3% í kosningunum 1983 í 19,2% nú í Norðurlandi vestra og í
Norðurlandi eystra var fylgið í könnuninni 16,3% en í síðustu
kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 27,2% greiddra atkvæða.
Norðurland eystra
Könnun þessi var gerð á miðviku-
dag, fimmtudag, föstudag og
laugardag í síðustu viku. Urtakið
var 409 manns í Norðurlandi eystra.
350 gáfu upp ákveðinn flokk eða
lista, 15 sögðust ekki ætla að kjósa,
9 sögðust skila auðu, 16 neituðu
að svara og 19 vora óákveðnir. Það
vom því 85,6% sem vom ákveðnir
í hvað þeir ætluðu að kjósa. Það
er mjög hátt hlutfall og könnunin
verður því að teljast marktæk.
Spurt var: „Ef alþingiskosningar
væm haldnar á morgun, hvaða
flokk eða lista heldurðu að þú
myndir kjósa?"
Ef aðeins em taldir þeir sem
vom ákveðnir er fylgi flokkanna
sem hér segir: 13,1% kjósenda ætla
að greiða Alþýðuflokki atkvæði sitt,
29,7% ætla að kjósa Framsóknar-
flokkinn, 16,3% Sjálfstæðisflokk-
inn, 15,7% Alþýðubandalagið, 8,6%
Kvennalistann, 6,3% Samtök jafn-
réttis og féiagshyggju, 5,4%
Borgaraflokkinn, 4,3% Þjóðarflokk-
innn og 0,6% Flokk mannsins.
Þessar tölur þýða að Alþýðu-
flokkurinn bætir við sig 2,2% frá
kosningunum 1983 og nær manni
á Alþingi. Framsóknarflokkur tapar
5% og fær tvo þingmenn, Sjálfstæð-
isflokkur tapar 10,9% og fær einn
mann kjörinn, Alþýðubandaiagið
tapar 1,1% og fær einnig einn mann
kjörinn. Kvennalistinn fær sjötta
þingmann kjördæmisins en á ný’-
loknu þingi hafði listinn ekki
þingmann í þessu kjördæmi. Frá
síðustu skoðanakönnun Dags, frá
17. mars sl., minnkar fylgi Samtaka
um jafnrétti og félagshyggju úr
8,1% í 6,3%, fylgi Þjóðarflokksins
eykst úr 3,4% í 4,3% og Borgara-
flokkurinn fær 5,4% sem fyrr segir,
en var ekki til þann 17. mars.
Verði úrslit kosninganna skv.
þessari könnun situr Ámi Gunnars-
son á þingi næsta kjörtímabil fyrir
Alþýðuflokkinn, Guðmundur
Bjamason og Valgerður Sverris-
dóttir fyrir Framsóknarflokkinn,
Halldór Blöndal fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, Steingrímur J. Sigfússon
fyrir Alþýðubandalag og Málmfríð-
ur Sigurðardóttir fyrir Kvennalista.
Sjöundi þingmaður kjördæmisins
verður uppbótarþingmaður og fer
eftir fylgi flokkanna á landsvísu.
Norðurland vestra
373 vom spurðir í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Þar vom 312
búnir að gera upp hug sinn um það
hvaða flokk eða lista þeir ætluðu
að kjósa, eða 83,7%. 19 sögðust
ekki ætla að kjósa, 7 sögðust skila
auðu, 13 neituðu að svara og 22
vom óákveðnir. Ef þeir em teknir
sem vom ákveðnir er útkoman
þessi: 9,9% ætla að kjósa Alþýðu-
flokk, 27,9 Framsóknarflokk,
19,2% Sjálfstæðisflokk, 15,1% Al-
þýðubandalag, 9,3% Kvennalista,
14,1% Borgaraflokkinn, 4,2% Þjóð-
arflokkinn og 0,3% Flokk mannsins.
Skv. þessu bætir Alþýðuflokkur-
PÁSKASÝNING Myndhópsins á
Akureyri verður opnuð í húsi
Verkmenntaskólans við Þórunn-
arstræti skírdag, 16. apríl, kl.
14.00.
Á sýningunni verða til sýnis
50-60 myndverk, unnin í olíu, aciyl,
pastel, vatnsliti og tréskúlptúr.
Sýnendur em Bryndís Amardótt-
ir, Álice Sigurðsson, Dröfn Frið-
inn við sig 2,7% frá síðustu kosning-
um en nær samt sem áður ekki inn
manni, Framsóknarflokkurinn tap-
ar 12,5% ef miðað er við samanlagt
fylgi hans og BB-listans og fær
einn mann kjörinn — tapar einum
manni — Sjálfstæðisflokkur tapar
12,1% og fær einn mann; tapar ein-
um, Alþýðubandalag tapar 2,9% en
fær áfram einn mann og Borgara-
flokkurinn fær einn mann kjörinn.
Síðan bætist við einn uppbótar-
þingmaður.
Miðað við könnunina yrðu eftir-
taldir á þingi fyrir Norðurlandskjör-
dæmi eystra eftir kosningar: Páll
Pétursson fyrir Framsóknarflokk,
Pálmi Jónsson fyrir Sjálfstæðis-
flokk, Ragnar Amalds fyrir Al-
þýðubandalag og Andrés
Magnússon fyrir Borgaraflokk.
fínnsdóttir, Guðrún Leonarsdóttir
(Lóa), Rut Hansen, Iðunn Ágústs-
dóttir, Aðalsteinn Vestmann,
Bemharð Steingrímsson, Gréta
Berg, Gunnar Dúi Júlíusson, Laufey
Gunnarsdóttir og Hörður Jömnds-
son.
Sýningin er sölusýning og verður
opin daglega alla páskahelgina kl.
14.00-22.00 og lýkur á annan dag
páska.
Páskasýning Myndhópsins
í Verkmenntaskólanum
Bikarkeppni
KRA að hefjast:
Fyrsti leikur-
inn verður á
fimmtudag'
NÚ ER kominn vorhugur í
knattspyrnumenn, þeir eru þeg-
ar farnir að sjást hlaupandi um
völl á eftir knettinum og fyrsta
mótið hér fyrir norðan, Bikar-
keppni KRA, hefst á fimmtu-
dag, skírdag.
Allir leikir mótsins fara fram á
Sanavellinum.
Fyrsta viðureign mótsins er
leikur KA og Reynis frá Árskógs-
strönd. Hann er á fímmtudag, eins
og áður segir, og hefst kl. 16.00.
Síðan keppa Þór og Vaskur kl.
14.00 á laugardag, þriðja viður-
eignin er svo á annan í páskum
kl. 16.00. Þá .mætast KA og Vask-
ur. 23. apríl, á fimmtudag í næstu
viku, sumardaginn fyrsta, eigast
síðan Vaskur og Reynir við. Sá
leikur hefst kl. 16.00. Síðasti leik-
ur mótsins verður síðan viðureign
Akureyrarrisanna Þórs og KA sem
hefst kl. 17.00 föstudaginn 1. maí.
Sjónvarp
Akureyri
ÞRIÐJUDAGUR 14. apríl
§ 18.00 Orð skulu standa
(Promises to Keep). Bandarísk
kvikmynd. Með aðalhlutverk
fara Robert Mitchum, Christop-
her Mitchum og Bentley C.
Mithcum.
19.35 Frambjóðendur og frétta-
menn. Guðmundur Bjarnason,
Framsóknarflokki, svarar
spumingum fréttamanna.
19.55 Ferðir Gúllivers. Teikni-
mynd.
§20.25 Húsið okkar.
§21.20 Fyrsta ástin (First Affa-
ir). Bandarísk sjónvarpsmynd
um fyrstu ást 18 ára stúlku.
Hún verður ástfangin af giftum
manni og hefur það afdrifaríkar
afleiðingar. Með aðalhlutverkin
fara Melissa Sue Anderson og
Loretta Swit. Leikstjóri er Gus
Trikonis.
§23.00 NBA-körfuboltinn. Um-
sjónarmaður er Heimir Karls-
son.
00.40 Dagskrárlok.