Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 53

Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 53 HM| 3 Myndir Guðmundar Benediktssonar á veggjum í sýningarsal Ingvars Helgasonar. Morgunblaðið/Þorkell Byggingavörur án heilsuspillandi eiturefna. NATURA CASA Nýbýlavegi 20, 200 Kópavogi, sími 91-44422 Cterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Stolin bif- reið á inn- brotsstað BIFREIÐ var stolið í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags, en hún fannst á innbrotsstað í Reykjavík í gær. Skömmu eftir hádegi í gær var tilkynnt um innbrot í hús í Reykjavík. Þegar lögreglan kom á staðinn gripu þeir innbrotsþjófinn glóðvolgan og reyndist farartæki hans vera bifreiðin úr Hafnarfirði. Innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar þótt hann sé ungur að árum og er nýkominn úr fangelsi. Sovéskir skipveijar á sjúkrahúsi SOVÉSKA konan, sem sótt var um borð í togara á hafi úti á föstudag, er enn á Borgarspítal- anum. Ekki er vitað hve alvar- lega veik hún er. Konan, sem er 52 ára, er skip- verji á sovéskum verksmiðjutogara. Þyrla vamarliðsins sótti hana um borð í togarann, en hún hafði feng- ið hjartaáfall. Annar sovéskur skipverji, 26 ára kárlmaður, sem sóttur var á haf út á fimmtudag, reyndist vera með botnlangabólgu. Hann hefur nú verið skorinn upp og heilsast vel. Ingvar Helgason: Sýning á bílum um og málverkum í sýningasal Ingvars Helgason- ar við Rauðagerði eru ekki aðeins til sýnis bílar, heldur stendur þar einnig yfir sýning á málverkum Guðmundar Ben- ediktssonar. „Sýning á steindauðum bílum er alltof einhæf og það skapar allt annað andrúmsloft að sýna líka málverk, eða silfurmuni eins og við vomm með hér í salnum í haust. Það fer vel saman og lyftir andanum á hærra plan. Við ætlum okkur að gera meira af slíku,“ sagði Ingvar Helgason í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að undanfarnar helgar hefði leikið í salnum fiðluleikari úr Sinfóníu- hljómsveitinni og á næstunni myndi hljómsveit skipuð 20-30 harmóníkuleikurum leika fyrir sýningargesti. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og það hefur verið straumur fólks hingað til okkar. Enda er yfirbragðið hér allt annað og skemmtilegra núna,“ sagði Ing- var að lokum. Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða jurtakrydduðu lambalærií hátíðarmatinn. Rauðvínslegnu og jurtakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin úr hýju, fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin íofninn. Sannarlega gómsætur hátíðarmatur. \y!&' ' , I .■■í i'VMwto

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.