Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 55

Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 55 á slagverk. Þau náðu vel saman og flautan gaf skemmtilegan blæ. Mesta athygli vakti þó söngur Hild- ar sem var einkar góður, enda stúlkan með mikla og fallega rödd. Lagið sem þau fluttu, Næturljóð, var eftir Gísla Már Jóhannsson en textinn eftir Sverrir Pál. Næstir á sviðið voru Flensborgar- ar sem valið höfðu sér samheitið Gáfnaljósin. Þeir vöktu mikla hrifn- ingu þegar þeir komu á sviðið, enda klæddir í viðeigandi búninga, allt frá jólasveinabúning að einkennis- búning Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Því til viðbótar voru þeir allir með kanínueyru. Gáfnaljósin voru þeir Örn Amarsson, sem lék á gítar og söng, Rúnar Óskarsson sem lék á gítar og söng, S.B. Blöndal (lista- mannsnafn?) sem lék á bassa, Öm Hrafnkelsson sem söng og Óttar Proppé sem lék á draglúður og söng. Lagið, sem var einkar skemmtileg blanda, var samið af Gáfnaljósunum í sameiningu, en textann, sem ekki var óskemmti- legri smíði, sömdu þeir Öm og Óttar í sameiningu. Samsuðan hét Skápa- söngur. Það var Kvennaskólinn sem átti lokaorðið í kepninni. Fyrir hönd hans kepptu þær stöllur Hjálmfríð- ur Þöll Friðriksdóttir, sem söng, og Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, sem söng einnig. Þær höfðu sér til fulltingis þá Jón Bjama Jónsson, sem lék á hljómborð, Björgvin Plod- er, sem lék á trommur, og Bjama Braga Kjartansson sem lék á bassa. Lag og texta sömdu þær Hjálm- fríður og Byndís og kölluðu Texta- laust lag. Nú fór dómnefnd, sem skipuð var þeim Inga Gunnari Jóhannssyni, Bergþóru Ámadóttur, Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, Kristínu Lilli- endahl og Gunnari Guttormssyni, afsíðis til að velja sigurvegara. Ekki þurftu menn þó að láta sér leiðast á meðan því á sviðið komu Gísli Helgason og Vespur, þær Helga Bryndís og Herdís Hallvarðs- dóttir, og fóm á kostum á meðan dómur var upp kveðinn. Það vom síðan ágætur kynnir dagsins, Guðrún Gunnarsdóttir, og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður Vísnavina, sem kynntu úrslitin. Sigurvegari varð Tindur Hafsteinsson, fékk tuttugu þúsund krónur í verðlaun. í öðm sæti urðu keppendumir frá Akureyri, þau Gísli Már Jóhannson, Hildur Lofts- dóttir, Margrét Stefánsdóttir og Geir Rafnsson, fengu tíu þúsund krónur. Þriðji varð Tómas Malberg sem fékk að launum fimm þúsund krónur. Þá var komið að aukaverðlaun- um, sem öll vom plötuúttekt frá Steinum. Verðlaun fyrir bestu bún- inga fengu Gáfnaljósin úr Flens- borg, Kvennaskólakeppendur fengu verðlaun fyrir galsafengna sviðs- framkomu, menntskælingar að austan fengu veðlaun fyrir fágaða sviðsframkomu og keppandinn úr MR fékk verðlaun fyrir besta téxt- ann. Keppni fór í alla staði vel fram en þó skyggði nokkuð á hve fáir mættu til að fylgjast með, en skýr- ingar á því em margar og þeirra á meðal að kennaraverkfallið varð til þess að margir keppendur hættu við að mæta til leiks og eyddi einn- ig þeirri stemmningu sem búið var að ná upp innan skólanna. Vísna- vinir fara þó brattan og heita því að næsta ár verði keppnin enn veg- legri og stæm í sniðum. Arni Matthíasson Vor-tískan /£#*■ IxM, 599 it J*fc, J HAGKAUP Wi REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK Póstverslun: Simi 91-30980

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.