Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 4 t Garpar og götustrákar Chariotte Valandrey, ung og fögur en óreynd leikkona S Rauðum Kossi. Rauður koss Frönsk kvikmyndavika. Rauður koss (Rouge Baiser) Leikstjóri: Véra Belmont. Handrit: Belmont, Guy Konopnicki, David Milhand. Tónlist: Jean Marie Sénia. Aðal- leikendur: Charlotte Valand- rey, Laurent Terzieff. I Rauða kossinum rifjar leik- stjórinn Véra Belmont upp örlaga- ríka atburði úr æsku sinni á gamansaman en gagnrýninn og ljúfsáran hátt. Sem afkomandi pólskra flótta- manna af gyðingaættum, tekur hún þátt í harðlínukenndri Ung- liðahreyfíngu franskra kommún- ista. Allt svart sem amerískt er og Stalín karlinn rétt ófallinn af stallinum. Stúlkunni er bjargað úr hönd- um lögreglunnar í mótmæla- göngu, af ungum blaðaljósmjmd- ara sem er algjör andstæða hennar — frjálslyndur, sannur lífsnautnamaður af borgarastétt og opnar nýja og skemmtilegri veröld og það sem meira er um vert — í honum uppgötvar stúlkan ástina. Hún verður að sætta sig við að ekki er allt sem sýnist, hvort Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin, Allt í hvelli - Touch and go ☆ ☆ Leikstjóri: Robert Mandel. Handrit: Slan Ormsby, Bob Sand, Harry Colomby. Mynda- sem það er skólabókarkommún- isminn, faðirinn, fortíð móðurinn- ar... Rauður koss er lagleg og ljúf, skemmtilegt uppgjör við tímabil í ævi stúlku sem er að breytast í fulltíða konu. Þetta er forvitnileg, flókin en ákveðin persóna sem er viss um hvað hún vill en hefur jafnframt umburðarlyndi að sætta sig við nýjar aðstæður. Myndin er einkar skemmtilega tekin og tónlistin ómissandi í end- urómnum. Terzieff er sannverð- ugur í hlutverki blaðaljósmyndar- ans en hin unga Valandrey á margt ólært. Belmont tekst ein- staklega vel að endurskapa blæ liðinna, athyglisverðra tíma, þeg- ar franska þjóðin var tvístígandi og ráðvillt eftir ógnarár seinna stríðs. tökustjóri: Richard H. Kline. Tónlist: Sylvester Levay. Aðal- leikendur: Michael Keaton, Maria Conchita Alonso, Ajay Naidy, John Reilly, Maria Tucci. Bandarísk, Kings Road Tri Star Pictures, 1986. Með Allt í hvelli ætlar Keaton að losna undan gamanleikara- stimplinum því þessi nýjasta mynd hans er nokkru alvarlegri en for- veramir, þó svo að grunnt sé á gamninu. Nú fer Keaton með hlutverk aðalmannsins í fshokkíliði í Chicago. Hann verður fyrir því eitt kvöldið að unglingagengi ætl- ar að ræna hann, undir forystu smágutta. Keaton tekst að stökkva þeim á flótta og hand- samar snáðann. Hann reynist búa hjá móður sinni, sem hefur enga stjóm á kauða. Hefst nú storma- samt samband þeirra þriggja sem endar með því að Keaton tekur mæðginin uppá arma sína. Þetta er nokkuð snotur mynd á yfírborðinu og Keaton sýnir örlítil tilþrif sem töffarinn með gullhjartað. Öllu slakari er leikur Conchitu hinnar fögru. Það er enginn annar en smáguttinn Ajay Naidu í hlutverki götustráksins, sem stelur myndinni. En það vant- Keaton og Maria Conchita Al- fonso, suður-amerísk fegurðar- drottning en hæpið leikara- efni. ar tilfínningalega alla dýpt í myndina og persónumar. Þær em víðsfjarri, einkum þeir fullorðnu. Efnið, sem á víst að taka alvar- lega, er alltof ævintýralegt til að slíkt gangi og í rauninni er það hinn bráðhressi yngismaður, Na- idu, sem gerir Allt í hvelli að sæmilegri afþreyingu. Tvær bjarnfirskar konur í framboði Bjamarfirði. Framboðsfundur allra flokka var haldinn á Hólmavík laugar- daginn 4. apríl og komu þar meðal annarra fram og héldu ræður tveir frambjóðendur úr Bjarnarfirði. Voru þetta tvær konur er reka bú hér í firðinum, en verða báðar að vinna utan heimilis, þar eð búskapurinn einn er ekki nægur til framfærslu fjölskyldunnar. Konur þessar heita Amlín Þ. Óladóttir, sem er í framboði fyrir Alþýðubandalagið og Hallfríður F. Sigurðardóttir fyrir Kvennalista. Það eru auðvitað fleiri úr Stranda- sýslu í framboði fyrir hina mörgu flokka, en úr engri byggð, sem aðeins telur rúmlega 50 íbúa mun vera svo hátt hlutfall frambjóðenda, né heldur aðeins konur í framboði. Svo segja má að hér slái Bjamar- fjörður tvöfalt íslandsmet. Ræður manna á fundi vom eins og gengur og gerist á framboðs- fundum. Þó var það eitt málefni er vemlegu máli skipti fyrir Bjamfírð- inga, sem rætt var, en það vom vegamál. Kom fram í fyrirspumum og svömm frambjóðenda, að ekki muni varið fé á næstu áætlunum til að byggja upp veginn um Bjam- arfjörð, né heldur veginn frá Hólmavík inn í Staðardal, en þama er einhver hættulegasti vegarkafli hér um slóðir. Urðu þar tvö stórslys á sl. ári og mörg minni óhöpp. Er það oft rætt, hvort virkilega eigi að bíða eftir dauðaslysum á þessum kafla, áður en nokkuð verður að gert. Hinsvegar mun eiga að byggja upp veg á Selströnd, sem í daglegu tali hér um slóðir er kölluð Gull- strönd, út til Drangsness. Amlín Óladóttir gerði atvinnu- ástand í sveitahreppunum að umræðuefni og það að bændur þurfa að vera farandverkamenn. Hins vegar var ekki rætt um að til hefir staðið að leggja hér niður skóla og félagsheimili. Það var því mikill léttir bjamfírskum hjörtum, þegar Ólafur H. Kristjánsson, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á þessum fundi, að það væri skoðun sín að „skólamál væru fyrst og fremst byggðamál", er hann ræddi um byggðavandamál á Vestfjörðum. Þá var einmitt á meðan á fram- boðsfundinum stóð opnuð billiard- stofa á Hólmavík. Er þetta fyrsta billiardstofan, sem opnuð hefír ver- ið hér í sýslu. - S.H.Þ. Sesselja Hermannsdóttir og Elísabet Einarsdóttir í nýju versluninni. Tískuverslunin Hera opnar á Eiðistorgi TÍSKUVERSLUNIN Hera heitir ný kvenfataverslun sem var ný- lega opnuð undir þakinu í versl- unarmiðstöðinni við Eiðistorg. Verslunin hefur á boðstólum fatnað fyrir konur á öllum aldri og kappkostar að hafa fatnað í öllum stærðum. Verslunin verður með fatnað frá fyrirtækjum í Bretlandi, Finnlandi og fleiri Evrópulöndum. Eigendur verslunarinnar eru Sesselja Hermannsdóttir og Elísa- bet Einarsdóttir. Tískuverslunin Hera er opin virka dagakl. 10.00-19.00 oglaugardaga kl. 10.00-16.00. m? fyf KkANPi o f (V' Mætum á vornámskeið Kramhússins 5 vikna námskeið frá 27. apríl til 1. júní. Jass-„smiðja“ Jass dans — Afro-carabbiandans - nútímadans 4NÝR KENNARI _ _ Oans ^S^ss'60' Leikir — Dans fyrir börn KENNARI: Arna Richardsdóttir Rokk ’n’ Roll KENNARI: Didda „rokk" Gestakennari Kramhússins frá 8.-22. maí er Mark Headley dansari frá Barbados. Hann hef- ur starfað í Berlín undanfarin 10 ár sem kennari - dansari og dansahöfundur. - fyrir leikhús, sjónvarp og listasöfn. Sérgrein hans er kennsla í Afro- Caribbeandansi, jass- og moderndansi og „musicals". Sumamámskeið Kramhússins hafa alltaf verið góð — nú í ár verða þau stórfengleg! 5 erlendir gestakennarar í júní: Adrienne Hawkins — Maria Lexa — Anna Haynes — Susi Villaverde — Nanette Nelms Innritun hafin! HÚ5t& Símar: 15103 — 17860.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.