Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
69
*
Islandsmótskæru
vísað frá
Dómnefnd Bridgesambands
Islands vísaði kæru sveitar Jóns
Haukssonar á hendur sveitar Jóns
Skeggja Ragnarssonar á íslands-
mótinu í sveitakeppni frá á þeim
forsendum að hún hefði borist allt
of seint.
Kæran var lögð fram vegna þess
að tveir spilarar í sveit Jóns Skeggja
höfðu tekið þátt í úrtökumóti á
öðru svæði en náðu ekki íslands-
mótsrétti þar.
Úrslitin í riðlinum sem um ræðir
eru því óbreytt ogsveitir Sigtryggs
Sigurðssonar og Ólafs Lárussonar
unnu sér rétt til að spila í úrslitun-
um.
Danir velja
unglingalið
Danir hafa valið lið á Norður-
landamót yngri spilara sem verður
í Hrafnagilsskóla í Eyjafírði í sum-
ar. Liðin voru valin að loknu
Danmerkurmóti yngri spilara sem
lauk fyrir skömmu.
í flokk 21-25 ára voru valin
Morten Bilde, Charlotte Palmlund,
Christian Reinholdt og Jens Kofoed
sem unnu Danmerkurmótið, og að
auki eru Peter Rasmussen og Rolf
Kjær-Hansen í liðinu. í liði 20 ára
og yngri eru Carsten Petersen, Jan
Rolf Larsen, Ole Raulund og Jakob
Röjel.
Þessir krakkar hafa lítið sett
mark sitt á danskan brids enn sem
komið er utan Charlotte Palmlund.
Hún er einn efnilegasti spilari Dana
og varð ásamt Bettinu Kalkerup í
2. sæti á heimsmeistaramóti kvenna
í tvímenning síðastliðið haust, og
þær unnu Danmerkurmótið í
tvímenning auðveldlega í vetur.
Eng'lendingar unnu
Camrosekeppnina
Það valt á næstsíðasta slagnum
í síðasta spili heimalandakeppninn-
ar í Bretlandi, Camrosekeppninnar,
hvaða land færi með sigur af hólmi.
Norður írar voru um það bil að
hreppa titilinn í fyrsta skipti í 52
ára sögu þessarar keppni. Þeir
höfðu unnið Englendinga stórt og
voru að leggja Walesbúa að velli
með miklum mun. írarnir hófu
síðustu lotu síðasta leiksins 15 vinn-
ingsstigum yfir Englendingum og
66 impum yfir Walesbúum sem
þeir voru að keppa við. Englending-
ar voru 15 impum yfir í leik sínum
við_ Skota.
í síðustu 20 spilum leiks íranna
við Walesbúa gekk þeim allt I óhag
og þeir glutruðu niður 53 impum.
Þar af 12 í síðasta spilinu þegar
þeir slepptu góðri slemmu. Wales-
búarnir tóku slemmuna og í tveggja
spila endastöðu varð sagnhafi að
velja um að svína fyrir drottningu
eða fella hana fyrir aftan kóng.
Hann valdi það síðamefnda, vann
slemmuna og Englendingamir
hrepptu þar með titilinn 2 vinnings-
stigum yfir írum.
Bretar hafa síðan valið lið það
sem keppa á við aðrar Efnahags-
bandalagsþjóðir innan skamms, en
Evrópubandalagsmótið skipar æ
hærri sess meðal aðildarlandanna.
í liðinu keppa Forrester og Brock,
Armstrong og Kirby og kvennapa-
rið Horton og Landy.
Vogar:
Námskeið um
stofnun fyrirtækja
Vogum.
LOKIÐ ER námskeiði um
stofnun fyrirtækja sem at-
vinnumálanefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps og Iðnþróun-
arfélag Suðurnesja efndu til
í Vogfum nýlega. Þátttakend-
ur í námskeiðinu voru alls 14,
þar af ein kona.
Það var atvinnumálanefndin
sem hafði frumkvæði að nám-
skeiðshaldinu, en nefndin hefur
haft ýmis verkefni til athugunar,
og er þetta það fyrsta sem hún
kemur í framkvæmd.
Jón E. Unndórsson fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Suðumesja sagði í samtali við
Morgunblaðið, að þetta væri
námskeið sem hann hefði haldið
í mörg ár. Fyrsta námskeiðið var
haldið í Grindavík, síðan hafa
fjögur verið haldin í Keflavík/
Njarðvík, tvö í Kópavogi og eitt
í Vogum. Þá hefur hann haldið
námskeið í skólum, en það væri
sérstök útgáfa á efninu.
Námskeið um stofnun og
rekstur fyrirtækja er 4 kvöld, og
fímmta kvöldið er námstefna þar
sem eru haldnir fyrirlestrar. Þá
er einn dagur notaður til kynn-
ingar í fyrirtækjum og stofnun-
um.
Alls hafa fleiri hundruð manns
tekið þátt í námskeiðunum en
þeim er skipt í tvo flokka, annað
fyrir athafnamenn en hitt fyrir
skólafólk.
Almennt áhugaleysi
hjá konum
„Ég sæki námskeið til þess að
fá einhverja innsýn í fyrirtækja-
rekstur," sagði Sigrún Skærings-
dóttir, sem var eina konan sem
sótti námskeiðið.
Sigrún Skæringsdóttir
„Ég er sjálf að hefja smárekst-
ur og tel þetta því nauðsynlegt.
Síðasti hluti námskeiðsins, er við
köllum námstefnu, þótti mér
bestur, en þá fengum við í heim-
sókn aðila er héldu fyrirlestra um
skattamál fyrirtækja, fjármögn-
unarleigu, heilbrigðismál og
fleira. Mér þótti skemmtilegt að
fá þessa kynningu á fjármögnun-
arleigu, sem er algerlega óþekkt,
en það hlýtur að breyta miklu
að geta keypt vélar og tæki með
þessu móti, kannski sérstaklega
fyrir lítil fyrirtæki, sem hafa ekki
mikið rekstrarfé.“
— Hvaða ástæða heldurðu að
sé fyrir því að konur sælq'a ekki
svona námskeið?
„Ég tel það almennt áhuga-
leysi hjá konum fyrir þessum
málum.“
- EG
H0VIKLÍNAN
Brettarekkar
fyrir
þungavörur
HÁTEIGSVEGI 7 SÍMI: 21220
ÁKLÆÐI
Eigum fyrirliggjandi úrvals áklœði
í Volvo 240 og 740 á mjög
hagstœðu verði.
Áklœði, verð kr. 4.995.-
\7EEEE!II>
SU0URLANDS8RAU7 16 SIMI 3S200
GEFÐU GÓÐA
GJÖF
FRÁ SEGLAGERÐINNI ÆGI
3 manna tjald.
Súluhæð 150 cm.
Breidd 150 cm.
Lengd 275 cm.
Verð kr. 6.995,-
Svefnpokar, 10 gerðir
-15° til +15°
Verð frá 2300