Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 69 * Islandsmótskæru vísað frá Dómnefnd Bridgesambands Islands vísaði kæru sveitar Jóns Haukssonar á hendur sveitar Jóns Skeggja Ragnarssonar á íslands- mótinu í sveitakeppni frá á þeim forsendum að hún hefði borist allt of seint. Kæran var lögð fram vegna þess að tveir spilarar í sveit Jóns Skeggja höfðu tekið þátt í úrtökumóti á öðru svæði en náðu ekki íslands- mótsrétti þar. Úrslitin í riðlinum sem um ræðir eru því óbreytt ogsveitir Sigtryggs Sigurðssonar og Ólafs Lárussonar unnu sér rétt til að spila í úrslitun- um. Danir velja unglingalið Danir hafa valið lið á Norður- landamót yngri spilara sem verður í Hrafnagilsskóla í Eyjafírði í sum- ar. Liðin voru valin að loknu Danmerkurmóti yngri spilara sem lauk fyrir skömmu. í flokk 21-25 ára voru valin Morten Bilde, Charlotte Palmlund, Christian Reinholdt og Jens Kofoed sem unnu Danmerkurmótið, og að auki eru Peter Rasmussen og Rolf Kjær-Hansen í liðinu. í liði 20 ára og yngri eru Carsten Petersen, Jan Rolf Larsen, Ole Raulund og Jakob Röjel. Þessir krakkar hafa lítið sett mark sitt á danskan brids enn sem komið er utan Charlotte Palmlund. Hún er einn efnilegasti spilari Dana og varð ásamt Bettinu Kalkerup í 2. sæti á heimsmeistaramóti kvenna í tvímenning síðastliðið haust, og þær unnu Danmerkurmótið í tvímenning auðveldlega í vetur. Eng'lendingar unnu Camrosekeppnina Það valt á næstsíðasta slagnum í síðasta spili heimalandakeppninn- ar í Bretlandi, Camrosekeppninnar, hvaða land færi með sigur af hólmi. Norður írar voru um það bil að hreppa titilinn í fyrsta skipti í 52 ára sögu þessarar keppni. Þeir höfðu unnið Englendinga stórt og voru að leggja Walesbúa að velli með miklum mun. írarnir hófu síðustu lotu síðasta leiksins 15 vinn- ingsstigum yfir Englendingum og 66 impum yfir Walesbúum sem þeir voru að keppa við. Englending- ar voru 15 impum yfir í leik sínum við_ Skota. í síðustu 20 spilum leiks íranna við Walesbúa gekk þeim allt I óhag og þeir glutruðu niður 53 impum. Þar af 12 í síðasta spilinu þegar þeir slepptu góðri slemmu. Wales- búarnir tóku slemmuna og í tveggja spila endastöðu varð sagnhafi að velja um að svína fyrir drottningu eða fella hana fyrir aftan kóng. Hann valdi það síðamefnda, vann slemmuna og Englendingamir hrepptu þar með titilinn 2 vinnings- stigum yfir írum. Bretar hafa síðan valið lið það sem keppa á við aðrar Efnahags- bandalagsþjóðir innan skamms, en Evrópubandalagsmótið skipar æ hærri sess meðal aðildarlandanna. í liðinu keppa Forrester og Brock, Armstrong og Kirby og kvennapa- rið Horton og Landy. Vogar: Námskeið um stofnun fyrirtækja Vogum. LOKIÐ ER námskeiði um stofnun fyrirtækja sem at- vinnumálanefnd Vatnsleysu- strandarhrepps og Iðnþróun- arfélag Suðurnesja efndu til í Vogfum nýlega. Þátttakend- ur í námskeiðinu voru alls 14, þar af ein kona. Það var atvinnumálanefndin sem hafði frumkvæði að nám- skeiðshaldinu, en nefndin hefur haft ýmis verkefni til athugunar, og er þetta það fyrsta sem hún kemur í framkvæmd. Jón E. Unndórsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Suðumesja sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri námskeið sem hann hefði haldið í mörg ár. Fyrsta námskeiðið var haldið í Grindavík, síðan hafa fjögur verið haldin í Keflavík/ Njarðvík, tvö í Kópavogi og eitt í Vogum. Þá hefur hann haldið námskeið í skólum, en það væri sérstök útgáfa á efninu. Námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja er 4 kvöld, og fímmta kvöldið er námstefna þar sem eru haldnir fyrirlestrar. Þá er einn dagur notaður til kynn- ingar í fyrirtækjum og stofnun- um. Alls hafa fleiri hundruð manns tekið þátt í námskeiðunum en þeim er skipt í tvo flokka, annað fyrir athafnamenn en hitt fyrir skólafólk. Almennt áhugaleysi hjá konum „Ég sæki námskeið til þess að fá einhverja innsýn í fyrirtækja- rekstur," sagði Sigrún Skærings- dóttir, sem var eina konan sem sótti námskeiðið. Sigrún Skæringsdóttir „Ég er sjálf að hefja smárekst- ur og tel þetta því nauðsynlegt. Síðasti hluti námskeiðsins, er við köllum námstefnu, þótti mér bestur, en þá fengum við í heim- sókn aðila er héldu fyrirlestra um skattamál fyrirtækja, fjármögn- unarleigu, heilbrigðismál og fleira. Mér þótti skemmtilegt að fá þessa kynningu á fjármögnun- arleigu, sem er algerlega óþekkt, en það hlýtur að breyta miklu að geta keypt vélar og tæki með þessu móti, kannski sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki, sem hafa ekki mikið rekstrarfé.“ — Hvaða ástæða heldurðu að sé fyrir því að konur sælq'a ekki svona námskeið? „Ég tel það almennt áhuga- leysi hjá konum fyrir þessum málum.“ - EG H0VIKLÍNAN Brettarekkar fyrir þungavörur HÁTEIGSVEGI 7 SÍMI: 21220 ÁKLÆÐI Eigum fyrirliggjandi úrvals áklœði í Volvo 240 og 740 á mjög hagstœðu verði. Áklœði, verð kr. 4.995.- \7EEEE!II> SU0URLANDS8RAU7 16 SIMI 3S200 GEFÐU GÓÐA GJÖF FRÁ SEGLAGERÐINNI ÆGI 3 manna tjald. Súluhæð 150 cm. Breidd 150 cm. Lengd 275 cm. Verð kr. 6.995,- Svefnpokar, 10 gerðir -15° til +15° Verð frá 2300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.