Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 80
80 MORGUNBLAÐIÐ, f>RIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Minning: Hermann G. Hermanns- son trésmíðameistari Fæddur l.júní 1888 Dáinn 7. apríl 1987 í dag er borinn til hinstu hvílu afí minn, Hermann G. Hermanns- son trésmíðameistari, sem lést sl. þriðjudag, tæpum tveimur mánuð- um fyrir 99 ára afmæli sitt. Margs er að minnast þegar litið er yfír farinn veg og erfítt að fínna eitt atriði öðru betra til að lýsa manngerð eins og afa. Fyrir hug- skotssjónum sé ég fremur lágvax- inn mann, grannan og léttan á fæti, með þykkt hvítt hár. Afi var skarpleitur og fámáll, en hafði margt til málanna að leggja. Ég naut þeirrar ánægju að deila heimili með afa um tveggja ára skeið fyrir nokkrum árum. Sambýli tveggja aðila þar sem annar er mjög ungur og óreyndur, en hinn háaldraður með margra ára visku í farteskinu hlýtur því að skilja eft- ir sig spor í vitundinni. Eitt af því sem afí var óþreytandi að kenna mér var þolinmæði. Á stundum, er mér fannst hlutimir ekki ganga nógu hratt, steig afí gjarnan spor fram á við og sagði: „Þetta kemur allt sarnan," og dró seiminn. Oft sátum við saman á síðkvöld- um og ræddum dægurmálin, ekki síst stjómmál. Afi var ákveðinnar skoðunar í þeim efnum, og fylgdist mjög vel með framvindu mála. Ekki vorum við alltaf sammála og oft teygðist úr kvöldunum þegar við lögðum fram hinar ýmsu úrlausnir á málum, annars vegar úrlausnir hins unga sem taldi sig vita allt, og hins vegar úrlausnir hins reynda, sem margt vissi og skildi. Annað sem leitar á hugann úr bmnni minninganna er hagmælska afa. Ég dvaldist erlendis um tíma og þá skrifuðumst við afi á. Ekki urðu bréfin ýkja mörg, en löng voru þau. Eitt bréfa afa er mér sérstak- lega minnisstætt. Brétt þetta var langt og fullt af fréttum — ritað í kvæðaformi. Nú er afí farinn í ferðalag yfír móðuna miklu, ferðalag sem enginn kemur aftur úr. í ferðalok er honum fagnað, en við sem heima sitjum yljum okkur við endurminningar um góðan mann. Ég kveð afa með eftir- sjá og virðingu, og þakka forsjón- inni fyrir að hafa leyft mér að kynnast svo mætum manni. Ellen Ingvadóttir Það er skrýtið að hugsa til þess að afí langi skuli vera dáinn. Hann sem hefur alltaf verið hjá okkur. Það er svo margs að minnast um svo góðan mann. Við afí langi áttum mikil samskipti þegar ég var lítil, þá kom hann alltaf í sunnudagsmat til afa og ömmu. Hann hafði alltaf tíma til þess að gleðja mig með því að leika sér við mig. Hann afi langi elskaði lítil böm. Hann lék við mann, las fyrir mann eða fór í göngutúra með manni. Ég gat allt- af verið viss um að fínna mikla gleði nálægt afa langa. Afí langi tók miklu ástfóstri við litlu systur mína þegar við bjuggum hjá honum í smátíma. Það var alveg sama sag- an og þegar ég var lítil, hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Og alltaf hló hann og hafði gaman af. Svona var afí allt- af glaður, blíður og góður. En nú er hann farinn frá okkur næstum því hundrað ára gamall. Við sem eftir lifum eigum bara minninguna um þennan góða mann. Ömmu, afa og öðrum aðstand- endum vil ég votta samúð mína og megi Guð styrkja ykkur. Gróa „Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gigjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna." (Tómas Guðmundsson) Hann afí er dáinn. Þessi einstaki og elskulegi maður verður til mold- ar borinn í dag. Hann var tæplega 99 ára þegar hann lést í Borgarspít- alanum og þrátt fyrir frábæra umhyggju og hlýju hjúkrunarfólks var fallegu lífí og löngu ævikvöldi hans lokið. Ég veit að afí skildi sáttur við menn og málefni, en það var hann allt sitt líf. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst þessum góða og heiðarlega manni og haft hann að leiðarljósi, manni sem öllum vildi aðeins það besta. Hann virtist enda- laust geta gefíð af sér og aldrei krafðist hann neins í staðinn. Þegar hann lá dauðvona á sjúkrahúsinu síðasta daginn, þá sótti ég til hans styrk og fagrar hugsanir og segir það meira en mörg orð um hversu göfugur hann var. Sigurbjörg amma mín lést árið 1966 og nú hittast þau aftur í kærleika sínum, en hamingjusamt var hjónaband þeirra. Þau héldust hönd í hönd í rúma hálfa öld og alltaf var bjart í kringum þau. Afí og amma sögðu alltaf sannleikann, hljóðlega en skýrt og hlustuðu allt- af á aðra. Þau þjuggu við mikið ástríki og þeim varð fímm barna auðið, auk þess sem þau tóku að sér fósturson, Ingva Þorsteinsson, sem ungur missti foreldra sína, og reyndust honum vel sem og öllum öðrum. Böm þeirra önnur vom Hermann, sem lést fyrir nokkmm áram. Hann var þjóðkunnur íþrótta- maður og giftur Unni Jónasdóttur, Dýrleif, sem gift er Jóhannesi Berg- steinssyni; Kristbjörg, sem er dáin en var gift Páli Sigurðssyni; Björg Sigríður, sem gift er Gunnari Gísla- syni; og Kolbeinn, sem dó aðeins 3ja ára. Þau em orðin mörg bama- bömin og allir í þessari stóm fjölskyldu hafa alla tíð hugsað hlýtt til afa og ömmu og notið kærleika þeirra í ríkum mæli. Fyrir tveimur ámm átti ég viðtal við afa í útvarp, þar sem hann fór á kostum þegar hann lýsti upp- vaxtaráram sínum fyrir aldamót í Dýrafírði. Þá sagði hann mér frá því þegar hann fluttist ungur úr sveitasælunni fyrir vestan til Reykjavíkur og hvemig hann kynntist ömmu. Hún bjó í Garði og hann lagði oft á sig að hjóla á sunnudögum suður í Garð til að hitta elskuna sína. Já, þau vom svo samrýnd alla tíð og ástin var þeim í blóð borin. Ástin var svo falleg hjá þe Síðustu vikumar leitaði hugur afa æ meira heim í HjarðardaM Dýrafírði, til æskuáranna, og marg- ar sögur sagði hann mér frá þeim dýrðlega tíma. Afí var alla tíð mjög hógvær og hæglátur, yfírvegaður og innilegur. Hann var góður smið- ur, eins og handverk hans bera glöggt vitni. Hann var víðlesinn og fór létt með að setja saman vísur, hagyrðingur af bestu gerð en vildi lítið láta vita af því, frekar en öðm í sínu lífsstarfí. Þessar af fátæklegu línur em til að þakka frábæmm manni allt það góða sem hann gaf mér og öllum sem honum kynntust. Ég veit að góður Guð tekur vel á móti afa og hjá honum fallast þau aftur í faðma, afí og amma, þannig leið þeim best. Látum minninguna um afa hvetja okkur til fegurra mannlífs og meiri kærleika manna á meðal. „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Br.) Hermann Gunnarsson í dag er til grafar borinn Her- mann G. Hermannsson, trésmíða- meistari, sem andaðist 98 ára að aldri í Borgarspítalanum í Kr. 4.480 Kr. 8. Verslunin Borgartúni 20, s. 26788, og allar betri raftækjaverslanir landsins. GÓÐAR FERMINGARGJAFIR Eurokredit eða aðrir afborgunarskilmálar. ^Kr. 1.680 Kr. 880 ^ D '5Z (/) C > O) BRflun Þú kemur úr baði eða sundi og þerrar hárið að mestu. Síðan bregð- ur þú krullublásaranum í hárið og lýkur lagningu og þurrkun þess. Tvær hitastillingar - létt og þægi- legt. Verð 2.580 og 2.180 kr. (án aukahluta). Kru\lu'larn hárblásan- Gott verð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.