Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 92
92 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Sanngjarn sigur Stjörnumanna ÞAÐ fór víst ekki framhjá neinum sem var í Laugardalshöllinni á sunnudaginn að þar fór fram úrslitaleikurinn í bikarkeppni HSÍ í handbolta. Fram og Stjarnan áttust þar viö og leikurinn var nákvœmlega eins og bikarúrslita- leikir eiga að vera, geysileg barátta og mikil spenna. Auðvitað kom það niður gæðum leiksins en það kemur ekki að sök f bikar- úrslitaleik. Það var sterkur varnarleikur beggja liða sem einkenndi leikinn. Ekkert var gefið eftir og baráttan um hvern einasta bolta var geysi- leg. Stjarnan hafði frumkvæðið allan leikinn þó svo þeir kæmust aldrei mjög langt framúr. Munur- inn varð mestur fjögur mörk í fyrri hálfleik og í þeim síðari munaði mest þremur. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Stjarnan hafði þrjú mörk yfir en Fram náði að jafna skömmu fyrir leikslok og því varð að fram- lengja. í framlengingunni komu Garð- ’">bæingar sterkari til leiks, leik- reynslan sagði til sín og sigur þeirra var aldrei í hættu. Gylfi Birgisson og Sigmar Þröst- ur Oskarsson voru bestu menn Stjörnunnar. Ekki má gleyma þætti Páls Björgvinssonar sem var pott- urinn og pannan í sóknarleiknum Fram - Stjaman 22:26 Laugardalshöll 12. aprfl 1987. Bikarúr- slitaleikur karla í handknattleik. 0:2, 3:3, 4:4, 4:7, 5:9, 8:9, 8:11, 9:12, 11:12, 11:13, 12:13, 14:15, 14:17, 16:19, 19:19, 19:22, 20:22, 20:23, 20:24, 21:26, 22:26. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 6, Jú- líus Gunnarsson 4, Hermann Bjömsson 4, Agnar Sigurðsson 3, Per Skaarup 3/2, Ragnar Hilmarsson 2. Mörk Stjömunnar: Gylfi Birgisson 9, Siguijón Guðmundsson 5, Hannes Leifsson 5/4, Skúli Gunnsteinsson 2, Einar Einarsson 2, Páil Björgvinsson 2/1, Hafsteinn Bragason 1. þar sem Hannes Leifsson var tek- inn úr umferð frá fyrstu mínútu. Sigurjón Guðmundsson lék einnig vel í horninu. Hjá Fram barðist Birgir Sigurðs- son eins og honum er einum lagið. Björn Eiríksson var góður í vöm- inni og Hermann lunkinn í horninu. Per Skaarup þjálfari Fram kvaddi íslenskan handknattleik eins og sönnum íþróttamanni sæmir. Eftir að leiktíminn var úti fengu Framarar vítakast. Hann beið meðan verið var að reka áhorfendur af leikvelli, gerði sig líklegan til að þruma að marki en lagði síðan knöttinn á vítalínuna, gekk að Sigmari Þresti og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Sannur íþróttamaður! Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Ólsen dæmdu erfiðan leik ágæt- lega. -sus • Bikurum hampaðl Hannes Leifsson fyrirliði Stjörnunnar með verð- launin fyrir sinn fyrsta titil. Arna Steinsen hefur hins vegar unnið þá marga en þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt. Yf irburðir framan af en spennandi í lokin íþróttabandalag Keflavíkur Handknattleiksráð FRAM varð á sunnudaginn bikar- meistari f handknattleik kvenna er þær unnu FH 14:13 í leik þar sem Fram virtist nokkuð öruggt með sigur þegar flautað var til leikhlás. Þá höfðu þær 7:2 yfir en með góðum leik í sfðari hálf- leik tókst FH að jafna en Arna Steinsen skoraði sigurmark Fram rétt fyrir leikslok. FH skoraði fyrstu tvö mörkin en Framarar jöfnuðu 2:2 eftir 14 mínútur. Kolbrún Jóhannsdóttir í marki Fram tók sig þá til og lokaði mark- inu algjörlega það sem eftir var fyrri hálfleiks, varði meðal annars sex vítaköst og réði það mestu um stöðuna í leikhléi. FH-ingar söxuðu á forskotið og er tíu mínútur voru eftir var munur- inn aðeins tvö mörk. Sigurborg Eyjólfsdóttir jafnaði metin er rúm Fram - FH 14:13 Laugardalshöll 12. aprfl. Bikarúrslita- leikur kvanna í handbolta. 0:2, 7:2, 8:2, 8:4, 10:4, 10:5, 11:5, 11:8,12:8,12:10,13:10,13:13,14:10. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 4/2, Oddný Sigsteinsdóttir 3, Margrét Blöndal 3, Jóhanna Halldórsdóttir 2, Ama Steinsen 1, Ósk Víðisdóttir 1. Mörk FH: Heiða Einarsdóttir 3, Rut Baldursdóttir 3/2, Inga Einarsdóttir 2, Sigurborg Eyjólfsdóttir 2, Kristin Pét- ursdóttir 2, María Sigurðardóttir 1. mínúta var til leiksloka en Arna skoraði sigurmarkið úr horninu þegar 10 sekúndur voru eftir. Rut Baldursdóttir náði þó einu skoti fyrir FH áður en leikurnn var flaut- aður af en boltinn fór í þverslánna og Framstúlkur urðu þar með bik- armeistarar Framstúlkur hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur og má segja að Guðríður Guðjóns- dóttir byrji feril sinn sem þjálfari vel. Kolbrún markvörður átti stórleik og auk hennar voru Oddný Sigur- steinsdóttir og Margrét Blöndal afkastamiklar, enda reyndi mikið á þær í sókninni þar sem Guðríður var tekinn úr umferð. Jóhanna Halldórsdóttir og Ingunn Bernót- usdóttir voru einnig sterkar í vörninni. Hjá FH var Halla Geirsdóttir góð í markinu í síðari hálfleik en liðið átti annars jafnan leik. Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson dæmdu leikinn af stakri prýði. KF/ÁS Handknattleiksráð Keflavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir eftirtalda flokka næsta leiktímabil: Meistara- og 2. flokk karla og meistara- og 2. flokk kvenna. Umsóknir sendist í pósthólf 122 fyrir 1. júní 1987 merkt: Handknattleiksráð Keflavíkur, póst- hólf 142, 230 Keflavík. Nánari uppl. gefur: Marel Sigurðsson í síma 92-2373 eftir kl. 18.30. Starf Páls að skila sér „ÞETTA var stórkostlegur leikur. Ekki vel leikinn en æsispennandi. Það sannaðist hér að leikur er aldrei búinn fyrr en flautað hefur verið til leiksloka," sagði Hannes Leifsson fyrirliði Stjörnunnar eftir að hann hafði tekið við bikarnum og lyklunum að verðlaunabílnum. „Ég held að starf Páls Björgvins- sonar sé að skila sér hjá okkur núna. Við ofmetnuðumst hreinlega í upphafi vegna þess hveru góðu gengi okkur var spáð en erum að ná okkur núna. Þetta er minn fyrsti titill og hann var vel þess virði að býða svona lengi eftir honum. Hætta? Ég, nei blessaður vertu, ég er rétt að byrja. Éftir venjulegan leiktíma ákváð- um við að það kæmi ekkert annað til greina en bikarinn færi í Garðabæinn og komum tvíefldir til leiks þá. Þetta var eins og gegn Víkjngum í undanúrslitunum. Ég virði mótspyrnu Framara og það var reglulega gaman að leika við þá, þeir voru verðugir and- stæðingar. Ég veit að það er sárt að tapa og hefði ekki kært mig um að tapa þriðja bikarúrslitaleikn- um,“ sagði Hannes. Lokahóf KKÍ: Pálmar er bestur „MÉR er sýnt ákveðið traust og nú er bara að reyna að standa undir því,“sagði Pálmar Sig- urðsson eftir að hann hafði tekið við flestum verðlaunum sem veitt voru i karlaflokki. Pálmar var kosinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar, hann fékk verðlaun fyrir af vera stiga- hæstur, fyrir að skora flestar þriggja stiga körfur og fyrir bestu vitahittni. „Það sem mér er efst í huga að afloknu keppnistímabili er gengi okkar Hauka. Liðið gekk í gegn um miklar breytingar og náði ekki því markmiði að kom- ast í úrslitakeppnina. Ef við ætlum að ná betri árangri á næsta ári, þurfum við að bæta vörnina mikið. Linda Jónsdóttir var stigahæst og best í kvennaflokki, Anna M. Sveinsdóttir hafði bestu víta- hittnina. Falur Harðarson er efnilegastur í karlaf lokki og Guðni Guðnason prúðastur. Kristbjörn Albertsson er besti dómarinn og Ómar Scheving hefur tekið mestum framförum sem dómari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.