Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 95
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
95
US Masters:
Strákurinn
á heimavelli
Frá Gunnari Valgeirssy.ii í Bandaríkjunum.
„AUÐVITAÐ dreymir mann ýmis-
legt og þar á meðal sigur f móti
sem þessu, en að vinna það með
þeim hœtti sem hór gerðist óraði
engann fyrir," sagði Larry Mize
óvæntur sigurvegari á US Mast-
ers golfmótinu sem lauk f
Bandarfkjunum á sunnudag. Mize
er fæddur og uppalinn í þorpi
rétt við völlinn þar sem mótið fer
fram og var því á heimavelli ef
svo má að orði komast.
Það virðist nú orðin föst venja
að eitthvað stórmerkilegt gerist
síðasta dag þessa mikla móts.
Annað hvort heppnast ótrúlegt
pútt eða þá menn leika eins og
englar undir lokinn og vinna þó svo
fáir hafi búist við því.
Að þessu sinni þurfti bráðabana
til að fá úr því skorið hver væri
bestur. Mize, Greg Normann og
Seve Ballesteros komu allir inn á
sama skori, 285 höggum, eða á
þremur höggum undir pari. í
bráðabananum datt Ballesteros
Samvinnuferöir
styrkja 1
SAMTÖK fyrstu deildar fólaga,
KSÍ og Samvinnuferðir/Landsýn
hafa gert með sér samning um
að hinir síðast töldu styrki fyrstu
deildar keppnina í knattspyrnu
sem fram fer í sumar. Mótið mun
kallast íslandsmótið 1. deild
1987 / SL-mótið.
Samvinnuferðir greiða íslands-
meisturunum 400.000 krónur.
Liðið sem verður í öðru sæti fær
100.000 og þriðja sæti gefur
50.000. Auk þess mun ferðaskrif-
. deildina
stofan greiða því félagi sem skorar
mest í hverri umferð 7.500 krónur
en þó verður að skora fjögur mörk
eða fleiri.
Einnig er ætlunin að Samvinnu-
ferðir hjálpi til við að kynna og
auglýsa mótið í sumar og síðan
verður ýmislegt óvænt sem enn
hefur ekki verið gert uppiskátt.
Áætlað er að heildarútgjöld Sam-
vinnuferða vegna þessa samnings
verði um ein og hálf milljón.
Símamyndir/Reuter
• Græni jakkinn kominn á herðar
Larry Mize frá Bandaríkjunum. Það
er enginn annar en Jack Nicklaus
sem klæðir „strákinn" í.
út strax á fyrstu holu og því stóð
baráttan milli Mize og Normann.
Þeir áttu báðir ágætis teigskot
en annað höggið hjá hinum unga
heimamanni var ömurlegt. Boltinn
lennti á vondum stað um 40 metra
frá holunni. Kúla Normann lá vel á
flötinni um 10 metra frá holu.
Mize sló næstur. Hann hikaði
ekkert, ætlaði að tryggja sig, ef
Normann skyldi þurfa að tvfpútta,
og sló inn á flötina. Kúlan skopp-
aði tvívegis, lennti í stönginni og
datt niður í holuna! Frábært högg
og það þarf varla að taka fram að
púttið hjá Normann mistókst.
„Mér hefur aldrei fundist eins
sárt að tapa,“ sagði Greg Nor-
mann eftir keppnina en óskaði
Mize til hamingju með sigurinn
enda íþróttamaður góður. Hann
hefur oft þurft að láta sér lynda
að tapa stórmótum naumlega eins
og nú um helgina og ætti því að
vera orðin vanur þessu.
í fjórða sæti varð Ben Crens-
haw, Roger Maltbie varð fimmti
og Jodie Mudd sjötti en þeir léku
allir á 286 höggum.
Mize lék á 70-72-72-71, Nor-
mann á 73-74-66-72 og Balleste-
ros á 73-71-70-71.
Webster
í Hauka?
ÍVAR Webster ihugar nú að
ganga til liðs við Hauka á nýjan
leik í körfunni. Hann þjálfaði og
lék með Þór frá Akureyri í vetur
en hefur nú hug á að snúa til
sinna gömlu félaga í Haukum.
Aukastig til KR
KR-ingar fengu þrjú stig fyrir sigur
sinn á Þrótti í Reykjavíkurmótinu á
sunnudaginn. Þeir unnu 3:1. Næsti
leikur í mótinu er í kvöld og þá
leika ÍR og Ármann.
Handknattleikur:
Verður HM haldin
á íslandl 1994?
SVO gæti farið að heimsmeist-
arakeppnin í handknattleik
verði haldin hér á landi árið
1994, á 50 ára afmæli lýðveldis-
ins. HSÍ hefur sótt um það til
alþjóðasambandsins að fá að
halda mótið og verður gengið
endanlega frá þessu á fundi í
Seoul sem haldinn verður í
tenglsum við Ólympiuleikana.
Sett hefur verið á laggirnar
sérstök nefnd til að vinna að
þessu máli og eru valinkunnir
menn í henni. Matthías Á. Mathi-
esen er formaður en aðrir í
nefndinni eru: Alfreð Þorsteins-
son forstjóri, Birgir Þorgilsson
framkvæmdastjóri Ferðamála-
ráðs, Gils Guðmundsson rithöf-
undur, Gylfi Þ. Gíslason
prófessor, Júlíus Hafstein for-
maður íþróttaráðs Reykjavíkur,
Kristján Oddssón bankastjóri,
Ólafur B. Thors forstjóri, Sigurð-
ur Helgason stjórnarformaður
Flugleiða, Þráinn Þorvaldsson
framkvæmdastjóri Útflutnings-
ráðs og Sveinn Björnsson forseti
isi.
Pressuieikur:
Lands-
liðið valið
EFTIR pressuleik sem fram fer í
Njarðvíkum í kvöld klukkan 20
verður íslenska landsliðið í körfu-
bolta valið. Landsliðið tekur þátt
í Norðuriandamótinu eftir rúma
viku.
Einar Bollason og Gunnar Þor-
varðarson landsliðsþjálfarar hafa
valið ellefu manna hóp sem leika á
í kvöld og er hann þannig skipaður:
Pálmar Sigurðsson, Jón Kr. Gislason, Jó-
hannes Kristbjörnsson, ívar Webster,
Guðmundur Bragason, Gylfi Þorkelsson,
Kristinn Einarsson, Valur Ingimundarson,
Guðni Guðnason, Hreinn Þorkelsson og
Bragi Reynisson,
Pressu-liðið er þannig skipað:
Frábær árangur hjá
íslenska sundfólkinu
Ragnheiður kjörin besta sundkonan
SUNDLANDSLIÐ okkar tók um
helgina þátt í alþjóðlegu sund-
móti sem fram fór í Aberdeen og
náðu þar einstökum árangri. Þeg-
ar mótinu lauk hafði íslenska
sundfólkið sett 29 íslandsmetl
Ekki lítið afrek það. Auk þess var
Ragnheiður Runólfsdóttir kjörin
besta sundkonan á mótinu og
kórónaði það stórkostelga
frammistöðu sundlandsliðsins.
„Þetta er einstakur hópur. Það
er frábært að vinna með þeim, þau
eru svo samstæð og skemmtileg,"
sagði Ólafur Gunnlaugsson þjálfari
hópsins í samtali við Morgunblaðið
í gær en þá var hópurinn ný kom-
inn til Edinborgar þar sem þau
taka þátt í sundmóti sem hefst á
fimmtudaginn.
„Við bjuggumst við að krakkarn-
ir yrðu hress, en þetta er þó öllu
betra en við þorðum að vona. Þau
eru mörg að keppast við lágmörk-
in fyrir EM í Frakklandi og það
spennir þau upp en engu að síður
mátti búast við smá spennufalli
eftir meistaramótið sem var í byrj-
un apríl. Slíkt gerðist þo ekki.“
Það voru ekki eingöngu okkar
bestu sundmenn sem stóðu sig
vel á þessu móti. Allir með tölu
bættu sig verulega og því greini-
legt að sundíþróttin er á réttri leið
hér á landi. En ætli árangurinn
hafi ekki komið mótshöldurunum
á óvart?
„Jú svo sannarlega. Það var
ekki mikið tekið eftir okkur fyrst
en eftir að við fórum að vinna
greinar tóku menn meira eftir okk-
ur. Irar ræddu mikið við okkur og
fylgdust með æfingum og hegðun
krakkana, sem er til fyrirmyndar í
hvívetna, og þeir ætla sér ábyggi-
lega að læra eitthvað af þessu.
Samstaðan í hópnum er einstök
og eftir því tók fólk hér," sagði
Ólafur í gær.
Eftir mótið hafa fjórir sundmenn
náð lágmörkum fyrir EM. Eðvarð
Þór Eðvarðsson, Ragnheiður Run-
ólfsdóttir, Magnús Már Ólafsson
og Bryndís Olafsdóttir. Hugrún
Ólafsdóttir og Ragnar Guðmunds-
son eru rétt við lágmörkin og ef
svo heldur fram sem horfir þá
ætti ekki að vera löng bið þar til
þau ná lágmörkunum.
Árangur krakkanna er ef til vill
betri en margan grunar og sem
dæmi má nefna að þau slógu sex
mótsmet að þessu sinni og 15
sinnum komu íslenskir keppendur
fyrstir að bakkanum, 14 sinnum í
örðu sæti og sjö sinnum í því
þriðja. Frábær árangur!
Það Islandsmet sem varð verst
úti í þessu metaregni var metið í
200 metra skriðsundi kvenna.
Helga Sigurðardóttir bætti það
fyrst um tæpa sekúndu, synti á
2:07.80 en gamla metið var
2:08.61. Síðan stakk Hugrún Ól-
afsdóttir sér til sunds og bætti enn
metið, synti á 2:06.06. Sagan er
ekki öll því systir Hugrúnar,
Bryndís Ólafsdóttir, átti eftir að
synda. Hún gerði sér lítið fyrir og
bætti enn um betur, synti á
2:04.70 og þar með var búið að
bæta gamla metið um tæpar fjórar
sekúndur á stuttum tíma.
Henning Henningsson, Guöjón Skúlason,
ísak Tómasson, Jón Ö. Guðmundsson,
Þorvaldur Geirsson, Helgi Rafnsson,
Símon Ólafsson, Ólafur Gottskálksson,
Teitur Örlygsson, ivar Ásgrímsson og Sig-
urður Ingimundarson.
Það vekur athygli að enginn
Valsari er í landsliðinu. Ástæðan
mun vera sú að enginn þeirra sem
valinn var til æfinga, nema Tómas
Holton, hafa mætt á æfingar og
ekkert látið frá sér heyra þannig
að fimm nýir menn voru teknir í
hópinn i staðinn. Tómas Holton
treysti sér ekki til að vera með á
NM og er því ekki í hópnum. Sama
er að segja um Helga Rafnsson
úr Njarðvík.
Lands-
leikirvið
Færeyinga
í KVÖLD verða tveir landsleikir (
blaki við Færeyinga. Fyrri leikur-
inn hefst klukkan 19 f Hagaskól-
anum og leika þá karlalið
þjóðanna en konurnar leika síðan
klukkan 20.30.
Á morgun hefjast leikirnir á
sama tíma en konurnar byrja að
þessu sinni og á fimmtudaginn
leika þjóðirnar síðustu leikina að
sinni. Karlarnir leika klukkan 14 en
stúlkurnar klukkan 15.30.
NY ,
AF
LOFTRÆSTI-
VIFTUNI
Ven»
Mí0
Gef&,n
SEmM
■
,................
R£Vn5^ PJ0NUSW
Pekking BE
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670