Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 18

Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 AF ÍSLENSKU FJÖLMIÐLArÁRI eftir Sigurð A. Magnússon I lok fyrri greinar um fjölmiðla- fárið (Mbl. 14. apríl) gat ég þess, að ástæða væri til að víkja nánar að ýmsum teiknum sem á lofti væi-u hérlendis með hliðsjón af efn- um sem Neil Postman fjallar um á greinargóðan og hrollvekjandi hátt í bók sinni, Entertaining Oursel- ves to Death (Að skemmta sér til ólífis). Skal nú freistað að drepa á fáein atriði sem ég tel verð íhugun- ar. Afþví það stendur mér næst og er aukþess ískyggilegt tímanna tákn, vil ég fyrst nefna auðsæjan og lítt skiljanlegan menningarfjand- skap beggja sjónvarpsstöðva. Að vísu héldu þær báðar úti svokölluð- um menningarþáttum á liðnum vetri, en þeir voru af miklum van- efnum gerðir og alltof stuttir. Einkanlega átti þetta við um „Geisla", sem einatt var flausturs- lega unninn, með þeim afleiðingum að öll umfjöllun varð handahófs- kennd og yfirborðsleg. Tímaskortur háði þessum þætti mest, og mátti til sanns vegar færa að sjaldan væri komið að kjarna máls, þegar skipt var um umfjöllunarefni eða þættinum lokið í flaustri. Jóni Ott- ari Ragnarssyni tókst mun betur upp með „Sviðsljós" sitt, enda gerði hann sér far um að undirbúa þætt- ina rækilega og gefa viðmælendum tíma til að segja það sem þeim lá á hjarta. En í báðum tilvikum voru þættimir of fáir og of stuttir til að gefa nokkra viðhlítandi mynd af því sem efst er á baugi í íslensku menningarlífi. Því er gjama borið við að menn- ingarmál og þá einkanlega bók- menntir hæfi ekki miðli á borð við sjónvarp. Þeir sem slíku halda fram mættu að ósekju hugleiða þá merki- legu staðreynd, að langsamlega vinsælasta sjónvarspefni í Frakk- landi hefur um langt skeið verið klukkustundarlangur vikulegur þáttur um bókmenntir. Hér gildir vitanlega hið fornkveðna: veldur hver á heldur. Menningarlegir analfabetar Lokaorð Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra ríkissjónvarpsins í Yfir- heyrslu Helgarpóstsins 2. apríl komu mér ósjálfrátt til að brosa. Hann sagði: „Það verður að koma til stefnubreyting, annars geta menn gleymt því hlutverki sem Ríkisútvarpið á að gegna í menn- ingarefnum og til afþreyingar." Þetta með „menningarefnin" hljóm- aði óneitanlega einsog ískrandi feilnóta af þeirri einföldu ástæðu, að ég hafði aldrei orðið þess var að téður fréttastjóri eða samstarfs- menn hans hefðu minnsta áhuga á menningarmálum, og væri nær lagi að halda því fram að fréttastofan hefðþforðast þau einsog heitan eld. Þetta á reyndar við um fréttastofur beggja sjónvarpsstöðva, og hef ég fyrir satt að þeir Ingvi Hrafn og Páll Magnússon séu menningarlegir analfabetar, gersamlega ónæmir fyrir öllu sem að menningu lýtur. Þessi andlega fötlun birtist vitan- lega í fréttamati nefndra einstakl- inga og þeirri sjálfumglöðu fullvissu, að þeir einir beri skyn- bragð á hvað fréttnæmt sé. Það virðist vera mat beggja, að menn- ingarviðburðir geti aldrei verið fréttnæmir nema • þegar þeir séu tengdir alþjóðlegum frægðarmönn- um eða innlendum pólitíkusum. Afturámóti eru stjórnmál ævinlega fréttnæm, sama hversu djúpt þau sökkva í lágkúruna, og þykja raun- ar kræsilegast fréttaefni þegar þau snúast um ómerkilegan persónu- kryt og margvíslegt heimilisböl tiltekinna flokka. íþróttafréttir með endalausum ranum af mínútum, mörkum og metram eru sömuleiðis hátt skrifaðar, og væri verðugt rannsóknarefni fyrir djúpsálarfræð- inga að kanna dulin rök þess — nema skýringin liggi einfaldlega í andlegu sleni og þeirri áráttu frétta- manna (og reyndar margra ann- arra) að hliðra sér hjá erfiðum viðfangsefnum einsog til dæmis því að ljalla á marktækan og örvandi eða ögrandi hátt um hræringar í andlegu lífi þjóðarinnar. Svo mikið er víst, að allmargar kannanir Ríkisútvarpsins hafa ótvírætt leitt í ljós að íþróttir era meðal þess efnis sem minnstum vinsældum eiga að fagna í sjón- varpi og útvarpi, en áhugi alþjóðar á menningarmálum er með ólíkind- um og á sér alls enga hliðstæðu með öðrum þjóðum. Skýtur því vissulega skökku við, að afrek í menningarefnum skuli nálega und- antékningarlaust liggja óbætt hjá garði í umfjöllun sjónvarpsstöðv- anna á sama tíma og talnaromsur íþróttafréttamanna era alla að drepa úr leiðindum, að ekki sé minnst á endalausar vinnudeilur, verkföll og aðra áivissa óáran í þjóðfélaginu. Kolruglað fréttamat Ef það er eitthvað sem teljast verður fréttnæmt í okkar sífellda dægurþrasi og linnulausa brauð- striti, þá hljóta það að vera þau verk sem unnin era til að standast tímans tönn og lifa áfram til vitnis um dagana sem við lifum. Dægur- mál ýmiskonar, svosem pólitískar eijur, tilfallandi vinnudeilur og verkföll, úrslit íþróttakappleikja og annað slíkt, eiga vitaskuld tilkall til umfjöllunar í fréttum, stuttrar eða ýtarlegrar eftir atvikum, en dægurflugur skilja sjaldnast annað eftir en leiða og tómieikatilfinningu. Það sem unnið er í víngarði andans ber afturámóti með sér lífsneista sem ekki einungis kveikir í næmum sálum, heldur bregður á loft log- andi kyndli yfir kynslóðinni, þannig að óbornar kynslóðir mega sjá hver við vorum og hveiju við áorkuðum til að lyfta manneskjunni af stigi sinnulausrar slitvinnu, gera hana annað og meira en rónagla í fram- leiðsluvél samfélagsins. Vera má að tregða fréttamanna til að fjalla um það, sem raun- verulega skiptir þjóðina og sálar- heill hennar máli, stafi af sárri vitund um forgengileik og fáfengi- leik þess sem þeir fást við dags- daglega og öfund í garð þeirra sem eitthvað skilja eftir sig, en hún stafar áreiðanlega líka af sálar- biindu sem á rætur í ónógri eða alltof einhliða menntun (ýmsir er- lendir vinir mínir hafa tjáð mér furðu sína yfir fákunnáttu íslenskra fréttamanna sem sendir hafa verið á þeirra fund), og af þeirri mjög mannlegu áráttu að búa sér til heimsmynd sem einskorðast við hina andlegu fátækt. Það er sagt sem svo: „Urþví ég hef ekki til að bera forvitni eða frumkvæði til að setja mig rækilega inní tiltekin mál eða víkka þekkingarsvið mitt, þá geng ég útfrá því sem vísu að hlust- endur, áhorfendur og lesendur séu sama marki brenndir.“ Margt af því sem boðið er uppá í fréttaímum fjölmiðla, og raunar sumum dagblöðum líka, er hrein móðgun við vitsmuni þorra lands- manna og þá þekkingu sem obbinn af þjóðinni hefur tileinkað sér, þráttfyrir alræmt fjölmiðlafár. Hinsvegar má gera ráð fyrir því, að verði lengi haldið áfram á sömu braut og fjölmiðlar fari í vaxandi mæli að láta auglýsendur ráða ferð- inni, þá muni koma upp sú einkenni- lega staða, sem nánast er þversögn og hugsandi Bandaríkjamönnum mikill þyrnir í augum, að á „öld upplýsinga", með sífellt fullkomnari tækni til að safna og dreifa hvers- kyns fróðleik, verði almenningur sífellt fáfróðari og raglaðri í ríminu. Sjálfsfróun? Það er ekki einasta að heims- mynd ijölmiðla sé villandi, ruglings- leg og snauð að öllum blæbrigðum, heldur gætir hjá fjölmiðlafólki (sum dagblöðin undanskilin) sterkrar hneigðar til að fjalla sem mest um sinn eigin þrönga heim, um kollega á öðrum fjölmiðlum, um persónu- lega séi-visku eða önnur áhugamál, og þannig mætti lengi telja. Ekki veit ég hvort heldur ber að nefna þetta sifjaspell eða sjálfsfróun, en það ber óþægilegan keim af hvora- tveggja. Tilteknir fjölmiðlamenn leyfa sér átölulaust að reka linnu- lausan áróður fyrir pólitískum skoðunum sínum (sbr. t.d. viðtal Ingva Hrafns við Emil Magnússon á Grundarfirði fyrir ári eða svo) eða öðram einkalegum áhugamálum einsog til dæmis alræmdum rally- akstri, sem orðin er hreinasta plága í afaiviðkvæmu landi, en aðrir neyta aðstöðu sinnar purkunarlaust til að halda fram og sýna eigin verk þindarlaust, samanber frammistöðu Hrafns Gunnlaugs- sonar á liðnu ári. Sumir þessara manna safna um sig hirð jábræðra og viðhlæjenda og hygla þeim með ýmsu móti til að halda kjafti yfir ósómanum, og niðurstaðan verður sú að sjálfbirgingar á borð við nefndan Hrafn komast aðfinnslu- laust úpp með nánast hvað sem þeim sýnist. Ef einhvetjir vildaivinir Hrafns Gunnlaugssonar kynnu að vilja halda því fram, að framlag hans til íslenskra íjölmiðla sé alténd í teikni menningai’viðleitni, þá er því til að svara, að fáir einstaklingar munu hafa unnið menningu landsmanna meira ógagn á svo skömmum tíma, enda er veigamesta framlag hans til þeirra mála „Gleðibankinn" van- sællar minningar. Hróður hans með Svíum er annar handleggur og stingur einkennilega í stúf við at- hafnir hans á Fróni. Ég hef heyrt Jón Óttar Ragnars- son halda því fram, að hann eigi tvo bandamenn sem öllum öðram fremur hafi stuðlað að vexti og við- gangi Stöðvar 2 með því að hrekja í sitt fang ýmsa bestu starfskrafta ríkissjónvarpsins, og báðir beri þessir bandamenn nafnið Hrafn. Þetta má vel vera rétt. Ég á persónulega ekkert sökótt við þá þremenninga sem ég hef hér einkum beint spjótum að, en mér rennur satt að segja til rifja sú menningarlega niðurrifsstarfsemi sem þeir ásamt mörgum öðrum hafa komist upp með ánþess nokk- urstaðar heyrðist hljóð úr horni. Að sjálfsögðu er ég að baka mér óvild og kannski fjandskap hirð- manna sem þessir menn hafa kringum sig, en við því er fátt að segja. Einhver varð fyrr eða síðar að taka að sér skítverkin, og úrþví aðrir urðu ekki til þess rann mér blóðið til skyldunnar. Svo mikið er víst, og það veit ég með óyggjandi vissu, að ég tala fyrir munn fjöl- margra Íslendinga sem sjá hvert fjölmiðlafárið er að leiða okkur, en telja flestir vonlaust að spyrna við fótum úr því sem komið er, enda standi voldugar valdablakkir vörð um ósómann. Það kann að vera laukrétt athugað, en mér er svo farið að ég vil heldur klóra í bakk- ann en sökkva mótstöðulaust í grængolandi forardíkið. Nokkur dæmi um fréttamat í framhaldi af því sem fyrr var sagt um kolruglað fréttamat hjá Sigurður A. Magnússon „Hver rásin apar aðra og allt verður ein alls- herjar flatneskja með síglamrandi poppi sam- fara þindarlausu blaðri, einsog gervöll þjóðin sé á gelgjuskeiði og eigi sér enga von um að komast til vits og ára. Öll fjálglegu loforðin um ferskleik og fjöl- breytni eru týnd og tröllum gefin, og eftir situr hnípin þjóð í vanda undir síbylju sem er að æra hana.“ sjónvarpsstöðvunum get ég ekki stillt mig um að tilfæra fáein dæmi sem öll tala sínu máli. Fyrir tæpu ári var efnt til nor- ræns þings áhugaleikhópa hérlendis og sjónvarpinu send fréttatilkynn- ing um viðburðinn. Páll Magnússon, sem þá var í forsvari fyrir frétta- stofu ríkissjónvarpsins, harðneitaði að segja frá þinginu og sat við sinn keip þartil yfirboðarar hans skárast í leikinn. Nú er leiklistaráhugi á Islandi með hreinum eindæmum og ótvírætt miklu fleira fólk sem sæk- ir leiksýningar en íþróttakappleilci. Hversvegna hið norræna mót þótti ófréttnæmt er náttúrlega ein af þeim ráðgátum sem venjulegir sjón- varpsnotendur fá engan botn í. Annað dæmi: Bandalag íslenskra listamanna efndi til málþings fyrir hálfu öðra ári, þarsem fulltrúar allra listgreina fluttu athyglisverð erindi um efnið „Menningarstefna stjórnvalda — Sjálfsmynd lista- manna“. Þessi velsótta ráðstefna samtaka, sem telja um 900 manns innan sinna vébanda, þótti ekki svo merkileg að ástæða væri til að geta um hana í „sjónvarpi allra lands- manna". Henni var náttúrlega að engu getið, en sama kvöld var sýnd löng fréttamynd um viðskilnað frá- farandi lögreglustjóra í Reykjavík við 230 undirmenn sína. Sú skýring útvarpsstjóra, að fréttastofa sjón- varps hefði ekki fengið tilkynningu um ráðsUfnu listamanna áðuren hún var haldin, er í hæsta máta vafasöm, því ráðstefnan hafði verið auglýst í dagblöðum og almennir borgarar gera flestir ráð fyrir því að fréttamenn fylgist með því sem markvert gerist í okkar fámenna samfélagi. Daginn eftir ráðstefnu lista- manna efndi menntamálaráðherra til málþings í Þjóðleikhúsinu um varðveislu tungunnar og var ræki- lega getið í fréttum sjónvarps, enda var útvarpsstjóri þar í forsæti og undirtyllurnar vissu mætavel hvað til síns friðar heyrði. Varla þarf að fara í saumana á því, hvor þessara tveggja ráðstefna hafi sætt meiri tíðindum. Ofangreind dæmi eru frá því skeiði þegar ríkissjónvarpið var eitt um hituna, og hefði vissulega mátt búast við bragarbót eða nýjum við- horfum með tilkomu nýrrar sjón- varpsstöðvar. En því hefur hreint ekki verið að heilsa, enda fluttist Páll Magnússon til nýju stöðvarinn- ar með sín gömlu þröngsýnisvið- horf, og þarvið situr. Nýlegt dæmi um brenglað frétta- mat beggja sjónvarpsstöðva var stórmerk menningarráðstefna Al- þýðubandalagsins á Hótel Sögu 15. mars, þarsem menn úr öllum list- greinum ásamt forstöðumönnum helstu menningarstofnana, þeirra á meðal Markús Örn Antonsson og Jón Óttar Ragnarsson, komu fram og skýrðu viðhorf sín til íslenskrar menningarbaráttu. Hvorug sjón- varpsstöðin sá ástæðu til að geta um þennan sögulega viðburð, en sama dag og þá næstu voru frétta- tímar beggja stöðva yfirfljótandi í fréttum af Albert Guðmundssyni og innanflokkseijum Sjálfstæðis- manna. Svipaða sögu er að segja af fjöl- mennum fundi Herstöðvaandstæð- inga á Hótel Borg 29. mars. Hans var að engu getið á sama tíma og sjónvarpað var á báðum rásum löngum fréttamyndum frá flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningabækistöð Borgaraflokks- ins. Hvar er spegill samfélagsins? Ég hef tilfært þessi dæmi, sem vitanlega mætti margfalda, til að færa rök að því, að báðar sjón- varpsstöðvarnar eru reknar einsog útibú hægriaflanna í þjóðfélaginu og eru fjarri því að spegla þjóðlífið eða gefa nokkra raunhlíta mynd af því sem efst er á baugi útí sam- félaginu. Þær era í besta falli afkáralegir spéspeglar líðandi stundar. Hér er komin bandaríska fyrirmyndin sem Neil Postman lýsir í fyrrnefndri bók. Myndin af þjóðlíf- inu sem fréttastofur beggja sjón- varpsstöðva bregða upp er brotakennd, viilandi, upplogin. Hún hefur áberandi pólitíska slagsíðu, sem hver heilskyggn maður áttar sig á. Og menn átta sig væntanlega líka á orsökunum. Báðar sjónvarps- stöðvar era háðar auglýsendum og skírskota linnulaust til þeirra. Fjáð- ustu auglýsendur eru allir úr röðum hægriaflanna. Þessi öfl kæra sig sannarlega ekki um sanna og sam- setta mynd af veraleik samfélags- ins. Ergó: báðar sjónvarpsstöðvar draga blygðunarlaust taum ráðandi ijármagnsafla og gera lífshættu- lega atlögu að raunverulegu lýðræði í landinu. Þegar einn flokkur, ein skoðun og ein stétt manna er farin að ráða voldugustu fjölmiðlum landsmanna, þá er stutt í þá átaka- Iitlu og hugmyndasnauðu sovésku „paradís“ sem ótrúlega marga hægrimenn dreymir um í hjarta sínu, þó þeir láti annað uppi. Útvarpsstjóri, útvarpsráð og fréttastjóri sjónvarps hafa kvartað sáran undan meðferðinni sem stofn- un þeirra sætir af hálfu stjórnvalda. Enginn þessara aðila virðist koma auga á þverbrestina og þversagn- irnar sem í umkvörtunum þeirra felast. Meirihluti útvaipsráðs, skip- aður hægrimönnum undir forustu Markúsar Arnar Antonssonar, barðist á sínum tíma fyrir „ftjálsum útvarpsrekstri", þó sýnt væri hvert stefndi. Þessi afstaða var að sjálf- sögðu í fullu samræmi við stefnu og fyrirmæli Sjálfstæðisflokksins, sem er í grundvallaratriðum andvíg- ur ríkisrekstri, þó hann setji sína menn undantekningarlaust yfír þær ríkisstofnanir sem hann hefur tök á. Af þessu fyrirkomulagi hlýtur eðli málsins samkvæmt að leiða pólitískan geðklofa hjá mönnum sem trúað er fyrir stofnunum sem Flokkurinn vill helst feigar. Markús Örn er í þeirri skrýtnu aðstöðu að hafa með oddi og egg barist gegn hagsmunum Ríkisútvarpsins meðan hann sat í útvarpsráði, hlotið stöðu útvarpsstjóra að launum fyrir fylgi- spekt við ráðandi sjónarmið í Flokknum, og standa nú uppi reiður og ráðvilltur j'fír meðferðinni sem stofnun hans er látin sæta. Og það sem meira er: hann virðist alls ekki koma auga á hið rökrétta samhengi. Fyrir hálfu þriðja ári var ég kvaddur á fund hjá einu af mörgum hérlendum útibúum bandarískra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.