Morgunblaðið - 06.05.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
Hvatt til aðgerða
gegn baptistum
Reuter
Donna Rice í augiýsingu fyrir vínkrá á Miami fremur léttklædd eins og- sjá má.
Bandaríkin:
Moskvu, Reuter.
DAGBLAÐ í Sovétríkjunum hef-
ur hvatt til harðra aðgerðra gegu
baptistum, sem það segir spilla
menntun og uppeldi barna sinna.
I æskulýðsblaðinu Molodyozh, sem
gefíð er út í Eistlandi, sagði, að
baptistar víða að úr Sovétríkjunum
hefðu sest að við borgina Valga þar
í landi og kenndu þeir börnunum
sínum að óttast guð og virða en
ekki sovéska ríkið.
„Það liggur að sjálfsögðu í aug-
um uppi, að of seint er að reyna
að endurhæfa fullorðna fólkið í
söfnuðinum og þess vegna verðum
við að hvetja fólk til að sýna þess-
ari lögleysu umburðarleysi, þessu
fólki, sem dregur börnin sín út í
forarvilpu trúarinnar," sagði í blað-
inu.
í blaðinu var tekið fram, að bapt-
istar sendu að vísu börnin sín í
ríkisskólana en hins vegar væru þau
ófáanleg til að ganga í æskulýðs-
samtök kommúnistaflokksins. Á
það var líka minnst, að það væri
hægara sagt en gert að vekja upp
andúð á baptistum því að mótmæ-
lendatrúin á enn mikil ítök með
Eistlendingum. Auk þess hafa verk-
smiðjustjórarnir enga í jafn háum
metum og baptista því að þeir eru
einstaklega vinnusamir og algerir
bindindismenn, alveg eins og
Gorbachev vill hafa það.
Sri Lanka:
Bylting’ Marx-
ista yfirvofandi?
Colombo, Sri Lanka. Reuter.
FORSETI Sri Lanka, Junius Jay-
ewardene, er í fjögur ár hefur
barist gegn aðskilnaðarsinnum
Tamíla, sagði í gær að stjórn
Fegurðardrottningm sem
varð fræg á einni nóttu
Miami, Reuter.
DONNA Rice, fyrrverandi feg-
urðardrottning og smástimi f
kvikmyndaheiminum, hefur nú
fengið að reyna hvemig það er
að verða fræg á einni nóttu. Það
getur hún þakkað því, að hún er
sögð hafa gist eina nótt á heim-
ili Garys Hart, sem berst fyrir
því að verða forsetaefni demó-
krata í næstu kosningum.
Rice er 29 ára gömul, ljóshærð
þokkadís og hefur brugðið fyrir í
sjónvarpsþáttunum „Miami Vice“
og „Dallas" en nú fer hún með
annað aðalhlutverkið í vaxandi deil-
um um persónu Harts og hugsan-
legt framhjáhald.
Rice segist hafa hitt Hart í fyrsta
sinn í Colorado í janúar sl., farið
með honum í siglingu til Bahama-
eyja í mars og síðan hitt hann aftur
í Washington um síðustu helgi.
Segir hún, að samband þeirra hafí
verið „ákaflega saklaust" og að
hvorugu hafí orðið á að renna hýru
auga til hins. Vinir hennar og sam-
starfsmenn bera henni vel söguna,
segja hana vel gefna og hæfíleika-
ríka en lýsa henni einnig sem
metnaðarfullri konu, sem láti einsk-
is ófreistað til að koma sér á
framfæri.
Fyrir nokkrum árum bar Rice
sigur úr býtum í fegurðarsam-
keppni í Suður-Karólínu og settist
síðan að á Miami til að stunda þar
fyrirsætustörf og leiklist. Sat hún
meðal annars fyrir í auglýsingu
fýrir vínkrá þar í borg og er fremur
fáklædd á myndinni, í gallabuxum
en berbijósta með Suðurríkjafán-
ann um öxl.
Það var dagblaðið Miami Herald,
sem flutti þá frétt, að Donna Rice
hefði verið nætursakir á heimili
Garys Hart, komið þangað síðla á
föstudagskvöld og ekki farið fyrr
en á laugardagsmorgni. Gary Hart
sagði í gær á fundi í Félagi banda-
rískra blaðaútgefenda, að hann
hefði ekki aðhafst neitt ósiðlegt en
viðurkenndi, að hann hefði komið
sér í stöðu, sem auðvelt væri að
leggja út á verri veg. Vísaði hann
fréttinni í Miami Herald á bug og
sagði, að hún væri „villandi og
röng“, hugarfóstur óábyrgra frétta-
manna. Kvaðst hann mundu beijast
áfram fyrir því að verða forsetaefni
Demókrataflokksins.
Sjá „Hart í prófkjör“ á bls. 39.
eyjarinnar stafaði einnig hætta
af hugsanlegri uppreisn vinstri
sinnaðra Sinhalesa.
Sagði hann að samtök Marxista
sem bönnuð væru, reyndu að ná
áhrifum meðal námsmanna og æt-
luðu þau sér að taka af lífi þing-
menn og aðra ráðamenn og ná síðan
völdum með byltingu eins og þau
hefðu reynt árið 1971, erum 10.000
manns létu lífíð. Hélt hann því fram
að marxistamir hefðu myndað
bandalag við Tamíla og nú yrðu
menn að standa vörð um stjómar-
fyrirkomulagið á Sri Lanka.
Frú Bandaranaike, sem er í for-
svari fyrir stjómarandstöðuflokk,
sakaði forsetann um að reyna að
færa sér í nyt deilur milli þjóðflokka
á eyjunni og krafðist þess að efnt
yrði til kosninga hið fyrsta. Jayew-
ardene sagði fyrir skömmu, að
vegna óeirðanna í landinu gæti ver-
ið að hann frestaði þingkosningum
í annað sinn síðan hann kom til
valda, en að öllu óbreyttu ætti að
kjósa árið 1989.
Bretland:
Lífið er ekki kabarett
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SONGLEIKURINN Cabaret hefur gengið í
Strand Theatre í London frá því á síðast-
liðnu sumri. Sýningum lauk í vikunni sem
leið, þegar hljóðfæraleikararnir, sem hafði
verið sagt upp störfum, kröfðust vinnu
sinnar aftur. Þegar þeir fengu hana ekki,
kom stéttarfélag þeirra í veg fyrir, að hægt
yrði að ráða í stöður þeirra. Eftir að haldn-
ar höfðu verið tvær sýningar án hljóð-
færaleiks, var sýningum hætt.
Þessi sýning þótti ekki sérlega góð, þegar
hún fór af stað, og talið er, að hún hafí ekki
staðið undir kostnaði. Bæði leikumm og hljóð-
færaleikurum hefur verið greitt með innstæðu-
lausum ávísunum, en helsti söngvari sýningar-
innar og stjómandi kvörtuðu hvað eftir annað
yfír lélegum hljóðfæraleik, hann kæmi ekki inn
á réttum stöðum, væri falskur og á vitlausum
hraða. Hljóðfæraleikaramir segjast hvað eftir
annað hafa bjargað bæði söngvumm og stóm-
anda hljómsveitarinnar frá vandræðum, og einu
sinni hafi stjómandinn gleymt sér við að ráða
krossgátu í miðri sýningu.
Á páskadag var öllum hljóðfæraleikumnum
sagt upp störfum, en nokkrir þeirra endurráðn-
ir. Þetta neitaði stéttarfélag þeirra að sætta
sig við. Eftir að samningaumleitanir höfðu far-
ið út um þúfur, fóm hljóðfæraleikaramir í
verkfall. Þá var tvisvar gripið til þess ráðs að
sýna án hljóðfæraleiks, en síðan var ákveðið
að hætta. Nú er leikarafélagið komið í hörku-
deilu við félag hljóðfæraleikara, vegna þess að
leikaramir misstu vinnuna. Þessi tvö stéttarfé-
lög em alveg ófeimin við að beita valdi sínu.
Það hefur heyrst frá leikarafélaginu, að leikar-
ar ætli að leggja niður vinnu í öllum sýningum
í West End til að sýna hljóðfæraleikurum í tvo
heimana.
Ljúffengt
gæðakex!
Það ber öllum saman um að
GRANOLA heilhveitikexið frá
LU er eitt það besta sem þú get-
ur valið, hvort heldur þú velur
það með dökkri eða ljósri súkku-
laðihúð.
E4
EGGERT
KRISTJÁNSSON H/F
SÍMI 6-85-300