Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 29

Morgunblaðið - 06.05.1987, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Útgefandl nttbifrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rltstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Spamaður einstaklínga og þjóðarhagur Inýjasta hefti Fjármálatíðinda gerir Yngvi Öm Kristinsson, starfsmaður Seðlabankans, grein fyrir því hvemig innlán í bönkum og sparisjóðum skiptast eftir eig- endum. Slík flokkun hefur ekki áður legið fyrir hér á landi þótt sambærilegar upplýsingar um útlán hafí verið aðgengilegar í tæpa tvo áratugi. Flokkunin, sem nú hefur verið gerð og nær yfír tímabilið 1982-1986, leiðir í ljós, að einstaklingar eiga meiri hluta innlána. Eins og greinarhöfundur bendir á kemur þessi niðurstaða í rauninni ekki á óvart, því þessu hefur verið haldið fram af fróðum mönnum án þess að hægt hafí verið að styðja það með vísun til opinberra talna. Þó eru þess dæmi að þetta hafí verið dregið í efa, þ. á m. á Alþingi nýverið, og þá sem liður í baráttu gegn háum vöxtum. Það er því mikil- vægt að birta réttar tölulegar upplýsingar um efnið svo vafí þurfí ekki að leika á staðreynd- um. Á tímabilinu sem flokkunin nær yfír hefur hlutur einstaklinga í innlánum verið um 50% en á síðustu tveimur árum hefur hann aukist um 6,2% og var á árinu 1986 55,5%. Á síðasta ári var hlutur fyrirtækja í innlánum 21,9%, peningastofnana 8,5%, ríkis og sveitarfélaga 3,6% og óflokkuð innlán (sparisjóðsbækur frá fyrri árum, sem ekki eru skráðar á nafn) námu 10,5%. Önnur niðurstaða greinarinnar í Fjármálatíðindum varðar ald- ursskiptingu einstaklinganna, sem mynda hinn fijálsa spamað. Þar kemur fram að stærstur hluti innlánanna er í eigu fólks sem komið er yfir sextugt. í árslok 1985 var hlutur þessa fólks tæp- lega 50%, þar af var hlutur spanfjáreigenda 70 ára og eldri hvorki meiri né minni en 29%. Tölumar, sem hér hafa verið nefndar og fleiri fróðlegar upp- Iýsingar Fjármálatíðinda um flokkun innlána, eru mikilvægt umhugsunarefni fyrir stjóm- málamenn okkar. Það liggur nú fyrir óvefengjanlega, hveijir það voru sem töpuðu fé sínu á verð- bólguárunum. Það er jafnframt upplýst, hveijir það eru sem mestra hagsmuna hafa að gæta, hvað verðtryggingu sparifjár, áframhaldandi raunvaxtastefnu, áhrærir. Spariféð nýtist að sjálfsögðu ekki aðeins eigendum sínum, heldur lántakendum í landinu, einstaklingum sem fyrirtækjum. Á verðbólguárunum, þegar inn- lendur spamaður hrundi niður, jukust lántökur erlendis óhóflega og valda okkur nú stórkostlegum vandræðum. Spamaður á heima- slóðum dregur mjög úr þörf fyrir erlent lánsfé og er raunar for- senda fyrir heilbrigðri atvinnu- uppbyggingu í landinu. í þessu viðfangi er athyglisvert að bera saman innlán annars vegar og útlán hins vegar. í ljós kemur að atvinnufyrirtæki nutu f árslok 1985 71,6% allra útlána banka og sparisjóða, þótt innlánshlutfall þeirra væri aðeins 20,4%. Þetta sýnir hve fijáls spamaður ein- staklinga stendur undir veiga- miklum þætti í atvinnulífí okkar. Og hagnaðurinn er að sjálfsögðu gagnkvæmur. Einstaklingar ávaxta fé sitt fyrir milligöngu lánastofnana með því að lána það fyrirtækjunum sem nýta það til framkvæmda og arðsköpunar. í fæstum orðum sagt: Spamaður einstaklinga er í senn hagur þeirra sjálfra og lyftistöng fyrir atvinnulífíð. Þar með er spamað- ur hagur þjóðarbúsins í heild. Framhjá þessum mikilvægu sannindum tókst skammsýnum mönnum að líta um árabil með alkunnum afleiðingum. Slíkt má ekki endurtaka sig. Það væm svik við sparifjáreigendur og hagsmuni þjóðarinnar. Tæknigarð- ur við Háskólann Fyrir skömmu var frá því greint í frétt hér í blaðinu, að Reykjavíkurborg, Háskóli ís- lands, Félag íslenskra iðnrekenda og nokkrir forsvarsmenn í atvinn- ulífí hefðu ákveðið að sameinast um stofnun Tæknigarðs við Há- skóla íslands. Framlag Reykjavíkurborgar verður 25 milljónir króna á þessu ári, en gert er ráð fyrir því að síðar meir endurgreiði skólinn borginni þessa upphæð, væntanlega með kaupleigusamningi. Tæknigarður Háskólans á að vera vettvangur sem fyrirtæki geta leitað til þegar þau þurfa á að halda tæknilegri þekkingu, ráðgjöf og aðstoð, sem starfs- menn Háskólans hafa yfír að ráða. Hér er því í senn um að ræða hag fyrir skólann og atvinn- ulífíð. Mikið hefur verið talað um nauðsyn þess að auka samstarf skólakerfís og atvinnuvega, en hér eru orðin ekki látin nægja heldur tala verkin sjálf. Þessu framtaki ber því að hrósa og ekki síður að fagna hlutdeild Reykjavíkurborgar, sem sýnir með framlagi sínu skilning á mikilvægi rannsókna og þekking- aröflunar fyrir atvinnulífíð. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 29 Hagur íslendinga stend- ur nú með miklum blóma Ræða Jóhannesar Nordals, seðla- bankastjóra, formanns banka- sljórnar Seðla- bankans, flutt á ársfundi bankans í gær Fyrir hönd bankastjómar Seðla- bankans er mér sérstök ánægja að bjóða yður öll velkomin til þessa ársfundar bankans, sem er haldinn í tilefni þess, að viðskiptaráðherra hefur nú staðfest reikninga bank- ans fyrir árið 1986. í ársskýrslu bankans, sem lögð hefur verið fram í dag, er að fínna víðtækar upplýs- ingar um þróun efnahagsmála á liðnu ári og þá sérstaklega þá þætti þeirra, er varða starfsemi Seðla- bankans. Ég vil nú fyrir banka- stjómarinnar hönd rekja nokkra meginþætti efnahagsþróunar liðins árs, en ræða jafnframt stöðu og horfur í efnahagsmálum nú og nokkur þeirra vandamála, sem þar verður við að fást á næstunni. Sé litið á heildarþróun efnahags- mála hér á landi á undanfömu ári, blasir við hagstæðari mynd en sést hefur um áraraðir. Saman fór mik- ill hagvöxtur, jákvæður viðskipta- jöfnuður og lækkandi hlutfall erlendra skulda. Jafnframt tókst með betri samræmingu kjarasamn- inga og opinberrar efnahagsstefnu að ná fram hvoru tveggja í senn, verulegri hjöðnun verðbólgu og mikilli hækkun ráðstöfunartekna. Ytri skilyrði vom þjóðarbúskap íslendinga í flestum greinum hag- stæð á árinu. Viðskiptakjör bötnuðu vemlega og munaði þar mest um áhrif hinnar miklu lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu, sem átti sér stað á árinu. Áframhaldandi lækkun á gengi Bandaríkjadollars hafði á hinn bóginn í för með sér erfíðleika fyrir þær framleiðslu- greinar, sem háðastar em sölu á Bandaríkjamarkaði, en þar er freð- fískframleiðslan langmikilvægust. Verðlag á hrávömútflutningi, svo sem á mjöli og lýsi, var einnig mjög lágt á árinu, en þar kom á móti, að verðlag á fiski til neyzlu var hækkandi. Virðast fískafurðir í háum gæðaflokki njóta vaxandi eft- irspumar í samanburði við aðrar tegundir matvæla. Samkvæmt nýjustu áætlunum jókst landsframleiðsla á árinu 1986 um 6,3% eða tvöfalt meira en árið áður, en þá var aukningin 3,3%. Hefur framleiðsla þjóðarbúsins ekki vaxið jafnmikið síðan árið 1978. Til samanburðar má nefna, að framleiðsluaukning iðnríkja var að- eins 2,4% á síðasta ári, og náði ekkert þeirra jafnmiklum hagvexti og ísland á því ári. Til viðbótar framleiðsluaukningunni koma síðan áhrif bættra viðskiptakjara, sem hækkuðu vöxt þjóðartekna upp í 8,7% án árinu, en árið áður höfðu þjóðartekjur vaxið um 3,5%. Eins og árin tvö á undan n)á rekja dijúgan hluta, eða nálægt fjórðung, framleiðsluaukningarinn- ar til sjávarútvegs og fiskiðnaðar, en hagvöxtur dreifðist nú mun jafn- ar á alla atvinnustarfsemi. Heildar- fiskaflinn nam á árinu 1.651 þúsund tonnum, sem er aðeins 17 þúsund tonnum minna en árið áð- ur, sem eingöngu stafaði af minni loðnuafla. Miðað við fast verðlag jókst aflaverðmæti hins vegar um 13% frá árinu áður, en heildarverð- mæti fullunninna sjávarafurða jókst um 10%. Sala sjávarafurða gekk greiðlega og fóru birgðir minnk- andi. Varð þetta allt saman ásamt lækkun á olíuverði til þess að bæta verulega afkomu og fjárhagsstöðu flestra greina sjávarútvegsins. Áætlað er, að iðnaðarframleiðsla hafi aukizt um 4,4%, og fór hagur í flestum greinum almenns iðnaðar batnandi, m.a. vegna hækkandi gengis Evrópugjaldmiðla. Hins veg- ar áttu greinar, sem einkum selja á dollaramarkaði, svo og ál- og kísil- jámframleiðsla, við erfiðleika að etja sökum óhagstæðrar verðlags- þróunar. Mikil aukning varð í hvers konar þjónustustarfsemi á árinu, verzlun, samgöngum og opinberri þjónustu. Mjög lítil aukning varð hins vegar á landbúnaðarfram- leiðslu, og hefur hagur bænda farið versnandi vegna söluerfíðleika á hefðbundnum framleiðsluvörum landbúnaðarins. Aukinn sparnaður — en minni fjárfesting Þjóðarútgjöld jukust á árinu 1986 um 3,8%, sem er um 1% meira en árið áður. Þessi aukning var þó innan við helming af vexti þjóðar- tekna, svo að svigrúm var til þess að bæta viðskiptajöfnuðinn við út- lönd mjög verulega. Varð viðskipta- jöfnuðurinn jákvæður í fyrsta skipti síðan 1978, eins og nánar verður að vikið hér á eftir. Sá þáttur þjóð- arútgjalda, sem mest jókst á árinu, var einkaneyzlan, en vöxtur hennar nam 6,5% miðað við 5% árið áður. Þótt hér sé um að ræða mestu aukn- ingu einkaneyzlu síðan árið 1978, er hún þó langt innan við hækkun ráðstöfunartekna, sem varð nálægt 10%. Var því um að ræða verulega aukningu á spamaði heimilanna, sem vafalaust má að nokkm rekja til hærri raunvaxta. Samneyzla jókst á árinu um 3,9%, samanborið við 6,2% aukningu árið 1985, og hefur hún lítið breytzt sem hlutfall af landsframleiðslu á síðustu fjórum árum. Hins vegar varð engin aukning á fjárfestingu, en árið áður hafði hún aukizt um 1%. Hefur hlutfall flárfestingar af landsframleiðslu farið lækkandi undanfarin fjögur ár. Nam það aðeins 20,1% á árinu 1986 og hefur ekki verið svo lágt í meira en 30 ár. Ýmsar orsakir liggja að baki þessarar lækkunar flárfestingarhlutfallsins. Á síðustu árum hefur lækkunin orðið einna mest í opinberum framkvæmdum, einkum orkuframkvæmdum, er voru mjög fyrirferðarmiklar á átt- unda áratugnum. Einnig hefíir verið lítið fjárfest í skipum og flugvélum allra sfðustu árin, en búast má við, að þar verði á breyting á næstu árum. Einnig hefur dregið úr vægi íbúðabygginga undanfarin ár, og eru þar vafalaust bæði að verki áhrif minni fólksfjölgunar en áður og nokkur mettun á framboði íbúð- arhúsnæðis víða um land. Loks má gera ráð fyrir því, að breytt vaxta- stefna, sem haft hefur í för með sér hækkandi raunvexti af öllu láns- fé, hafí dregið úr verðbólgufj árfest- ingu og hvatt til betri nýtingar á framkvæmdafé. Vöruskiptajöfnuður hagstæður — en halli á þjónustujöfnuði Sú mikla aukning þjóðartekna umfram vöxt þjóðarútgjalda, sem nú hefur verið rakin, skapaði svig- rúm til þess að bæta viðskiptajöfn- uðinn úr 4,3% halla miðað. við landsframleiðslu árið áður í 0,4% afgang. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1978, sem viðskiptajöfnuður- inn hefur verið hagstæður. Átti mikil aukning vöruútflutnings mestan þátt í þessum bata, en gjald- eyrisverðmæti hans jókst um 15,7% ef miðað er við fast meðalgengi ársins 1986, en um helmingur þeirr- ar aukningar stafar af lækkun útflutningsvörubirgða á árinu. Á hinn bóginn jókst verðmæti vöru- innflutnings aðeins um 5,'4% á árínu reiknað með sama hætti, en það var aftur á móti að verulegu leyti að þakka lækkandi olíuverði. Að heildarverðmæti lækkaði olíuinn- flutningur um 37% frá fyrra ári, þrátt fyrir lítils háttar magnaukn- ingu. Álls nam olíuinnflutningur á árinu aðeins 8,5% af heildarinn- flutningi, en árið 1980 hafði þetta hlutfall komizt hæst í 16,3%. í heild var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður á árinu um tæpa 4 millj- arða, sem samsvarar 2,7% ’af landsframleiðslu. Á hinn bóginn varð enn verulegur halli á þjónustu- jöfnuðinum, eða 3,4 milljarðar í samanburði við 5,5 milljarða árið áður. Þar er þó um að ræða lækkun úr 4,3% í 2,3% af landsframleiðslu. Margt lá að baki þessa bata í þjón- ustujöfnuðinum, þar á meðal betri gjaldeyrisafkoma í rekstri flugvéla og skipafélaga, en lækkun olíuverðs bætti afkomu þessara aðila veru- lega á árinu. Einnig varð umtals- verð aukning tekna af erlendum ferðamönnum, og heldur dró úr vaxtaútgjöldum vegna lægri vaxta á erlendum Iánamörkuðum. Á árinu 1986 námu vaxtagreiðslur af er- lendum lánum 9,7% af útflutnings- tekjum á móti 11,1% 1985 og rúmum 13% 1984. Áð frádregnum vöxtum var þjónustujöfnuðurinn hagstæður um 1,9% af landsfram- leiðslu. Nettóstaða þjóðarbús- ins batnar verulega Erlendar lántökur til langs tíma voru enn miklar á árinu 1986, þrátt fyrir hagstæðan viðskiptajöfnuð. Námu ný lán umfram afborganir um 6 milljörðum kr. á meðalgengi ársins, og stafaði um helmingur af þeirri aukningu af lántökum ríkis- sjóðs. Aðrir tveir milljarðar voru aukning skulda fjárfestingarlána- sjóða, en aðeins tæpur milljarður vegna skuldaaukningar einkaaðila, en rýmkaðar reglur um fjármögn- unarleigu áttu mikinn þátt í henni. Þrátt fyrir þetta innstreymi lánsfjár lækkaði hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu á árinu verulega, eða úr 54,8% í 50,8%. Einnig lækk- aði greiðslubyrði langra erlendra lána úr 19,2 í 18,9% af útflutnings- tekjum. A móti aukningu lána til langs tíma kom veruleg lækkun skammtímalána, m.a. vegna betri lausafjárstöðu innlánsstofnana er- lendis og lækkunar afurðalána í erlendum gjaldejrri. Að öllu saman- lögðu var nettóinnstreymi fjár á fjármagnsjöfnuði um 2,7 milljarðar kr., en það leiddi ásamt hagstæðum viðskiptajöfnuði til mikils bata í gjaldeyrisstöðu Seðlabankans. Jókst gjaldeyrisforði hans um 3,6 milljarða miðað við árslokagengi, og jafngilti gjaldeyrisforðinn í lok ársins rúmlega flögurra mánaða útgjöldum til innflutnings, og hefur hann ekki verið jafn hár hlutfalls- lega síðan árið 1973. Nettóstaða þjóðarbúsins gagn- vart útlöndum, þ.e.a.s. samtala allra skulda íslands við önnur lönd, að frádregnum kröfum og innstæðum íslendinga erlendis, batnaði mjög verulega á árinu. Reyndist nettó- skuldastaðan í árslok 48,6% af landsframleiðslu á móti 56,6% árið áður. Af þessari átta prósentustiga Jóhannes Nordal lækkun má rekja 3,3% til hagvaxtar á árinu og 2,7% til lækkunar skulda á fostu verðlagi, en 2% til alþjóða- gengisbreytinga. Lækkun verðbólgunnar verður að vera megin- markmið Við þá hagstæðu þróun í fram- leiðslu og viðskiptajöfnuði, sem ég hef nú rakið, bættust síðan þau miklu umskipti, er urðu í verðlags- þróun í kjölfar kjarasamninga þeirra, sem gerðir voru snemma á árinu, og þeirra efnahagsráðstaf- ana, sem þeim fylgdu. Á mæli- kvarða framfærsluvísitölu varð verðbólga frá upphafi til loka árs aðeins 13%, sem er lægra en hún hefur verið í fímmtán ár. Á aðra mælikvarða, svo sem vísitölu bygg- ingarkostnaðar, var verðbólgan á árinu heldur meiri, enda höfðu ver- ið gerðar sérstakar skattalækkanir í sambandi við kjarasamningana, sem einkum höfðu áhrif á fram- færslukostnað. Við fyrstu áhrif þessara ráðstafana lækkaði verð- bólgan mjög snögglega á öðrum ársijórðungi, en hneigðist síðan aft- ur til hækkunar síðustu fjóra mánuði ársins, og hefur þessi aukni verðbólguhraði haldizt fyrstu mán- uði yfírstandandi árs. Þannig hefur hækkun lánskjaravísitölu síðustu sex mánuði samsvarað um 20% verðbólguhraða á ári. Þótt spár bendi enn til þess, að úr verðbólg- unni muni draga að nýju á síðari helming ársins, þannig að hún verði komin niður í um 13% í árslok, er enn langt í land, að íslendingar nái verðbólgustigi nágrannaþjóðanna, sem á þessu ári mun liggja á milli 2% og 4%. Verður því enn frekari lækkun verðbólgunnar að vera eitt meginmarkmið efnahagsstefnu ís- lendinga enn um skeið. Því er ekki að neita, að ýmsar blikur hafa ver- ið á lofti á vinnumarkaðnum að undanfömu, þar sem átök hafa ekki síður snúizt um launahlutföll milli stétta og starfshópa en al- mennar kjarabætur. Hér er hins vegar ekki vettvangur til umflöllun- ar um vandamálin á þeim vettvangi, og mun ég í þess stað beina athygl- inni að nokkrum helztu fjármála- legu forsendum efnahagslegs jafrivægis hér á landi, en án þess er vonlaust að varanlegur stöðug- leiki náist í þróun launa og verðlags. Þróun g’engismála Kem ég þá fyrst að þróun gengis- mála, en óhætt er að segja að yfirlýsing stjómvalda um stöðug- leika í gengi íslenzku krónunnar væri grundvallarforsenda þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru í febrúar á síðastliðnu ári. Síðan hef- ur sama stefna verið ítrekuð bæði í þjóðhagsáætlun ríkisstjómarinnar fyrir yfirstandandi ár og í sam- bandi við kjarasamninga þá, sem gerðir voru á almenna vinnumark- aðnum í desember sl. Hinar miklu breytingar, sem orð- ið hafa á gengi helztu gjaldmiðla heimsins á undanfömu hálfu öðru ári hafa þó valdið því, að fram- kvæmd þessarar fastgengisstefnu hefur reynzt erfíðari en við hafði verið búizt. Sérstaklega hefur stór- felld lækkun á gengi dollars, sem vegur landþyngst í útflutningstekj- um íslendinga, valdið vemlegum vandræðum fyrir ýmsar útflutn- ingsgreinar. Hefur verið talið óhjákvæmilegt að taka nokkurt til- lit til þessa með því að gefa dollam- um aukið vægi í meðalgengisvog- inni, en með því hefur verið dregpð úr lækkun dollars gagnvart íslenzku krónunni. Á hinn bóginn hafa þess- ar gengisbreytingar orðið til þess, að meiri hækkun en ella hefur orð- ið á gengi Evrópugjaldmiðla gagnvart krónunni, en því hafa fylgt umtalsverð verðhækkunar- áhrif vegna hinnar miklu hlutdeild- ar Evrópulanda í neyzluvöruinn- flutningi hingað til lands. Jafnframt hefur sterkt gengi Evrópugaldmiðla leitt til aukins útflutnings til Evr- ópulanda á kostnað dollaramarkaða og þannig stuðlað að aðlögun út- flutningsframleiðslunnar að breytt- um gengishlutföllum. Sú stefna gengisfestu, sem fylgt hefur verið síðan í febrúar í fyrra, hefur haft í för með sér um 2% hækkun á raungengi krónunnar. Hins vegar er ljóst, að raungengi krónunnar mun hækka mun meira á þessu ári, einkum á síðari hluta ársins. En þótt afkoma útflutnings- og samkeppnisgreina virðist nú yfírleitt hagstæð, er hætt við því, að umtalsverð hækkun raungengis muni, þegar á árið líður, reyna vera- lega á þolrif gengisfestunnar. Hún er hins vegar svo mikilvæg forsenda áframhaldandi árangurs til hjöðn- unar verðbólgu og stöðugleika í efnahagsmálum, að frá henni má ekki hvika, á meðan nokkrar aðrar leiðir era færar. Stöðugleiki í gengi ör- uggasta kjölfestan Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni og skal ekki rökstyðja hana frekar hér, að stöðugleiki í gengi sé til lengdar öruggasta lqölfesta efnahagsstefnu lítils, opins hag- kerfís, eins og við búum við hér á íslandi. Er sú skoðun m.a. studd af reynslu annarra smáþjóða Evr- ópu, sem flestar hafa á undanföm- um áram stefnt að gengisfestu í einhveiju formi. Vandi þeirra í þess- um efnum er þó að ýmsu leyti minni en íslendiriga. Með starfsemi Mynt- bandalags Evrópu hefur tekizt að koma á stöðugleika innbyrðis milli gengis allra höfuðmynta Evrópu annarra en sterlingspundsins, og hafa þær þjóðir sem nánust við- skiptaleg tengsl hafa við þátttöku- ríki Myntbandalagsins notið hans. Vegna mikilvægis viðskipta íslend- inga við Bandaríkin og Bretland hafa gengissveiflur pundsins og þó sérstaklega dollars hins vegar vald- ið islenzkum atvinnuvegum vera- legum vanda. Af þeim orsökum hefur einnig verið erfltt að fínna stöðugan mælikvarða, sem hentaði til viðmiðunar fyrir gengisfestu íslenzku krónunnar. Fari svo, eins og ekki er ólíklegt, að Bretland gerist áður en langt líður aðili að Myntbandalagi Evrópu, myndu skil- yrði til þess að Island tengdist Evrópu nánar í þessum efnum batna að mun, enda hafa viðskipti íslendinga við þjóðir Vestur-Evrópu farið hlutfallslega vaxandi síðustu árin. Þannig hefur hlutur þeirra í útflutningstekjum íslendinga vaxið úr 53% í 65% á síðustu þremur áram, en hlutur Norður-Ameríku lækkað úr 29% í 22% og Austur- Evrópu úr 8% í 5 lh. Verðbólgan lék pen- ingakerfið grátt Kem ég þá að þróun peninga- mála og fjármála ríkisins, en leiðir til aukins aðhalds á þessum sviðum era án efa eitt meginvandamál efnahagsstefnunnar í dag. Mun ég þá fyrst víkja að þróun lánamark- aðsins í heild, en þar hafa átt sér stað gagngerar breytingar á und- anfömum fjóram áram. Hin mikla verðbólga, sem náði tökum á þjóðarbúskap íslendinga snemma á áttunda áratugnum og náði hámarki á fyrri hluta árs 1983 lék peningakerfí íslendinga og inn- lenda fj ármagnsmy ndun grátt. Fyrir áhrif linnulausrar verðþenslu og neikvæðra raunvaxta minnkaði raunvirði innlánsflár bankakerfísins sem hlutfall af landsframleiðslu um náiægt því helming á áttunda ára- tugnum og hliðstæður samdráttur varð í kerfisbundnum spamaði. Þótt aukin notkun verðtryggingar, einkum eftir 1979, hafí farið að hafa nokkur áhrif til batnaðar á þessa þróun, er það ekki fyrr en eftir 1983, þegar verðbólgan fer að hjaðna á ný og jákvæðir raun- vextir verða almennir, sem ótvíræð umskipti verða í þessum efnum. Til dæmis um þá breytingu, sem síðan hefur á orðið, má nefna, að peningalegur spamaður í heild nam aðeins 47,1% af landsframleiðslu árið 1980, en var kominn í 80% á árinu 1986, sem er 70% raunaukn- ing. Frjáls spamáður, en þar era innlán í bönkum og spariskirteini ríkissjóðs meginstofninn, jókst úr 27,1 í 41,3% af landsframleiðslu, sem samsvarar 52% raunaukningu, en kerfísbundinn spamaður, þar sem lífeyrissjóðir vega þyngst, jókst úr 20% í 38,7% á landsframleiðslu, sem jafngildir 93% raunaukningu. Hefur þessi mikla aukning fram- boðs á innlendu Ijármagni samfara hækkandi raunvöxtum, gjörbreytt aðstæðum á lánsfjármarkaðnum, aukið samkeppni, dregið úr mis- munun milli lántakenda og tryggt þeim greiðari aðgang að lánsfé. Þessi þróun hélt áfram með mik- illi raunaukningu spamaðar á árinu 1986. Innlán bankakerfísins jukust um 34,5%, en útlán aðeins um 21%. Batnaði heildarstaða innlánsstofn- ana gagnvart Seðlabankanum, sem síðan endurspeglaðist í bættri gjald- eyrisstöðu hans. Margt stuðlaði að þessari þróun, betri afkoma at- vinnuvega og lækkun útflutnings- vörabirgða dró úr rekstrarfjárþörf sjávarútvegsins, en hjaðnandi verðbólga, hærri raunvextir og auknar þjóðartekjur stuðluðu að meiri sparifjármyndun. • • OFlugri og opnari fjármagnsmarkaður Skipulagsbreytingar í átt til meira ftjálsræðis, sem gerðar hafa verið á undanfömum tveimur áram hafa átt veigamikinn þátt í því að hér hefur þróazt öflugri og opnari fjármagnsmarkaður. Þótt innláns- stofnanir hafí fengið aukið svigrúm til vaxtaákvarðana á árinu 1984, vora vaxtabreytingar enn háðar samþykki Seðlabankans, sem mark- aði meginlínur í þróun vaxta. Með nýjum Seðlabankalögum, sem tóku gildi 1. nóvember á síðasta ári, var skrefið stigið til fulls og beint vaxta- ákvörðunarvald Seðlabankans gagnvart innlánsstofnunum afnum- ið. Getur hann nú aðeins gripið inn í vaxtaákvarðanir innlánsstofnana, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, t.d. ef raunvextir verða hér hærri en í viðskiptalöndum íslend- inga eða vaxtamunur óhæfilega mikill. Ekki hefur verið talið tilefni til afskipta af vöxtum innlánsstofn- ana enn sem komið er vegna þessara ákvæða. Nafnvextir hafa að vísu farið hækkandi síðustu mánuði, en vegna meiri verðbólgu hafa raunvextir lítið breyzt og era nú sízt hærri hér á landi en í flest- um nágrannaríkjum. Vaxtamunur virðist hins vegar hafa farið vax- andi, einkum síðustu tvo mánuði, og er ástæða til að hvetja innláns- stofnanir til aðgæzlu í þeim efnum. Mjög aukin verðbréfaviðskipti og vaxandi starfsemi fjármálafyrir- tækja, annarra en innlánsstofnana, hefur einnig sett svip sinn á láns- fjármarkaðinn að undanfömu. Er hér um að ræða hliðstæða þróun og átt hefur sér stað meðal annarra þjóða, og má reyndar ætla, að hún sé enn á byijunarstigi hér á landi. Margt er vissulega jákvætt um þessa þróun. Með eflingu verðbréfa- markaðs getur innlendi fjármagns- markaðurinn betur sinnt þörfum opinberra aðila og stærri fyrirtækja og dregið þannig úr ásókn í erlent lánsfé. Með verðbréfaútgáfu á auk þess oft að vera unnt að fá lánsfé með hagstæðari kjöram en fyrir milligöngu innlánsstofnana, en um leið eykst samkeppni á lánsfjár- markaðnum bæði lántakendum og sparendum í hag. Hins vegar þurfa stjómvöld að fylgjast vandlega með þróun þessara mála, bæði til þess að tryggja heilbrigðan vöxt þessa markaðs og öryggi þeirra, sem þar eiga viðskipti. Einnig er mikilvægt að sambærilegar reglur gildi um starfsemi allra fjármálastofnana, þannig að ekki séu gerðar minni kröfur um öryggi og upplýsingagjöf fjármála- og verðbréfafyrirtækja en gerðar era til innlánsstofnana sam- kvæmt nýjum lögum um banka og sparisjóði, sem tóku gildi á síðast- liðnu ári. Fjármög-nun greiðslu- halla ríkissjóðs Eitt helzta viðfangsefnið í pen- ingamálum á liðnu ári var fjár- mögnun greiðsluhalla ríkissjóðs, en veralegur halli varð á rekstri hans annað árið í röð. Reyndist rekstrar- hallinn nálægt 1,9 milljörðum, en var 2,4 milljarðar árið áður. Stöfuðu um Vb rekstrarhallans af auknum útgjöldum og skattalækkunum, sem ríkissjóður tók á sig í sambandi við kjarasamninga í febrúar. Ennfrem- ur var þá heitið aukinni íjáröflun á árinu til íbúðarlána. Við þetta bætt- ist svo lánsfjárþörf ríkisins vegna afborgana og innlausnar á spari- skírteinum, og varð því lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu um 5,6 milljarðar eða 4% af þjóðarframleiðslu. í reynd urðu lántökur ríkissjóðs veralega umfram þessi mörk, en þar á móti kom samsvarandi lækkun skulda hans við Seðlabankann svo að ekki var um þensluáhrif af þeim lántök- um að ræða. Megináherzla var á það lögð að jafna fjárþörf ríkissjóðs sem mest á árinu með innlendum lántökum. Samið var við lífeyrissjóði um aukin verðbréfakaup bæði beint af ríkis- sjóði og til að fjármagna aukningu fbúðalána. Einnig var leitað samn- inga við innlánsstofnanir um 850 milljónir króna lán til ríkissjóðs fyr- ir milligöngu Seðlabankans. Loks var lögð mikil áherzla á aukna sölu spariskírteina með því að bjóða betri vaxtakjör en áður, og tókst að selja spariskírteini á árinu fyrir 2,1 milljarð, en meginhluti þess fjár fór til að standa undir innlausn eldri spariskírteina. Enginn vafí er á því, að hin mikla aukning á innlendri fjármögnun ríkissjóðshallans dró veralega úr þensluáhrifum hans, einkum á öðr- um og þriðja ársfjórðungi, þegar sala spariskírteina var mest. Um haustið vora vextir af spariskírtein- um lækkaðir í því skynt m.a. að greiða fyrir hagstæðari samningum við lífeyrissjóði um fjármögnun íbúðalána. Afleiðingin hefur hins vegar orðið mikill samdráttur í sölu spariskírteina, en um leið hefur sá hluti ríkissjóðshallans, sem fjár- magnaður hefur verið af innlendum spamaði lækkað veralega. Við fjárþörf ríkissjóðs sjálfs má síðan bæta lántökum annarra opin- berra aðila, einkum flárfestingar- lánasjóða, en þar skiptir nokkuð í tvö hom um fjáröflunarleiðir. Ann- ars vegar er húsnæðislánakerfíð, sem er algjörlega fjármagnað af innlendum spamaði, fyrst og fremst frá lífeyrissjóðum, en hins vegar atvinnuvegasjóðimir, sem byggja starfsemi sína að stærstum hluta á erlendum lánum. Námu erlendar lántökur þessara sjóða svipaðri §ár- hæð á síðastliðnu ári og rekstrar- halli ríkissjóðs. Er tilefni til þess að endurskoða bæði Ijármögnun og starfsemi fjárfestingarlánasjóðanna með tilliti til þeirra breytinga, sem orðið hafa á lánsfjármarkaðnum að undanfömu. Með auknu framboði á innlendu lánsfé og rýmri reglum um lántökur fyrirtækja erlendis, þ.m.t. §ármögnunarleiga, ætti þörf fyrir milligöngu fjárfestingarlána- sjóða um útvegun lánsfjár erlendis að fara minnkandi. Er jafnvel hætt við, að við þessar aðstæður beinist einkum til sjóðanna lánsfláreftir- spum fyrirtækja, sem ekki njóta lánstrausts á almennum lánamark- aði. Þannig yrði dregið úr aðhaldi markaðsins að lánsfjárnotkun fyrir- tælq'a og stuðlað að aukinni þenslu. Þótt hér verði ekki gerð tilraun til þess að rekja einstaka þætti þessara mála nánar, er ljóst, að eftirspumarþensla hefur farið vax- andi frá því á haustmánuðum í fyrra og þó einkum, það sem af er þessu ári. Hefur þetta komið fram í meiri útlánaaukningu bankanna, vaxandi innflutningi og spennu á vinnu- markaði. Boðar allt þetta hættur fyrir þann stöðugleika í efnahags- málum, sem að var stefnt með kjarasamningum og efnahagsað- gerðum stjómvalda á síðasta ári. Að byggja á þeim árangri sem náðst hefur Góðir áheyrendur. Áður en ég lýk máli mínu er ástæða til þess að draga saman nokkra meginþætti þessa máls, en skyggnast síðan fram á veginn til nokkurra þeirra viðfangsefna, sem stjómvöld munu þurfa við að fást í náinni framtíð. Nú erú þijú ár liðin, síðan íslenzkur þjóðarbúskapur fór að hjama eftir mikla efnahagslægð, sem haft hafði í för með sér alvar- legan samdrátt í þjóðarframleiðslu og lífskjöram og mikinn halla í ut- anríkisviðskiptum. Á þessum þremur áram hefur hagvöxtur verið að meðaltali um 4 lh% á ári á mælikvarða landsframleiðslu, en þjóðartelq'ur vaxið um rúm 5% á ári. Tekizt hefur að nota þessi hag- stæðu skilyrði til þess að ráða mikla bót á tveimur þrálátustu vandamál- unum í þjóðarbúskap íslendinga um langt skeið, viðskiptahallanum við útlönd og verðbólgunni. Jafnframt hefur kaupmáttur almennra launa- tekna og einkaneyzla vaxið fyllilega í samræmi við auknar þjóðartekjur. Hin brennandi spurning hlýtur nú að vera, hvort takast megi að byggja á þeim árangri, sem náðst hefur á undanfömu ári og tryggja varanlegri stöðugleika í efnahags- málum íslendinga á grandvelli hjaðnandi verðbólgu og viðunandi jafnvægis í viðskiptum við um- heiminn. Enginn vafi leikur á því, að með þeim hætti verða hér bezt Sjá næstu siðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.