Morgunblaðið - 06.05.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
43
Morgunblaðid/EG
Nokkrir hestamenn frá Suðurnesjum er tóku þátt í hópreiðinni.
Árleg hópreið hestamanna
frá Suðumesjum og Hafnarfirði
Vogum.
HÓPREIÐ hestamanna af Suður-
nesjum og úr Hafnarfirði, sem
farin er á hverju vori, var farin
að þessu sinni laugardaginn 2.
maí.
Mikil þátttaka var og komu hesta-
menn frá flestum byggarlögum á
Suðumesjum. Eftir að hafa borðað
í Vogum fór þeir í einum hóp síðasta
hluta leiðarinnar að Auðnum á
Vatnsleysuströnd, en þangað kom
einnig hópur hestamanna frá Hafn-
arfirði.
Hestamenn frá Suðurnesjum og
Hafnarfirði hittast að Auðnum á
hveiju vori, en að þessu sinni hrepptu
hestamennimir gott veður.
- EG
Ráðstefna á Hótel Sögu:
Framtíð framleiðslu
f iskimjöls og- lýsis
RAÐSTEFNA um framtíð framleiðslu fiskimjöls og lýsis hér á landi
verður haldin á Hótel Sögu 21. og 22. mai næstkomandi. Ráðstefnan
er haldin að frumkvæði Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og Félags
islenzkra fiskmjölsframleiðenda. Framtíð þessarar atvinnugreinar er
ótrygg um þessar mundir vegna lágs afurðaverðs, yfirvofandi vemdar-
tolla á lýsi og hækkandi framleiðslukostnaðar.
I fréttatilkynningu frá fundarbjóð- æskilega uppbyggingu atvinnugrein-
endum segir meðal annars að
búnaður margra verksmiðja sé orð-
inn gamall og komið að endurnýjun
hans. Þegar svo verði, þurfi að huga
að því með hvaða hætti það verði;
hvort stefna eigi að framleiðslu á
svonefndu gæðamjöli, sem í dag selst
fyrir hærra verð en venjulegt mjöl.
Búnaði til slíkrar framleiðlsu fylgir
hins vegar nokkru meiri kostnaður
en við framleiðslu hefðbundins mjöls.
A ráðstefnunni verður Qallað um
helztu mál, er fiskimjölsiðnaðinn
varða, úttekt á núverandi stöðu mála,
líklega þróun markaðs- og tækni-
mála á næstu misserum. Ennfremur
arinnar hér á landi, hagkvæmni veiða
og vinnslu, orkumál og stýritækni.
Tveir erlendir fyrirlesarar verða á
ráðstefnunni, Nils Urdahl, forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskimjölsiðn-
aðarins í Noregi, sem fjallar um
framtíð norsks fískimjölsiðnaðar og
Dr. Jan Pike frá Alþjóðasamtökum
fiskimjölsframleiðenda ræðir um
markaðshorfur í nánustu framtíð og
nýja markaði, sem eru að opnast.
Einnig verða fyrirlesarar frá Félagi
íslenzkra fiskmjölsframleiðenda,
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,
Þjóðhagsstofnun, Landsambandi
íslenzkra útvegsmanna og fleirum.
um
m &
M S|ffi
Vió bjóóum 15% afslátt af stökum
jökkum, stökum buxum og jakkafötum.
* iui
//
K
SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505
„Næsta skóbúð“:
Reykjavík, Ríma, Mílanó, Skómagasín, Mikligaröur// Keflavík, Samkaup//
Selfoss, K.Á. // Sauðárkrókur, Skagfiröingabúö // Akureyri, M.H. Lyngdal