Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 45 Lovísa Páls- dóttir — Minning Fædd 7. september 1913 Dáin 26. apríl 1987 „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur." Þessi vísa kom upp í huga mér þegar ég frétti að amma mín, Loví- sa, væri dáin. Hún mun alltaf lifa í huga mér vegna sinnar einskæru lífsgleði og einstæðu hæfileika til að fá alla til að brosa í kringum sig. Aldrei minnist ég þess að hafa séð hana öðruvísi en brosandi og í góðu skapi. Hún var sérstaklega hjartahlý og hafði einstakt lag á að láta manni líða vel í kringum sig. Mun ég minnast hennar sem einnar allra skemmtilegustu per- sónu sem ég hef þekkt og einstakrar konu. Mikið skarð er óuppfyllt við fráfall hennar en við höfum þó allt- af góðu minningarnar. Söknuður, ánægja og stolt eru þær tilfinningar sem ég finn þegar ég hugsa til hennar, söknuður yfir að missa svo góða ömmu, ánægja þegar ég minnist allra góðu stundanna með henni og stolt yfir því að vera tengd- ur henni. Björgvin Ragnarsson Kynni okkar hófust innan veggja sjúkrahússips hér á Akranesi fyrir sex árum. Ég var þá ófrísk að öðru baminu mínu og átti fyrir 1 árs telpu, sem mig vantaði pössun fyrir um sumarið. Lovísa benti mér strax á dótturdóttur sína, Ingu, sem reyndist hin besta bamapía, dugleg og samviskusöm. Þegar drengurinn fæddist færði Lovísa mér yndislega fallegt teppi sem hún hafði heklað. Hún lét ekki þar við sitja; hún var alltaf að færa okkur hjónum eitt- hvað, sem hún hafði unnið sjálf. Lovísa dvaldi oft í sjúkrahúsi vegna vanheilsu sinnar, einkum seinni ár- in. Hún vakti strax athygli mína vegna fágaðrar framkomu og glæsilegs útlits, fljótlega komst ég svo að því að hún var gædd einstök- um gáfum og næmleika fyrir lífinu og tilverunni. Fyrir þá sem ekki vissu var ekki hægt að ímynda sér að Lovísa væri oft mjög þjáð, því hún bar það ekki á borð fyrir hvern sem var. Hún var alltaf andlega hress og ljómaði af lífsgleði og kjarkurinn var óbugandi, sem sann- aðist síðastliðið sumar þegar hún fór með vinkonu sinni, sem hafði átt við veikindi að stríða, til Kaup- mannahafnar. Lovísa þekkti borg- ina, þar sem hún hafði búið þar um skeið. Hún sjálf var mjög illa hald- in og henni var eindregið ráðið frá því að takast slíka ferð á hendur. Samt sem áður var ferðin vel heppn- uð, tilgangi Lovísu var náð; að láta verða af þessari ferð eins og þær vinkonur höfðu ráðgert. Þannig var Lovísa, ávallt tilbúin að gleðja og hjálpa öðrum, jafnvel þó hún sjálf gengi alls ekki heil til skógar. Lov ísa var mjög bamgóð og átti gott með að umgangast börn. Börnin mín tóku strax ástfóstri við hana og kölluðu hana „langömmu". Um síðustu jól vildi Lovísa gleðja „langömmubömin“ meðjólagjöfum. Gjafirnar vom tilbúnar rétt fyrir jólin, en þá veiktist Lovísa og þurfti að leggjast inn í sjúkrahús. Gjafirn- Kveðjuorð: Einar Jónsson Einarsstöðum Einar frá Einarsstöðum var fæddur 5. ágúst 1915, þriðja bam af ellefu systkinum. Foreldrar hans vom Jón Haraldsson bóndi þar og kona hans Þóra Sigfúsdóttir. Einar varð aldrei hár í lofti en var þó hörku íþróttamaður, kattlip- ur og fylginn sér. Hann féll vel i systkinahópinn en sá lengra og meira en aðrir. Enginn vissi þá hvert hlutverk honum var ætlað síðar. Einar gekk að venjulegum sveita- störfum lengst af á Einarsstöðum. Vann þó um tíma í Reykjavík og var bílstjóri um skeið og stofnaði með öðmm „Bílstjórafélag Þingey- inga“ og var fyrsti formaður þess. Sem náttúmunnandi og maður lífs- ins kaus Einar að lifa á Einarsstöð- um. Einar naut ekki langrar skóla- göngu. Var þó við nám í Alþýðu- skólanum á Laugum í Reykjadal en lífið sjálft varð honum mesti og besti skólinn. Einar leysti öll störf mjög vel af hendi og skilaði afköst- um í betra lagi. Hann vakti ekki athygli með fyrirgangi heldur fyrir það hversu hann vann verk sín hóg- værlega, látlaust og fumlaut. En þannig var öll framkoma þessa háttprúða manns. Hann hafði um langt skeið agað sig strangt og náði slíkum tökum á sjálfum sér að hann brá ekki sýni- lega skapi. Var þó ekki skaplaus. Hann talaði á lægri nótunum og lét ekki lastyrði né hvatreiðiorð af vör- um falla. Hann kom hýr og hlýr til fundar hvar sem var en trúlega stafaði mestur varminn frá honum er hann bauð gestum í bæinn, þegar frá er talin samveran í litla herberginu uppi þar sem mönnum var gefíð svo óendanlega mikið og óskiljanlega mikið. Það var einmitt þar sem starf Einars reis hæst. Árið 1956 var Einar talinn hæfur og valinn sem endurvarpari kær- leiks- og líknarstarfa af þeim sem nær voru komnir almættinu en jarð- arbúar. Þetta áttu og eiga ýmsir erfitt með að trúa og skilja. Gerðu jafnvel grín að. Vissu þó vel undir niðri að þeir gátu ekki gefið neitt slíkt af sér öðrum til bata og heilla eins og Einar gat. Það getur enginn með réttu gert sér grein fyrir því hve mörg góð- verk Einar hefur gert né hverjum ógnarfyölda hann hefur hjálpað þar sem hann vék kvölum og eymd burt svo að rúm varð fyrir lifandi líf. Þessi kafli líknarstarfsins var oftast viðbót við langan vinnudag í búverkum og náði ærið oft langt fram á nótt. Þegar líknar er von, ekki síst eftir langtíma rangurslitla leit um bata, er fast sótt á um hjálp og tillitssemin oft minni en skyldi. Lái það raunar enginn. En sá þurfti að hafa af miklu að má er brugðist gat svo jákvætt við flestum eins og reyndin var með Einar. Það var Einari til gæfu, er inn í líf hans kom kona, Erla Ingileif Bjömsdóttir, sem hann kvæntist 1969. Hún er mannkostakona er stóð við hlið Einars af ástríki, skiln- ingi og fómfysi og tók á sig veitult starf gestrisninnar gagnvart gest- um hans. En stærsta og besta gjöfín varð þó sameignin þeirra, dóttirin Olga Marta. Hamingja manna er oft upp- spretta gleði og sællar ánægju jafnvel þótt veraldleg verðmæti séu af skomum skammti. Þannig var með Einar. Þótt hann miðlaði svo mjög af sjálfum sér og tæki þátt í annarra kvölum þá stafaði frá hon- um gleðin. Gamansemi og skemmti- leg fyndni léku honum á tungu og fylgdu mönnum til dyra að lokinni viðdvöl. Menn sóttu til hans gleði og lækningu. Slíkt var ekki selt. Þetta var að stómm hluta til gjöf frá Einari sjálfum sem hann galt með minni tíma til umsýslu við bú sitt og bjó því við minni efni en ella hefði orðið. ar urðu aðeins of seinar, en Lovísa kunni ráð við því. Hún sendi bréf frá jólasveininum sem hljóðaði svona: „Krakkar mínir, komið þið sæl. Ég er jólasveinninn sem gleymdi að koma með gjafirnar til ykkar. Grýla amma var alveg fjúk- andi vond og rak mig til baka. Ég var svo lengi á leiðinni, af því að ég varð að labba alla leiðina. Svo var ég næstum búin að villast, það var alls staðar svo gott veður að ég hélt að það væri komið sumar. En svo var ég svo heppinn að rata til ömmu ykkar og hún ætlar að koma þessu til ykkar. Bless krakk- ar, nú þarf ég að flýta mér heim. Litli jólasveinninn.“ Þvílík lukka og eftirvænting hjá bömunum; þau ljómuðu og bréfíð var lesið aftur og aftur, þau trúðu varla sínum eigin eyrum og sparibaukarnir urðu strax uppáhaldsjólagjafimar. Þeir vom jú frá sjálfum jólasveininum. Þegar við fluttum í nýju íbúðina okkar fyrir 4 ámm færði Lovísa okkur sérlega fallegan útsaumaðan klukkustreng með blómamynstri og honum fylgdi örlítið bréf: Kæm vin- ir mínir, ég vona að ég geti glatt ykkur með þessari litlu gjöf. Hvert spor er helgað ykkur, ég vona líka að þessi blóm fölni ekki að sinni. Af innsæi í æðri svið kaus hann sér eða tók við þessu hlutverki og hlutskipti frá æðri forsjón. Stað- reyndin er því sú að er Einar kvaddi þessa veröld, 24. febrúar síðastlið- inn vom lítil veraldleg verðmæti eftirlátin handa hans ágæta sam- starfsmanni, Erlu, og dóttur þeirra. Naumast getum við, sem mikið höfum frá Einari þegið, vottað þeim betur samúð okkar og samhug en með því að gefa örlítið af sjálfum okkar. T.d. með því efla þann sjóð sem nú er verið að stofna. Það lýsi ég mína samúðarkveðju og læt fylgja blessunaróskir þeim til handa. Björn H. Jónsson Lovísa Pálsdóttir. Þannig var vin- átta hennar fölskvalaus og hún hafði svo margt að gefa þótt ekki væri hún rík af jarðneskum auðæf- um. Þeim mun ríkari var hún af andlegum auði. Oft sátum við sam- an heilu kvöldin og töluðum um allt mögulegt, bamauppeldi, hjúkr- un, plöntur, dýr, mannleg sam- skipti, utanlandsferðir, ijölskyldur okkar og vini. Aldrei heyrði maður Lovísu hallmæla einum eða neinum og alltaf reyndi hún að gera gott úr öllu. Hún tók nærri sér ef ein-. hveijum sem hún þekkti leið ekki vel og reyndi þá að gera allt sem í hennar valdi stóð til að betrum- bæta ástandið. Ég var stundum dálítið upp með mér þegar Lovísa leitaði ráða hjá mér varðandi mál sem voru henni hugleikin, en oftast var það þó þannig að hún hafði sjálf bestu lausnin á reiðum hönd- um, þurfti aðeins smástaðfestingu eða vissu um að hún væri að gera rétt. Hún flanaði aldrei að neinu og var ákaflega þroskuð og yfirveg- uð. Mér er ljúft að láta { ljós að kynni mín af Lovísu hafa hjálpað mér og þroskað í starfí mínu. Tjá- skipti fólks í öllum sínum fjölbreyti- leika, ólíkar skapgerðir, tilfínningar og tilfínningaleysi, umgengni við sjúkt fólk, dauðinn og lífið eftir dauðann, allt þetta og miklu meira ræddum við um og komu þá glöggt í ljós þau viðhorf og lífsreynsla sem höfðu mótað Lovísu. Hún hafði svör við flestu og ef hana vantaði svör reyndi hún að lesa sér til. Síðastlið- ið ár var rhjög erfitt fyrir Lovísu og dóttur hennar. Heilsu Lovísu hafði hrakað mjög mikið. Hún gekk í gegnum allskyns erfiðar rann- sóknir hvað eftir annað, bið eftir útkomu úr rannsóknum og að síðustu stór skurðaðgerð sem í fyrstu virtist ætla að ganga að ósk- um. Dóttir hennar reyndist henni frábærlega vel í öllum hennar erfið- leikum. Lovísa lést u.þ.b. tveim vikum seinna, hún var þrotin að kröftum, en barðist hetjulega fyrir lífí sínu til hins síðasta. Rétt áður en Lovísa dó bað ég Oddnýju dóttur hennar að bera henni kveðju mína og láta hana vita að ég hefði eign- ast lítinn dreng, og sagði Oddný að hún hefði ljómað af ánægju við þær fréttir. Ég held að enginn hafí í raun trúað að Lovísa kæmi ekki heim aftur, þó svo að við vissum að aðgerðin væri tvísýn. Þegar móðir mín hringdi í mig að tilkynna mér andlátið þakkaði ég guði fyrir að þjáningum hennar væri lokið, hún var búin að fá sinn skammt og vel það af heilsuleysi í gegnum árin. Ég hugsaði mikið, en sofnaði róleg. Næsta morgun sagði ég böm- unum frá andlátinu og þá þyrmdi yfír mig, blessuð bömin spurðu þá hvar „langamma" væri, hvort hún væri hjá guði og hver mundi þá passa hundinn hennar, hana Pollý. Söknuðurinn og samúðin í garð aðstandenda fylltu hug minn allan. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Skarð Lovísu er ekki hægt að fylla, hún var einstök og ólík öllum sem ég hef kynnst. E. Berglind Guðnadóttir Hún Lovísa Pálsdóttir er dáin. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar, konunnar sem þrátt fyrir sína sjúkdómserfiðleika, nánast í gegnum allt lífíð sá aldrei nema björtu hliðamar á tilverunni. Ég varð svo lánsöm að tengjast fjölskyldu Lovísu fyrir nokkrum árum og eignast hana að vinkonu. Það var alltaf gott að heimsækja hana og ef eitthvað bjátaði á hjá manni, kom maður út frá henni léttari í lundu og með aðrar og betri skoðanir á lífínu. Lovísa var glæsileg kona og það var ekki hægt annað en að taka eftir henni þegar hún gekk niður götu með vin sinn puddlehundinn Polly sér við hlið. Það lék allt í höndunum á henni, sérstaklega ber saumaskapurinn þess vitni. Vandvirknin og ná- kvæmnin var þar alltaf í fyrirrúmi. Ég tel mig ríka að hafa kynnst Lovísu, hugrekki hennar og skoðun- um á lífinu og tilverunni. Hún var trúuð kona og viss um að handan við móðuna miklu biði hennar nýtt líf. Guð blessi minningu hennar og styrki nánustu ættingja hennar í sorg sinni. Hrefna Guðjónsdóttir Við kærar kveðjur sendum út í bláinn. Með kjark og von þær berist gegnum skjáinn. Þann glugga sem oss aðskilur í bili þannstóramúrsemlíkistenguþili. (Þ). Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. En hún léttir jafnan sárasta soknuðinn vonin um endurfund. Þetta gjldir sérstaklega þegar fólk hefur þurft að þjást jafnmikið og Lovísa Kristín Pálsdóttir mátti tvö síðustu ár. Þótt veikindi hennar ættu sér miklu lengri sögu fór hún allra sinna ferða. Hún sagðist ekki láta neitt aftra sér frá að gera það sem hana langaði til. Lovísa var sterk og mikilhæf kona. Hennar líf og yndi voru ferðalög. Ferðaðist hún víða bæði hérlendis og erlend- is. I fyrrasumar fór hún sárþjáð til Kaupmannahafnar, þar voru henn- ar aðrar heimaslóðir. Þar dvaldi hún um það bil tvö ár þegar hún var ung kona. Svona mætti lengi telja upp dæmi um hennar mikla kjark. Lovísa var fædd við Laugaveginn og ólst upp í miðbænum ásamt eldri bróður sínum og foreldrum. Þau voru Símonía Jónsdóttir og Páll Guðmundsson. Þau voru um árabil húsverðir í Iðnskólanum við Tjörn- ina. Lovísa giftist ung og átti þrjú böm með fyrri manni sínum. Þeirra leiðir skildi, en seinna giftist hún aftur og þau hjónin eignuðust eina dóttur. í bæði skiptin stofnaði hún heimili sitt í miðbænum. Seinna flutti hún með seinni manni sínum í Kópavoginn. Síðustu sex árin hefur hún átt heima á Akranesi. Hún bjó skammt frá yngstu dóttur sinni, sem er búsett þar með manni sínum og bömum. Þar var henni sýnd mikil umhyggja og höfum við hin mikið að þakka fyrir hennar hönd. Hin börnin hennar þijú em búsett á Stór-Reykjavíkursvæðinu og eiga þau böm og heimili. Allt þetta fólk var henni mjög mikils virði. Ég heyrði fyrst Lovísu getið þeg- ar ég var lítil telpa, amma mín minntist oft á glæsilegu konuna í Þingholtsstrætinu, ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði tengdamóðir mín, sem raun varð á. Vil ég nú fyrir hönd okkar tengdabama hennar að síðustu þakka henni fyrir allar góðar stund- ir sem við höfum átt með henni. Einnig fyrir alla þá hjálp sem hún var svo fús að láta okkur í té. Guð blessi og styðjji börnin hennar, bamaböm, vini hennar alla og hana sjálfa. Þórunn Björgólfsdóttir Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn fimmtudaginn 7. maí 1987 kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Viðhorf í kjaramálum. Félagar fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.