Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 Gámafískuríim 56-faIt meiri en fyrir 5 árum 73.421 lest flutt utan í gámum í fyrra, 1.300 árið 1982 ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski í gámum hefur 56-faldazt frá árinu 1982. Þá voru fluttar utan í gámum 1.300 lestir, en á síðasta ári 73.421. í fyrra voru alls fluttar utan 112.778 lestir af ferskum fiski, sem er 17,8% af bolfiskafla landsmanna. Arið 1982 voru 6,5% aflans flutt utan með þeim hætti eða 45.164 lestir. Starfsmenn Fiskifélags íslands telja, að útflutningur í gámum sé enn að aukast miðað við sama tíma í fyrra. Tölur þessar eru fengnar frá Fiskifélagi íslands og er þá miðað við óslægðan fisk upp úr sjó. Bol- fískaflinn frá árinu 1982 hefur verið á bilinu 689.688 lestir það ár, niður í 563.682 árið 1984 og upp í 632.256 lestir á síðasta ári. Á þess- um árum hefur útflutningur físki- skipa á ferskum fiski verið minnstur 38.629 lestir árið 1984 og mestur 42.138 árið 1982. Árið 1982 fóru 1.300 lestir utan í gámum, 4.627 árið 1983,15.070 árið 1984,38.140 árið 1985 og 73.421 í fyrra. Flutn- ingur fersks fisks með flugvélum er fremur smár í sniðum og þar er nær eingöngu um flök að ræða. Á síðasta ári dreifðist bolfískafl- inn þannig á verkunaraðferðir, að 112.778 lestir voru fluttar ferskar utan eða 17,8%, 30.107 lestir voru frystar um borð í togurum eða 4,8%, 327.578 lestir voru frystar í landi eða 51,8%, 148.704 lestir voru salt- aðar eða 23,7%. 4.730 lestir voru hertar, 678 bræddar og í aðra verk- un fóru 6.687 lestir. Aukning í útflutningi í gámum tekur að hluta til miðað við magn við af skreiðar- verkun, sem að mestu leyti lagðist niður á þessu tímabili og tekur einn- ig frá frystingu og söltun. Hlutfall frystingar af bolfískaflanum var 51,4% árið 1982, en þá fóru 12,8% í herzlu. Það er lægsta hlutfall frystingar á tímabilinu. Hæst varð það næstu tvö ár á eftir, 62%, en hefur lækkað síðan. Hæst hlutfall söltunar var árið 1982, 27,9%, en síðan hefur það verið 20 til 24,6%. Herzla hefur að mestu lagzt niður. Samkvæmt útflutningsskýrslum voru í fyrra fluttar utan 135.739 lestir af frystum bolfískafurðum að verðmæti 13,2 milljarðar króna. Útflutningur á saltfiski nam 53.226 lestum að verðmæti 5,8 milljarðar og á ferskum físki, slægðum, rúmar 90.000 lestir að verðmæti 3,9 millj- arðar króna. Verðmæti miðast við að varan sé komin um borð í skip í ísienzkri höfn. Morgunblaðið/Þröstur Víðisson * I önnum Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Fjölmenni var á borgarafundi á Súðavík á sunnudag. Á fundinn kom stærstur hluti atkvæðisbærra hreppsbúa. Islensk húsgögn vöktu athygli í Bella Center HINNI árlegu húsgagnasýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn lauk síðastliðinn sunnudag. Að þessu sinni tóku þátt í sýning- unni þrir íslenskir húsgagna- framleiðendur, Kristján Siggeirsson hf, Axis hf og Guð- mundur Pálsson í Hafnarfirði. Að sögn Björns Guðmundssonar, viðskiptafulltrúa íslands við sendiráðið í Kaupmannahöfn, vöktu vörur þeirra mikla athygli sýningargesta. „Islensku húsgagnaframleiðend- umir vöktu mikla athygli á ráð- stefnunni og fengu góðar pantanir. Axis, sem þama var með skápa og bamahúsgögn, seldi mikið til Band&ríkjanna og fékk pantanir marga mánuði fram í tímann," sagði Bjöm Guðmundsson. Hann sagði einnig að glerborð, sem voru meðal þess sem Guðmundur Páls- son sýndi, hefðu m.a. heillað ýmsa fulltrúa Arabaríkja sem hefðu haft orð á að þau myndu virka kælandi í þeirra heita loftslagi. Þá sagði Bjöm að hillur sem Kristján Sig- geirsson sýndi hefðu verið taldar til nýjunga á sýningunni. Auk þessara þriggja aðila sem sýndu framleiðslu sína, var Útflutn- ingsráð íslands með sérstakan pall á sýningunni þar sem Island var kynnt á meðan á sýningunni stóð. Fer hæsti vinning- ur í 10 milljónir? Lottómiðar seldir fyrir 2,2 milljónir meðan sýnt var frá söngvakeppninni Frosti á Súðavík: Oddvitinn segir af sér í kjölfar borgarafundar UM EITT hundrað manns sóttu almennan borgarafund á Súðavík á sunnudag þar sem til umræðu var alvarlegur ágrein- ingur sem risinn er milli ibúa staðarins um eignarhald á Frosta hf., stærsta atvinnufyrirtækis Súðavíkur. Á fundinum voru for- dæmd þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þegar meirihluti hlutabréfa í Frosta hf. voru seld til Togs hf. í kjölfar fundarins sagði Auðunn Karlsson, oddviti hreppsins af sér. „Vegna þeirrar ólgu sem hér er taldi ég rétt að biðjast lausnar. Ég vona að það verði leið til sátta. Það er ólga í hreppsnefndinni hér út af þessu máli og ég taldi þess vegna að það væri rétt að ég segði af mér,“ sagði Auðunn Karlsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann er einn þeirra fímm aðila sem eiga Tog hf. og er jafnframt í stjóm Frosta hf. Á borgarafundinum var borin fram tillaga þess efnis að leitað yrði allra leiða til sátta, meðal ann- ars með því að fá utanaðkomandi aðila til milligöngu. Sú tillaga var felld, en samþykkt að fordæma þau vinnubrögð sem viðhöfð vom við sölu hlutabréfanna. Aðspurður um hvaða leið Auðunn teldi líklegasta tii sátta kvaðst hann ekkert geta um það sagt að svo stöddu, Togsmenn hefðu ekki náð saman til að fjalla um málið og hreppsnefndin hefði ekki rætt Frostamálið síðan borgarafundur- inn var haldinn. Hann sagði einnig Hilmar Júlíusson aðstoðarvarð- stjóri lögreglunnar í Ólafsvík kannaði þetta mál. Hann sagði fréttaritara að ýtunni hefði verið ekið sjálfri utan vegar þann kafla heiðarinnar sem verstur er og síðan verið tekin á bílinn þar sem vegur- inn er ömggur og henni ekið í Eyrarsveit. Hilmar kvaðst ekki get- að ímyndað sér að það hefði spillt neinu. Þar að auki hlyti vegagerðin að vera á undanþágu með þau tæki sem nota þarf við viðhald veganna. Eins og að framan greinir er Fróðárheiðin enn lokuð fyrir umferð allra stærri bifreiða en jeppa. Kær- an til lögreglunnar ber vitni um hversu ósáttir menn em við þetta að aðeins væri eitt mál á dagskrá hreppsnefndarfundar sem haldinn verður næstkomandi laugardag og það væri oddvitakjör. ástand sem nú hefur varað nærri mánuð. Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlits- maður sagði að þó vegagerðin takmarkaði öxulþunga til vemdar vegum þá þyrfti hún að koma verk- fæmm á staðinn til að laga hann. Hann sagði að oft væri gripið til þess ráðs að aka tækjum að lélegum vegarkafla og aka tækjunum sjálf- um yfír þann hluta eða utan vegar. „Þennan möguleika geta almenn farartæki sem ætla yfír heiðina ekki nýtt sér,“ sagði Hjörleifur. „Vegagerðin verður að áskilja sér rétt til að geta sjálf farið með verk- færin út á slíka vegi til að bæta þá.“ Helgi Kærðu flutning á ýtu yfir Fróðárheiði Ólafsvik AUKINN hiti færist nú I deilur manna um ástand vegarins yfir Fróðárheiði og lokun hans fyrir meiri öxulþunga en 2 tonn. í gær var kært til lögreglunnar að vörubifreið hefði verið ekið yfir heið- ina með 9 tonna jarðýtu á palli. Bifreiðastjórinn hefur viðurkennt að hafa farið þessa ferð að beiðni vegagerðarinnar. HÆSTI vinningurinn í Lottóinu gekk ekki út annað sinn í röð og er þetta fyrsta sinni, sem það gerist. Vinningurinn var rúm- lega 5,8 milljónir króna og samkvæmt upplýsingum Alfreðs Þorsteinssonar stjórnarmanns í íslenzkri getspá, sem rekur Lottóið, stefnir í að hæsti vinn- ingur Lottósins verði um 10 milljónir króna um helgina. Alfreð Þorsteinsson sagði að þrátt fyrir Eurovision-keppni og annað, sem tók hugi manna um helgina, hafí selzt miðar í Lottóinu á tímabilinu frá klukkan 19 til 22, eða þann tíma sem bein útsending stóð yfír, fyrir 2,2 milljónir króna. Sala Lottósins í síðustu viku nam samtals 18,3 milljónum króna og hefur ekki áður orðið meiri. Er búizt við að salan þessa viku slái öll met, enda hefur vinningurinn aldrei verið hærri. Ijónin Elín Ásgeirsdóttir og Gestur Halldórsson, sem eiga 70 ira brúðkaupsafmæli í dag. 70 ára brúðkaupsafmæli 70 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag, þriðjudaginn 12. maí, hjónin Elfn Ásgeirsdóttir og Gestur Halldórsson á dvalarheimilinu Hlfð, Akureyri. Þau voru gefín saman í hjóna- band 12. maí 1917 af sr. Bimi í Laufási. Elín og Gestur bjuggu fyrst í Garðsvík á Svalbarðsströnd en bjuggu lengi á Holtsgötu 12 á Akúreyri. Þau eru bæði 92ja ára gömul. Fátítt er að hjón eigi 70 ára brúðkaupsafmæli. T.d. náðu hjón- in Ingibjörg Daðadóttir og Sigurð- ur Magnússon í Stykkishólmi þessum áfanga. Sigurðir lézt 104 ára gamall 1984 en Ingibjörg er enn á lífi og verður 103ja ára gömul síðar í þessum mánuði. Móðir Ingibjargar, María Andrés- dóttir í Stykkishólmi, varð 106 ára gömul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.