Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 67 Magnús Eiríksson höfundur Gleðibankans: „Urslitin svolítið skondin“ „Mér fannst íslenska lagið gott og úrslitin svolítið skondin," sagði Magnús Eiríksson, lagasmiður og höfundur Gleðibank- ans, sem lenti í 16. sætinu í Bergen í fyrra. „Ég átti von á því að við yrðum ofar því mér fannst ekkert bregðast í flutningn- um, en hljóðið fór einmitt með Gleðibankann í fyrra. Það tekur vafalaust sinn tíma að vinna sig inn í keppnina. Islenskan er ekki auðveldasta mál í heimi fyrir aðra að skilja og gæti það hafa gert okkur erfiðara fyrir. Björgvin Halldórsson og Johnny Logan þegar þeir hittust fyrst í söngvakeppninni í Castlebar á írlandi árið 1982. „Hann var óhress með að Islendingar skyldu ekki gefa sér stig“ - segir Björgvin Halldórsson Það er alveg greinilegt að lögin í keppninni eru ekki í neinu sam- hengi við það sem er að gerast í tónlistarlífí þessarra landa. Til dæmis senda Bretar drasl í keppn- ina, en eru alltaf mjög framarlega í poppheiminum. Keppnin vekur samt sem áður gífurlega athygli og held ég að flestir Islendingar vilji vera áfram með. Þó tel ég að íslenskir höfundar verði að fara að semja með þessa keppni í huga ef þeir ætla sér að komast í ein- hver af efstu sætunum. Mér finnst sigurlagið ekkert sérstakt og er ekki einu sinni viss um að það falli undir þennan margumtalaða Eurovision-stíl - þetta er róleg ballaða, sem sungin er vel. Þýska lagið er létt og fellur vel inn í svona keppni og ítalska lagið var gott,“ sagði Magnús. Hann sagðist vera sammála Valgeiri um að vilja sjá breytingar á keppninni og betri lög, en það myndi vafalaust taka sinn tíma og gerast hægt og hljótt. Magnús sagðist vera sáttur við fyrirkomulag keppninnar og dóm- nefndir. Það væri almenningur sem veldi sigurlagið. „Ég er samt ekki viss um að þetta sé bara keppni um besta lagið, heldur spil- ar margt annað inn í svo sem textinn, flutningurinn, málfarið og hreinlega pólitík á milli landa. Maður hefur sérstaklega tekið eft- ir því hvemig Þýskaland hefur greitt atkvæði í gegnum tíðina. Þeir passa sig á að hlaða ekki atkvæðum undir þá, sem þeir telja sig vera í samkeppni við, þótt þeir hafí bjargað okkur að þessu sinni með 10 stigurn." „ÉG hafði símasamband við hann um nóttina eftir keppnina og hann var mjög kátur og hress yfir sigr- inum“, sagði Björgvin Halldórs- son, sem hefur haldið kunnings- skap við írska söngvarann Johnny Logan frá þvi þeir hittust fyrst í söngvakeppni í Castlebar á írlandi árið 1982. Það var einmitt fyrir tilstilli Björgvins, að Logan kom fram á nýársdansleik i Broadway í fyrra. „Það eina sem hann var óhress með var að íslendingar skyldu ekki gefa sér neitt stig, en ég svaraði honum þá á móti að írar hefðu heldur ekki gefið okkur stig, og hann sló þessu þá upp í grín,“ sagði Björgvin ennfremur. Að sögn Björgvins hefur hann að undanfömu staðið í samningaviðræð- um við Logan, en Björgvin kvaðst á þessu stigi ekki geta greint nánar frá í hverju þeir samningar væru fólgnir. Ekki er þó ólíklegt að það kunni að tengjast hugsanlegri endurkomu Jo- hnny Logan hingað til lands. „Kynni mín af Johnnny Logan eru mjög góð, þetta er öndvegis drengur. Ég hitti hann fyrst þegar ég tók þátt í söngvakeppninni í Castlebar 1982 og þá kom hann þar fram sem skemmtikraftur," sagði Björgvin. „Síðan kynntist ég honum nánar í fyrra þegar ég tók í þriðja skipti þátt í keppninni og náði öðru sætinu." Björgvin sagði, að sigur Johnny Logan nú hefði mikla þýðingu fyrir hann persónulega og hefði í raun skipt sköpum varðandi tilraunir hans til að ná sér aftur á strik í bransan- um. „Ég spurði hann þama um nóttina hvort hann hefði verið eins viss um sigurinn og hann vildi vera láta fyrir keppnina og hann svaraði að bragði: Ég var alveg viss.“ Johnny Logan kom, sá og sigraði ÍRSKI söngvarinn Johnny Logan hafði látið þau orð falla fyrir nýafstaðna söngvakeppni í Brtissel, að hann væri þangað kominn til að sigra. Logan stóð við orð sín og sigraði með talsverðum yfir- burðum og um leið vann hann það afrek að verða fyrsti maðurinn til að vinna keppnina tvisvar. Johnny Logan er nú 32 ára og mikið vatn hefur mnnið til sjávar frá því að hann, 19 ára gamall, ákvað að hverfa frá námi í raf- virkjun og feta í fótspor föður síns, írska tenorsöngvarans Patrick O’Hagan. Þegar Johnny Logan sigraði í Evrópusöngvakeppninni árið 1980 með laginu „What’s Another Year“ benti margt til að þar væri kominn fram á sjónarsvið- ið stórstjama og var honum spáð miklum frama á sviði dægurtónlist- arinnar. Það fór þó á annan veg og velgengnin, sem margir þóttust sjá fyrir, rann honum úr greipum. Fyrir Johnny Logan reyndust næstu sjö árin í lífí hans „ár hinna glötuðu tækifæra" svo notuð séu orð hans sjálfs. Söngvarinn ungi hafði samið af sér gagnvart umboðsmönnum sínum, sem höfðu öll ráð hans í hendi sér og sögðu honum fyrir verkum hvað varðaði lagaval og annað er laut að ferli hans. Hann lenti fljótlega í andstöðu við þá og taldi ekki rétt að_ málum staðið hvað sig varðaði. Átti það einkum við um lagavalið, sem Logan fannst ekki hæfa manni á sínum aldri, en þar var meiri áhersla lögð á tónlist sem sór sig í ætt við hefðbundna „standarda", sem miðaldra söngv- arar grípa gjaman til þegar halla fer undan fæti. Deilur söngvarans við umboðsmennina og hljómplötu- framleiðendur leiddu síðan til málaferla og hringlanda, sem stóðu frama hans fyrir þrifum. Plötumar hættu að seljast og hann missti samning sinn við CBS hljómplötu- fyrirtækið. í einkalífínu gekk á ýmsu. Logan skildi við konu sína og hvarf um tíma úr sviðsljósinu. Sjálfur segist hann hafa eytt tveim- ur ámm í Tyrklandi „í algjöru tilgangsleysi". Um skeið átti hann við áfengisvandamál að stríða en náði sér upp úr því með hjálp trúar- mnar. Á seinni árum hefur Johnny Logan reynt eftir mætti að endur- skipuleggja vinnubrögð sín og endurheimta stöðu sína sem stór- stjama í heimi dægurtónlistarinn- ar. í þeim efnum hefur hann ekki síst lagt áherslu á að hljóta viður- kenningu sem lagasmiður. Árið 1984 varð lag hans „Terminal 3“, sungið af Lindu Martin, í öðm sæti í Eurovision-keppninni og þar missti Logan naumlega af þeim heiðri að verða fyrsti maðurinn til að sigra tvisvar í keppninni, annars vegar sem söngvari og hins vegar sem lagasmiður. Hann hefur nú bætt um betur, hefur sigrað tvisvar sem söngvari og einu sinni sem lagahöfundur. Það er því von að drengurinn sé kátur um þessar mundir. Hann hefur endurheimt plötusamning sinn við CBS og jafn- framt lýst því hátíðlega yfír að hann hafi lært af fyrri mistökum. í þetta sinn ætlar hann ekki að láta tækifærið ganga sér úr greip- um. Þótt ekki sé ætlunin að setja hér fram tónlistargagnrýni á sigurlag Johnny Logan, „Hold Me Now“, er mér þó ljúft að játa að ég tel það vel að sigrinum komið. Sam- keppnin var enda ekki ýkja mikil og ég verð að viðurkenna að mér leiddist á meðan á söngvakeppninni stóð. Ég heyrði írska lagið í fyrsta skipti í sjálfri keppninni á laugar- dagskvöldið og fyrstu tónamir vöktu enga sérstaka hrifningu, frekar en það sem á undan vai- gengið. Ósjálfrátt fór maður þó að leggja við hlustimar eftir því sem á lagið leið og undir lokin var ég orðinn sannfærður um að það ætti talsverða möguleika. Það var greinilegt að söngvarinn gaf sig allan og þótt lagið sé í rólegri kant- inum eru í því mikil átök sem flytjandinn kom vel frá. Að mínum dómi var það einnig kostur að hann er sjálfur höfundur lagsins. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þetta lag eigi ekki eftir að marka nein þáttaskil í dægurtónlistarsög- unni og einhvem veginn hef ég á tilfínningunni að það eigi fljótt eft- ir að falla í gleymsku. En þetta em bara vangaveltur. Hvað fannst þeim um úrslitin Morgunblaðið/Júlíus GUÐLAUG STUR- L AU GSDÓTTIR: „ÉG horfði á keppnina og hafði gaman af. Eg varð ekkert sérstaklega svekkt með útkomu íslenska lagsins þótt maður hefði auðvitað óskað að það næði aðeins lengra. Mér finnst írska lagið gott og söngvarinn fór vel með það. Fyrirfram hafði ég þó ekkert frekar veðjað á það fremur en annað." SESSELJA O. EINARS- DÓTTIR: „ÉG horfði á keppnina með öðru auganu þar sem ég hafði ýmislegt annað að gera. Ég er ekk- ert óánægð með okkar hlut, en ég er samt sam- mála Þuríði Pálsdóttur, að það hefði mátt vera meiri kraftur í okkar lagi. Ann- ars fínnst mér lögin í þessari keppni of einhæf, það er alltaf sami taktur- inn. Lagið sem vann fannst mér ágætt, eftir að ég hafði heyrt það aftur.“ KONRÁÐ JAKOBSSON: „MÉR FANNST lögin öll ósköp svipuð og keppnin var jafnari nú en oft áður. Ég er frekar óánægður með okkar útkomu, ég átti ekki von á að við færum niður fyrir 14. sætið. En þrátt fyrir það held ég að þetta hafi verið ágæt land- kynning og ég er á því að það sé rétt af okkur að taka þátt í keppninni þótt það kosti einhveija pen- inga. Hvað varðar sigur- lagið þá fannst mér það ekki vera besta lagið í keppninni." MARGRÉT BJARNA- DÓTTIR OG ERLA DÖGG RAGNARSDÓTT- IR: „ÞAÐ VAR skemmti- legt að horfa á keppnina í sjónvarpinu. Okkur finnst þó að íslenska lagið hefði átt skilið að komast ofar. Það hefði átt að vera í fímmta sæti. írska lagið sem vann er gott. Hvort söngvarinn sé sætur? Hann er ágætur." BJÖRGVIN EINARS- SON: „ÉG HORFÐI á keppnina og fannst hún ágæt. Það var samt leiðin- legt að við skyldum ekki verða ofar. Við hefðum ekki átt að lenda fyrir neð- an 10. sæti og það var fúlt að verða ekki ofar en síðast. Sennilega hefur íslenska lagið verið of gott fyrir þessa keppni og þess vegna lentum við ekki of- ar. Sigurlagið var ekkert sérstakt." íÉÉhk. PÁLÍNA FRIÐGEIRS- DÓTTIR: „ÉG horfði ekki á keppnina og get því lítið sagt um hana. Ekki það að ég hafí neitt minni áhuga á þessu en gerist og gengur. Ég hefði auðvitað kosið að okkar framlag næði lengra úr því við vor- um á annað borð að taka þátt í þessari keppni, enda finnst mér lagið ágætt. Ég hef enga sérstaka skoðun á sigurlaginu enda get ég varla sagt að ég hafí heyrt það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.