Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 SÖNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA 1987 JOHNNY Logan frá írlandi sigraði örugglega í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem fram fór í Brussel síðastliðið laugardags- kvöld, og um 500 milljónir manna sáu í beinni útsendingu 22 þjóða. Logan söng eigið lag og íjóð „Hold me now“ og er þetta í annað sinn sem hann , ^ sigrar fyrir hönd Irlands í keppninni. Árið 1980 sigraði hann með laginu „What’s anot- her year“, en alls hefur írland farið með sigur af hólmi þrisv- ar sinnum. Vestur-þýska hljómsveitin Wind söng sig inn í annað sætið með laginu „Lass die Sonne in dein Herz“ og dúettinn Umberto Tozzi og Raff höfnuðu í þriðja sætinu með laginu „Gente di Mare“. íslensku fulltrúamir í keppn- inni höfnuðu í 16. sætinu, eins og í fyrra, en búist hafði verið við 10. til 12. sæti. Reuter Johnny Logan frá írlandi og Sandra Kim frá Belgíu kyssa hér verð- launagrip Eurovision-keppninnar rétt eftir að úrslit voru kunngerð. Morgunblaðið/Johanna Ingvaredóttir Halla Margrét að taka sig til á hótelinu fyrir gala-dansleik, sem haldinn var sl. fimmtudag. Keppnin hefur ekkert með gæði laganna að gera - segja íslensku fulltrúarnir um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Keppendum var boðið til konungshjónanna í Belgíu sl. föstudag, þeirra Baldvins konungs og Fabiolu. Á myndinni er einnig sigurvegarinn frá því f fyrra, Sandra Kim. Finnar nær dottnir út Feginsandvarp leið frá brjósti margra Finna á laugardag þegar skyndilega samdist við tæknimenn á ríkssjónvarpinu. Tæknimenn voru í verkfalli alla síðustu viku og virt- ust engar horfur á samningum en það hefði valdið því að Finnar hefðu misst af söngvakeppninni. Keppnin er jafnan mikill viðburður í fínnska sjónvarpinu, sem víðar, en verk- fallið hefði getað útilokað þátttöku Finna vegna þess að dómnefndin fínnska hefði ekki getað fylgst með og dæmt frammistöðu keppenda. •*- Alls fengu íslendingar 28 stig, en sigurlagið 172 stig. Þýskaland greiddi íslensku fulltrúunum tíu stig, Grikkland sex stig, Noregur, Belgía og Spánn fjögur stig hvert land. Stigin frá íslensku dómnefnd- inni voru eftirfarandi: Grikkland eitt stig, Sviss tvö stig, Ítalía þijú stig, Frakkland fjögur stig, ísrael fímm stig, Kýpur sex stig, Dan- mörk sjö stig, Svíþjóð átta stig, Júgóslavía tíu stig og Þýskaland tólf stig. Erum sigurvegarar „Þau ummæli, sem við höfum fengið frá fólkinu hér, fulltrúum landanna, hljómsveitinni og öðrum ' viðriðnum keppnina, hafa verið eins og sigur fyrir okkur. Fólk kemur tii okkar í stríðum straumum og segir okkur að „Hægt og hljótt“ sé þeirra uppáhaldslag, en sá gallinn væri á að það væri ekki Eurovision- lag. Mér fínnst við því standa uppi sem sigurvegarar," sagði Valgeir Guðjónsson lagahöfundur í samtali við Morgunblaðið eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt í Hayzel-höll- inni í Brussel um miðnætti á laugardagskvöld. Valgeir sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvort hann myndi freista gæfunnar aftur í söngvakeppninni. Þessi keppni væri nóg af hinu góða í bili. Það væri búið að vera mjög flókið mál af ýmsum ástæðum að taka þátt í henni. ísland áfram með „Ég er fullviss um að keppnin er góð sem vettvangur fyrir íslenska lagahöfunda. Eftir að hafa upplifað þetta hér, held, ég að við ættum ekki endilega að keppa að því að ná einhveijum verðlaunasætum, heldur fínnst mér mikilvægara að Island komi fram með eitthvað frá hjartanu, eitthvað sem íslendingar geta staðið á bak við í stað þess að senda árlega frá okkur litla slag- ara með Eurovision-yfírbragði. Keppnin á fullkomlega rétt á sér og eigum við auðvitað að vera áfram með. Hinsvegar held ég að við ættum ekki að líta á hana sem keppni heldur sem vettvang fyrir íslendinga til að vera með í stóru samhengi þjóða á okkar menningar- svæði. Við eigum að vera þátttak- endur í Eurovision á sama hátt og við sendum íþróttafólk á ólympíu- leika án þess að ætlast til þess að það standi alltaf efst á verðlauna- pallinum." Valgeir sagði að Johnny Logan væri vingjamlegur og geðugur drengur og hann á sinn hátt snerti strengi í fólki. „Ég uni honum vel að vinna, en þó fannst mér lagið hans ekki besta lagið. Það er nokk- uð erfítt að segja til um hvað var best, en mér fannst til dæmis aust- urríska lagið gullfallegt en það fékk aðeins örfá stig. Stóðum okkur eins og hetjur Halla Margrét Árnadóttir sagðist vera mjög stolt af íslendingum og stolt af sínu fólki. „Við stóðum okkur öll eins og hetjur og það sæti, sem við lentum í, sýnir að Eurovision-keppnin hefur ekkert með gæði laganna að gera, heldur eitthvað allt annað svo ég er því mjög sátt við 16. sætið. Ég sagði frá byrjun að ef við yrðum ekki í fyrstu sætunum, vildi ég lenda mjög aftarlega því það sýndi hvemig keppnin er. Hinsvegar er ég mjög stolt jrfir því að hafa tekið þátt í keppninni. Við vildum fyrst og fremst gera eitthvað sem væri þjóð- inni til sóma og ég finn það á öllum hér að okkur hefur tekist það. Dýrmætar 3 mínútur Jón Ólafsson, hljómplötuútgef- andi Skífunnar, sagði það dýrmætt tækifæri að vera á meðal þátttak- enda í Eurovision. „Við eram á vettvangi Evrópuþjóða, sem leggja sig fram við að kynna land og þjóð sem best. Við verðum að gera okk- ur grein fyrir því að við erum lítil þjóð og höfum ekki mikla möguleika á að kynna það sem við stöndum fyrir. Líklega er erfítt að meta þess- ar þijár mínútur, sem við fengum í keppninni, til fjár og á horfðu 500 milljónir manna. Ef við hefðum keypt þessar þijár mínútur í auglýs- ingum í öllum þessum löndum, hefðum við sennilega þurft að borga meira en við hefðum haft efni á. Halla Margrét og Valgeir vora verð- ugir fulltrúar þjóðarinnar." Jón bjóst við að lagið hefði góða möguleika á að seljast í allmörgum löndum. Lagið stæði fyrir sínu þrátt fyrir að það hefði ekki náð langt í keppninni. Þegar hafa verið gerðir samningar um útgáfu á laginu á Norðurlöndunum, Belgíu og Holl- andi, Grikklandi, ísrael og Portúgal og verður gengið bráðlega frá samningum við Þjóðvetja og Frakka. Jón sagðist þafa kynnst Johnny Logan 1981 í írlandi ásamt Björg- vini Halldórssyni og tekist hefðu með þeim vinabönd. „Ég get ekki unnt neinum öðram eins vel þessum sigri og Logan. Lagið er ágætt, en ber ekkert sérstaklega af öðrum lögum í keppninni. Það hefur því fyrst og fremst verið Johnny Logan sem sigraði. Lærdómsríkt „Segja má að það sé lærdómsríkt að sitja tvö ár í röð í Söngvakeppn- inni og lenda í 16. sætinu í bæði skiptin. Við höfum ef til vill náð örlitlum betri árangri nú en í fyrra því þjóðunum fjölgaði um tvær, Grikkland og Ítalía,“ sagði Bjöm Bjömsson hjá Hugmynd. „Fólk hef- ur verið að tala um útreiðina í Bergen í heilt ár og gert hefur ver- ið lítið úr Gleðibankanum og öllum þeim sem að keppninni þá stóðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.