Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Hlaða brann á Hauka- stöðum í ELDUR kom upp í braggahlöðu á bænum Haukastöðum í Saur- bæjarhreppi i hádeginu á sunnudag. Hlaðan brann til grunna og fórst kálfur í eldinum. Onnur útihús tókst að veija. Slökkviliðið á Akureyri var kvatt á staðinn um kl. 12.30. Þijátíu og fimm kílómetra akstur er að bænum og var hlaðan alelda þegar að var komið. Um 70-90 hestburðir af heyi voru í hlöðunni og eyðilagðist það gjörsamlega. Talið er að eldur- inn hafi komið upp í heystabba við hlöðuvegginn og borist þannig inn. Slökkviliðið var kallað þrisvar sinnum út vegna sinubruna í bæn- I um um helgina. Af þeim hlaust ekki annað tjón svo vitað sé. Tveir slös- uðust á Ekið heim á nýjum vagni Morgunbiaflið/Rúnar Systur fengu bif- reið í happdrætti VINNINGSHAFAR í happ- drætti Foreldrafélags blás- arasveitar Tónlistarskólans á Akureyri urðu systumar Sigríður og Drífa Björk Dal- mansdætur. Þær tóku við vinningnum, bifreið af gerð- inni Mitsubishi Colt, við athöfn á sunnudag. Sigríður er nýbúin að taka bílpróf og var að vonum glaðbeitt er hún ók þeim stöllum heim á leið. Foreldrafélagið stóð fyrir happdrættinu til þess að styrkja ferðasjóð elstu blásarasveitar skólans sem heldur til Noregs á sumri komanda. Allir miðamir seldust. Félagið vill koma á framfæri þakklæti til allra sem studdu málstaðinn með kaupum á happdrættismiðum eða fjár- framlögum. Dalvík: Þröstur og Héðinn efstir á landsmóti í skólaskák Dalvík LANDSMÓT í skólaskák var haldið á Dalvík nú um helgina. Keppt var í yngri flokki 10-12 ára og eldri flokki 13-15 ára. Keppnin var jöfn og spennandi. Tveir keppenda stóðu að iokum jafnir og efstir með 8 vinninga í eldri flokki. Þurftu þeir því að tefla tveggja skáka einvígi til að knýja fram úrslit. Að einvíginu loknu stóð Þröstur Ámason Seljaskóla, Reykjavík uppi sem sigurvegari með 9 V* vinning samtals, en Sigurður Daði Sigfússon Seljaskóla varð að láta sér lynda annað sætið með 8V2 vinning. í þriðja sæti varð Magnús P. Ömólfsson grunnskóla Bolung- arvíkur með 7 vinninga. í yngri flokki varð Héðinn Steingrímsson, Hvassaleitisskóla Reykjavík, sigurvegari með 9 vinn- inga. Helgi Áss Grétarsson Breið- holtsskóla í Reykjavík varð annar en í þriðja og fjórða sæti urðu jafn- ir Páll Ámason Kársnesskóla Kópavogi og Þórleifur Karlsson Lundarskóla Akureyri með 6V2 vinning. Héðinn sigraði einnig í yngri flokki á laridsmótinu í skóla- skák í fyrra. Fréttaritarar. Akureyri: Félög iðnaðarmanna leggjast gegn ráðn- ingu Pólverjanna FÉLÖG málmiðnaðarmanna og gegn þvi að Slippstöðin á Akur- rafvirkja á Akureyri leggjast eyri fái heimild til að ráða ______________ pólska iðnaðarmenn til starfa. Landsfundur Þjóðarflokksins: Nauðsyn á framboði í öllum kjördæmum fjórhjólum TVEIR MENN slösuðust við akst- ur á fjórhjólum um helgina. Undanfarinn hálfan mánuð hafa orðið að minnsta kosti fjögur slík slys í Eyjafirði, samkvæmt dag- bókum lögreglu. Á laugardag var lögreglan kölluð inn í Glerárdal sunnan við sorp- haugana. Þar hafði ökumaður lent undir farartæki sínu og hlotið áverka á höfði. Meiðsli hans em ekki talin alvarleg. Öðmm fjórhjóla- manni hlekktist síðan á um kl. 18.00 á sunnudag. Hann var að aka við Austursíðu, velti hjólinu og lenti undir því. Var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús meiddur í baki og á mjöðm. ÞEGAR starfsmenn Trésmiðjunn- i ar Vinkils á óseyri komu til vinnu á sunnudagsmorgun sáu þeir sér til mikillar furðu að skotið hafði verið á rúðu í austurhluta bygging- arinnar. Virðist sem að haglabyssa hafi verið notuð til verknaðarins, en lögreglan fann skothylki skammt frá húsveggnum. „Við óðum í glerbrotum, þau vom eins og salli út um allt. Skotinu virð- LANDSFUNDUR Þjóðar- flokksins var haldinn á Bjargi á Akureyri um helgina. Um 40—70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var samþykkt al- menn sljórnmálayfirlýsing og unnið að útfærslu á stefnumál- ist hafa verið miðað á eina rúðu sem er brotin en höglin dreifðust víðar," sagði Erlingur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri trésmiðjunnar. „Ég er að geta mér þess til að einhver gal- gopi hafi komist yfir skotvopn héma í verbúðunum skammt frá og ákveðið að æfa sig á leiðinni inn í bæinn. Á þessu kann ég ekki aðrar skýringar," sagði hann. „Mikilvægasta málið sem lá fyrir fundinum var að ákveða hvort ástæða væri til að halda áfram baráttunni. Fundurinn var einróma í þeirri afstöðu sinni að halda áfram af fullum krafti," sagði Pétur Valdimarsson sem var endurkjörinn formaður flokksins eins og aðrir stjómarmenn. Þegar vinnu fundarmanna lauk var skipað í nefndir sem ætlað er að gera tillögur um hvemig best verði unnið að stefnumálum flokksins. Nefndastörfum á að ljúka í haust og verður að líkindum boðað til annars landsfundar í október til þess að fjalla um árangur þeirra. „Stefnuskrá flokksins hefur ekki breyst. Að hrinda henni í framkvæmd hlýtur að vera langtímamarkmið, það sem er brýnast nú er að ákveða hvemig við getum unnið þessum málum fylgi," sagði Pétur. „Á fundinum var ákveðið að Þjóðarflokkurinn bjóði fram við næstu Alþingiskosningar hvenær sem þær verða. Við komum seint inn í liðna kosningabárattu og úrslitin urðu eftir því. Engu að síður teljum við okkur hafa haft mjög víðtæk áhrif á umræðuna. Það sem að okkur snýr núna er að koma stefnu okkar á framfæri og nátil almennings," sagði Pétur. í stjómmálayfirlýsingu Þjóðar- flokksins segir að sama gildi um úthverfí höfuðborgarinnar og út- sveitir landsbyggðarinnar, frum- kvæði heimamanna hafí allstaðar verið drepið í dróma. Öll von sé bundin við ákvarðanir og úthlut- anir miðstjómarvaldsins. Flokkur- inn sé stofnaður til að berjast fyrir valddreifíngu, verja rétt hvers manns, hverrar sveitar, hvers íbúðarhverfís til ákvarðanatöku um málefni heimabyggðarinnar. „Þjóðarflokkurinn telur sér nauðsyn að starfa áfram og efna til framboða í öllum kjördæmum landsins hvenær sem til kosninga verður boðað ... en ekki síst með undirskriftasöfnun meðal þjóðarinnar undir áskomn til Al- þingis, forseta og allrar þjóðarinn- ar um að gangast fyrir samningu og samþykkt marktækrar stjóm- arskrár og sjálfræðisyfírlýsingar fyrir iýðveldið ísland," segir orð- rétt í yfírlýsingunni. Landsfundurinn sendi einnig frá sér ályktun þar sem því er mótmælt „hvemig stjómmála- menn hafa gengið á rétt launa- fólks í baráttu þess fyrir bættum kjömrn," eins og það er orðað. Vilja fundarmenn færa samnings- rétt til landshlutasamtaka verka- lýðsfélaga og vinnustaða. Dagskrá Hljóðbylgj- unnar FM 101.8 ÞRIÐJUDAGURINN 12. maí 6.30 I bótinni. Morgunþáttur í um- sjá Benedikts Bárðarsonar og Friðnýjar Sigurðardóttur. 0.30 Þráinn Brjánsson tekur við og spilar og spjallar fram að hádegi. 12.00 Skúli Gautason tengir morgun við eftirmiðdag með tónliát og vel völdum uppskriftum fyrir gott fólk. 13.30 Síðdegi í lagi Ómar Pétursson í góðu skapi fram eftir degi. 17.00 Jón Andri fær það hlutverk að Ijúka dagskránni með vel völdum hljómplötum. Dagskrárlok verða kl. 19.00 Valberg Kristjánsson, formaður Félags rafvirkja á Norðuriandi, segir að stjóm félagsins hafí svar- að beiðni Slippstöðvarinnar neikvætt. Hann sagði að stjóm- inni þætti ekki fullreynt að raf- virkjar fengjust til starfa. Slippstöðin hefði ekki leitað til rafverktaka á svæðinu til að leysa málið og einnig benti hann á að þessi vandi í Slippstöðinni væri að hluta til afleiðing þess að raf- virkjar hefðu sagt upp og hætt hjá fyrirtækinu. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Ak- ureyri, segir að á félagsfundi hefði verið samþykkt að mæla gegn heimild til Slippstöðvarinnar. Um ástæðumar sagði Hákon m.a.: „Menn eiga erfítt með að trúa því að nauðsynlegt sé að flytja inn erlent vinnuafl í ríkari mæli til að vinna fyrir okkur." Hákon sagði aðspurður að með innflutn- ingi erlendra málmiðnaðarmanna myndi Slippstöðin ekki minnka vinnu hans félagsmanna, því mik- il vinna væri hjá öllum málmiðnað- arfyrirækjum á svæðinu og skortur á starfsfólki. um. Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson Erlingur Þorsteinsson safnar saman glerbrotum í trésmiðjunni Skotið með hagla- byssu á rúðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.