Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 VEÐUR Séra Gísli Brynj- ólfsson látinn SÉRA Gísli Brynjólfsson, fyrr- verandi deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu og sóknarprest- ur á Kirkjubæjarklaustri, lést í Landakotsspítala í Reykjavík 4. maí síðastliðinn, 77 ára að aldri. Gísli fæddist 23. júní 1909 í Skildinganesi við Skerjafjörð. For- eldrar hans voru Brynjólfur Gísla- son bóndi þar og Guðný Jónsdóttir kona hans. Gísli lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1934 og stundaði kennimannlega guðfræði við Ridley Hall í Cambridge vetur- inn 1935—36. Hann var sóknar- prestur í Kirkjubæjarklaustur- prestakalli á árunum 1937—63 og prófastur Vestur-Skaftfellinga frá 1952. Hann sat á Kirkjubæjar- klaustri. Gísli var síðan fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu og síðar deildarstjóri, þar til hann lét af INNLEIMT Gísli Brypjóifsson störfum vegna aldurs, árið 1979. Gísli var fulltrúi Vestur-Skaft- fellinga á aðalfundum Stéttarsam- bands bænda 1947—63. Eftir hann liggur ritið Mannfólk mikilla sæva — Staðhverfíngabók, auk fjölda blaðagreina og ritgerða. Hann var fréttaritari Morgunblaðsins á Kirkjubæjarklaustri í allmörg ár. Eftirlifandi kona hans er Ásta Þóra Valdimarsdóttir frá Akranesi. Þau eignuðust þijá syni. Gísli verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, 13. maí, klukkan 13.30. Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í geer) Sjúkrastöðin Von/Veritas í Danmörku fær greiðslustöðvun SJÚKRASTÖÐIN Von/Veritas í Láland í Danmörku hefur fengið greiðslustöðvun til 25. maí næst- komandi meðan verið er að endurskipuleggja rekstur fyrir- tækisins. Sjúkrastöð þessi, sem er fyrir áfengissjúka, hefur starfað í sex mánuði og er nú rekin af hlutafélagi íslenskra aðila, þeirra sömu og reka sjúkrastöðina Von á íslandi. Þeir sem sáu um að koma sjúkra- stöðinni á fót voru Björgólfur Guðmundsson og Hendrik Bemd- sen. Fyrir tveimur mánuðum tóku danskir aðilar síðan við rekstri sjúkrastöðvarinnar og var forstjóri Ebbe Christiansen, sem áður hafði unnið fyrir íslenska hlutafélagið. í samtali við Morgunblaðið sagði Hendrik Bemdsen að dönsku rekstraraðilamir hefðu ekki staðið við samninga við iðnaðarmenn um greiðslu á vinnulaunum og efnis- kaupum að upphæð um 1 milljón danskar eða um 6 milljónir íslensk- ar krónur. I framhaldi af þessu hefði framkvæmdastjórinn sagt upp störfum og íslenska hlutafélagið hefur nú aftur tekið við rekstrinum á sjúkrastöðinni. Félagið hefur fengið greiðslustöðvun til 25. maí til að endurskipuleggja reksturinn og hefur ráðið til þess nýjan for- stjóra, Peter Scavenius. Hendrik sagði að sá vandi sem sjúkrastöðin hefur lent í stafaði einkum af því að hægar hefði geng- ið en áætlað var að sveitarfélög og sýslur sendu sjúklinga til sjúkra- stöðvarinnar og greiddu fyrir dvöl þeirra, þótt slíkt væri að aukast. Stór hluti sjúklinganna hefði því verið á eigin vegum og ekki getað greitt fyrir dvöl sína þegar til kom. ALMENNUR félapfundur í samvinnufélaginu Iseggi, sem haldinn var síðastliðinn laugar- dag, ákvað að slíta félaginu. Jafnframt var kosin skilanefnd til að annast slitin og verður fljót- lega gefin út innköllun krafna. Isegg var stofnað af Sambandi eggjaframleiðenda og hefur undan- farin 3—4 ár rekið eggjadreifíngar- stöð í Kópavogi. Forráðamenn félagsins fengu greiðslustöðvun fyrir það 15. desember síðastliðinn og stóð hún til 15. apríl. Á þeim tíma tókst ekki að tryggja fyrirtæk- inu rekstrargrundvöll og var því ákveðið að leggja það niður. í skila- Nú stæði til að innheimta ógreidda reikninga og semja um greiðslu skulda sjúkrastöðvarinnar. Alls hafa 230 manns farið í með- ferð vegna áfengissýki hjá Von/ Veritas í Danmörku frá því stöðin var opnuð og nú eru 33 sjúklingar á stöðinni. Hendrik sagði að stöðin og starfsemin þar hefði vakið mikla athygli í Danmörku og fengið mikla kynningu þar. Hann væri þvl bjart- sýnn á að reksturinn gengi vel þegar búið væri að greiða úr þessum erfíðleikum. nefnd voru kosnin Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Gísli Baldur sagðist ekki geta upplýst um skuldir félagsins. Hann sagðist þó telja að eignir þess dygðu fyrir skuldum, öðrum en eftirstöðv- um af afurðainnleggi bænda. Vonaðist hann til að eitthvað yrði afgangs, sem þá yrði notað til að greiða upp í skuldir félagsins við bændur. Félagið á fasteignina Vest- urvör 27 í Kópavogi, sem metin er á um 30 milljónir kr., eggjaflokkun- arvél og aðrar verðminni eignir. Gísli Baldur bjóst við að eggjaflokk- unarvélina yrði að selja úr landi. Ákveðið að slíta íseggi VEÐURHORFUR I DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir Grænlandi er 1020 millibara hæð. Minnkandi lægðardrag er fyrir sunnan land og þokast suðaustur. Milli Labrador og Hvarfs er vaxandi 1000 millibara djúp lægð sem fer norðaustur. SPÁ: Framan af degi verður hægviðri og nokkuð bjart veður um vestanvert landið en norðan gola eða kaldi (3-5 vindstig) um landið austanvert og smáól á annesjum norðaustanlands. Síðdegis lægir og léttir til austanlands en þykknar upp með suðlægri átt vestan- lands. Hiti á bilinu 4 til 7 stig syðra en 1 til 5 stig nyrðra. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR: Suðaustanátt á landinu með rigningu eða súld sunnan- og vestanlands en þurru veðri norðaustanlands. FIMMTUDAGUR: Fremur hæg breytileg átt með skúrum á vfð og dreif um landið, þó síst norðaustanlands. Fremur svalt veður báða dagana. TÁKN: Heiðskírt •á Léttskýjað •á Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * # -|0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur ^7 Þrumuveður / DAG kl. 12.00: Morgunbladid/Júlíus Fimm ára telpa slasaðist mikið þegar ekið var á hana á Listabraut í Reykjavík á laugardag. Lítil telpa slasaðist niildð FIMM ára telpa slasaðist illa á laugardag, er hún varð fyrir bif- reið. Slysið varð á Listabraut, til móts við Borgarleikhúsið, um kl. 19.30 á laugardag. Telpan kom hjólandi norður Ofanleitið og varð fyrir bif- reið sem var ekið vestur Listabraut- ina. Hún hlaut höfuðáverka: innvortis meiðsli og fótbrotnaði. Að sögn lögreglu var bifreiðinni ekið á miklum hraða, eins og algengt er í góðu veðri. Lögreglan vill því skora á ökumenn að gæta hófs í hraðanum og leiða hugann að því að nú flykkjast bömin út á götum- ar á hjólunum sínum. Verstu slysin verða oft þegar aðstæður em góð- ar, því þá virðist sem ökumenn séu síður á varðbergi. Árásarmennirnir ófundnir ÞRÍR menn, sem réðust á þann fjórða og stungu hann í kviðinn með hníf, hafa ekki fundist, en málið er í rannsókn. Maður kom á lögreglustöðina á Hverfísgötu aðfaranótt laugardags- ins og sagði að ráðist hefði verið á sig. Hann reyndist hafa verið stung- inn með hnífí í kviðarholið og sagðist honum svo frá að þrír menn hefðu ráðist að sér á Hverfísgötu. Einn þeirra hefði stungið sig eftir talsverðar stympingar sem urðu með þeim. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn máls- ins, en mennimir þrír hafa ekki fundist. Maðurinn mun ekki hafa slasast mikið við hnífsstunguna. 9 w V f % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 4 alskýjað Reykjevik 6 súld Bergen 6 skúr Helsinki 4 þokumóða Jen Mayen vantar Kaupmannah. 9 skúr Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk 2 láttskýjað Osló 11 úrkomafgr. Stokkhólmur 9 skýjað Þórshöfn 4 rigning Algarve 21 skýjað Amsterdam 12 alskýjað Aþena vantar Barcelona 20 mistur Berlfn 11 skúr Chicago 18 skýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Hamborg 7 skúr Las Palmas vantar London 13 skýjað LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 10 alskýjað Madrfd 21 skýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Miami 22 úrkomafgr. Montreal 10 alskýjað NewYork 18 lóttskýjað Parfs 16 skýjað Róm 15 léttskýjað Vln 16 léttskýjað Washington 17 mlstur Winnipeg 6 lóttskýjað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.