Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 32
32______________ Contraskæruliðar MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 Stuðningnr vís þrátt fyrir bann þingsins Washington. Reuter. RONALD Reagan, Bandarikja- forseti, skipaði starfsmönnum Hvita hússins að fullvissa Contra- skæruliðana i Nicaragua um að Bandaríkjastóm styddi þá, eftir að fulltrúadeild þingsins bannaði frekari aðstoð við þá. Þetta kom í gær fram í máli Robert McFarl- ane, fyrram öryggismálaráð- gjafa Bandaríkj aforseta, i yfirheyrslum nefndar fulltrúa- deildarinnar er rannsakar Iransmálið. McFarlane sagði að Reagan hefði falið undirmönnum sínum að nota tímann þar til þingið féllist á að aflétta banninu og sjá um að bæta ímynd skæruliðanna meðal almenn- ings og þingmanna í Bandaríkjun- um. Forsetinn hefði viljað að stutt væri við bakið á skæruliðunum og þar sem bannið hefði gert vamar- málaráðuneytinu og CLA erfítt um vik að vera tengiliðir og utanríkis- ráðuneytið hefði alltaf skorast undan því að taka þátt í leynilegum aðgerðum, hefði öryggisráðið orðið að taka þetta hlutverk að sér. McFarlane, sem sagði af sér emb- ætti öryggismálaráðgjafa í desem- ber 1985, sagðist hafa lagt á það sérstaka áherslu við undirmenn sína að farið yrði að lögum. Hann sagði að fram til 1985 hefðu framlög frá ónafngreindu ríki, sem margir halda að sé Saudi-Arabía, nægt til þess að standa straum af kostnaði Contraskæruliðanna. Slíkt hefði þó ekki gengið til lengdar og þar sem Marxistastjómin í Nicaragua nyti aðstoðar Sovétmanna, sem stöðugt væra að reyna að auka áhrif sín um allan heim, hefði verið rangt að beita leynilegum aðgerðum í svo veigamiklu máli. Snemma árs 1985 hefði almenn- ingsálitið heldur snúist á sveif með Contra skæraliðunum og hefði það m.a. stafað af því Oliver North, ofursti, hefði sannfært þá um nauð- syn þess að fá viðurkennda stjóm- málamenn til forystu í samtökun- um. Þingmenn hefðu einnig orðið heldur hliðhollari skæraliðunum um þetta leyti. McFarlane sagði nauð- synlegt að væri að þingmenn ekki síður en aðrir lærðu af mistökunum. Bandaríkjamenn yrðu að koma sér saman um skynsamleg viðbrögð gegn útþenslustefnu Sovétmanna og rakti síðan með dæmum hvemig þeir hefðu notað tækifærið þegar Bandaríkjamenn vora veikir fyrir og náð tökum á ýmsum ríkjum er hann taldi upp. íslenzk niðursuðudós á skrifborðinu George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blaðamanna og annarra á leiðtogafundinum. Méð sézt hér í einka-vinnuherbergi sínu. Á skrifborðinu því var vísað til NEWS BLACKOUT, það er frétta- era ýmsir minjagripir og næst ljósmyndaranum banninum, sem viðræðuneftidimar héldu í heiðri. stendur dós frá íslandi. Fyrirtækið Iceland Waters Ein þessara dósa er sem sé fyrir framan Shultz dreifði tómri dós með áletruninni BLACKOUT til þegar hann situr og hugsar við borð sitt. Sovétríkin: Nunnur í Manila á Filippseyjum við kjörborðið. Reuter Filippseyjar: Almemi ánægja með þingkosmngamar Manila, Reuter. MILLJÓNIR Filippseyinga gengu í gær að kjörborðinu. Kosið var tíl tveggja deilda nýs þings og ríkti bæði bjartsýni og spenna um gang kosninganna. 26,4 miUjónir manna eru á kjör- skrá og var búist við 90 prósent þátttöku. Ekki gengu kosningamar þó átakalaust fyrir sig. Átta manns vora drepnir, sprengja sprakk í kjörkassa með þeim afleiðingum að kona lét lífíð ásamt dóttur sinni, sprengjuárás var gerð á útvarpss- endi og skæraliðar kommúnista gerðu nokkur áhlaup. • Sérfræðingar sögðu að ekki væri enn hægt að segja að allt hefði farið vel í þessum fyrstu kosningum til raunveralegs löggjafarþings á Filippseyjum í fímmtán ár. Enn ætti eftir að safna saman kjörköss- um og telja atkvæðin. Hingað til hefur forseti stjómað með tilskipun- um. Vinstri menn, sem nú bjóða sig fram til kosninga fyrsta sinni síðan árið 1946, kvörtuðu undan ofsókn- um áður en kosningamar hófust. Herinn sakaði skæraliða um að hafa stolið kjörkössum á nokkram stöðu til koma í veg fyrir að hægt yrði að kjósa. Grænlendingar auka þorskveiðikvótann Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, GRÆNLENSKA landstjórnin hefur aukið þorskveiðikvótann við vesturströnd Grænlands um 50%, úr 12.500 í 18.000 tonn, fyrir árið 1987. Verður 6000 tonnum ráðstafað tíl lagneta- veiða, en afgangnum til botn- vörpuveiða. frétt&ritara Morgunbiaðsins. Að sögn Grænlenska útvarpsins var þessi ákvörðun tekin á grand- velli upplýsinga frá toguram um mikla þorskgengd við Suðvestur- Grænland. Er talið, að uppistaðan sé þorskur frá 1979 — fískur sem alist hafí upp við ísland og gengið síðan á Grænlandsmið. Færri ffvðinef- ar fá fararleyfi - segir Natan Shcharansky New York, Reuter. ANDÓFSMAÐURINN kunni Natan (Anatoly) Shcharansky segir í viðtali við timaritið News- week, sem birtist í gær, að ný löggjöf Sovétstjómarinnar muni í raun verða til þess að færri gyðingum verði leyft að flytjast úr landi. Shcharansky fluttist til ísraels á síðasta ári en hann var dæmdur til níu ára vistar í vinnubúðum og fangelsum í Sovétríkjunum. í við- talinu segir hann að nýju löggjöfínni sé ætlað að hefta brottflutning gyð- inga til ísraels. „í raun hefur þessi löggjöf í för með sér að níutíu pró- sent þeirra 400.000 gyðinga _sem boðið hefur verið að flytjast til ísra- els fá ekki fararleyfi,“ segir Shchamasky. Segir hann einnig að sovéskir ráðamenn hefðu nefnt fár- ánlegustu ástæður til að meina mönnum að flytjast úr landi. „Sem dæmi má nefna að mönnum hefur verið neitað um brottflutningsleyfí vegna þess að þeir vora í hemum fyrir 25 áram,“ segir hann ennfrem- ur. Kveðst hann telja að eldri andófsmenn í röðum gyðinga muni brátt fá fararleyfí en að nýjum umsóknum verði hafnað. Shchamasky kveðst vera mót- fallinn hugmyndum um að neyða þá gyðinga sem flytjast frá Sov- étríkjunum til að setjast að í ísrael. „Ég tel að gyðingum, einkum þeim sem koma frá Sovétríkjunum, líði best í Israel. Hins vegar er ég mót- fallinn því að menn verði fluttir hingað gegn vilja sínum. Nóg er um nauðungarflutninga í Rúss- landi," segir Shchamasky. Frakkland: Hjartaþegi deyr eft- ir 18 ár frá ígræðslu Marseille. Reuter. EMMANUEL Vitria, sem lifað hefur lengst allra hjartaþega í heiminum, lést i gær 67 ára að aldri eftir að hafa lifað í 18 ár með hjarta úr frönskum land- gönguliða. Læknar á Salvatorspítalanum í Marseille sögðu, að Vitria hefði látist snemma í gærmorgun - vegna öndunarerfiðleika, sem leiddu til þess, að hjartað gaf sig. Vitria, sem var einstaklega glað- lyndur afi, hjólaði, synti og lék við hvem sinn fingur, var sem vonin holdi klædd í augum þús- unda hjartasjúklinga. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ sagði hann árið 1975. „Hjarta mitt er sjö ára ungt og mér hefur aldrei fundist lífíð eins dásamlegt og nú,“ sagði hann. Vitria fékk hjarta úr tvítugum landgönguliða, sem fórst í bílslysi 27. nóvember 1968. Jacques Henry prófessor var yfírlæknir við hjartaígræðsluna, en hann lést tveimur árum síðar. Árið 1977 var Vitria orðinn lang- lífastur allra hjartaþega. Það ár lést bandarísk kona, sem gengist hafði undir hjartaígræðslu mánuði áður en Vitria. Emmanuel Vitria var vel þekkt- ur í heimaborg sinni, Marseille, og helgaði tíma sinn blóðgjafar- starfsemi, eftir að hann lét af störfum sem sölumaður. Árið 1981 hnaut hann um málningardós uppi á vinnupalli og féll niður tvær hæðir. Hann fót- brotnaði og handleggsbrotnaði, en hjartað gaf sig hvergi. Eftir 42 daga komst hann á fætur aft- ur. Vitria naut dyggrar aðstoðar eiginkonu sinnar við að sprauta sig, en það varð hann að gera þrisvar á dag, allt frá því að hann gekkst undir aðgerðina. „Stund- um á ég í erfíðleikum með að finna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.