Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÖIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Hvtxð þaxf hann. 5vö scm có vitcc um al^ebru? Haltq þigvið Þ&tta. Land." ®1967 UnlvrMl Pf—« Syrx»c«f Afnemum afnotagjald RUV Til Velvakanda í ljósi nýrra laga um frjálst út- varp og sjónvarp er greinilegt að RÚV er úrelt og allt of dýrt í rekstri. í samanburði við Stöð 2 þá er RÚV fimm sinnum dýrara í rekstri og stafar það af óstjórnlegu bruðli í þá þáttagerð sem RUV kemur nálægt. Við fréttatíma ríkis- sjónvarpsins starfa 7 manns á móti 2 hjá Stöð 2. Þetta er í hæsta máta furðulegt þar sem fréttir á Stöð 2 eru alls ekki síðri en hjá ríkissjónvarpinu. I frumvarpi á Alþingi var ráð gert fyrir að einkastöðvar sem yrðu reknar gætu ekki byggt afkomu sína á auglýsingum. Þetta ákvæði var síðan fellt niður og er ekkert nema gott um það að segja, en hefði ekki verið réttara að setja hömlur á RÚV, með því að banna auglýsingar í ríkisfjölmiðlum. Það er engan veginn rétt að ríkið skuli starfa sem auglýsingafyrirtæki. RÚV er rekið með fé skattborgara, og ætti það að duga til að reka fræðslu- og fréttamiðil. Með því að hreinsa til á þessu hrafnaþingi væri auðveldlega hægt að afnema afnotagjöldin og um leið auka fræðslu og fréttaefni. Það er óvið- unandi að fólk sem einungis vill horfa á Stöð 2 skuli þurfa að greiða ríkinu fyrir eitthvað sem það ekki vill nota því að sjónvarpinu ber sið- ferðilega skylda að fræða almenn- ing um það sem er að gerast í kringum okkur hvort sem er. Með því að banna auglýsingar í ríkissjónvarpinu er einkareknum stöðvum gefið aukið frjálsræði og þannig fáum við betra og skemmti- legra afþreyingarsjónvarp. Þrír úr Garðabæ Of mikið um endur- sýningar á Stöð 2 ást er... ... aö kyssa hana á vangann þegar þú gengur framhjá henni TM Rag. U.S. Pat. Otf.-all rights rasarvad c1983Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Pabbi þinn verður öskureiður. — Hann er búinn að leita að pípunni lengi lengi! Það er erfitt að komast hingað inn til þin! HÖGNI HREKKVlSI Afmælisvísa Til Velvakandá. Síðbúið svar til Helgu Agústs- dóttur vegna fyrirspumar í útvarps- þætti sem sendur var út frá Akureyri á sínum tíma. Afmælis- vísa rauluð við 3 ára son séra Steindórs Jóhannssonar í Hruna, Hrunamannahreppi, á seinn hluta 19. aldar: I Hreppnum Ytri á Hrunastaðnum þar hírist mikill krakka fjöld, en yngstur þar af öllum vaðnum er hann sem gefur kaffi í kvöld. Hann Jón Guðmundur greyið það gefur kaffi óverðskuldað - óverð- -verð -verð -verðskuldað óverðskuldað. Hið þriðja í morgun fyrst hann fyllti nú fjórða aftur bytjar ár. En samt á þessi stubbur stutti svo stórar - vænar kindur þtjár. Hvíta á og sauðinn komóttan og haustgelding svartflekkóttan svartflekk- -flekk -flekk -flekkóttan svartflekkóttan. Steindór Jóhannsson Til Velvakanda. AÖE skrifar: Nú finnst mér nóg komið. Ég er búinn að vera áskrifandi að Stöð 2 í fjóra mánuði og fínnst nú tími til kominn að kvarta. í 'bytjun lofuðu Stöðvarmenn að ætíð skyldu sýndar góðar og nýjar myndir. Nýlega byij- uðu þeir að endursýna myndir klukkan fimm. Var þetta mjög gott í fyrstu en þessar endursýningar eru komnar út í öfgar núna. Þið eru famir að sýna allflestar myndir Þessir hringdu . . . Gleraugu Lítil stúlka tapaði gleraugum sínum á leiðinni frá Melaskólanum niður á Kaplaskjólsveg. Sá sem kynni.að hafa fundið þau er vin- samlegast beðinn um að hringja í síma 1 91 53. 4—5 sinnum. Má þar nefna Grease, Mask, Sillent Reach, Top Secret og fleiri. Og hvað hefur orðið um alla framhaldsþættina, Buffalo Bill, The Twilight Zone, MaCormich & Hardcastle, og Equalizer. í stað þeirra hafa komið hundleiðinlegir þýskir þættir. Teiknimyndirnar eru eitt líka. Þið sýnir 20 ára gamlar teiknimyndir. Hvar eru Gummi Bears og þessa nýju frá Walt Disn- ey? Góður hádegisþáttur á Bylgjunni Mary hringdi: „Mig langar til að þakka Þorsteini J. Vilhjálmssyni fyrir góðan þátt á Bylgjunni í hádeginu. Þó margt sé gott á dagskrá Bylgjunnar þá ber þessi þáttur af“. Dökkblát handveski Dökkblát handveski var tekið í kaffistofu verslunarinnar Hag- kaups fyrir skömmu. í veskinu voru m.a. ýmis skilríki. Finnandi er beðinn að skila veskinu á lög- reglustöðina eða hringja í síma 7 63 49. Yíkverji skrifar Við erum orðnir dálítið lífsreyndari, íslendingar, þegar Evrópusöngvakeppnin er annars vegar! í fyrra virtist ótrú- lega stór hluti þjóðarinnar trúa því, að við gætum unnið, og varð þess vegna fyrir gífurleg- um vonbrigðum með úrslitin þá. Nú var fólk raunsærra og við- brögðin við úrslitunum í samræmi við það. Þó velta margir því fyrir sér, hvað ráði afstöðu þjóðanna við atkvæða- greiðslu um lögin. Hjörtur Torfason hrl. setti t.d. fram þá tilgátu hér í blaðinu á laugar- daginn, að opinber heimsókn forseta íslands til tveggja ríkja, sem greiddu okkur atkvæði í fyrra, hefði átt þátt í að þau atkvæði féllu á íslenzka lagið. Eftir að Þjóðveijar veittu íslenzka laginu nú 10 stig, sem er auðvitað mikil viðurkenning fyrir höfund og flytjanda, spyija menn, hvort aldagömul tilfinn- ingatengsl Þjóðveija við ísland eigi þar hlut að máli! Sennilega ræður smekkur einfaldlega val- inu! En hvað sem því líður er það skoðun Víkveija, að þetta fram- lag til Evrópusöngvakeppninnar hafi verið landsmönnum til sóma og að Halla Margrét Ámadóttir hafi flutt fallegt lag Valgeirs Guðjónssonar með miklum glæsibrag. XXX A Otrúlega margir hafa haft orð á grein Sigurðar A. Magnússonar hér í blaðinu á dögunum við Víkveija og við- brögð fólks eru yfirleitt hin sömu, hver svo sem stjómmála- skoðun viðkomandi er: höfundur hefur mikið til síns máls en skemmir að vísu fyrir þeim málstað, sem hann berst fyrir, með stóryrðum. Þessi viðbrögð sýna hins vegar, að athygli fólks beinist nú mjög að ástandinu í fjölmiðlaheiminum. Einn viðmælenda Víkveija sagði sem svo: ef sami mæli- kvarði um gæði væri notaður á Qölmiðla á íslandi og notaður er við steypuframleiðslu, mundu fáir ljölmiðlar fá starfsleyfi! Þessir gagmýnendur hafa mikið til síns máls. Það er t.d. nánast ótrúlegt hvers konar rugl hefur verið haft uppi í fjölmiðlum um stjómarmyndun frá því úrslit þingkosninganna lágu fyrir. Fjölmiðlamir standa frammi fyrir miklum vanda. Spuming er, hvort þeir verða að herða þær menntunarkröfur, sem gerðar hafa verið til starfs- manna fram til þessa. Blaða- menn sem stétt standa einnig frammi fyrir miklum vanda. Er þetta ekki umræðuefni fyrir Blaðamannafélag íslands? xxx Nýlega var frá því skýrt, að einn verðbréfasjóðanna, sem hér starfa, hefði selt bréf fyrir samtals einn milljarð króna. Reyndur bankamaður hafði orð á þvi við Víkveija, að úr því að þessi starfsemi væri orðin svona umfangsmikil, væri nauðsynlegt að tryggja öryggi viðskiptavina með jafn ströng- um reglum og bankar búa við. Þetta er auðvitað alveg rétt. Jóhannes Nordal vék að hinu sama í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans. Fjármálafyrir- tækin sjálf ættu að hafa frumkvæði um að beita sér fyrir þessu. Það er þeim í hag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.