Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 14
> 14 v r MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Hulda Hákon ásamt einu verka sinna. VEGGMYNDIR Myndlist Bragi Ásgeirsson Á síðustu árum hafa myndlist- armenn orðið sér æ meðvitaðri um sitt nánasta umhverfi í leit sinni að myndefni. Gert sér ljós- ari grein fyrir eigin uppruna og hræra gjaman í honum með tilvís- un til goðsagna, hindurvitna, þjóðtrúar og alþýðulistar fyrr tíma. Þeir sækja til hins uppruna- lega og einfalda, Ieitast við að höndla hinn næva (naiva) tón. Þetta telst afar mikilvægt aft- urhvarf til náttúrunnar og hinna lífrænu magna í nánasta um- hverfi. Þetta, að geta glaðst jafn innilega yfír hinu smágerða, feg- urðinni í hundaþúfunni, sem og mikilfenglegu fjalli. Gott dæmi um slíkan listamann er Hulda Hákon sem sýnir gifs- og spýtuverk í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg fram til 17. maí. Hulda hefur vafalítið hrifist af hinu frumstæða og þjóðlega í list Ameríku, er hún dvaldi þar fyrir fáum árum, en slík verk hennar vöktu einmitt dijúga at- hygli á samsýningu á Kjarvals- stöðum, er hún var nýkomin þaðan. Það eimir og einnig mikið af hinni sjálfhverfu konzeptlist í verkum Huldu, sem er í fullu sam- ræmi við nám hennar í nýlista- deild MHÍ. En hún er sem betur fer ekki svo upptekin af sjálfi sínu, að hún tengi ekki sjálfið einnig umheiminum í kringum sig, og vel að merkja, sínu eigin um- hverfi, en ekki annarlegra stranda. Það hefur verið öllu algengara á síðustu árum að ungar listspírur upplifi fírringu stórborgarlífsins svo sem það er hremmilegast vest- an hafs og austan, staddir í smáborginni Reykjavík! Sú lausn, sem Hulda hefur fundið, er snjöll og hreyfir við kenndum skoðandans — lætur hann ekki í friði vegna makalausr- ar útfærslu verkanna, sem er á engan hátt tæknilegt afrek en öllu fremur listrænn galdur sem hrífur og kemur manni við. Ekki er þetta ýkja frumlegt þó óvenjulegt sé hér uppi á íslandi en þó í fyllsta máta vert allrar athygli. Og þetta er allt í samræmi við viðleitni framsækinna myndlistar- manna, við að finna listsköpun sinni jarðtengdan undirtón, ram- man, safaríkan og upprunalegan. Jafnt í sýnilegum hlutveruleikan- um sem og í tengslum við hinar innri og dýpri kenndir. Klipp — sáld- þrykk — gvass I Galleríi Gangskör hanga þessa dagana uppi 36 myndverk Guðrúnar Sigurðardóttur Ur- up, sem skiptast nokkurnveginn jaftit í Klipp, sáldþrykk og gvass. Guðrún Urup er svo sem mörg- um mun kunnugt búsett í Danmörku og gift velkunnum myndlistarmanni, Jens Urup að nafni. Það hefur ekki mikið farið fyr- ir þessari listakonu og athafna- semi hennar í listinni um dagana á heimaslóðum, enda ílentist hún ytra að loknu námi við listaháskól- ann í Kaupmannahöfn. Gekk þannig sama menntaveg erlendis og bræður hennar Sigurður og Hrólfur, sem löngu eru lands- kunnir listmálarar. Þessi litla sýning er þannig fyrsta framlag Guðrúnar á íslenzkum sýningarvettvangi en áður hefur hún tekið þátt í sam- sýningum í Danmörku. Guðrún hefur nokkuð annan hátt á f listsköpun sinni en bræð- ur hennar og er hér fjær hlutveru- leikanum þótt hún sæki einnig efnivið sinn þangað í flestum til- vikum. Viðfangsefni sín nálgast Guð- rún af yfirlætisleysi, einlægni og varúð, sem eru næsta fágætir eig- inleikar nú til dags á tímum hömlulauss hraða og vægðar- lausrar kröfu. En einnig bera myndir hennar þess vott, að hún hafi annað tveggja ekki sinnt list sinni af alefli eða sé með hin' veigaminni verk í farangrinum í þessari heimsókn sinni. Það voru klippimyndimar á sýningunni, sem vöktu strax Guðrún Sigurðardóttir Urup óskipta athygli mína, þvf þær eru gerðar af mestri tilfinningu fyrir efniviðnum sjálfum, sem og myndefninu — landslagsminni víða að, en Guðrún er víðförul kona. Sáldþrykkmyndimar virka líkast endurómi frá klippimyndun- um og líta einneigin frekar út fyrir að vera slíkar en að hafa yfir sér hin sérstöku einkenni hinnar vandmeðfö’mu tækni. Gvassmyndimar þykja mér hafa yfir sér svipmót uppkasta frekar en alvarlegrar vinnu og sama er að segja um glermyndim- ar tvær. í heild sinni er þetta þekkileg og einlæg sýning og víst er að Guðrún kemur fram svo sem hún er klædd og villir í engu á sér heimildir. Og það eitt er mikill kostur... Eddie Murphy og Gullbarnið í varð- haldi Anitu Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Anita Desai: In Custody Útg.Penguin 1985. Anita Desai er væntanlega með þekktari höfundum indverskum og verk hennar hafa hlotið viðurkenn- ingu vítt og breitt um heiminn. Henni er gefíð einstakt vald yfir orðum og tjáir hugsanir, atburði á óvenjulega hljóðlátan hátt en magn- aðan. Hún notar eins fá orð og maður getur hugsað sér. En þau ná til lesanda að ég hygg. Óvenju- leg ritögun Anitu er sem sagt kannski það sem er eftirtektarverð- ast. En auðvitað dygði það ekki til. Það er ekki nóg að kunna að skrifa vel, ef neistinn býr ekki með höf- undi. Þar er víst það sem skilur á milli. Anita Desai hefur þrátt fyrir hijóðlátan stíl, mikið innsæi og skáldlegt og frjótt ímyndunarafl. Persónur hennar, svo framandlegar sem þær em okkur, stökkva marg- ar hveijar bráðlifandi upp af blaðsíðum þessarar bókar. Óg það verður að segja að þrátt fyrir sam- úð sem höfundurinn hefur með persónum sínum, í bland að minnsta kosti, er ekki verið að skafa utan af veiklyndi þeirra, brestum og á stundum hugarspillingunni sem þeir eru gegnsýrðir af. Aðalsöguhetjan er Deven, hann er kennari í litlu þorpi. Þegar hann var ungur ól hann með sér drauma um að verða skáld og hann hefur eiginlega aldrei getað hætt að gæla Anita Desai við þær sýnir. En fátækt og fjöl- skyldumál komu í veg fyrir að hann gæti spreytt sig. Lífíð Devons virð- ist í skorðum. Það er honum ekki ýkja gjöfult andlega, en það er pott- þétt, beint og traust. Það gerist varla neitt til að breyta því. Þá kemur til skjalanna Murad, gamall vinur hans, eða kunningi. Hann er eins konar ritstjóri í Delhi og hann vill fá Deven til að skrifa viðtal við stórskáldið Nur. Mesta skáld Indlands. Auðvitað kvíðir Deven því að hann ráði ekki við þetta stórkostlega verkefni. Að eiga viðtal við annan eins andans jöfur og snilling. En hann viil reyna og lítur eiginlega á Murad, sem frels- ara - að minnsta kosti er ómetanlegt að fá þetta tækifæri. Jafnvel þótt konan hans sé ekki sérlega fysandi þessa. Síðan segir frá för Devens á fund skáldsins og hvemig hann upplifir snillinginn, sem hann hafði dáð frá bemsku. Nur er eftir allt saman ekki það sem hann vænti. Hann er orðinn elliær og mglaður og lætur hálfgerðan óþjóðalýð ráska með sig. Kannski verður þetta Deven áfall. En samt er það á þessu erfiða stigi - um það bil sem hann er að glata beizkur bemskuminningum og virð- ingu, að upp fyrir honum rennur að það er ekki bara einn stórisann- leikur til. Og þama tekst Anitu að laða fram eftirminnileg áhrif. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Gullni drengurinn (The Golden Child). Sýnd í Háskólabíói. Stjörnugjöf: ★ lh Bandarísk. Leikstjóri: Michael Rithcie. Handrit: Dennis Oldman. Kvikmyndataka: Don Michel Colombier. Helstu hlutverk: Eddie Murphy, Charles Dance og Charlotte Lewis. Það eru til mörg dæmi þess að leikarar séu óheppilegir í ákveðin hlutverk og misráðnir svo voðalega að myndin bíður þess ekki bætur. Þeir eru einfaldlega ekki rétt sniðn- ir í hlutverkið. Því er öfugt farið með Eddie Murphy í myndinni Gullni drengurinn (The Golden Child), sem sýnd er í Háskólabíói. Myndin er ekki rétt sniðin að hon- um. En vinsældir hans eru slíkar að hann bíður varla tjón af því. Það sem er svo fyndið við Eddie Murphy í myndum hans er óborgan- legur kjaftháttur hans og virðingar- leysi fyrir þeim sem hann er að etja kappi við eða yfirleitt öllu und- ir sólinni ef því er að skipta. Hann er óforskammaður og hávær undir kringumstæðum þar sem aðrir væm lítillátir og hógværir. Og það gerir hann fyndinn ásamt því auð- vitað að hann er fæddur grínari og persónuleiki sem ómögulegt er að hrífast ekki af. Hann er götustrák- ur, töff gæi sem lætur ekki neinn vaða oní sig. Og hann er svertingi, stflbrot í hinni hvítu millistéttaver- öld amerískra afþreyingarmynda. Hann er fullfær um að halda uppi heilu myndunum með því bara að vera Eddie Murphy. Þess vegna er það óskiljanlegt hvers vegna framleiðendur Gullna drengsins hafa sett hann í mynd sem byggir mestan part á sérstök- um tæknibrellum fyrirtækis George Lucas, Industrial Light and Magic, og það gerist, sem er ekki svo sjald- gæft, að þær skyggja á allt annað. Að búa til tæknibrellumynd utan um Eddie Murphy er eins mikil misnotkun og að setja Lawrence Olivier í Klassapíur. Gagnrýnandinn David Ansen lýsti þessum óþarfa skemmtilega í Newsweek og sagði réttilega að það þyrfti ekki margra tuga milljóna virði af tæknibrellum til að gera góða Eddie Murphy- mynd. Það er að sækja vatn yfir lækinn. Það eina sem þarf er Eddie Murphy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.