Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 4 Minning: Guðrún I. Auðuns- dóttirfrá Dalsseli Fædd 2. júní 1918 Dáin 1. maí 1987 Mér er hugstæðast við fráfall Guðrúnar Ingibjargar Auðunsdótt- ur, hversu dýrmætt er að eiga einlæga vini eins og hún og eigin- maður hennar hafa verið mér. — Það er því með hjartans þakklæti fyrir mikla velvild í minn garð, þeg- ar húsfreyjan í Öldutúni 18 í Hafnarfirði verður hér kvödd með eftirfarandi minningarorðum. Hún andaðist 1. maí sl. í Landa- kotsspítala, 68 ára að aldri. Ifyrir um hálfu öðru ári hafði hún kennt sjúkdóms, sem ekki reyndist unnt að yfirbuga. — Útför hennar fer fram kl. 13.30 í dag frá Hafnar- Qarðarkirkju. Guðrún, eða Donna eins og hún var kölluð, fæddist 2. júní 1918 í Dalsseli undir EyjaQöllum, dóttir merkishjónanna Auðuns Ingvars- sonar og Guðlaugar Hafliðadóttur. Þau áttu saman tólf böm, en af þeim dóu tvö nýfædd. Donna var yngst í systkinahópnum. — Af þeim, sem upp komust, _eru tvö látin, Margrét og Leifur. Á lífi eru: Guð- rún, skáldkona og húsfreyja í Stóru-Mörk, Ólafur, bifreiðarstjóri, Rvik, Hálfdán, bóndi á Seljalandi, Hafsteinn, bifreiðastjóri, Rvík, Ingi- gerður, búsett á Hellu, Valdimar, harmonikuleikari og bóndi á Grens- tanga, og Konráð, bóndi á Búðar- hóli. — Þá átti hún hálfbróður, Markús, ljósmyndara og tónlistar- mann, sem er látinn. Hann var sonur Auðuns frá fyrra hjónabandi. Auðunn var stórhuga athafna- níaður í sinni sveit með margvísleg umsvif. Samhliða miklum búskap í Dalsseli rak hann þar umfangs- mikla verslun og sinnti ýmsum opinberum störfum. — Hann var sonur Ingvars Hallvarðssonar og Ingibjargar Samúelsdóttur í Neðra-Dal. Guðlaug Helga, móðir Donnu, var mikil mannkostakona, sem átti stóran hlut í að gera heimilið í Dalsseli að því rausnarheimili, sem orð fór af. Þar voru gestakomur tíðar árið um kring. — Hún var frá Fjósum í Mýrdal, dóttir Hafliða Narfasonar, bónda þar, og konu hans, Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Donna hlaut gott uppeldi í for- eldrahúsum og vegarnesti, sem mótaði jákvæða og þakkláta lífsaf- stöðu. Þar kynntist hún gömlum og góðum dyggðum og þjóðlegum hefðum. — Æskuheimili hennar hefur séra Sigurður Einarsson í Holti lýst með þessum orðum: „Glaðværð var á bænum, systkinin söngvin og sum hagorð og hændist þangað æska nágrennisins. Bóka- kostur var allgóður á heimilinu, skáldsögur íslenskra höfunda og ljóðabækur íslenskra skálda." Á þessu menningarheimili komst hún fyrst í snertingu við töfra tón- listar. Markús, hálfbróðir hennar, var mikill tónlistarmaður, og lék á orgel heimilisins. Og þeir Dalssels- bræður, Leifur og Valdimar, voru þekktir harmonikuleikarar fyrr á árum. Á unglingsárum byrjaði Donna að syngja í kór Stórdalssóknar og var meðal stofnenda kórsins. Einnig söng hún á þessum árum í tvöföld- um kvartett undir stjóm Ingimund- ar Guðrjónssonar og kom sá söngflokkur oft fram á samkomum. Móðir hennar féll frá 1941. Þá tók hún að sér hlutverk hennar á stóra heimilinu við störfín innan húss. Tókst henni með prýði að halda öllu í sama horfl og verið hafði. — Systkinin voru samhent í lífsbaráttunni, en störfum þeirra við Dalsselsbúið er þannig lýst í þul- unni „í foðurgarði forðum" eftir Guðrúnu, systur og nöfnu Donnu: „Systkinin tíu sáu um bú, sauma flík og mjólka kú, grafa skúri og byggja bú, bcra hey á jötu, giria og laga götu“. Árið 1952 stofnaði hún til hjú- skapar með Konráði Bjamasyni, tónlistar- og fræðimanni, frá Þor- kelsgerði í Selvogi. Hann er sonur Bjama sjálfseignarbónda Jónssonar og konu hans, Þómnnar Friðriks- dóttur ljósmóður, sem allan sinn búskap bjuggu í Þorkelsgerði. Konráð hafði komið f sveitina undir EyjaQöllum árið 1950, eftir tónlistamám í Danmörku og víðar, til að leiðbeina við kirkjusöng í Stóradalssókn. Þar spunnu þræðir söngs og tóna hugi þeirra saman og ætíð síðan var tónlistin þeim sífersk uppspretta ánægju- og ham- ingjustunda í farsælu hjónabandi. Ffyrstu árin bjuggu þau í Reykjavík. Um 1960 byggðu þau hús í Garðabæ og áttu þar heima um tíu ára skeið. Um tíma vom þau í Hveragerði og ráku þar gróður- stöð. í Hafnarflrði var heimilið frá um 1972, lengst í Öldutúni 18. Þau eignuðust tvö böm, Guð- laugu, bankafulltrúa, og Sverri, stýrimann, nú við nám í Háskóla íslands. Þau em bæði búsett í Hafn- arflrði. Þau hónin vom mjög samrýnd og sýndu hvort öðm mikla ræktar- semi. Ferðalög, útvist og náttúra- skoðun var þeim dýrmæt upplifun. Þau unnu hinu fagra og heilbrigða í lífínu. Það er eftirminnilegt, hve vel þeim tókst að rækta saman akur fagurs heimilislífs. Donna var myndarleg húsmóðir, gestrisin og vinnusöm. Skapgerðin fáguð og traust, svipurinn hreinn og bjartur, framkoman ljúf og mild og látleysið til fyrirmyndar. Hún var prúð og grandvör kona, sem ég aldrei heyrði álasa öðmm. Það vom bömin og eiginmaður, sem ríkulegast nutu hennar miklu mannkosta, en lengst helgaði hún eingöngu heimilinu starfskrafta sína. Það var ekki fyrr en nokkmm ámm eftir að bömin vom komin upp, að hún fór að vinna utan heim- ilis, en um tólf ára skeið starfaði hún á svæflngadeild Borgarspítal- ans. Upphafíð að nánum samskiptum mínum við Donnu og Konráð er sumarferð Félags óháðra borgara fyrir um tíu áram, sem þau tóku þátt í. Þá var að skapast sú venja í þessum vinsælu ferðum að hafa helgistund í einhverri sveitakirkju á slóðum, sem ferðast var um. Líkaði fólki það vel. Var Konráð þá oftast við hljóðfærið og Donna drifQöður í söngnum. Það era marg- ir, sem geyma í þakklátum huga bjartar minningar frá þessum sól- skinsferðum, sem þau hjónin áttu sinn góða þátt í að gera svo eftir- minnilegar. Síðan átti ég eftir að gerast tíður gestur á heimili þessara góðvina minna. Það var sálarbót að um- gangast þau, njóta hlýja hugar- þelsins og hins notaiega heimilis- anda. — Þar var iðkun söngs og hljóðfæraleiks nær daglegt brauð og mun slíkt ekki víða tíðkast á heimilum nú á tímum, þegar Qöl- miðlafárið virðist í vaxandi mæli deyfa sköpunarþrá og sjálfstján- ingu. — Mínar mörgu gleðistundir á heimili þeirra við söng, tónlist og lifandi samræður em mér ógleym- anlegar og mikils virði. Þegar ég heimsótti þau, var það fastur liður í alúðlegum móttökum, að húsbóndinn settist við vandaða flygilinn í stofunni og sungin vom nokkur lög með húsfreyjunni, síðast sunnudaginn 22. mars sl. — Þann dag hafði ég átt með þeim hugljúfa stund í klausturkapellunni við bæn- ir og fagran söng pólsku Karmel- systranna, en þær sýndu Donnu mikinn hlýleik og hún þeim. — Trú- in var henni styrkur til hinstu stundar. Söngurinn var alltaf hennar mesta áhugamál, hugsvölun og lífsfylling. Fleiri kórar en áður vom nefndir nutu sönggleði hennar. Hún var m.a. um tíma í kór Langholts- kirkju, Skagflrsku söngsveitinni og lengi í kómm Bessastaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Hún hafði góða og hljómmikla söngrödd, sem varðveittist henni vel. En ætíð var henni kærast að hafa fengið tækifæri til að syngja með Söngsveitinni Fflharmoníu, þegar flutt var Sköpunin eftir Haydn, Sálumessa Verdis og fleiri stór og þekkt verk á ámnum 1968—73. Þóttu þær uppfærslur mikill tónlistarviðburður hér á landi. — Flutningur þessara fögm og sígildu verka veitti Donnu þá full- nægju í söngnum, sem hún hafði þráð. Göfug kona er kvödd með virð- ingu og einlægri þökk. Hlutverki sínu hér á jörðu skilaði hún með miklum sóma. Fögur minningin mun lifa í hug- um þakklátra samferðamanna. Árni Gunnlaugsson „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýriarhnnoss þú hljóta skalt." (V. Briem) í dag verður til moldar borin frænka okkar, Donna. Hún hét fullu nafni Guðrún Ingibjörg og fæddist að Dalsseli í V-Eyjafjallahreppi, dóttir hjónanna Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur og Auðuns Ingvars- sonar, bónda og kaupmanns. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast Donnu, eins og hún var alltaf kölluð. Hún var yngst systk- ina, sem flest lifa systur sína. Ung að ámm missti hún yndislega móð- ur sína og tók þá við stóm heimili í Dalsseli af miklum dugnaði, ásamt fleiri systkinum. Donna var hvers manns hugljúfi, svo björt og fögur, hlý og góð og unni öilu í kringum sig, mannfólki, dýmnum og fjöllunum fögm í sveit- inni. Hún horfði björtum augum á tilvemna og fann allt gott að öllu. Það var alltaf tilhlökkun að kom- ast í sveitina á hveiju vori þegar skólinn var búinn og dvelja þar sumarlangt. Þá fögnuðu Donna og allt heimilisfólkið okkur á hlaðinu eins og var gamall og góður siður. Donna var okkur sem önnur móðir, þó ung væri. Hún hlaut í vöggugjöf hreina og fagra söngrödd og naut þess að syngja við sín daglegu störf og á kvöldin var farið í gestastofu og lagið tekið við hljóðfæraslátt, því öll vom systkinin mjög músík- elsk og alltaf fengum við að vera með. Árið 1952 giftist Donna eftirlif- andi eiginmanni sínum, Konráði Bjamasyni, miklum gæðamanni og afar músíkelskum og áttu þau margt sameiginlegt. Þau eignuðust tvö góð og elskuleg böm, Guðlaugu Helgu og Sverri Hans. Dótturdóttir þeirra, Marta Rut, ólst að miklu leyti upp hjá Donnu og Konráði. Ekki skal gleyma sonarsyninum, Inga Torfa, sem var mjög hændur að ömmu sinni og afa. Leiðir okkar frænknanna og Donnu og fyölskyldu hafa alla tíð legið saman. Þær era ófár og skemmtilegar samvemstundimar, sem við höfum átt með þeim hjón- um. Þar var alltaf gaman að koma og fá kaffí og meðlæti og alltaf tóku þau lagið, hjónin, og Konráð lék undir á flygilinn. Og nú er komið að kveðjustund. Við kveðjum kæra föðursystur og frænku með sámm söknuði og biðj- um góðan Guð að styrkja Konráð, Gullu, Sverri og bamabömin í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Hafdis og Regína. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fyarvem hans, eins og fyallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsflskar." (Úr Spá- manni K. Gibran.) Samferðamennimir vekja mis- mikla athygli. Sumir virðast mestir við fyrstu sýn, aðrir vekja minni eftirtekt í byijun en því meiri sem kynnin verða nánari. Það er og stundum sagt, að bönd kunnings- skapar og vináttu, sem bundin em á bemsku- og æskuámm, endist betur hinum sem til verða um og eftir miðjan aldur. í hegðunar- mynstri manneskjanna er þó varla nokkur regla án undantekninga. Það em ekki mörg ár síðan ég kynntist Guðrúnu Ingibjörgu Auð- unsdóttur, sem ávallt var kölluð gælunafninu Donna, og manni hennar, Konráði Bjamasyni. Bar það til með þeim hætti að Konráð tók að sér að æfa nokkra söngfé- laga úr F.ó.b., sem létu í sér heyra á innanfélagsskemmtun í okkar hafnfírsku Gúttó. Frá og með þessu atviki hófust samskipti mín við Konráð og Donnu. Á heimili þeirra hef ég átt marga ánægjustund — þegar Konráð hefur setið við flygil- inn, spilað og sungið, og Donna tekið undir með sinni fögm og þjálf- uðu sópranrödd — og á ferðalögum um sunnlenskar sveitir og göngu- ferðum um Reykjanesskaga og nágrenni Hafnarfjarðar. í því síðar- nefnda tók Donna þátt meðan heilsa og kraftar entust, en hún varð að gangast undir mikla og erfiða skurðaðgerð síðla árs 1985 og bar ekki sitt barr að fullu þaðan í frá. Guðrún Ingibjörg (Donna) fædd- ist í Dalsseli í Vestu r- Eyj afj al 1 a- hreppi 2. júní 1918. Foreldrar hennar vom Guðlaug Helga Haf- liðadóttir og Auðunn Ingvarsson, kaupmaður og bóndi í Dalsseli. Hún var yngst systkina sinna, sem vom 10 er upp komust. Dalsselsheimilið var á þessum tíma víðfrægt fyrir ráðdeild og höfðingsbrag. Hús- bóndinn framsækinn hugsjóna- og athafnamaður, orðsnjall og glað- sinna, og húsmóðirin ekki síður mannkostamanneskja, kunn að „ör- læti og ljúflyndi" eins og séra Jón Guðlaugsson í Holti kemst að orði í eftirmælum um hana. Ein systra Donnu, Guðrún skáld- kona, fyrmrn húsfreyja í Stóm- Mörk undir Eyjafyöllum, lýsir Dalsselsheimilinu í snjallri þulu, sem hún nefnir í föðurgarði fyrmm. Upphaf þulunnar er á þessa leið: í föðurgarði fyrrum var furðu margt til unaðar, gesti oft að garði bar með gamanmál á vörum, stóð þá sist á svörum. Húsbóndinn oft hnyttinn var, hrutu af munni kviðlingar. Gengið er títt um gættir þar, sem giatt er innan veggja, sá er háttur seggja. Teflt var oft á tæpa braut, tók við auðn, ef vegur þraut. Margur besta beina hlaut á bænum milli sanda, greitt var úr gestsins vanda. Engum fannst þá ævin löng við orgelspil og kvæðasöng. Birtan skein um glugga og göng, glatt var þá á hjalla, vor um veröld alla. Það var Markús, elsti bróðir Donnu, sem innleiddi tónlistina á heimilið í Dalsseli. Hann lærði á orgel-harmóníum og ljósmyndun og leið þá ekki á löngu þar til tónlistin var orðin sterkasti þátturinn í menningar- og félagslífi sveitarinn- ar, því að móttökuskilyrðin vantaði ekki. Á því sviði sem öðmm var heimilið í Dalsseli í fararbroddi, og bræður Donnu, þeir Leifur og Valdi- mar Auðunssynir, sem gerðust Austurlandeyjabændur, urðu báðir þjóðkunnir harmónikkuleikarar. Guðlaug Helga, húsfreyja í Dalsseli, andaðist síðla desember- mánaðar árið 1941. Kom þá í hlut Donnu að taka við búsforráðum innanhúss, ásamt Margréti systur hennar, sem bæði var tónelsk og hagyrt. Þær systur vom samhentar og var til þess tekið, hversu vel þeim fórst öll störf úr hendi. Mar- grét giftist Jónatan Jakobssyni kennara, sem lengst var skólastjóri Fljótshlíðarskóla. Sumarið 1940 kom Konráð Bjamason frá Þorkelsgerði í Selvogi austur að Dalsseli. Hann var þar gestur Leifs Auðunssonar, en þeir Leifur höfðu kynnst í Kaupmanna- höfn, er þeir stunduðu þar nám í tónlist og söng. Um haustið tók Konráð að sér söngkennslu og þjálf- un kirkjukóranna við Stóradals- og Holtskirkju undir Eyjafjöllum og í framhaldi af því karlakórsins á Hellu. Er ekki að orðlengja það, að þau Konráð og Donna felldu hugi saman og opinbemðu trúlofun sína heima í Dalsseli um áramótin. Hófu þau búskap síðla árs 1951 á Ránar- götu 7 í Reykjavík, en það hús var í eigu bræðra Donnu, Leifs og Ól- afs. Sumarið 1952 gengu þau í hjónaband og sama ár fæddist eldra bam þeirra, dóttirin Guðlaug Helga, t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jaröarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdafööur, afa og lang- afa, GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR, Nesgötu 33, NeskaupstaA. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Bjarnadóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Gelr Guðnason, Bjargey Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ásrún Sigurbjartsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttlr, Helgi Magnússon, Inga Rósa Guðjónsdóttir, Gfsli Eiriksson, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar ýmsar gerdir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.