Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 59 Kvikmyndahátíðin í Cannes: Allt að verða vitlaust Einn af föstum liðum hátiðarinn- ar eru létt- eða óklæddar stúlkur, sem sýna sig hverjurn sem vill á götum úti í von um að þær verði uppgötvaðar af einhverjum kvik- myndafurstanum. Hér er ein slík í hópi vina úr ljósmyndarastétt. Meðal stjarna á staðnum er sjálf- ur konungur smurolíunnar, John Travolta. Hér er hann ásamt listakokkinum Roger Verger, sem á sunnudaginn var gerður að félaga í frönsku Heiðursfylk- ingunni fyrir vel unnin störf í þágu meltingarfæranna. Þessi þykja sigurstrangleg, en hér eru aðstandendur myndar- innar Frásögn um margboðað morð, sem gerð er eftir skáld- sögu Marques. Frá vinstri: Rubert Everett, Ornella Muti, leikstjórinn Fransesco Rossi, Anthony Delon og Irene Papas. Þessa dagana fer fram fertug- asta kvikmyndahátíðin í Cannes og er talið að þangað séu komin a.m.k. 15.000 manns til þess að sýna sig og sjá aðra, koma sjálf- um sér á framfæri, kaupa inn myndir, ráða leikara og síðast en ekki síst— fara í bíó. Auk hinna tuttugu mynda sem keppa um Gullpálmann eru mun fleiri myndir sýndar, þó svo að ekki taki þær þátt í keppninni. Meðal þeirra má nefna myndina „Radio Days“ eftir Woody Allen, „Raising Arizona" eftir þá bræður Joel og Ethan Coen og „Tough Guys Don’t Dance" eftir Norman Mailer, en hann situr auk þess í dómnefnd hátíðarinnar. Næsta föstudag verður svo svo- kallaður breskur dagur hátíðarinn- ar og mun Lindsey Anderson m.a. frumsýna nýjustu mynd sína „The Whales of August". Sama kvöld verða Karl og Díana, prins og prins- essa af Wales, vera viðstödd hátí- ðarmálsverð til heiðurs Sir Alec Guinness. Að sögn kunnugra er keppnin um Gullpálmann mjög tvísýn og hafa veðbankar sjaldan verið jafnó- öruggir um hver hreppa muni hnossið, en blaðamenn hafa helst nefnt mynd Fransescos Rossis, Frá- sögn um margboðað morð. Reuter Þó að hinir margumræddu veðurguðir Veðurstofunnar hafí enn ekki getað gert upp við sig hvernig veðrið eigi eiginlega að vera hérna, þá er það alveg á tæru hvernig það á að vera suður í Parísarborg. Þar er það sumar og sól sem gildir. Meðfylgjandi mynd var tekin á sunnudag fyrir framan Eiffeltuminn, en hann sést foldgnár í fjarska. Þennan dag fór hitinn upp í 27 gráður á Celsíus svo Parísarbúar tóku unnvörpun þann kostinn að létta þrýstingi af brunahönum, eða að stinga sér í nærliggjandi tjamir og gosbrunna. Og þá er best að biðja bara um gott veður. KYNNIST EIGIN LANDI! Ferðir um ísland í sumar Ferðaskrifstofa ríkisins hefur skipulagt tvær fróðlegar og skemmtilegar ferðir um landið í sumar. Fararstjóri verður Guðmundur Guðbrandsson - sem leitt hefur þessar ferðir undanfarin sumur. Gist verður á hótelum og hálft fæði er innifalið í verði. Tilvalið tækifæri til að kynnast eigin landi. Hringferð um landið 10 dagar. Brottfarardagur 30. júní og 11. júlí. í byggð og óbyggð 10 dagar. Brottfarardagur 21. júlí. Upplýsingar og bæklingar á skrifstofúnni. xb FRI Ferðaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíð 6, sími 23853. ITTil öryggis- 11 ■ ■1 hjálmar rr Viðurkenndu öryggishjálmarnir frá ,J i eru nú fyrirliggjandi í öllum stærðui n. HONDA é íslandi, Vatnagörðum 24, símí 689900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.