Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 31 Forkosningar Demókrataflokksins: Michael Dukakis nýt- ur mestra vinsælda Sterk staða Marios Cuomo Los Angeles, Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem birt var í dagblaðinu The Los Angeles Times í gær nýtur Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, nú mests fylgis þeirra sem ákveðið hafa að taka þátt i forkosningum Demókrata- flokksins vegna forsetakosning- anna á næsta ári. Mario Cuomo ríkisstjóri New York nýtur einn- ig verulegs fylgis þrátt fyrir að hann hafi lýst því yfir að hann sækist ekki eftir útnefningu. 60 prósent aðspurðra lýstu jafn- fram þeirri skoðun sinni að Gary Hart hefði ekki átt að hætta bar- áttu sinni fyrir að hljóta útnefningu flokksins eftir að blaðið Miami Her- ald birti frétt um meint hjúskapar- brot hans. Þriðjungur aðspurðra taldi á hinn bóginn að Hart hefði brugðist við á réttan hátt. Skoðanakönnunin var framkvæmd á fímmtudagskvöldið skömmu eftir að fréttir hefðu borist um að Hart hygðist hætta bar- áttunni. Michael Dukakis virðist hafa hagnast mest á ákvörðun . Harts og kváðust tólf prósent þeirra Skógareldar í Kína: Vísindatneim hyggjast kalla fram rigningn Peking, Reuter. VÍSINDAMENN vonast til þess að geta komið af stað rígningu til þess að slökkva mikla skógarelda, sem geysað hafa í norð- austurhluta Kína í sex daga. Flugvélar tók sig á loft í gær í þeirn tilgangi að varpa sérstökum efnum í skýin og búa þannig til rígningu. Yfirvöld segja að a.m.k. 142 manns hafi beðið bana í eldinum og 51 þúsund manns hafi misst heimili sín. Kínverska fréttastofan sagði leka úr vél til að höggva niður að sérfræðingar hefðu kannað skógareldana. Sagt var að að- stæður væru ekki enn réttar til að framkalla úrhelli. Rigningu er hægt að koma af stað með því að varpa efnum í ský og er þessi aðferð allajafna notuð til að binda enda á þurrka. Fréttastofan sagði að snjór hefði fallið á brennandi skóginn í Mohe-sýslu og önnur svæði í Heil- ongijang-héraði, en það hefði engin áhrif haft á eldinn. I gærmorgun var haft eftir embættismönnum að aðeins hefði tekist að hemja eldinn að litlum hluta. Dagblaðið China Daily greindi frá þvf að á þremur stöð- um hefðu verið rudd fímmtíu km löng svæði til að stöðva útbreiðslu eldsins, sem nær nú yfír þijú þús- und ferkílómetra. Þar sagði að grunur léki á að eldurinn hefði kviknað út frá olíu- tijárunna. Eldurinn kom upp á miðviku- dag í ijórum skógrækatsvæðum í Mohe-sýslu, sem er nærri landa- mærum Sovétríkjanna. Vegna hvassviðris breiddust eldamir mjög hratt út og hafa þeir valdið miklu tjóni. Brann 20.000 manna borg, Xilinjizhen, nánast til kaldra kola og nú ógna eldamir borginni Tahe. Embættismaður sagði að flug- vélar flughersins væm notaðar til að varpa vatni á eldinn og fimmt- án þúsund manns tækju nú þátt í slökkvistarfi. Auk þessa var óttast að um eitthundrað manns hefðu dmkkn- að þegar feiju hvolfdi á föstudag eftir árekstur við dráttarbát á ósasvæði Gula fljótsins. 37 far- þega er saknað, en lík 62 manna hafa náðst úr ánni. 393 manna sem skráðir em í Demó- krataflokkinn og tóku þátt í könnuninni styðja hann. Sjö prósent kváðust á hinn bóginn styðja Mario Cuomo, ríkisstjóra New York, en hann hefur lýst yfír því að hann sækist ekki eftir útnefningu. Sami fjöldi kvaðst styðja blökkumannale- iðtogann Jesse Jackson. Sex pró- sent sögðust styðja þingmennina Richard Gephardt og Albert Gore. í könnun á fylgi frambjóðenda Demókrataflokksins, sem tímaritið Time birti á sunnudag, var Gary Hart í efsta sæti en Mario Cuomo í öðm og hafði fylgi hans aukist um ijögur prósent frá því í janúar. Könnunin var gerð aðeins fáeinum klukkustundum áður en Hart dró sig í hlé og hafði fylgi hans minnk- að til muna. Vom stjórnmálaský- rendur vestra sammála um að Cuomo hefði líklega vinninginn nú hefði hann ekki ákveðið að sækjast ekki eftir útnefningu flokksins. Reuter Einn á báti Franski siglingagarpurinn Phillippe Jeantet siglir skútu sinni, Credit Agricole III, yfir marklínuna við Rhode Island á austur- strönd Bandarikjanna og tryggir sér sigur í kappsiglingu umhverfis hnöttinn. Aðeins einn maður var í áhöfn hverrar skútu, sem þátt tóku í hnattsiglingunni, en hún var 27.000 sjómílna eða 50.000 kílómetra löng. Fransarínn lauk siglingunni á 134 sólarhringum, fimm stundum, 23 mínútum og 56 sekúnd- um. Hann kom að landi sl. fimmtudagskvöld og var eiginlega fimm stundum of fljótur því hann varð 35 ára gamall á föstu- dag. Hann sigraði einnig í þessarí keppni áríð 1983. Aður en Jeantot fékk áhuga á skútusiglingum var hann kappsamur kaf- arí. Kafaði hann á sínum tíma dýpra en nokkur annar maður hafði gert, eða 501 metra. Afganistan: Skæruliðar mynda bráðabirgðastj óm Konur fá ekki að kjósa Islamabad, Reuter. HELZTU samtök afganskra skæruliða skýrðu í gær frá áætlun- um um kjör 322 manna stjórnlagaráðs, Shoora, sem ákveða mun stjórnskipan og velja leiðtoga bráðabirgðasljómar, sem tæki við stjórn Afganistan þegar sovézku innrásarherirnir hverfa þaðan. Mohammad Younus Khalis, tals- maður skæruliða, sagði á blaða- mannafundi að að konur gætu hvorki boðið sig fram til stjómlag- aráðsins eða kosið til þess. Ráðið yrði einvörðungu skipað karlmönn- um. Aðeins „mujahid" eða islamsk- ur stríðsmaður, gæti boðið sig fram p ;: 5» < V:„4$ *'? m ' ,4 ts,.T!í*Xl - „ „ £ f & Frá minningarathöfninni í Izieu, þríðji maður frá hægrí er fyrrum Dumas, sem er lögmaður í réttarhöldunum. Einnig hafí flokkadrættir innan andspymuhreyfíngarinnar verið slíkir, að félagamir hafi oft svikið meðlimi annarra fylkinga í hendur Þjóðveijum. Ummæli Verges hafa valdið mikilli reiði í Frakklandi. Einnig er búist við að hann haldi því fram að Frakkar hafi engan rétt til að lögsækja Barbie þar sem þeir hafí sjálfír framið ógnarverk í Reuter utanríkisráðherra Frakka, Roland nýlendustyijöldum sínum í Víetnam og Alsír. Meðal þeirra sem kallaðir verða til að bera vitni er Elie Wies- el, er í fyrra hlaut Friðarverðlaun Nóbels. eða kosið og því gætu allir afgan- skir karlmenn tekið þátt í kjörinu. Að hans sögn leyfði múhameðstrú- in ekki konum að gegna pólitísku ábyrgðarstarfí. Þær fengju hins vegar öll önnur réttindi, sem trúin heimilaði. Að sögn Khalis fer kosning til stjómlagaráðsins bæði fram í Afg- anistan og í búðum flóttamanna í Pakistan og Iran. Á fundi skæru- liðasamtakanna í síðustu viku hefði sérstakri nefnd verið falið að und- irbúa kosningamar með það fyrir augum að þær færu fram innan hálfs árs. Áð þeim loknum kæmi ráðið saman, ákvæði stjómskipan og veldi Ieiðtoga bráðabirgða- stjómar. Samtökin mynda sjö skæruliða- flokkar sem höfnuðu friðarboði Kabúlstjómarinnar, sem nýtur stuðnings og leiðsagnar stjórnar Sovétríkjanna. Stjómin greip til einhliða vopnahlés og boðaði skæruliða til friðarviðræðna og viðræðna um myndun samsteypu- stjómar. Því höfnuðu skæruliðar og lögðu til skipan bráðabirgða- stjómar við brottför sovézka innrásarliðsins. Skæmliðar hafa hótað því að halda áfram hemaði gegn stjómarhemum og sovézka innrásarliðinu unz Sovétmenn em á brott og leppstjóm kommúnista í Kabúl farin frá. Vesturlönd: Fullnægjandi oliubirgð- ir ein forsenda öryggis - segir orkumálaráðherra Bandaríkjanna París, Reuter. JOHN Herrington, orkumálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti í gær vestræn ríki til að verða ekki um of háð útflutningi Sam- taka olíuútflutningsríkja (OPEC). Sagði hann að olíuverðs- hækkanir gætu skaðað efnahag og öryggi viðkomandi landa og veikt stefnu þeirra í utanríkis- málum. Herrington lét þessi orð falla á fundi Alþjóða orkumálastofnunar- innar, sem ráðherrar þeirra ríkja sem eiga aðild að stofnuninni sóttu í París. Sagði hann að nauðsynlegt að tryggja að fullnægjandi olíu- birgðir væm ávallt fyrirliggjandi því ákveðin öfl gætu freistast til að beita vestræn ríki pólitískum þrýstingi. Minnti hann á að ríki þau sem ættu sæti í stjóm Alþjóða orku- málastofnunarinnar hefðu sett sér það markmið að eiga ávallt fyrir- liggjandi olíubirgðir til 90 daga. Hins vegar kvað hann ákveðin ríki ekki hafa fylgt þessari ákvörðun eftir. Samkvæmt heimildum Reut- ers-fréttastofunnar eiga Bretar fyrirliggjandi birgðir til 75 daga en Frakkar til aðeins 22 daga. Benti Herrington á að Bandaríkin ættu fyrirliggjandi birgðir til 100 daga og hvatti önnur ríki til að fylgja fordæmi þeirra. Fulltrúar þeirra ríkja sem eiga aðild að Alþjóða orkumálastofnun- inni komu síðast saman til fundar árið 1985. Frá þeim tíma hefur verð á þeirri olíu sem OPEC-ríkin framleiða lækkað vemlega. Banda- ríkjastjóm hefur af því áhyggjur að verðlækkunin leiði til þess vest- ræn ríki verði um of háð olíuút- flutningi OPEC-ríkjanna. Herring- ton varaði við samvinnu við OPEC-samtökin en Norðmenn hafa ákveðið að draga úr framleiðslu sinni til að styðja viðleitni OPEC- ríkjanna til að koma á stöðugra olíuverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.