Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR Í2. MAÍ 1987 Gaulveijabæjarhreppur: Sat í skólanefnd í samfettt 40 ár Spjallað við Kristján Eldjárn Þorgeirsson bónda í Skógsnesi Gaulverjabæ. SKÓLANEFNDIR eru margar starfandi hérlendis og örugg- lega einhverjar af mikilvægari nefndum sem hver sveitar- stjórn skipar. Kristján i Skógs- nesi hætti i skólanefnd Gaulveijabæjarhrepps á síðasta ári. Samkvæmt upplýs- ingum í bréfi sem Kristján fékk frá menntamálaráðuneytinu er allavega ekki vitað um neinn er setið hefur lengur samfellt í skólanefnd hérlendis. Eða samfellt 40 ár. Kristján telst því eiga íslands- metið þar til annað kemur í ljós. Hann sagði þessi 40 ár hafa liðið hratt og óneitanlega væri ánægju- legt að setja íslandsmet án þess að vita af því eða ætla sér það sérstaklega. „Fæddur er ég 1922 á Hær- ingsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Sjómennsku gat ég ekki stundað vegna óhemju sjóveiki. Mér fannst alltaf hálfgerð skömm að því vegna þess að mínir ættmenn voru miklir sjómenn. Þó harkaði ég af mér nokkra róðra með Páli á Baugstöðum. Það var róið frá Loftstaðasandi og þá var gnægð fiskjar. Hann kom á útmánuðum í vöðum og var hreinlega mokað upp með handfærum án þess að væri beittur öngull." Kristján fór í Flensborgarskóla og hóf eftir það kennslu ungur að árum í Stokkseyrarhreppi. „Ég var víst einn af síðustu farskóla- kennurunum. Maður hafði gaman af þessu, hélt til á bæjunum og kenndi þar.“ Það blundaði alltaf í Kristjáni að gerast bóndi og 1945 hóf hann búskap í Brandshúsum hér í Gaul- veijabæjarhreppi. Síðan flutti hann 1948 að Skógsnesi ásamt konu sinni, Guðnýju Magnúsdótt- ur, sem þaðan er ættuð. „Ég kom í skólanefndina 1946. Þá skipaði ráðherra einn mann í nefndina en tveir voru kosnir umleið og hreppsnefndin. Mennta- málaráðherra, Brynjólfur Bjama- son, skipaði Guðlaugu Narfadótt- ur í Dalbæ. Hann taldi víst að hún væri sósíalisti en ég held að það hafi verið takmarkað. Það voru víst einhvetjar þreif- ingar með að koma mér í nefnd- ina, a.m.k. tilkynnti Ólafur Kristinsson á Efra-Velli mér það á fömum vegi að nú færi ég í skólanefndina í vor. Ég man að kjörstjóm þótti skrýtið að ég færi þama inn, nýfluttur í sveitina. Morgunblaðið/V aldim.G. Kristján Eldjárn Þorgeirsson, bóndi í Skógsnesi. Dagur Brynjólfsson í Gaulveijabæ sagði þetta líkast því að hér væm samtök um þetta. Þriðji fulltrúinn var Sigríður Einarsdóttir á Fljóts- hólum." Þegar Kristján byijaði í nefnd- inni var kennt í Þinghúsinu í Gaulveijabæ og á Fljótshólum. Áður hafði verið kennt um alla sveit með farskólasniði. Hann byijaði sem prófdómari á Stokks- eyri og í Gaulveijabæ 1942 og hefur verið það hér síðan. „Mesta breytingin var þegar starfsemi skólans fluttist í nýtt skólahús. Þá hefst strax vísir að skólaakstri. Krakkamir stóðu aft- an á pallbíl hjá Jóni á Eystri- Loftstöðum og Steindóri á Haugi. Þetta þættu eflaust fmmstæðir flutningar í dag. Skólaakstur mun hins vegar hafa byijað í Olfusi 1941. Þá var farið að nota mjólk- urbílana og þótti gefast vel. Hér í Gaulveijabæjarhreppi var fram til 1972 annars dags skóli og aðeins eldri og yngri deild. Ég vil meina að hafi náðst betri náms- árangur þannig og síst held ég að nemendur hafi goldið þess er þeir komu á Laugarvatn og síðar Gagnfræðaskólann á Selfossi. Sjálfur kynntist ég þessu vel því skólaganga minna sex bama stóð samfellt í þijátíu ár og slitnaði aldrei þann tíma. Slíkt held ég að sé nokkuð óvenjulegt. Nú, ég sat þama í nefndinni í upphafi bráðungur maður með tveim fullorðnum konum. Þegar hins vegar réttum 40 ámm síðar komu inn tvær ungar konur og ég orðinn gamall, þá gafst ég upp. Dæmið hafði sem sagt snúist við. Þá fannst mér tímabært að hætta," sagði Kristján að lokum. — Valdim.G. FERÐASKRIFSTOFAN A POLARIS 'jiw Kirkjutorgi4 Simi622 011 [rtumeilil mum FERÐASKRIFSTOFAN POLAR/S Kirkjutorgi 4 Simi622 011 POLARIS w I GOOD'fÝEAR HEKLAHF Laugavegi 170 172 Simi 695500 GOODYEAR Grand Prix S Radial A GOODYEAR KEMST EG HEIM LEIÐANDI I VEROLD TÆKNIÞROUNAR HJOLBARÐA PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.