Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 Úr skinni, einnig margar aðrar gerðir. Teg. 693 Litir: Rautt og hvítt. Verð 990.- TOPP -*-**^SKÓRINN VHLTUSUNDI 1 21212 s: 18519. NEMENDASAMBAND MENNTASKOLANS Á AKUREYRI VORFAGNAÐUR NEMENDA- SAMBANDS M.A. Vorfagnaður Nemendasambands Menntaskólans á Ak- ureyri verður haldlnn á Hótel Sögu, föstudaglnn 15. maí nk. og hefst kl. 19:30 með borðhaldl. Veislustjóri verður Quðrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri BSRB. Ræðumaður kvöldsins verður Iðunn Steinsdóttir, kennari og rithöfundur. Söngstjóri verður Sigurlaug Kristjánsdóttir, kennari. Að venju verður glatt á hjalla, óvæntir listviðburðir og glæsi- legt „ferðahappdrætti". Miðar verða seldir í anddyri Súlnasalar þann 12. og 13. maí kl. 16-19 báða dagana. Stjórnin. Þetta torfærutröll er til sölu. Árg. ’68, lítið ekinn, er með 3,5 tonna krana og drif á tíu hjólum. Hentar t.d. vel við vatnsveitu- framkvæmdir. Einnig Subaru station GL 1,8 árg. ’85, ekinn 37 þús. Skipti á bíl eða plastbát hugsanleg. Upplýsingar í síma 94-3853 í hádeginu og kvöldin. Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Hverfisgata 4-62 o.fi. Lindargata 1 -38 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl. Lottó 1363 - mein- gölluð kosningalög eftirÞorvald Gunnlaugsson Sé fyrsti maður á lista strikaður út af helmingi kjósenda og annar maður á lista af helmingnum af hinum helmingnum og einum bet- ur, félli annar maður í neðsta sæti listans, en fyrsti maður héldi sínu sæti. Samkvæmt nýju kosningalögun- um þarf meira en helmingur atkvæða að vera breyttur til þess að mögulegt sé að röð á lista breyt- ist. Sé til dæmis fyrsti maður á lista strikaður út af meira en helmingi kjörseðla, en annar maður ekki strikaður út af sömu kjörseðlum, fellur fyrsti maður í neðsta sæti list- ans. Það er ekkert sem stuðnings- menn fyrsta manns á listanum sem eru í minnihluta geta gert honum til bjargar, eins og t.d. að strika út næsta mann fyrir neðan, en slíkt gat skipt máli samkvæmt eldri regl- um. Ef hins vegar meira en helm- ingur atkvæða er breyttur en enginn meirihluti á sama hátt getur það haft hinar furðulegustu afleið- ingar. Eitt dæmi er þannig að sé fyrsti maður á lista strikaður út af helm- ingi kjósenda og annar maður á lista af helmingnum af hinum helm- ingnum, þ.e. 25% og einum betur, félli annar maður í neðsta sæti list- ans, þar sem þriðji maður flyst upp um eitt sæti á öllum kjörseðlum, ef ekki er um aðrar útstrikanir að ræða, en fyrsti maður heldur sínu sæti. Annað dæmi er að ef fyrsti mað- ur er strikaður út af 60% kjörseðla og annar maður af 30% kjörseðla, þannig að á 20% kjörseðla voru báðir strikaðir út, en þriðji maður á 15% kjörseðla og einum betur, fellur þriðji maður í neðsta sæti list- ans, en fyrsti og annar maður halda sínum sætum. Ef ekki er notuð útstrikun á fyrsta mann heldur sett t.d. númerið einn við annan mann listans, getur þetta ekki skeð, en um leið hverfur möguleiki meiri- Þorvaldur Gunnlaugsson „Sé fyrsti maður á lista strikaður út af helm- ingi kjósenda og annar maður á lista af helm- ingnum af hinum helmingnum og einum betur, félli annar mað- ur í neðsta sæti listans, en fyrsti maður héldi sínu sæti.“ hluta kjósenda til að fella fyrsta mann lengra niður en í annað sætið. Það er annað atriði í meðferð breytinga á kjörseðlum sem er mjög óeðlilegt. Það er að breytingar á kjörseðlum geta einungis haft áhrif innan kjördæmis en ekki milli kjör- dæma, en við úthlutun uppbótar- þingsæta er í raun litið á landið allt sem eitt kjördæmi. Þannig velt- ur oft á örfáum atkvæðum hvar uppbótarþingsæti ákveðins flokks lendir. Skiptir þá engu máli hvort sá sem sætið hlýtur hefur verið strikaður út af stórum hluta kjör- seðla eða hinn sem næstur er hafi verið fluttur upp um sæti á mörgum kjörseðlum. Kjósendum gefst ekk- ert færi á að gera breytingar á þeim landslista sem uppbótarþing- sætum er úthlutað eftir. Ég ætla ekki að eyða orðum hér á megingalla kosningalaganna, sem stafa af þeim meginmarkmiðum þeirra að tryggja flokkum jafnt vægi á þingi miðað við atkvæða- styrk, um leið og tryggt er ójafn- vægi atkvæða milli kjördæma. Fólki ætti að standa kosninganóttin í fersku minni, og sú óvissa sem ríkti um allt land út af örfáum týndum atkvæðum i einu kjördæmi. í þeim ríkjum heims, þar sem lýðræði er hvað traustast, eru eng- in uppbótarþingsæti til þess að tryggja flokknum rétt vægi á þingi miðað við heildaratkvæðamagn. Þar sem of langt er gengið í þessa átt verður fjöldi smáflokka mikill og óstöðugleiki í stjórnarfari. Þar sem hins vegar hefur komið upp mikið misvægi atkvæða eftir búsetu kennir sagan okkur að slíkt leiðir til stjórnarfarslegrar togstreitu og spillingar. Hér þarf að gera verulega brag- arbót. Jafna þarf vægi atkvæða að fullu og tryggja að misvægi komi ekki upp aftur. Hætta ætti með öllu við uppbótarþingsæti og fækka þingmönum aftur í eða niður fyrir sextíu, enda stór meirihluti þjóðar- innar fyrir því. Ólíklegt er að Alþingi komi sér saman um nokkuð annað en að lappa upp á núverandi kerfi. Lausn- in verður að koma annars staðar frá. Hún gæti falist í því að forseti íslands neitaði að skrifa undir lag- færingar þegar að því kemur, eða almenningur krefðist þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Höfundur er stærðfræðingur og starfarsem sérfræðingvr við Reiknistofnun HÍ. KALT HÁREYÐANDI VAX LOUIS MARCEL S T R I P W A X Ekkert sull, engin fyrirhöfn. O N I ÍRC.A1MEN1 fiil; MfeOVE .» V Ni W A M F Hi 0 HA«ir Kalt strimla-VAX fjarlægir óæskileg líkamshár á svip- stundu, meö einu handtaki. Reyndu kalda strimla-VAXIÐ frá Louis Marcel. LOUIS MARCEL FACIAL STRIP WAX Kalt háreyöandi VAX czz>ielld Bankastræti 3. S. 13635. MEÐEINU Eftir það verða áskriftargjöldin skuld- fœrð á viðkomandi greiðslukortareikning SÍMINN ER 691140- 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.