Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI1987 Þau fluttu framsöguerindi á Ferðamálaráðstefnunni 1987. Talið frá hægri: Friðrik Sophusson, Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson, Kristín Halldórsdóttir, Jóhann Sigurðsson og Þorleifur Einarsson. Einnig flutti Jón Baldvin Hannibalsson erindi. Fulltrúar stj órnmálaf lokka á Ferðamálaráðstefnu 1987: Aukinn skilnmgur á upp- byggingu ferðaþjónustu FERÐAMALARAÐSTEFNAN 1987 var haldin á Hótel Sögu dagana 26. og 27. mars sl. Ráð- stefnustjóri var Ágúst Hafberg. í upphafi ráðstefnunnar fluttu formenn stjórnmálaflokkanna ávörp og lýstu stefnu viðkomandi flokks varðandi upbyggingu ferðaþjónustu á íslandi. I máli þeirra kom fram að atvinnu- greinin nýtur vaxandi skilnings stjórnmálamanna og muni á næstu árum verða einn þýðingar- mesti atvinnuvegur þjóðarinnar. Á ráðstefnunni flutti Jóhann Sig- urðsson framsöguerindi um land- kynningarmál og Þorleifur Einarsson um umhverfís- og nátt- úruvemd. Þeir félagar stjómuðu síðan vinnuhópum um þessa tvo málaflokka. Tillögur þeirra voru síðan samþykktar með litlum breyt- ingum. í lok ráðstefnunnar var Markúsi Emi Antonssyni, útvarpsstjóra fyrir hönd Ríkisútvarpsins, afhentur fjöl- miðlabikar Ferðamálaráðs fyrir árið 1986. Ríkisútvarpið er vel að þess- um heiðri komið vegna mikillar og góðrar umfjöllunar í sjónvarpi og hljóðvarpi um ferðamál, segir í frétt frá Ferðamálaráði. Um leið og út- varpsstjóri þakkaði fyrir hönd Ríkisútvarpsins sagði hann að á engan væri hallað þó hann tileink- aði Ómari Ragnarssyni þessa viðurkenningu fyrir þættina „Stikl- ur“. Ráðstefnan samþykkti að senda forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, sérstakar þakkir fyrir hennar ómetanlegu störf að kynn- ingu íslands erlendis. Álit vinnuhópa fer hér á eftir: 1. Stuðlað verði að meiri dreif- ingu ferðamanna um landið og dregið verði úr ásókn á viðkvæma staði, einkum á hálendinu. Til þess þarf markvissar aðgerðir, t.d. með markvissri landkynningu og upp- byggingu gisti- og þjónustuaðstöðu á nýjum stöðum. Koma þarf upp- tjald- og hjólhýsasvæðum með þjón- ustumiðstöðvum og vörslu, t.d. á Austurlandi, Snæfellsnesi svo og í hálendisbrúninni, t.d. í Þjórsárdal, Skaftártungu, Bárðardal og Magnús Kjartansson, sem fyrstur sýnir í hinum nýja sal. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Gallerí Borg opnar sýn- ingarsal í Austurstræti SAMHLIÐA opnun Pennanns í Austurstræti 10 var opnaður nýr sýningarsalur Gallerís Borgar gegnt málaradeild verslunarinn- ar á annari hæð. Gísli B. Björns- son einn eigenda fyrirtækisins sagði, að ástæða þess, að þeir ætlaðu að reka tvo sýningarsali í miðbænum, væri sú, að að Gall- erí Borg við Austurvöll hýsti ekki með góðu móti starfsemina. „í nýja nýja salnum ætlum við að hafa jafnan fyrirliggjandi úrval af minni og stærri olíumálverkum starfandi listamanna. Að þessu höf- um við stefnt. Viðskiptavinir eiga nú að geta gengið á einum stað að 3-5 verkum eftir alla helstu málara þjóðarinnar," sagði Gísli. Fyrsta einkasýningin í nýja galleríinu verður á verkum Magnús- ar Kjartanssonar. Magnús sýnir um 20 verk, flest af stærri gerðinni, sum unnin með ljósmyndatækni önnur í með akrýllitum. Við opnun sýningarinnar i dag munu Áskell Máson og Guðni Fransson frum- flytja verk þess fyrmefnda, “Fant- asía um kínverskt ljóð.“ Þeir leika saman á klarinett og handtrommu. Gísli sagði að í framtíðinni yrðu haldnar sýningar listamanna í báð- um sölunum. Yfír sumarmánuðina og í desember liggja þær þó niðri. Þá munu blönduð verk úr ýmsum áttum prýða veggina. „Við höldum þeirri stefnu að þetta séu sölu og sýningarsalir. í Pósthússtrætinu verður sem fyrr áhersla lögð á að hafa fyrirliggjandi keramík og grafíkverk, en í Austustrætinu málverk og vatnslitamyndir," sagði Gísli B. Bjömsson. Blöndudal. En þaðan mætti fara í dagsferðir til vinsælla hálendis- staða. 2. Vegakerfíð er mikilvæg undir- staða ferðaþjónustunnar og því er nauðsynlegt að gerðir verði sem fyrst vegir með bundnu slitlagi á fjölfömustu ferðamannaleiðum. 3. Einnig þarf að bæta vegi á hálendinu og stefna að því að þeir verði opnaðir á ákveðnum dögum ár hvert. Nauðsynlegt er að bæta vegmerkingar til að auðvelda ferða- lög um landið og forðast villuslóðir. 4. Á vinsælum ferðamannastöð- um þarf að grípa til markvissra verndaraðgerða, t.d. með gerð góðra og merktra göngustíga svo og með leiðbeininga- og fræðslu- starfí á staðnum. 5. Upplýsingastreymi til inn- lendra og erlendra ferðamanna verði eflt með útgáfu vandaðra upplýsinga- og leiðbeiningabækl- inga, starfrækslu upplýsingamið- stöðva og samstarfí við fjölmiðla og fræðslustarfí á ferðamannastöð- unum. 6. Virkara styrkja- og lánakerfi verði komið á til að bæta eða koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn vítt um landið. 7. Ferðamálaráðstefnan beinir því til viðkomandi yfírvalda að sett- ar verði reglur um gerð og notkun umbúða og einkanlega í þeim til- gangi að takmarka notkun einnota umbúða úr varanlegum efnum, svo sem Danir hafa nú þegar gert. 8. Ferðamálaráðstefnan beinir því til menntamálaráðuneytisins að umhverfisfræðsla í skólum verði aukin og varið verði einni kennslu- stund hið minnsta á skólaárinu í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins til þessarar fræðslu. Landkynningarmál 1. Auka verulega í samvinnu við yfírvöld menntamála menntun og verkþjálfun fyrir starfsfólk í ferða- þjónustunni. 2. Stefnt skal að auknu sam- starfí innbyrðis milli hinna mörgu þjónustuþátta ferðamálanna, með upplýsingamiðlun og fræðslu og dreifingu ferðamanna um landið. 3. Lagning bundins slitlags á vegi og flugvelli er undirstaða þess, að ferðaþjónusta á íslandi geti þró- ast með eðlilegum hætti. Auka þarf samræmingu í þjónustu og sam- tengingu áætlana flutningsaðil- anna. 4. Leggja beri áherzlu á núver- andi markaði þar sem góðri fótfestu hefur þegar verið náð, en á sama tíma hafa augun opin fyrir nýjum möguleikum á öðrum mörkuðum. Leggja ber áherzlu á ákveðna mark- hópa, t.d. náttúruskoðun, göngu- ferðir, hestaferðir, stangveiði, ráðstefnuhald og ferðir íslendinga um eigið land. 5. Ferðamálaráðstefnan 1987 felur Ferðamálaráði að athuga hvort framkvæmanlegt sé að hags- munaaðilar í ferðaþjónustu leggi fram fé, í ákveðnu hlutfalli við framlag ríkissjóðs, til þess að hrinda í framkvæmd aðgerðum til þess að nauðsynleg uppbygging geti átt sér stað á þeim áherzluatriðum, sem nefnd eru í lið 4 hér að ofan. Þá ályktaði fundurinn að ferða- þjónustan eigi að njóta sambæri- legrar fyrirgreiðslu og aðrar höfuðatvinnugreinar landsins. Ferðamálaráðstefnan 1987 þakkar forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrir þá góðu land- kynningu sem hún hefur ætíð stuðlað að á ferðum sínum til ann- arra landa. Jafnframt hvetur ráðstefnan til þess að aðrir opinberir aðilar noti hvert tækifæri sem þeir geta, til að kynna landið á svipaðan hátt. Lovísa Einarsdóttir afhendir styrkina, talið frá vinstri: Níels Her- mannsson, Unnur Björk sem var fulltrúi Jóns Júlíussonar er dvelur erlendis og Guðmundur Björnsson. Svandís J. Sigurðardóttir gat ekki verið við afhendinguna. Heilbrigðis- og rannsóknarráð ÍSÍ: Styrkir til rann- sókna á sviði íþrótta í NÓVEMBER sl. auglýsti heil; brigðis- og rannsóknarráð ÍSÍ eftir umsóknum um styrki til rannsóknarstarfa á sviði íþrótta. Er þetta einn liður í starfi ráðs- ins til að upplýsa ýmsar stað- reyndir varðandi hollustuhætti, þjálfun, íþróttaslys, félagsleg vandamál o.fl. í íþróttastarfinu, með það fyrir augum að gera það markvissara og árangursrík- ara. Fjórar umsóknir bárust og hlutu allir umsækjendurnir styrk, en þeir voru: Guðmundur Bjömsson læknir sem hlaut styrk að upphæð kr. 50.000 til faraldsfræðilegrar rann- sóknar á íþróttaslysum á íslandi. Svanhvít J. Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hlaut styrk að upp- hæð kr. 30.000 til ísókínetískrar rannsóknar á vöðvaþoli í hömlung- um og fjórhöfða lærs. Jón Júlíusson íþróttakennari hlaut styrk að upphæð kr. 60.000 til rannsóknar er hann nefnir íþróttakennarar á íslandi, hveijir eru þeir, hvað gera þeir og hvers vegna? Júdósamband íslands (Níels Her- mannsson sjúkraþjálfari o.fl.) hlaut styrk að upphæð kr. 30.000 til að rannsaka „keppnisspennu og blóð- þrýsting, lífeðlisfræði". Lovísa Einarsdóttir formaður heilbrigðis- og rannsóknarráðs af- henti styrkina á fundi ráðsins þann 31. mars sl. þar sem viðstaddir voru auk ráðsmeðlima og styrkþega forseti og heiðursforseti ÍSÍ ásamt fleiri gestum. Við þetta tækifæri flutti Lovísa ræðu þar sem hún lýsti stuttlega störfum ráðsins og mark- miðum með veitingu styrkjanna. Hún lét í ljós þá von að slíkar styrk- veitingar yrðu hér eftir árlegur viðburður í starfí heilbrigðis- og rannsóknarráðs ÍSÍ, en á 75 ára afmælisári þótti tilhlýðilegt að styrkja myndarlega. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.