Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Deilur um viðbyggingn við Louvresafnið Fj ármálaráðherr- Reuter Fylgismaður Shamirs forsætisráðherra heldur á veggspjaldi þar sem Peres utanríkisráðherra er gagn- rýndur fyrir stuðning sinn við fyrirhugaða friðarráðstefnu. Myndin var tekin er hópur hægri manna kom saman í Jerúsalem á sunnudag til að mótmæla friðarhugmyndum utanríkisráðherrans. + Israel: Peres spáir stjórnar- slitum og kosningum Ágreiningurinn milli forsetans og fjármálaráðherrans hefur beint áhuga manna frá nýstárlegum áætlunum kínversk-bandaríska arkitektsins Ieoh Min Pei um að reisa stóran píramída úr gleri fyrir framan aðalsafnahúsið og vísast að deilurnar verði til að framkvæmdir tefjist eitthvað. Mitterand forseti kvaddi Pei til að gera píramídann. Hann á að vera 20 metrar á hæð og 30 metr- ar á breidd. í píramídanum verða torg og lyftur og gestir eiga að komast þaðan með léttum leik í þær sjö byggingar sem safnið nær yfir. Undir honum verða svo neðanjarð- argöng og meiningin er að þrír minni píramídar verði síðan reistir og á þaðan að komast birta inn í göngin. Louvresafnið var opnað fyrir nær tveimur öldum, og frægustu safndeildir þess eru með ítölskum og frönskum listaverkum. Síðan Louvre opnaði hefur verið aukið við safnið smátt og smátt, en samræm- ingu þykir hafa skort og þessar framkvæmdir nú áttu að bæta þar úr. Verði þessar framkvæmdir að veruleika munu 4.5 milljónir gesta geta komið í safnið á ári hveiju. Veitingahús, fyrirlestrasalir og upplýsingaskrifstofur af öllu tagi verða einnig í neðanjarðarbygging- unni. Ástæðan fyrir því, að fjármála- ráðherrann neitar nú að víkja er augljóslega sú, að Mitterand hefur oft gert stjóm Chirac gráan leik með því að neita að skrifa undir aðskiljanleg plögg og frumvörp stjómarinnar og hefur þar með taf- ið afgreiðslu þeirra. Sem stendur liggur ekki fyrir, hvemig þetta mál verður leyst. Menningarmálaráðherrann hafði veitt stuðning sinn til að lokið yrði við þessar framkvæmdir. Þeir sem gagnrýna forsetann segja að hann dreymi um að þetta verði að veru- leika til að Louvre tengist nafni sínu. Aftur á móti hefur Chirac- stjómin verið treg að láta nægilegt fjármagn til þessa og því ekki ör- uggt, að framkvæmdum ljúki í sumar, eins og stefnt var að. Jerúsalem, Reuter. VALDAMESTU ráðherrar ísra- elsstjórnar hófu í gær að ræða fyrirhugaða ráðstefnu um leiðir til að koma á friði í Miðaustur- löndum. Fundurinn stóð í rúmar fjórar klukkustundir og sagði Shimon Peres utanríkisráðherra að viðræðunum yrði að líkindum fram haldið á miðvikudag. Mikl- ar deilur eru milli tveggja stærstu stjórnarflokkanna um hvort ísraelar eigi að taka þátt í henni og hefur Shimon Peres hótað stjórnarslitum ef ekki verður gengið að tillögum hans. Peres sagði í viðtali við Reuters- fréttastofuna að hann hygðist leggja til að ísraelar tækju þátt í ráðstefnunni sem haldin verður fyr- ir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Kvaðst hann telja að þannig væri unnt að heija friðarviðræður við Jórdani og hugsanlega fleiri araba- ríki. Sagði hann að Hússein Jórd- aníukonungur og hófsamir Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu sem ísraelar hemumu árið 1967 væru reiðubún- ir til að heija viðræður við ísraela á þessum vettvangi. Yitzhak Shamir forsætisráðherra kvaðst vera andvígur tillögu Peres- ar og sagðist ætla að leggja fram hugmyndir sínar um beinar friðar- Sovézkur her- maður f lýði til V-Þýzkalands Bonn, Reuter. Sovézkur hermaður sem gegnt hefur herþjónustu í Austur- Þýzkalandi flýði til Vestur- Þýzkalands á laugardagskvöldið, að sögn lögreglu í Bæjaralandi. Hermaðurinn smeygði sér yfír landamæragirðingar á afskekktu svæði skammt frá borginnni Hof í Bæjaralandi. Hljóp hann síðan til borgarinnar, um 8 kílómetra leið, og gaf sig fram við lögreglu. Hefur hann beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Að sögn lögreglunnar er hermaðurinn 23 ára. viðræður við Jórdani. Shamir sagðist telja að þátttaka Sovét- manna, Kínveija og ríkja Evrópu í ráðstefnunni myndi ekki flýta fyrir árangursríkum friðarviðræðum og sakaði hann Peres um að hafa í hyggju að gefa eftir Vesturbakkann og Gaza-svæðið. Verkamannaflokkur Peresar stendur með leiðtoga sínum og ekki verður séð að ráðherrar Likud- bandalags Shamirs komi til með að snúa við honum baki. „Eins og málum er nú háttað bendir ekkert til þess að okkur takist að leysa þennan ágreining," sagði Shimon Peres. Kvaðst hann telja kosningar óhjákvæmilegar ef lausn fyndist ekki. Þannig gæfist almenningi tækifæri til að láta álit sitt í ljós. Samkvæmt skoðanakönnunum nýt- ur Verkamannaflokkurinn meira fylgis en Likud-bandalagið. Deilur innan stjómarinnar hafa farið vax- andi frá því að Shamir tók við forsætisráðherraembættinu af Per- es í október á síðasta ári eins og stjómarsáttmálinn mælti fyrir um. Fyrir utan Louvre er nú gríðarlega stór krani sem notaður verður væntanlega til að reisa píramídann Frakkland: Miklar öryggisráðstafanir vegna Barbie-réttarhaldanna Lyon. Reuter. KLAUS Barbie, fyrrum foringi i Gestaposveitum nasista, sem orðinn er 73 ára gamall, kom fyrir rétt í Lyon í Frakklandi í gær. Hann er sakaður um að hafa framið glæpi gegn mann- kyninu, í seinni heimstyijöldinni fyrir rúmlega 40 árum. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar er hinn handjámaði Barbie var fluttur í dómhöllina og komið þar fyrir á bak við skothelt gler. Skyttur úr sveitum lögreglunnar voru á öllum nálægum húsþökum og 300 manna lögreglulið lokaði af svæðið í kring um höllina. Þetta em fyrstu og væntanlega einnig síðustu réttarhöld í Frakklandi yfir stríðsglæpamanni úr hópi nasista og var fyrstu mínútum réttarhald- anna, sem búist er við að standi í 6-8 vikur, sjónvarpað beint í franska sjónvarpinu. Barbie er sakaður um að hafa átt þátt í að 400 gyðingar og 300 andspymumenn vom handteknir í Klaus Barbie í sæti sínu í dómsalnum. Fyrir framan hann er verj- andi hans Jacques Verges. Frakklandi, fluttir úr landi og að lokum drepnir. Meðal þessara fóm- arlamba vom, 44 gyðingaböm, á aldrinum 4-17 ára og 7 fullorðnir, er áttu að gæta þeirra. Öll vom þau drégin upp úr rúmunum snemma dags í litlu sveitaþorpi, Izieu, skammt frá Lyon, þar sem þau höfðu leitað skjóls og send í útrým- ingabúðir. Þaðan átti aðeins einn fullorðinn úr hópnum afturkvæmt. Samtök gyðinga í Lyon hafa látið reisa 20 metra hátt minnismerki, á aðaltorgi borgarinnar um fóm- arlömb nasista. Þar fór fram hátíðleg minningarathöfn í gær, er ýmsir framámenn sóttu og 44 böm til minningar um bömin frá Izieu. Einnig fór fram minningarathöfn í Izieu á sunnudag. Veijandi Barbie, Jacques Verges, heldur því fram að handtaka gyð- inganna og andspymumannanna hafi verið möguleg, þar sem svo margir Frakkar unnu með Þjóðveij- um og gáfu þeim upplýsingar. ann neitar að flytja París, Reuter. STÓRBROTNAR fyrirætlanir Mitterand, Frakklandsforseta, um endurskipulagningu Louvrelistasafnsins í París, þar sem margir gim- steinar málaralistarinnar eru til sýnis, virðast nú eiga undir högg að sækja. Til þess að unnt sé að ganga frá þessum miklu framkvæmd- um, eins og fyrirhugað hafði verið er nauðsynlegt að færa fjármála- ráðuneytið úr núverandi aðsetri sínu í einni álmu safnsins við Rue de Rivoli. Og nú hefur fjármálaráðherrann Edourard Balladur neit- að að fara úr húsakynnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.