Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 ' Morgunblaðið/Júlíus Sjúkrabifreið afhent Hafnfirðingum SLOKKVILIÐ Hafnarfjarðar hefur nú tekið í notkun nýja sjú- krabifreið, sem var afhent formlega á fimmtudag. Bifreiðin er af gerðinni Mercedes Benz og kostar um 2,4 milljónir fullbúin. Að sögn Helga ívarssonar, slökkviliðsstjóra, er þessi bifreið mjög fullkomin og vel útbúin í alla staði. Rauðakrossdeildimar í Hafn- arfirði, Garðabæ og Bessastaða- hreppi keyptu bifreiðina til landsins, en í stað hennar var eldri bifreið af Chevrolet-gerð seld til ísafjarð- ar. Nýja bifreiðjn er mun rúmbetri en sú gamla. Á myndinni sést er Helgi Ivarsson tekur við lyklum bifreiðarinnar úr hendi Birgis Dag- bjartssonar, fulltrúa Rauðakross- deildanna. RudolfÞ. Stolzen- wald — Kveðjuorð Fæddur 23. ágúst 1928 Dáinn 1. maí 1987 Nú er laukur þela þakinn, þegir haukur vængjabrotinn, einn er þáttur af oss rakinn, ein af lindum hjartans þrotin ... (Úr Sonatorrek, Grímur Thomsen) Það skarð sem Rudolf Þórarinn Stolzenwald, tengdafaðir minn, læt- ur eftir sig með skyndilegu fráfalli, er bæði ólýsanlegt og óbætanlegt. Sagt er að tíminn lækni öll sár og er það mikið rétt en tíminn mun einnig leiða í ljós þá fjölmörgu bresti og tóm í tilveru okkar sem Rudolf hefur fyllt svo rækilega með þögulli atorku sinni. Eflaust hefur Rudolf verið talinn fremur dulur maður og fámáll, en þrátt fyrir hógværð sína og hæ- versku mátti alltaf búast við einhverri óvæntri uppákomu af hans hálfu. Gátu þær verið af ýms- um toga því hann var óneitanlega mjög fjölhæfur maður og áhugi hans dreifðist víða. Hann var maður athafna og lagði metnað sinn í að gera vel þá hluti sem hann tók sér fyrir hendur enda var hann óbrigðull sem klettur í þeim efnum. Hann var einnig hæfí- leikamaður á myndlistar- sem tónlistarsviði og minnist ég með angurværð í hjarta þær stundir sem hann spilaði fyrir okkur ljúfan jass á píanóið sitt eða orgel. Það sem einkenndi hann þó mest af öllu var ótakmörkuð ást hans á náttúrunni, sem var að vissu leyti lífæð hans og orkugjafí. Hann not- aði hvert tækifæri til að hverfa á RYÐFRÍTT STÁL EROKKARMÁL! Fyriríiggjandi í birgðastöð: Ryðfrítt stangastál Stálgæði: AISI 304 ( Wst. 4301) . Vinklar LlLL Profílar Flatt Sívalt Pípur Fjölbreyttar • •• O O 0 stærðir og þykktir Ryðfríar stálplötur Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Plötuþykktir: 0,8 - 6,0 mm Stálgæði: AISI 430 (Wst. 4016) Plötustærðir: 1250 x 2500 mm SINDRA /fcmSTALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. vit fjallanna, jafnt á sumri sem vetri. Fyrir mér, borgarbaminu, eru ferðir þær sem ég átti með Rudolf uppá hálendið ógleymanleg reynsla. Á fjöllum var Rudolf konungur. Þar skein frá honum stráksleg gleði og stolt þegar hann benti á og nefndi ótal kennileiti á stórum svæðum sem hann þekkti svo til hins ýtr- asta. Betri leiðsögumann get ég ekki ímyndað mér. Ef hann var þá ekki einn í sínum fjallaferðum, hreif hann samferðamenn sína svo með brennandi áhuga sínum, að óhjá- kvæmilegt var að smitast af lotn- ingu hans gagnvart náttúrunni. Ég er lífínu þakklát fyrir þau 5 ár sem ég hef átt Rudolf fyrir tengdaföður og vin og skyndilegi missirinn er sár. Hann var fólki sínu og vinum traustur sem berg og erum við ófá sem höfum notið styrk- leika hans og trygglyndis. Það er því enn svo óraunverulegt að slíkur klettur sem hann var skuli allt í einu hverfa okkur svona skyndilega. Og stór er sorgin sú að litli son- ur minn, 10 mánaða snáðinn, fái ekki að njóta uppvaxtaráranna í samvistum við afa sinn, þessu merkilega og fjölhæfa náttúru- bami. Sigríður Hafstað Lísa í Undralandi Tákn: Endurútgáfa á Sígildu sögunum TÁKN SF. er að hefja endurútg- áfu á Sígildum sögum og er sú fyrsta þeirra um Lísu í Undra- landi nú komin út. Þessar sögur voru gefnar út hér á árunum 1956 og 1957 og var það fyrir frumkvæði Guðmundar heitins Karlssonar, blaðamanns. Hann þýddi sögumar og handskrif- aði textann inn á myndasögumar og hefur það verið látið halda sér, að sögn Onundar Bjömssonar, hjá Tákni. Ætlunin er að blað komi út mánaðarlega og er Davy Crockett væntanlegur næstur. Á sínum tíma komu út alls 26 myndablöð með Sígildum sögum. Þar á meðal voru Buffalo Bill, Daniel Boone, Kit Carlsson, Rauði ræninginn og Will- iam Tell, svo að nokkurra sé getið. Það fer svo eftir undirtektum.að sögn útgefenda hvort unnt verður að gefa út enn fleiri en þessi 26 hefti. Blöðin eru prentuð í Odda h.f og á góðan pappír og er frágangur allur hinn vandaðasti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.