Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 105. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Fær Thatcher um- boðið í þriðja sinn? London, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, boðaði í gær til almennra þingkosning’a 11. júní nk. Fer hún fram á umboð kjósenda í þriðja sinn og ef hún fær það verður hún sá breskra forsætisráðherra á þessari öld, sem lengst hefur verið f emb- ætti. Gott gengi í skoðanakönnunum, úrslit sveitarstjómakosninganna og uppgangur í efnahagslífinu eiga mestan þátt í að Thatcher boðar til kosninga ári fyrr en tilskilið er og einnig raunar ástandið í Verka- Víðtæk verkf öll í Færejjum Þórshöfn, frá Hilmar Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins. VERKFÖLLIN, sem hófust sl. laugardag, standa enn og er áhrifa þeirra farið að gæta á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Eru það fimm verkalýðsfélög, sem að þeim standa, og samanlögð félaga- tala þeirra á milli átta og níu þúsund. Verkalýðsfélagið í Þórshöfn og tvö önnur félög skrifuðu undir samninga við vinnuveit- endur sl. föstudag en hin félögin fimm, sem flest eru á landsbyggðinni, vildu ekki sætta sig við þá niðurstöðu. Mikill ágreiningur um greiðsl- ur í eftirlaunasjóð olli þar mestu um. Samingaviðræður liggja nú niðri og er ekki vitað hvenær til þeirra verður boðað á ný. Ahrifa verkfallsins gætir um landið allt og einnig í Þórs- höfn þótt verkfallsmenn séu fæstir þar. Mikil röskun hefur t.d. orðið á flugferðum til eyj- anna og frá. mannaflokknum, sem logar af innbyrðis ágreiningi. Verður þingið ieyst upp nk. mánudag og nýtt kallað saman 17. júní. Búist er við að kosningabaráttan verði hörð og óvægin, enda lítill tími til stefnu. Verkamannaflokkur- inn mun leggja höfuðáhersluna á atvinnuleysið en reyna að minnast sem minnst á umdeilda og óvinsæla stefnu í vamarmálum. Helstu stefnumál kosningabandalags fijálslyndra og jafnaðarmanna verða meiri tekjujöfnun og öflugar vamir. Methækkun varð á breska verð- bréfamarkaðnum eftir að Thatcher tilkynnti kjördaginn og er búist við áframhaldandi hækkun svo lengi sem hún virðist vís með sigur. Sjá „Búist við ...“ á bls. 33. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, var sigurviss á svip og veifaði glaðlega til fólks þeg- ar hún kom í Downing-stræti 10 eftir að Elísabet drottning hafði fallist á að leysa upp þingið og boða til kosninga 11. júní nk. Reuter Malta: Ovissaum kosninga- úrslitin Valletta, Reuter. FYRSTU tölur úr þingkosning- unum, sem fram fóru á Möltu á laugardag, benda til, að mjótt verði á mununum milli tveggja helstu flokkanna, Verkamanna- flokksins, sem heldur um stjórnartaumana, og Þjóðernis- sinnaflokksins. Vegna kosningafyrirkomulags- ins miðar talningu mjög hægt og ekki víst hvenær úrslitin liggja endanlega fyrir. Flokkamir skipta kjörfylginu nokkurn veginn jafnt á milli sin og því geta tölur frá einstökum kjördæmum ráðið miklu um niðurstöðuna. Stuðningsmenn flokkanna hafa verið að fagna sigri á víxl en leið- togar þeirra hafa hvatt þá til að bíða eftir lokatalningunni. Kosn- ingarnar þóttu fara friðsamlega fram. Varnarmálaráðherrar NATO-rikjanna koma saman í Stavanger: Rætt um stefnuna í afvopnunarmálum Lokaákvörðun líklega tekin á Reykj avíkurfundi utanríkisráðherranna í næsta mánuði Brussel, Bonn, Reuter. Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsins munu koma saman á fund síðar í vikunni til að ræða stefnuna i kjarnorku- vopnamálum og hve langt skuli McFarlane um skæruliða í Nicaragua: Reagan vissi um aðstoðina ganga í afvopnun að þessu leyti. Vestur-þýska dagblaðið Bild sagði í frétt í gær, að Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, ætlaði að leggja til brott- flutning allra erlendra heija frá Evrópu. Vamarmálaráðherrar frá 14 NATO-þjóðum munu hittast í Stav- anger í Noregi á fimmtudag og föstudag til að ræða núll-lausnina svokölluðu, brottflutning meðal- drægra eldflauga frá Evrópu, og einnig tilboð Sovétmanna um að Washinpfton, Reuter. RONALD Reagan, Bandarílg'a- forseti, fylgdist með tilraunum til að útvega skæruliðum í Nic- aragua fé á þeim tíma, sem fjárstuðningur við þá var bann- aður, og átti sjálfur þátt í að þjóðarleiðtogi í ónefndu Mið- Ameríkuriki greiddi götuna fyrir vopnasendingu til þeirra. Kom þetta fram í gær í yfirheyrslum yfir Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafa. McFarlane sagði í gær í yfír- heyrslum sameiginlegrar rannsókn- arnefndar beggja deilda Banda- ríkjaþings, að hann hefði sjálfur beðið Reagan um að skerast í leik- inn þegar vopnasending til skæru- liða hefði verið stöðvuð í einu nágrannaríkja Nicaragua. Hefði Reagan orðið við því, haft samband við viðkomandi þjóðarleiðtoga og vopnin komist á áfangastað. Sagði McFarlane, að Reagan hefði ávallt verið látinn fylgjast með tilraunum til að útvega skæruliðum fé og einn- ig eftir að Bandaríkjaþing bannaði það. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær um þessar staðhæfingar, að forsetinn hefði aldrei dregið dul á stuðning sinn við skæruliða í Nicaragua en hefði hins vegar aldrei beðið um ólöglegan fjárstuðning við þá. Sjjj, „Stuðningur ..." á bls. 32. Barbie- réttarhöld- in hafin í GÆR hófust í Lyon í Frakk- landi réttarhöld yfir stríðs- glæpamanninum Klaus Barbie en hann var yfirmaður Gestapo þar í borg á stríðsárunum. Er mikill áhugi á réttarhöldunum og ekki síst vegna þess, að verj- andi Barbies segist ætla að leggja áhersluna á samstarf Frakka við þýska hernámsliðið og nefna nöfn svikara innan frönsku andspyrnuhreyfingar- innar. Myndin var tekin við upphaf réttarhaldanna í gær þegar Barbie var leiddur hand- jámaður i salinn. Sjá „Miklar öryggisráðstaf- anir ..." á bls. 30 eyða skammdrægum eldflaugum, þeim, sem draga 500-1000 km. Um það er mikill ágreiningur innan NATO og óttast Bretar, Frakkar og Vestur-Þjóðveijar að með því væri verið að þrengja mjög kosti bandalagsins í varnarmálum. Þó er talið að bandalagið fallist á „tvö- falda núllausn", brottflutning beggja eldflaugategundanna, en um það er einhugur að afsala sér ekki vopnum, sem draga 500 km eða skemmra, fyrr en NATO og Var- sjárbandalagið standa jafnt að vígi í hefðbundnum herafla. Haft er eftir embættismönnum NATO, að engin ákvörðun verði tekin á Stavanger-fundinum og líklegft að stefnan verði ekki mörkuð fyrr á utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna í Reykjavík í næsta mánuði. Vestur-þýska dagblaðið Bild sagði í gær, að Gorbachev, Sovét- leiðtogi, ætlaði á fundi Varsjár- bandalagsins í lok mánaðarins að leggja til að allur erlendur her yrði fluttur frá Evrópu. Sagði blaðið, sem nefndi enga heimild fyrir frétt- inni, að tillögunni yrði vafalaust hafnað, því það tekur Sovétmenn skamma stund að senda her inn í Austur- og Vestur-Evrópu en ekki eins auðvelt fyrir Bandaríkjamenn að koma Vestur-Evrópu til hjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.