Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987 Vinningstölurnar 9. maí 1987. Heildarvinningsupphæð: 9.499.343,- 1. vinningur var kr. 5.828.414,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 1.102.484,- og skiptist hann á milli 523 vinningshafa, kr. 2.108,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.568.445,- og skiptist á milli 12529 vinn- ingshafa, sem fá 205 krónur hver. Nú færist tvöfaldur fyrsti vinningurinn yfir á aðra leikviku, svo laugardaginn 16. maíverðurfyrsti vinningur þrefaldur! Hann gæti hæglega orðið 10 milljónir. Upplýsinga- simi: 685 111. Athugasemdir frá áhugamönmim um úrbætur í húsnæðismálum eftirSturlu Þengilsson Dagana fyrir kosningar urðu miklar umræður um húsnæðismál og var í því sambandi vitnað til yfirlýsinga og auglýsinga frá Áhugamönnum um úrbætur í hús- næðismálum. Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á tvennu: Annars vegar skrifum Friðriks Sophussonar alþingismanns í Morg- unblaðinu, og hins vegar auglýs- ingu sem Stöð 2 neitaði að birta. í grein sinni í Morgunblaðinu sem bar fyrirsögnina „Forsvarsmenn Sigtúnshópsins misnota svör — í pólitísku auglýsingaskyni", segir Friðrik Sophusson að reynt hafi verið „að koma höggi á stjórnar- flokkana og misnota þannig nafn hins upprunalega Sigtúnshóps." I grein sinni birtir þingmaðurinn bréf sitt til Áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum, þar sem hann svarar því hvort Sjálfstæðisflokkur- inn sé reiðubúinn að endurgreiða það misgengi lána og launa sem á síðustu árum olli mörgum fjölskyld- um í landinu miklum búsiQum. Eins og fram kemur í svari Friðriks Sophussonar, varaformanns Sjálfs- Flug og híll Þér bjódasf h’ábærkiorhjtt íDanmörku Ef þú hyggur á „flug og bíl“ í fríinu þínu skaltu kynna þér HERTZ tilboð okkar í Danmörku vandlega. Með flugi til Kaupmannahafnar og HERTZ bíl þaðan til allra átta opnast þér einstaklega ódýr leið um Danmörku, yfir til Svíþjóðar, niður til Þýskalands eða hvert annað sem hugurinn girnist. Og það eru fáir staðir skemmtilegri „byrjunarreitur" í langri ökuferð en einmitt Danmörk. Fallegt umhverfi, forvitnilegir bæir og borgir, skemmtilegt fólk og makalaust lifandi höfuðborg. í Kaupmannahöfn er aldrei dauður tími, Strikið, Ráðhústorgið, Kóngsins Nýjatorg, Cirkus Benneweis, dýragarðurinn, skrúðgarðarnir, bjórstofurnar, veitingahúsin, götutónlistin, húmorinn og góða veðrið, - allt gefur þetta Kaupmannahafnardvölinni ógleymanlegan Ijóma og Tívolíið setur auðvitað punktinn yfir iið; 3ja vikan frítt! Þú borgar ekkert fyrir 3ju vikuna hjá HERTZ í Danmörku ef fjórir eða fimm farþegareru í bílnum. f/ir vika ísumarhúsi? Hvernig væri að lengja ferðina, t.d. með vikudvöl í einu af sumarhúsunum okkar í Danmörku. HERTZbíllinnstendurþér þá til boða-ókeypis(3ja vikan). býðurbetur Þú færð nýjan eða nýlegan bíl, traustan og skemmtilegan í akstri. Þú hefur engar áhyggjur af kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða bilunum. Þú nýtur aðstoðar SL-veganestisins, Europe Pocket Guide, þar sem þú hefur ógrynni upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athyglisverða staði, borgakort, gististaðaskrár o.fl. o.fl. Þú borgar ekkert fyrir 3ju vikuna þegar fjórir eða fimm eru í bílnum. Þú færð ókeypis vegakort. Þú færð tölvuútskrift með leiðbeiningum um stystu leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur valið þér. Þú færð afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöðum, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Þú færð handhæga tösku frá HERTZ sem er tilvalin fyrir léttan farangur -framtíðareign sem alltaf kallar á góðarferðaminningar. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 stæðisflokksins, er flokkurinn ekki reiðubúinn að inna endurgreiðslur af hendi en vill hins vegar áfram fara leið skuldbreytinga. I bréfinu er síðan tíundað hvers vegna Sjálf- stæðisflokkurinn telur endur- greiðslur ekki raunhæfan kost. Með öðrum orðum, í svari Frið- riks Sophussonar kemur fram að fyrirsögnin á greininni og ásakanir um óheiðarleika eru úr lausu lofti gripnar. I þessu sambandi skal einnig tek- ið fram að þegar svör flokkanna við spumingum Áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum voru kynntar á fréttamannafundi hinn 15. apríl, voru lögð fram ljósrit af svörum flokkanna svo fjölmiðlamir gætu kynnt þau sérstaklega. Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum, sem einnig hafa gengið undir heitinu Húsnæðis- hreyfingin eða Sigtúnshópurinn, hafa þess vegna sýnt fullkomna sanngimi í þessu máli öllu og kom- ið öllum upplýsingum á framfæri. Samtökin eru þverpólitísk en hika hins vegar ekki við að taka afstöðu með eða móti stjómmála- flokkum og ræðst það að sjálfsögðu af hagsmunum þessarar hreyfíngar og engu öðru. Talsmenn hreyfíng- arinnar hafa ótal sinnum gengið á fund ráðamanna þjóðarinnar allar götur frá því í ágúst árið 1983 í því skyni að þrýsta á um aðgerðir. Jafnan hefur verið skýrt satt og rétt frá gangi mála. Samtök sem ekki treysta sér til að taka afstöðu til stjómmálamanna og stjómmála- flokka geta hins vegar ekki talist óháð og trúverðug. Ef Friðrik Sophusson eða aðrir stjómmálamenn stóðu í þeirri trú að hreyfíng á borð við þessa léti ekki í sér heyra fyrir kosningar þá vaða þeir í villu. Talsmenn hreyfíng- arinnar hafa einmitt margoft lýst því yfír að fyrir kosningar yrði skýrt frá afstöðu stjómmálaflokkanna til þessa máls. Eftir nær fjögurra ára starf var það mat okkar að ríkis- stjómin hygðist ekki breyta um stefnu í þessum málaflokki og þeg- ar viðbrögðin við síðustu málaleitan okkar voru ljós þurfti ekki frekar vitnanna við og var að sjálfsögðu ákveðið að greina frá þessu og á þann hátt að eftir yrði tekið. Við hveiju bjuggust menn eiginlega? Önnur viðbrögð hefðu hreinlega verið brot á trúnaði við fylgismenn hreyfíngarinnar. Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum vísa því aðdróttunum Friðriks Sophussonar afdráttar- laust á bug. Við teljum ástæðu til þess að vekja athygli á að föstudaginn 24. apríl, daginn fyrir kosningar, hafn- aði Stöð 2 eftirfarandi skjáauglýs- ingu: „Þeir hæla sér af stefnufestu. Við sitjum eftir í skuldasúpunni vegna festu þeirra. Þeir tala um verðbólgu. Henni náðu þeir niður á okkar kostnað. Sjálfir kostuðu þeir engu til. Þökkum samstarfíð á kjörtímabilinu. Óskum ekki eftir framhaldi. Misgengishópurinn úr Sigtúni." Starfsmenn Stöðvar 2 tjáðu tals- mönnum okkar að þessi auglýsing væri hrá og í henni væru órökstudd- ar yfírlýsingar. Var bent á að málinu mætti skjóta fyrir útvarps- réttamefnd næst þegar hún kæmi saman til fundar eða ræða við aug- lýsingastjóra um hugsanlegar breytingar á texta. Á því höfðum við hins vegar ekki áhuga. Það er verðugt athugunarefni að bera saman textann sem bannaður var og áróðursauglýsingar frá stjómmálaflokkum sem mjög voru áberandi þessa daga á Stöð 2. Okk- ar niðurstaða af slíkum samanburði er sú að Stöð 2 hafí hér gerst sek um ritskoðun. Höfundur er tölvufræðingur. — Greinin er rituð fyrir hönd ihugn- manna um úrbætur t húsnæðism&i-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.