Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 á kveikj- aragasi bönnuð Heilbrigðisráðherra lagði í gær að höfðu samráði við eiturefna- nefnd, landlækni og Hollustu- vernd rikisins bann við sölu á lofttegundunum própan og bútan í almennun verslunum og sölu- turnum, séu þessar lofttegundir ætlaðar til áfyllingar á kveikjara. Þar sem sala er heimiluð, t.d. á bensínafgreiðslum, má þvi þó að- eins afhenda einstaklingum þessar lofttegundir að þeir séu fullra 18 ára gamlir og að varan sé merkt sérstaklega. Bannið nær ekki til notkunar þessara lofttegunda í kútum til eld- unar og upphitunar. Bann þetta gildir þar til annað hefur verið ákveðið, en ráðherra hefur falið eiturefnanefnd og Holl- ustuvemd ríkisins að gera tillögur um frekari meðferð málsins. Eftirlit með framkvæmd bannsins er í hönd- um heilbrigðiseftirlits hvers svæðis undir yfirumsjón Hollustuvemdar ríkisins. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur ennfremur farið þess á leit við ríkisútvarpið að það endursýni áhrifaríkan þátt er sýnir skaðsemi þess að anda að sér hættu- legum efnum. *, te//- Æm % ■ - Ja 1 m Morgunblaðið/Sigurgeir Aflakóngar SIGURJÓN Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE eru aflakóngar vetrarvertíðar- innar, sem lýkur í dag, ekki aðeins í Eyjum, heldur yfír allt landið. Þeir drógu upp netin í gær og höfðu þá aflað um 1.479 tonna að verðmæti um 40 millj- ónir króna. Hásetahlutur úr aflanum er 800.000 til 900.000 krónur. Þetta er í 10. sinn, sem sem Sigurjón og áhöfn hans verða aflakóngar Eyjamanna. Á meðfylgjandi mynd era áhöfn Þórannar Sveinsdóttir, talið frá vinstri: Matthías Sveinsson, 1. vélstjóri, Sveinn Matthíasson, 2. vélstjóri, Guðni Jónasson, háseti, Erlendur Guð- mundsson, háseti, Adólf Hauks- son, háseti, Ámi Kristinsson, háseti, Viðar Siguijónsson, 2. stýrimaður, Róbert Sigurjóns- son, háseti, Sigurjón Óskarsson, skipstjóri, Ægir Sigurðsson, matsveinn, Kristinn Ragnars- son, háseti og Þórarinn Ingi Ólafsson, 1. stýrmaður. Ungmennin handtekin í Ölfusi UNGMENNIN þrjú, sem síðustu daga hafa faríð viða um land og látið greipar sópa, voru hand- tekin af lögreglunni í Árnessýslu um hádegið í gær. Þau höfðu þá brotist inn víða, meðal annars í Skálholtskirkju og í sumarbú- staði í Haukadal. Það var yfirlögregluþjónn á Sel- fossi sem sá bifreið ungmennanna um kl. 13 í gær. Hann var á ferð í einkaerindum í sérleyfísbifreið vestur Ölfus þegar brúnni Lancer- bifreið var ekið fram úr bifreiðinni og tók yfírlögregluþjónninn eftir því að þama var eftirlýst bifreið ung- mennanna á ferð. Hann notaði talstöð sérleyfísbifreiðarinnar til að láta lögregluna vita og vora ung- mennin stöðvuð skömmu síðar. Þeim var síðan komið í hendur rann- sóknarlögreglu ríkisins sem yfír- heyrði þau síðdegis í gær. Eftir að ungmennin héldu frá Borgarfírði, eins og sagði í Morgun- blaðinu í gær, hafa þau ekki verið aðgerðalaus, því þau bratust inn í félagsheimilið í Aratungu, sund- iaugina í Aratungu, Skálholtskirkju og tvo bústaði í Haukadal. Á þess- um stöðum stálu þau peningum, sundlaugarkortum og sjónvarpi. Auk þess stálu þau bensíni í Rang- árvallasýslu. Ungmennin þrjú, ein stúlka og tveir piltar, era ung að áram. Yngstur er annar pilturinn, aðeins sextán ára, en hann á langan brota- feril að baki. Félagar hans era 20 og 25 ára. Jón Júlíus- soníSand- gerði látínn JÓN Júlíusson hafnarstjóri í Sandgerði lést á Borgarspítalan- um í Reykjavík í gærdag, sextug- ur að aldrí. Jón var um árabil fréttaritarí Morgunblaðsins i Sandgerði og sat í sveitarstjórn Miðneshrepps fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Jón Júlíusson var fæddur 6. febr- úar 1927 í Miðkoti í Miðneshreppi. Foreldrar hans vora Salvör Páls- dóttir og Júlíus Eiríksson. Jón stundaði ýmis störf til sjós og lands, en síðastliðin 16 ár var hann starfs- maður hafnarinnar í Sandgerði. Jón lét félagsmál mjög til sín taka og var einn helsti talsmaður Sjálfstæð- isflokksins á Suðumesjum. Hann sat í sveitarstjóm fyrir flokkinn í 28 ár. Útvegsbankinn hf LIU, SEF og SH draga hlutabréfakaup Jón Júlíusson. Eftirlifandi kona Jóns er Rósa Jónsdóttir og eiga þau sex uppkom- in böm. Morgunblaðið vottar þeim samúð sína við fráfall hans. ÞRJÚ stærstu félagasamtökin innan sjávarútvegsins, LÍÚ, SÍF og SH hafa enn ekki tekið ákvörðun um kaup hlutabréfa í Útvegsbankanum hf. Rfkið er enn langstærsti hluthafinn, en stefna þess er að selja hlut sinn. Næststærsti hluthafinn er Fisk- veiðasjóður með 200 miljjónir króna, um einn fimmta hlutafjár. Talsvert hefur verið rætt um þátttöku samtaka innan sjávarút- vegsins í bankanum og hafa for- ystumenn þeirra lýst yfir þeirri skoðun sinni, að heppilegt gæti verið fyrir samtökin að eiga hlut í bankanum og hafa áhrif á starfsemi Friðrik Sophusson á fundi í Kópavogi: Við höfum verk að vinna - Naflaskoðun nauðsynleg FRIÐRIK Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði á vel sóttum fundi Sjálf- stæðisfélaganna I Kópavogi í gærkvöld, að í ljósi fylgishruns flokksins f nýafstöðnum alþingis- Mál bankastj oranna þingfest í sakadómi MÁL ákæruvaldsins gegn fyrr- um bankastjórum Útvegsbanka íslands verður þingfest í Saka- dómi Reykjavíkur í dag. Bankastjórarnir era ákærðir fyrir meint brot í starfí vegna viðskipta bankans við Hafskip hf. Pétur Guð- geirsson sakadómari dæmir í málinu. kosningum yrði hann að gangast undir naflaskoðun ætti hann að rétta úr kútnum á ný. Friðrik sagði. að nefndarskipun miðstjómar flokksins væri til þessa fallin, en auk þess hefðu tveir menn vanir rekstrarráðgjöf fyrirtækja verið fengnir til þess að gera einka- úttekt á stöðu flokksins. „Mér er það ljóst að ýmsir telja að nefndarmennimir séu of nálægt þeim vanda, sem við er að glíma og erfítt sé að vera dómari í eigin sök,“ sagði Friðrik. Hann sagði, að nefndin myndi að sjálfsögðu ieita út fyrir eigin raðir og að hlutverk hennar væri að halda utan um verk- efnið, en ekki að hafa síðasta orðið. Það hlyti að koma frá forystu flokksins. hans. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa stjómendur LÍU, SÍF og SH ákveðið að bíða átekta, þar sem þeir telja enn ekki tíma- bært að hefla kaup á hlutabréfum, verði sú stefna ofan á. Ennfremur hafa menn ekki ákveðið með hvaða hætti þátttakan yrði, hvort samtök- in sjálf yrðu skráð fyrir hlutafé eða einstakir félagsmenn innan þeirra, hugsanlega með aðstoð eða milli- göngu samtakanna. Barbie á íslenskum búningi DÚKKAN Barbie kemur víða við og á stóran fataskáp eins og börnin vita. Þó átti íslendingur á ferð i Bandaríkjunum ekki von á að sjá slíka brúðu í verslun íklædda bláum og gylltum íslenskum upphlut undir nafninu Icelandic Barbie. Á umbúðunum utan um dúkkuna era upplýsingar um ísland á ensku, þar á meðal nokkur íslensk orð, rétt stafsett. Einnig era á umbúðun- um myndir af Geysi, íslandi, og Islenskum peningaseðlum, sem raunar era gömlu 25 króna seðlam- ir. Fyrir utan að sagt er að mörg sveitaheimili á íslandi séu enn með torfþaki vekur athygli hvað upplýs- ingamar á umbúðunum era réttar svo langt sem þær ná. Fyrirtækið Kristjánsson hf. hefur umboð fyrir bandaríska leikfanga- fyrirtækið Mattel, sem framleiðir Barbie-dúkkumar. Jóhann Ólafsson forstjóri fyrirtækisins sagði að Mattel léti árlega framleiða tak- markað upplag af brúðum í þjóð- búningum ákveðinna landa. I ár hefðu Island og Skotland orðið fyr- íslenska Barbie-dúkkan i upp- hlutnum sinum. ir valinu og á næsta ári verður það Kórea. Þessar brúður era ekki sett- ar á almennan markað og aðallega framleiddar í kynningarskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.