Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 21
HONKA J-f RAKENNE OY VHI ------‘ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Keflavíkurflugvöllur: Nýtt eldsneytisdælukerfi við flug’stöðina tekið í notkun ELDSNEYTISDÆLUKERF- IÐ við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli var tekið í notkun á miðviku- daginn. Voru þá afgreiddar tvær flugvélar og gekk það í alla staði vel, að sögn Baldurs Gunnarssonar stöðvarstjóra Olíufélagsins Skeljungs á Keflaví kurflugvelli. Eldsneytið er flutt með háþrý- stikrafti gegnum um það bil eins og hálfs kílómetra langa leiðslu frá olíubirgðastöð Skeljungs undir flughlaðinu við flugstöð- ina. Tveir sérbúnir bflar eru síðan tengdir við leiðslumar og flug- vélina sem á að afgreiða. Kerfi þetta er mjög hraðvirkt og að sögn Baldurs tekur um 10-15 mínútur að dæla eldsneyti á DC-8 þotu sem tekur um 15000 gallon. Nokkrar tafír urðu á að elds- neytiskerfíð kæmist í gagnið og voru flugvélar á Keflavíkurflug- velli afgreiddar með þeim hætti að eldsneyti var ekið frá birgða- stöðinni að flugstöðinni með tankbílum. Útvegum þetta GL^ESILEGA BJÁLKAHÚS frá HONKARAKENNE, Finnlandi. Verð frá kr. 1.390.000.- Afgreiðslufrestur 6—8 vikur. Eigum nokkrar lóðir í Skorradal og við Vatnaskóg, 6-8000 fm. Verð kr. 350.000.- Upplýsingar í síma 686511 og hs. 41187. Hrafn Bachmann c/o KJÖTMIÐSTÖÐIN. Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson Sérstakir bílar eru notaðir til að tengja flugvélarnar við eldsneytisdælukerfið, sem er undir flug- hlaðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. LÚXUS SUMARBÚSTAÐUR Tómas Jóns- son metsölubók í nýrri útgáfu BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér skáldsögu Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson met- sölubók. Þetta er endurútgáfa sögunnar sem kom fyrst út haustið 1966. Hún seldist þá upp á örskömmum tíma og hefur síðan verið ófáanleg. Tómas Jónsson metsölubók vakti bæði úlfúð og aðdáun þegar hún kom fyrst út, segir í fréttatilkynn- ingu frá Forlaginu. Menn skiptust í flokka, með eða á móti skáldverk- inu, og margir sökuðu höfundinn um niðurrifsstarfsemi. En aðrir tóku Tómasi Jónssyni afburðavel og spáðu nýjum tímum í íslenskum bókmenntum. Ólafur Jónsson, sem þá var einn ágætasti gagnrýnandi hér á landi, lflcti sögunni m.a. við kraumandi seiðketil, „þar sem nýtt efni, nýr stíll kann að vera á seyði. Fátt er líklegra en að sagan verði þegar frá líður talin tímaskiptaverk í bók- menntaheiminum: Fyrsta virkilega nútímasagan á íslensku“. Skáldið og gagnrýnandinn Sigfús Daðason sagði: „Guðbergur Bergsson hefur í ritum sínum brotið nýjum veru- leika braut inn í íslenskar bók- menntir, auðgað þær af nýrri tóntegund.“ Guðbergur Bergsson ritar for- mála að endurútgáfu sögunnar þar sem hann lýsir viðhorfum sínum til íslenskrar menningar og íslenskra bókmennta á þeim tíma sem hann samdi söguna og rekur þar hvemig hugur hans stefndi að því að „skapa táknmynd hinna trénuðu afla í þjóð- Guðbergur Bergsson félagsgarðinum, skapa mann af hinni títt umræddu „aldamótakyn- slóð“. Hún hafði áður verið frjótt hreyfiafl, einkum íslensks sjálf- stæðis, en var nú orðinn voðalegur dragbítur á öllum framförum. Kyn- slóðin var jafnvel orðin ógn við sjálfstæðið sem hún barðist fyrir,“ segir Guðbergur m.a. i formála sínum. Tómas Jónsson metsölubók er 356 bls. í kilju. Auglýsingastofan Krass/Guðrún Ragnarsdóttir hann- aði kápu. Prentstofa G. Benedikts- sonar prentaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.