Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 31 Stjömu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Grein 421, föstudag 15. maí „Kæri stjömuspekingur. Ég er 13 ára Reykvíkingur og mig dauðlangar að vita um stjömukort mitt. Ég er fædd kl. 8.45 um morgun þann 26.03. 1974. Með fyrirfram þökk. P.s. Gætir þú líka at- hugað hvaða störf myndu henta mér í framtíðinni. Svar: Þú hefur Sól í Hrút, Tungl í Nauti, Merkúr í Fiskum, Venus í Vatnsbera, Mars og Rísandi merki ásamt Sa- túmusi í Tvíbura og Stein- geit á Miðhimni. FjölfrœÖingur Eins og þú sérð á framan- greindu hefur þú einkenni frá mörgum stjömumerkj- um. Það táknar að þú ert frekar flókinn persónuleiki og flokkast undir það að vera fjölfræðingur. Því má búast við að þú eigir eftir að öðlast margvíslega lífsreynslu og komir fyrir vikið til með að skilja ólíka þætti í tilverunni. Þú getur því með tímanum orðið viðsýn og fjölhæf persóna. Gagnrýnin Sól í Hrút í mótstöðu við Plúto táknar að þú ert held- ur dul og leyndardómsfull í grunneðli þínu. Þú ert að öllu jöfnu hress, einlæg og jákvæð en átt það til að detta niður þess á milli og fínnast allt ómögulegt. Það er vegna þess að þú vilt vanda þig og gera allt vel og sífellt betur og betur. Þegar þú ert óán- ægð ættirðu að muna að það er allt í lagi með þig, að þú ert bara að gera of miklar kröfur. Líf og hreyfmg Af því að þú hefur Sól i Hrút þarft þú að vinna við skemmtileg og lifandi störf. Þú þarft að geta hreyft þig líkamlega og skipt um um- hverfi. Þegar þú ert t.d. að læra er best fyrir þig að læra í hálftíma og gera eitt- hvað annað í hálftíma o.s.frv. Ef þú situr kyrr of lengi og hangir yfir bókum verður þú leið og eirðarlaus. Róleg Tungl í Nauti táknar að þú ert tilfinningalega hæg og róleg. Þú átt það til að vera þijósk og föst fyrir, svona stundum a.m.k. Þetta tákn- ar einnig að þú þarft að eiga gott heimili og búa við öryggi í daglegu lífi. Daumlynd Merkúr í Fiskum táknar að þú hefur draumlynda, næma og myndræna hugsun. Það getur því verið erfítt fyrir þig að tjá þig með orðum. Þú ættir að leggja áherslu á að þroska máltjáningu þína, leggja rækt við tungumál og æfa þig í að tala skýrt mál. Hugsun þín er listræn og meðal hæfileika má t.d. nefna ljósmyndun. Félagsmál Mars í Tvíbura táknar að í framkvæmdum ert þú fjöl- hæf og vilt fást við margt í einu. Það að vinna með fólki að fjölbreytilegum málum á vel við þig. Félagsleg stjóm- unarstörf gætu hentað þér vel. Þú þarft einungis að gæta þess að vera ekki of kröfuhörð og gagnrýnin á sjálfa þig og bæla þig niður og síðan að þroska hæfileika þinn til að tala. Hvað varðar starf í framtíðinni er erfitt að benda á eitt ákveðið. Eins og áður hefur komið fram ert þú fjölhæf og því er al- menn menntun farsælust, t.d. nám á félagsbraut sem er ekki of langvarandi og veitir Qölbreytilega mögu- leika. /v nm ir» uAKrUK GRETTIR Yfw neruK \ 'AHI?IF £ Q DYRAGLENS PÆTTA! HÆTTA 1 j| HIÆP EP. þ-qp! ÆPAhiDl F/'LAl?7,éEIE>/(? NJASHYPN-] (fNN V/Eí^fö^!) iNSA/er 'oÐAz / —tz y~ FÚLL RÖTA fyF TÚTZISTUM! . !;i;;;;;!;;«ijii;;i;iHHiiij|;in;»;;;uii»;iii!;;i!ii;;nH;;ii;i»i UOSKA rcDniM a ilin rbKDIIMAND SMAFOLK MY 6RAMPA IS 60IN6 IN FOR A 5TRESS TEST TOPAY MAVE VOU EVER TAKEN A 5TRE5STEST? Afi minn er að fara í Ég vona að honum gangi Hefðurðu farið í streitu- Ég bý með einu! Hvað vel. próf? sagði hann? streitupróf í dag. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eftir nokkra baráttu í sögnum" varð suður sagnhafí í flórum spöðum. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 5 ▼ 96432 ♦ D7 ♦ ÁD643 Vestur Austur ♦ K6 ....... ♦ 942 ▼ G8 ▼ KD107 KG98643 ♦ Á102 ♦ K7 4^82 Suður ♦ ÁDG10873 ▼ Á5 ♦ 5 ♦ 1095 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði 2 tíglar Dobl 2 spadar 3 spadar 4 tíglar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Dobl norðurs á tveimur tíglum var til úttektar og austur notaði tækifærið til að sýna góða tígul- hækkun með tveimur spöðum. Vestur spilaði út tíguláttu. Austur drap á ás og skipti yfir í hjartakóng. Suður gaf og fékk næsta slag á hjartaás. Spilaði svo trompás og meira trompi. Vestur fékk á kónginn og spil- aði tígulkóng. Sem var allt sem sagnhafi þurfti. Hann spilaði spöðum um hríð og þetta var staðan þegar tveir voru eftir: Norður ♦ - ▼ 96 ♦ - ♦ ÁD6 Vestur Austur ♦ - ♦ - ▼ - II ▼ D10 ♦ G96 ♦ - ♦ K7 Suður ♦ 87 ▼ - ♦ - ♦ 1095 ♦ G82 Lauf fór úr blindum í næst síðasta trompið, en austur mátti ekkert spil missa. Trompþving- un. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Malmö í Svíþjóð um síðustu áramót kom þessi staða upp í skák búlgarska stór- meistarans Kiril Georgiev, sem hafði hvítt og átti leik, og Svíans Ahlander. I £ é vM. » íma 'W0/ mm a Éfc* m m m m 1 W jiT ■4BiB 1 Búlgarinn fann nú leið til að komast út í unnið endatafl: 29. Hxc4! — bxc4, (Eftir 29. — Hxa2?, 30. Hxc8+ verður svart- ur tveimur hrókum undir) 30. Bxc4 — Dxc4, 31. Dxc4+ — Hxc4, 32. Hxa8+ - Kf7, 33. h4 og hvítur vann endataflið auðveldlega. (Svartur gaf eftir 33. - Hcl+, 34. Kh2 - Hc2, 35. Hb8 - Hb2?, 36. Hb7+) Georgiev sigraði á ifiotinu, hlaut 7 1/2 v. af 9 mögulegum. í öðru sæti varð Svíinn Harry Schússler með 7 v. og náði hann þama sínum öðrum áfanga að stórmeistaratitli. Fyrri áfangan- um náði hann á sama móti, árinu áður, heimavöllurinn virðist muna hann miklu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.