Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Menningasj óður: Atta listamenn fá70 þús. króna dvalarstyrk hver MENNTAMÁLARÁÐ úthlutaði árlegum styrkjum sínum til örv- unar menningar og lisUi úr Menningarsjóði í gær. Átta listamenn hlutu styrk til dvalar erlendis að upphæð 70 þúsund krónur hver, 17 listamönnum var úthlutað samtals 425 þúsund krónum til farar erlendis, tveimur tónlistarmönnum var veittur styrkur til tónverkaút- gáfu og 14 fræðimenn fengu styrk að upphæð 16 þúsund krónur hver. Alls sóttu 45 listamenn um dval- arstyrk að þessu sinni og fengu átta úthlutað 70 þúsund krónum hver. Þeir eru: Áskell Másson, tón- listarmaður, Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, Helgi Skúla- son, leikari, Kristín Isleifsdóttir, myndlistarmaður, Kristján Guð- mundsson, listmálari, Laufey Sigurðardóttir, fíðluleikari, Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur og Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri. Tv^imur tónlistarmönnum var veittur styrkur til tónverkaútgáfu samtals að upphæð 100 þúsund krónur. Snorri Sigfús Birgisson hlaut 50 þúsund krónur og Þórir Baldursson 50 þúsund krónur. Samtals voru 17 listamönnum veittar 425 þúsund krónur í farar- eyri til annarra landa og 14 vísinda- og fræðimönnum var út- hlutað 16 þúsund krónum hveijum. Styrk til hinna síðarnefndu er út- hlutað samkvæmt sérstakri fjár- veitingu, sem nam að þessu sinni 224 þúsund krónum. „Þessir styrk- ir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim, sem hljóta litla eða enga aðra umbun og er hugsað sem viður- kenningarvottur til þeirra alþýðu- fræðimanna, sem fást við ýmis þjóðleg fræði og rannsóknir af áhuga, vilja og eigin frumkvæði," sagði Áslaug Brynjólfsdóttir, vara- formaður menntamálaráðs, meðal annars í ávarpi sínu við athöfn vegna úthlutunarinnar. Áslaug drap einnig á bókaútgáf- una, sem hefur frá upphafi verið viðamesti þátturinn í starfsemi Menntamálaráðs og Menningar- sjóðs, en frá árinu 1940 hefur hún verið í tengslum við útgáfu Hins íslenska þjóðvinafélags. Nefndi hún dæmi um nokkur verk útgáf- unnar frá síðasta ári. Sagði hún þar bera hæst stórvirki dr. Lúðvíks Kristjánssonar fslenskir sjávar- hættir, en fimmta bindið kom út á árinu. Einnig bækumar Hjá fólk- inu í landinu eftir dr. Kristján Eldjám, Refsku eftir Kristján J. Gunnarsson, Ljóð og ritgerðir eftir Jóhann Jónsson, Leyndarmál Lax- dælu eftir dr. Hermann Pálsson, Elliðaárdalur: Umferð hesta- manna um Elliðaár- hólma bönnuð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að banna umferð hestamanna um Elliðaárhólma í EUiðaánum. Að gefnu tilefni lagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri til í umferðamefnd að umferð hesta- manna yrði bönnuð um gróðurreit í Elliðaárhólma, gegnt félags- heimili Rafmagnsveitunnar. Óskaði hann eftir að heimilað yrði að setja upp bannskilti þvi til stað- festingar. Tillaga gatnamálastjóra var samþykkt í umferðamefnd og vísað til umfjöliunar borgarráðs. Hvalveiðar við ísland 1600-1939 eftir Trausta Einarsson og ljóðabækur eftir Bolla Gústafsson og Gylfa Gröndal. Menntamálaráð skipa: Matthías Johannessen, formaður, en hann hefur verið í leyfi frá því fyrir ára- mót og hefur Halldór Blöndal, alþingismaður, gegnt störfum fyrir hann, Áslaug Brynjólfsdóttir, vara- formaður, Sólrún B. Jensdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Einar Lax- ness. Morgunblaðið/KGA Frá afhendingu styrkja úr Menningarsjóði í dag. Talið frá vinstri: Áskell Másson, tónlistarmaður, Kristján Guðmundsson, listmálari, Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, Áslaug Brynjólfsdóttir, varafor- maður menntamálaráðs, Guðlaug María Bjarnadóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Ólafs Hauks Simonarsonar, rithöfundar, Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, Snorri Sigfús Birgisson, tónlistarmaður og Kristín ísleifsdóttir, myndlistarmaður. HEKLA á leið um landið Verðum með sýnishorn af okkar vinsæla bílaflota á eftirtöldum stöðum: Laugardaginn 16. maí: Kl. 09.00 - 12.00 Höldi sf., Akureyrl. Kl. 14.00 - 16.00 J. Þorgrímssyni, Húsavík. Kl. 17.30- 18.30 Kópaskeri. Kl. 19.00 - 20.00 Raufarhöfn. Kl. 21.00-22.00 Þórshöfn. Sunnudaginn 17. maí: Kl. 10.00- 11.00 Vopnafiröi. Kl. 15.00 - 18.00 Essoskálanum, Egilsstöðum. Kl. 19.00 - 21.00 Herðubreið, Seyðisfiröi. Mánudaginn 18. maí: Kl. 10.00- 12.00 Kaupfélagsplaninu, Neskaupstað. Kl. 13.00 - 14.00 Benna og Svenna, Eskifiröi. Kl. 14.00 - 16.00 Lykli, Reyöarfirði. Kl. 17.00 - 18.00 Snekkjunni, Fáskrúösfirði Kl. 18.30- 19.30 Stöðvarfiröi. Kl. 20.00 - 21.00 Bláfelli, Breiödalsvík. Þriðjudaginn 19. maí: Kl. 09.30 - 10.00 Djúpavogi. Kl. 12.00 - 14.00 Hótel Höfn, Hornafirði. Kl. 18.00 - 19.00 Skaftárskála, Kirkjubæjarklaustri. Kl. 21.00 - 22.00 Víkurskálanum, Vík í Mýrdal. VERIÐ VELKOMIN Lancer skutbíll meö sítengt aldrif. Pajero Wagon. L300 meö aldrif. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Volkswagen Jetta. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.