Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 g|JVíobii i 5 Morgunblaðið fylgist með ítalska kappakstrinum í San Marino: IVIeistarataktar Mansell Margir áhorfendur Á annað hundrað þúsund ítalsk- ir áhorfendur voru mættir til að sjá stjörnunar spila út trompunum á keppnisdaginn auk 40 milljóna sjónvarpsáhorfenda. Tuttugu og sex keppnisbílar voru klárir í slag- inn i rásmarkinu og eftir tímatöku daginn áður var Ayrton Senna fremstur í rásröð, síðan komu Mansell, heimsmeistarinn Alain Prost, Gerhard Berger, Teo Fabi og Michele Alboreto. Flaggið féll og við ærandi hávaða frá áhorf- endum (auk véla bílanna) þeystu kapparnir af stað, slysalaust að þessu sinni. Eftir tvo hringi af sextíu skaust Mansell framúr Senna og Prost kom stuttu síðar í kjölfarið. Það leit því allt út fyrir haröa keppni milli mannanna, sem áttust við um heimsmeistaratitilinn í fyrra. En í fimmtánda hring stöðv- aðist McLaren Prost, rafall vélar- innar bilaði. Lotus Senna komst þar með í annað sætið, en Ferrari Alboreto fylgdi fast á eftir. í sautj- ánda hring hætti Berger vegna vélarbilunar í Ferrari-bílnum og sömuleiðis Teo Fabi á Benetton. • Sigri fagnað. Nigell Mansell (í miðju), Ayrton Senna og Michele Alboreto gleðjast yfir árangrinum, en þeir náðu í verðlaunasætin í San Marino-kappakstrinum. Mansell hefur þó örugglega verið manna glaðastur, enda sigurvegarinn ... Snöggir að skipta Eftir 23 hringi fór Mansell á við- gerðarsvæðið og á rúmlega átta sekúndum skipti viðgeröarliöið um dekkin fjögur og hann hélt áfram. Fjórum hringum síöar tók Mansell aftur forystu, sem Alboreto hafði náð af Senna, en það reyndist skammgóður vermir fyrir heima- menn. Mansell hafði völdin á ný. ítalinn Riccardo Patrese reyndi að ná hylli heimamanna á Brabham, komst í annað sætið, en vélarbilun setti hann úr leik nokkru seinna. Mansell náði afgerandi forystu undir lokin, á meðan Senna og Alboreto börðust um annað sætið og skiptust á að vera fyrir framan. Senna hafði betur á endanum, en vélin í bíl Alboreto var farin að slappast vegna bilunar í forþjöppu. Stefan Johansson hélt uppi merki McLaren og náði fjórða sæti eftir erfiðleika vegna bilunar í bremsukerfinu. Martin Brundle á Zakspeed náði fimmta sæti og Jap- aninn Satouru Nakajima á Lotus Honda því sjötta, en fyrstu sex sætin gefa ökumönnum stig til heimsmeistaratitils. Nakajima er fyrsti Japaninn til að hljóta heims- meistarastig. Mansell hefur nú eins stigs forystu í heimsmeistara- 1. Nigel Mansell, Williams Honda 2. Ayrton Senna, Lotus Honda 3. Michele Alboreto, Ferrari 4. Stefan Johansson, McLaren 5. Martin Brundle, Zakspeed 6. Satouru Nakajima, Lotus Honda 7. Christian Danner, Zakspeed 8. Philip Streiff, Tyrell Ford Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna 1. Nigell Mansell, Bretlandi 10 2. Alain Prost, Frakklandi 9 3. Stefan Johansson, Svíþjóð 7 4. Ayrton Senna, Brasilíu 6 5. Nelson Piquet, Brasiliu 6 6. Michele Alboreto, Italíu 4 keppninni á undan Prost, en skammt undan eru Johansson, Senna, Piquet og Alboreto. Aðeins tveimur keppnum af sextán er lok- ið og þriðja keppnin er um næstu helgi. Hér á eftir fara úrslitin og stað- an í keppninni: 1.31.24.076 klst. 1.31.51.621 klst. 1.32.03.220 klst. 1.32.24.664 klst. hringáeftir hringáeftir hring á eftir hring á eftir Keppni framleiðenda 1.—2.WilliamsHonda 16 1.—2. McLaren 16 3.-4. Lotus Honda 7 3.-4. Ferrari 7 Úrslitin í San Marino-kappakstrinum „ÞESSI sigur kemur mér í rétta skapið fyrir keppn- istímablið og ég bíð spenntur þess sem koma skal,“ sagði Nigell Mansell í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir að hafa sigrað ítalska Formula 1 kappaksturinn á Imola-brautinni f San Marino. „Það fór heitur straumur um mig þegar ég kom í mark í síðasta hring, en keppnin vannst á góðum undirbúningi og skipulagi Williams-liðs- ins,“ sagði Mansell. Hann varð nær hálfri mínútu á und- an Ayrton Senna á Lotus Honda, en heimamaðurinn Michele Alboreto á Ferrari varð þriðji. Keppnin var samt enginn dans á rósum fyrir Williams-liðið. Bras- ilíumaðurinn Nelson Piquet sem ekur Willams Honda var heppinn að sleppa með skrámur þegar aft- urdekk á keppnisbíl hans sprakk á æfingu. Þeyttist bíllinn stjórnlaust á nær þrjú hundruð kílómetra hraða yfir grasflöt og endaði á grindverki. Ökumannsklefinn hélst heill og Piquet slapp með heila- hristing, en bíllinn var flak á eftir. Læknar Williams-liösins bönnuðu honum að keppa og álagið á Mans- ell varð því meira en ella. • Þrátt fyrir mikið stress í kring- um keppnina gáfu þelr Ken Tyrell og Philp Streiff sér tíma til að skoða grein, sem birt var um Tyrell-liðið f Morgunblaðinu fyrir skömmu. Tyrell Streiff varð fyrstu bíla án túrbo búnaðar. Texti og myndir Gunntaugur Röngvaldsson. • ítalinn Michele Alboreto hafði áhorfendurna á bak við sig, sem heimamaður. Ferrari-bfll hans náði þriðja sæti, nokkuð sem kom á óvart því iið hans hefur staðið sig illa í síðustu keppnum. # Ayrton Senna á Lotus náði öðru sæti, en lagði fyrstur af stað úr rásmarkinu og bfður hér eftir ræsingu keppninnar ásamt aðstoðar- mönnum. • Nigell Mansell vann og meðalhraði hans í keppninni voru 193 km/klst en mestum hraða náði hann um 300 kn/klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.