Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Ítalía: 50 milljarðar í söluherferð Róm. Reuter. ÍTALIR ætla að eyða 50 milljörð- um líra (tæplega 1,5 milljörðum ísl. kr.) í áróðursherferð fyrir ítölskum vínum, er selst hafa fremur illa eftir að 23 menn dóu í fyrra er tréspíritusi hafði verið blandað í ódýr vín. Sérstök nefnd skipuð fulltrúum allra helstu vínframleiðenda á Italíu tilkynnti í fyrradag, að áhersla verði lögð á að reyna að auka neyslu vínanna bæði innan lands og utan. ítalska ríkisstjórnin kostar herferð- ina. Mörg ríki takmörkuðu innflutn- ing á ítölskum vínum í fyrra, en Bandaríkin, Bretland og Vestur- Þýskaland hafa hingað til keypt um 75% af vínframleiðslu_ ítala. Ný skýrsla sýnir einnig að ítalir sjálfir drekka nú mun minna af áfengi heldur en þeir gerðu fyrir 20 árum. Íran-Irak: Egyptar reka íranska fulltrúa frá Kairó Kairó, Bagdad, London, Reuter. EGYPTAR hafa skipað tveimur írönskum fulltrúum Teheran- stjórnarinnar að fara úr landi innan viku. Þeir hafa haft aðset- ur í sérstakri deild innan sviss- neska sendiráðsins i Kairó, en formlegt stjórnmálasamband er ekki milli írans og Egyptalands. Egyptar hafa stutt Iraka í stríðinu við Irani og stjómin hefur barizt leynt og ljóst gegn islömskum ítökum öfgasinna eins og komið hefur fram í fréttum. Á miðvikudag gerðu írakar loft- árásir á skotmörk í íran og að því er fréttastofa írans segir, var sprengjum varpað á borgina Es- fahan í miðhluta landsins og í Tabriz. Sagt var að nokkrir hefðu slasazt og tjón hefði orðið á mann- virkjum. Þessar fréttir hafa írakar ekki staðfest. Aftur á móti sagði útvarpið í Bagdad frá því að íran- skir stjómarandstæðingar hefðu fellt um 200 byltingarverði í Sard- ashthéraði í vesturhluta írans á mánudag. Því var bætt við að and- ófsmennimir, eins og stjómarand- stæðingamir voru nefndir hefðu eyðilagt skotfæraverksmiðju og þeim hefði tekizt að klófesta nokk- urt magn af hahdsprengjum og sprengjuvörpum. íranskir stjómarhermenn vom síðan sendir á vettvang og felldu þeir að minnsta kosti sjö skæruliða. Þessi frétt hefur ekki verið birt í íran. Austur-Þýskaland: Mótmæli íSuður-Kóreu Reuter Fjöldi fólks safnaðist saman stúdentar brenndu brúðu, Skömmu síðar dreifði lög- í Seoul í Suður-Kóreu í gær sem þeir sögðu að væri tákn regla mannfjöldanum með til að mótmæla stjóminni. fyrir „einræði hersins". táragasi. Þessi mynd var tekin þegar Njósnir tryggja friðinn o g eru bráðskemmtilegar seg*ir njósnarinn Giinter Guillaume Austur-Berlín, Reuter. NJÓSNARINN GÍinter Guil- laume, sem veitti yfirvöldum í Austur-Þýskalandi upplýsingar um stefnu stjórnar WiIIys Brandt, fyrrum kanslara Vest- ur-Þýskalands, segir að njósnir séu hreint bráðskemmtileg iðja. Einnig óskar hann njósnumm góðs gengis við að uppfylla skyldustörf sín sem hann segir vera að tryggja friðinn. Guillaume var náinn samstarfs- maður Brandts og neyddist sá síðamefndi til að segja af sér þegar Guillaume ýar handtekinn árið 1974. Hafði hann þá um árabil skýrt yfírboðurum sínum austan megin frá ýmsum trúnaðarmálum m.a. humyndum stjómar Brandts um bætt sarriskipti þýsku ríkjanna tveggja. Hann var dæmdur til 13 ára fange'lsisvistar en sjö ámm síðar var hann fluttur yfir til Austur- Þýskalands þegar ríkin tvö skiptust á njósnumm. Engar fréttir hafa borist af Guill- aume og konu hans, sem einnig var dæmd fyrir njósnir, fyrr en á mið- vikudag er austur-þýska tímaritið Junge Welt, birti við hann viðtal. Þar segir Guillaume að njósnir hans hafí verið annars eðlis en vestrænna njósnara því þeir starfí fyrir „hin ágengu árásaröfl". „Framferði og hugmyndir yfírvalda í Vestur- Þýskalandi styrktu enn frekar trú mína að störf okkar væm á allan hátt réttlætanleg og virðingarverð," segir Guillaume. „Að auki er ástæðulaust að neita því að njósn- arastarfið er bráðskemmtilegt," bætir hann við. Aðspurður segir Guillaume að góður njósnari verði að vera djarfur og þurfi ávallt að vera reiðubúinn til að bregðast við óvæntum uppá- komum. „Kommúnista skortir ekki fólk sem kann að bregðast við á hættustundum. Hins vegar er óttinn ávallt til staðar þegar samskiptin við félagana em takmörkuð. Þegar dyrabjöllunni er hringt að morgni dags er aldrei unnt að ganga að því vísu að mjólkurpósturinn sé þar á ferð,“ segir Guillaume og bætir því við að hann hefði ekki treyst sér til að lifa í samfelldum ótta í 20 ár. Bretland: Hörð kosningabar- átta að hefjast London, frá V&ldimar Unnari Valdimar ÝMISLEGT bendir til þess að kosningabarátta sú sem nú er hafin hér i Bretlandi verði harðskeyttari en Bretar eiga að venjast. Eftir að formlega var tilkynnt á mánudaginn, að gengið verði til þingkosninga hinn 11. júní næstkomandi, hafa stjómmálaflokkarnir kappkostað að selja kosninga- vélar sínar í gang, ganga frá stefnuskrám sínum og klekkja á andstæðingum. Fengu Bretar forsmekkinn að því sem koma skal þegar Kinnock, formaður Vefkamannaflokksins, skoraði í breska þinginu á Marg- aret Thatcher forsætisráðherra að mæta sér í sjónvarpseinvígi. Var mikið hrópað og kallað í þing- salnum er Thatcher vísaði þessari áskomn Kinnocks á bug, sagðist ekki láta andstæðinga sína segja sér fyrir verkum urri það með hvaða hætti hún þæri stefnu íhaldsflokksins á borð fyrir kjós- endur. Þingmenn stjómarand- stöðunnar létu hins vegar óspart í sér heyra og vændu forsætisráð- mi, fréttaritara Morgunblaðsins. herrann um hygleysi, afrek og stefna íhaldsflokksins væri ein- faldlega svo ómerkileg að Margaret Thatcher þyrði ekki að standa frammi fyrir kjósendum í sjónvarpseinvígi af þessu tagi. Hávaðinn í þingsölum á þriðju- dag þykir bera þess vitni að Bretar eigi nú í vændum harðvítugri og illskeyttari kosningabaráttu en oftast áður. Jafnframt er ljóst að baráttan mun bera sterkari keim en áður af viðleitni flokkanna til að gera forystumönnum sínum hátt undir höfði og reyna þannig að sannfæra kjósendur um ágæti og eiginleika þeirra nianna sem í forsvari standa. Einkum virðist sem Verkamannaflokkurinn muni gera sér far um að höfða til for- ystuhæfíleika leiðtoga síns, Nigels Kinnock, eins og áskomnin til Thatcher um sjónvarpseinvígi bar raunar glöggan vott um. Einnig er ljóst að Baridalag frjálslyndra og jafnaðarmanna muni mjög ota fram leiðtogum sínum, þeim David Owen og David Steel, enda virðast þeir tvímenningar að ýmsu leyti óumdeildari meðal kjósenda en Nigel Kinnock og Margaret Thatcher. Nokkrar getgátur hafa verið uppi um að íhaldsflokkurinn mundi telja sér fyrir bestu í kosn- ingabaráttunni að hafa leiðtoga sinn, Margaret Thatcher, ekki ýkja áberandi síðustu vikurnar fyrir kosningar en íhaldsmenn hafa vísað slíkum getgátum alger- lega á bug. Segjast þeir ekki þurfa að skammast sín fyrir leiðtoga sinn, þvert á móti sé Thatcher merkisberi þeirrar stefnu sem skilað hafi dtjúgum árangri á síðustu árum. Þessi stefna muni enn vera borin'á borð fyrir kjós- endur og íhald^flokkurinn þannig fara fram á umboð til áfram- haidandi stjócnarsetu undir forystu Thafyher. Segja íhalds- menn að slík stjómarseta muni miða að því að tteysta enn frekar stoðir bresks efriahagslífs, ef grip- ið yrði til fleiri aðgerða í þágu aukins frjálsræðis á ýmsum svið- um og síðast en ekki síst mundu íhaldsmenn standa dyggan vörð Reuter. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta. um traustvekjancþ utanríkisstefnu og öflugar varnir. íhaldsmenn munu í kosninga- baráttunni leggja áherslu á ýmis góð teikn sem nú' eru á lofti í bresku efnahagslífi,/viða blasi við mikil gróska og, atvinnuiausum fari fækkandi. Stjórnarandstöðu- flokkamir benda hins vegar á, að þótt nokkur bati hafi gert vart við sig að undanförnu fari því fjarri að ríkisstjóm íhaldsflokks- ins geti státað af éinhverjum stórafrekum á efnahagssviðinu. Það geti til dæmis vart talist til kraftaverka þótt ríkisstjóminni muni á næstunni, með alls kyns tilfæringum og breyttum reikni- reglum, koma atvinnulausum niður fyrir þrjAr milljónir. Vand- inn sé einfaldlega ennþá alltof ógnvekjandi og einungis mark- vissar aðgerðir stjórnvalda muni duga í baráttunni gegn atvinnu- leysisdraugnum. Hafa því bæði Verkamannaflokkurinn og Bandalag frjálslyndra og jafnað- armanna lagt fram áætlanir, sem miða að því að fækka atvinnulaus- um um eina milljón á næstu 2-3 árum, meðal annars með stór- auknum framlögum ríkisins til ýmissa framkvæmda. Einnig hafa bæði stjómarandstöðuöflin og þá einkum Verkamannaflokkurinn heitið stórauknunj framlögum til margvíslegra félagsmála.- Bæði leggja stjómarandstöðu- öflin áherslu á að eittmegininntak kosningabaráttu þeirra sé að sam- eina bresku þjóðina á þý, stjórnar- stefna undanfarinna ára hafi valdið sundrungu, aukið ójöfnuð og óréttlæti, skilið ýmsa þjóð- félagshópa eftir ráðvillta og fulla vantrúar á framtíð sína. Hafa talsmenn Verkamanna- flokksins til dæmis orðað það svo að barátta flokksina nú sé öðmm þræði „siðferðileg krossför“ á endur núverandi stjómarstefnu, krossför í þágu þeirra hugsjóna jafnaðar, samhjálpar og sanngimi sem þrátt fyrir allt blundi í bijóst- um bresku þjóðarinnar. Á þessi mið hyggst Verkamannaflokkur- inn róa nú þótt róðurinn verði að líkindum þungur ef marka má úrslit síðustu skoðanakannana, sem gefíð hafa íhaldsflokknum gott forskot á stjómarandstöðu- flokkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.