Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 17
4- i Tinna Gunnlaugsdóttir sem Yerma og Amar Jónsson sem eiginmaður hennar, Jóhann Eftir að borgarastyijöldinni lauk voru verk eftir Lorca ekki sýnd í meira en áratug, enda hafði það verið eitt fyrsta verk Falangis- tanna, sem síðar náðu völdum í landinu, að myrða Lorca, því eins og sá sem fyrirskipaði aftökuna sagði, „hann vann meira tjón með penna sínum en aðrir unnu með rifflum sínum." En Lorca varð að píslarvotti og tákni fyrir hið fallna lýðveldi á Spáni. Yerma er, á yfirborðinu, einfalt verk. Sagan er skýr og söguþráður- inn óslitinn. Þó er Lorca að fjalla um allflóknar forsendur fyrir þeim harmi sem aðalpersónan ber, og sem vex í verkinu eins og fóstur í móðurkviði, uns hann brýst út að lokum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 17 Karl Guðmundsson, leikari og þýðandi: Yerma hafnar allri málamiðlun Stúdentaleikhúsið flutti, sumarið 1983, svokallaða Lorca—dag- skrá. Þar á meðal var flutt atriði úr Yermu. Hinsvegar er leikritið nú flutt í fyrsta sinn, í heild, á íslensku leiksviði. Aður hafa íslenskir leikhúsgestir kynnst leikritunum „Hús Bernörðu Alba, Blóðbrullaup, Sógarakon- an dæmalausa og Ástir Don Perlimplin á Belísu í gariði hans.“ Þýðandi Yermu á íslensku er Karl Guðmundsson leikar. Reyndar þýddi Karl verkið fyrir rúmum sjö árum, en endurskoðaði þýðinguna nú í vetur í samvinnu við leikstjórann, Þórhildi Þorleifs- dóttur. „Eg varð hrifinn af leikritinu við lestur," segir Karl, „og mér fannst ég sjá í því ýmis einkenni sem gaman væri að glíma við að koma á ísiensku, en samt með leik- húsgildi í huga. Mér fannst hrynj- andin sérstök, takturinn og ræðustfllinn. Mér fannst ég vinna einhveija sérstaka tónvísi og sveiflu i orðaskiptum og einstökum ræðum sem vakti hjá mér sterka löngun til eftirlíkingar. Auðvitað hefur spænskan sérstakt hljóðfall og hljóm sem mörgum þykir láta vel i eyrum, en mér fannst þama að- eins meira og merkilegra á ferðinni en það eitt. Eg vissi ósköp fátt um Lorca þegar ég byijaði að þýða og veit reyndar ekki ýkja margt enn. Og kannski langaði mig ekki að vita svo mikið um hann í smáatriðum, á meðan ég var að fást við þýðing- una. Ég vildi draga lærdóm af verkinu sjálfu. Kynnast höfundin- um eins og hann birtist mér í verkinu, en ekki sökkva mér um of niður í það sem aðrir hafa um hann sagt. Staðreyndimar um líf hans og uppvöxt komu svo síðar, ýmsu til staðfestingar. Það var oft skemmtilegt. Ég hafði séð leiksýningar hér heima og ég kunni vögguþuluna í Blóðbmllaupi utanbókar í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar: „Hér skal hjartaljúfur, heyra um Stóra—Faxa, hestinn útí ánni... Nú og svo hafði ég lesið fjölmargar þýðingar ann- arra ágætra skálda íslenskra á ljóðum hans og hrifíst af.“ En hver var Lorca? „Lorca fæddist í Andalúsíu og ólst upp í litlu sveitaþorpi í grennd við Granada. Og það er svo merki- legt að lesa um þetta sérstaka og nána samband hans, sem bams, við náttúmna. Hann talaði við blómin og trén, skoðaði litina og hlustaði á vindinn. Þetta kemur svo fram í verkum hans, til dæmis í Yermu, þegar hún syngur við barnið sem hún hugsar sér. Þjóðsögumar, sem lifa góðu lífí í Andalúsíu, kreddur og hjátrú vöktu áhuga Lorca. Strax í æsku kunni hann ógrynnin öll af andalúsískum söngljóðum. Einnig þetta setur sterkan svip á verk hans, bæði ljóð og leikrit. Mikið af kveðskap Lorca em ein- mitt söngljóð, sem njóta sín naumast fyllilega nema sungin og leikin. Spánveijar leika, dansa og syngja ljóðin sín. Enda held ég að ljóð Lorca njóti sín betur ef les- andinn hefur það í huga að þau vom mörg hver ætluð til söngs með undirleik. Ég þýddi Yermu ekki í réttri röð. Ég byijaði ekki á fyrsta þætti held- ur á fyrri hluta annars þattar, vegna þess að mér fannst ég einhvem veginn vera mest heima með þess- um konum sem koma saman við lækinn til að þvo þvottinn sinn og fara með vísur í vissum tóni. Og þessar vísur finnst mér minna á skothendar vísur miðaldakvæðanna okkar, með óreglulegri kveðandi. Reyndar er tónlistin sem þeim hefur heyrt til að mestu glötuð vegna Morgunblaðið/Árni Sœberg Karl Guðmundsson, leikari, þýð- andi Yermu þess að um aldir var dans bannaður af kirkjuvöldum hérlendis. Textinn var því það eina sem eftir lifði. Tónlist og dans gleymdust að mestu. Ljóð Lorca eiga mörg uppmna í þjóðkvæðum, einkum frá Anda- lúsíu, og mér finnst mjög sennilegt að þama séu sömu lindimar sem streyma fram. Og minna ekki íslensku kvæðastemmumar örlítið á arabíska tónlist? Arabar hemámu Spán árið 711 og þrátt fyrir hnign- andi veldi á þrettándu öld, létu þeir ekki Granada af hendi fyrr en 1492. Ef íslensku dansamir em ekki upp- mnnir frá Spáni, eða einhveijum löndum þar í grennd, þá er ekki ólíklegt að megi rekja þá til sömu linda og sum ljóð Lorca. Fjölþættir hæfílekar Lorca tóku á sig margar myndir. hann lék á hljóðfæri, einkum á píanó og gítar, og lærði meðal annars hjá Manuel de Falla og samdi lög við eigin kvæði. Hann málaði og teiknaði. Salvador Dalí, súrrealistinn frægi, var naínn vinur hans og að éggjan hans hélt Lorea myndlistarsýningu í Barcelona árið 1927. Myndlistina stundaði Lorca, að eingin sögn, til að þroska myndskynið vegna ljóða- gerðarinnar. Og eftir að hann stofnaði La Barraca, árið 1932, gaf hann sig leiklitinni á vald. La Barraca var stúdentaleikhús, sem styrkt var af ríkinu. Þá vora við völd lýðveldissinnar og mennta- málaráðherrann, Femando de los Rios, var gamall kennari Lorca í lögfræði við háskólann í Madrid. Lorca og félagar hans í þessu stúd- entaleikhúsi ferðuðust um landið og fluttu þjóðinni klassísk verk og þjóðleg, auk eigin verka Lorca.“ Svo við snúum okkur að Yermu. Hvert er þemað í verk- inu? „Þemað í Yermu er, að sögn höfundar, klassískt, það er að segja á sér hliðstæður í forngrískri hefð. Efnisþráðurinn er mjög einfaldur, ein aðalpersóna sem þróast í gegn- um verkið. Það fjallar um mann- vem, sem Örlaganornin hefur hremmt og lagt á byrði, sem hún neitar að sætta sig við. Og eins og aðrar miklar kvenpersónur heims- bókmenntanna hafnar Yerma allri málamiðlun, _ líkt og Medea og Snæfríður íslandssól. í hugum slíkra kvenna situr sæmdin í fyrirr- úmi.“ Viðtal/ Súsanna Svavarsdóttir Skrepptu með til Benidorm í styttri eða lengri ferð. Mundu að Benidorm er einn sólríkasti staður Spánar og þar er sannarlega líf og fjör í tuskun- um fyrir yngri sem eldri! Verð frá kr. 18.950.- 2ín>úð kr. 14.950.-4 í ibúð (2 fullorðnir og 2 börn) Pantaðu strax því sætaframboðið er takmarkað og margar ferðir þegar uppseldar. Brottfarardagar: 26. maí - 2. júní - 16. júní - 23. júní - 7. júlí - 14. júli - 28. júlí - 4. ágúst - 18. ágúst - 25. ágúst - 8. sept. - 15. sept. - 29. sept. h FERÐAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.