Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 mmmn ást er... /0 7 . .. að plokka hjarta- strengina TM Rtg. U.S. Pal. 0(1,—all riflhts resarvad «1983 Los Angeles Times Syndicate Stattu ekki eins og bjáni, særingamaður, láttu regn- dansinn byrja ... Stöð 2: Endursýningar eru þjón- usta við áskrifendur — athugasemd vegna skrifa AÖE geti ekki horft á mynd í fyrsta eða Til Velvakanda. Vegna skrifa AÖE í Velvakanda 12. maí síðastliðinn viljum við að eftirfarandi komi fram: Stöð 2 er áskriftarsjónvarp, rekið á sömu forsendum og aðrar sams- konar stöðvar víðsvegar um heim. Slíkar stöðvar eiga það sameigin- legt að vera með mun lengri dagskrá en ríkisreknar sjónvarps- stöðvar og veita viðskiptavininum þar af leiðandi betri þjónustu en hinar. Hluti af þessari þjónustu er að gefa öllum kost á að sjá þær kvikmyndir _ sem stöðin tekur til sýningar. Áskrifandinn þarf því ekki að hafa áhyggjur þó hann annað skiptið, þar sem honum gef- ast tvö önnur tækifæri til að sjá myndina á öðrum tímum sólar- hringsins. Erlendis er algengast að áskriftarsjónvörp sýni hveija mynd 10 sinnum á ári sem við teljum of mikið. Við miðum hins vegar við 4 sýningar á 2 árum sem mun alls ekki fækka nýjum kvikmyndum á ársgrundvelli, miðað við þann fjölda nýrra mynda sem fáanlegar eru fyrir sjónvarp hveiju sinni. í bréfi sínu heldur AÖE því fram að Stöð 2 sé búin að sýna allflestar myndir sínar 4—5 sinnum og nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðn- ings. Hið rétta er að aðeins ein af þeim myndum sem AÖE nefnir hefur verið sýnd þrisvar. Skýringin á því er sú að Stöð 2 hefur aðeins verið í loftinu í 8 mánuði og á þeim stutta tíma má hveijum manni vera það ljóst að nægjanlegur fj'öldi mynda er ekki til á lager svo að endursýningamynstur verði eins og best verður á kosið. Varðandi fram- haldsþætti þá er AÖE nefnir, ættu allir þeir er fylgjast með dagskrá Stöðvar 2 að vita að þeir eru allir á dagskrá utan einn sem er Hard- castle & McCormic. Allir framhalds- þættir enda jú einhvemtíma, ekki satt? Stöð 2, dagskrárdeild. Þessir hringdu . . . Silfurhálsfesti Grönn silfurhálsfesti tapaðist á föstudaginn langa, annað hvort í eða utan við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Vilhjálm í síma 92-1776. Svört leðurkápa Svört leðurkápa var tekin í mis- gripum í Broadway föstudaginn 8. maí. Sá sem kápuna tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 2 64 32. Kápa og kjóll Kápa sem var í styttingu og kjóll sem var í viðgerð hafa ekki verið sótt til Sigurlaugar Hjartardóttur. Eru eigendumir beðnir að hringja í síma 3 80 56 Óréttmæt gagnrýni Jón Gisurarsson hringdi: „í dálk- um Velvakanda hinn 13. þ.m. birtist nafnlaus hnjóðsgrein í garð heimilislækna. Þar segir m.a. „Allir kannast við þetta ástand í læknamálum, því þetta er almenn reynsla". Þessu vil ég andmæla. í hálfa öld hef ég notið hjálpar fimm heimilislækna - tveir þeirra em látnir en tveir hættir heimilis- lækningum. Allra þessara manna minnist ég með hlýhug og þakk- læti fyrir skjót og góð viðbrögð. Síðastliðið ár þurfti heimili mitt venju fremur á læknishjálp að halda. Hafsteinn Skúlason, lækn- ir, brást ætið skjótt og vel við, og fyrr en ætla mætti af svo önn- um köfnum manni. Getur Morgunblaðið varið að birta slík nafnlaus skrif." Fækkun lækna og skerðing læknaþjónustu Kvenúr fannst Kvenúr fannst í Kópavogi hinn 1. maí sl. Sími 4 57 27 Grátt DMX reiðhjól Grátt DMX reiðhjól með bláum og hvítum púðum var tekið í Lundabrekku fyrir skömmu. Ef einhver hefur orðið var við hjólið er sá hinn sami beðin að hringja í síma 4 57 27. Góður hádegisþáttur á Bylgjunni Kolla hringdi: „Mig langar til að lýsa ánægju minni með góðan hádegisþátt Þorsteins J. Vil- hjálmssonar á Bylgjunni. Hádeg- isdagskráinn hjá honum er mjög skemmtileg og vönduð. Þá langar mig til að koma því á framfæri við Þorstein hvort hann geti ekki spilað fleiri perlur úr gömlum Erovisionkeppnum næstu daga“. Grátt veski Grátt veski tapaðist hinn 30. apríl fyrir utan Sigtún er ungum manni var falið að geyma það. Sá sem veskið hefur undir hönd- um er beðin að hringja í síma 68 62 72. Víkverji skrifar Sagan um spænska hundinn, sem síðan reyndist vera fjalla- rotta og Víkveiji sagði frá á dögunum, hefur öll færst í aukana og eru margar útgáfur af henni sagðar í samkvæmum víða um land. Nú hefur Víkvetja hins vegar tekist að komast að því hvaðan sagan er ættuð. Þannig var að ung íslensk stúlka var í fyrra stödd í samkvæmi hjá kunningjum sínum í Þýskalandi. Þar var margt manna og meðal annarra þýsk kona, sem hafði þá um sumarið farið í frí til Ítalíu, ásamt eiginmanni sínum. Þau hjón hrifust af skrítnu dýri, fremur hundslegu í útliti, á ströndinni. Þegar sumsarfríið var á enda ákváðu hjónin að taka dýrið með sér til Þýskalands. Eftirleikurinn var nokkuð á sömu lund og í íslensku útgáfu sögunnar. „Hund- urinn" var ekki yfir sig hrifinn af ketti þeirra hjóna og magnaðist óvild á milli dýranna. Einn góðan veðurdag mun svo „hundurinn" hafa ráðist á köttinn, sem ekki fer fleiri sögum af. Þessi hundur mun hafa verið einhvers konar háfætt fjallarotta, en ekki kunni heimildar- maður Víkveija að greina nánar frá dýrinu. íslensku stúlkunni fannst saga þessi nokkuð skondin og sagði góð- um vini sínum hér á landi frá þessu. Sá ungi maður, sem er þekkt skáld og gjarnt að hrífast af ýmsu skringilegu, hafði gaman af og afl- aði sér vinsælda í samkvæmum með þessari skondnu sögu. Nokkrir mánuðir liðu og þá fór skáldið að heyra sögu sem svipaði mjög til hinnar upprunalegu, nema hvað nú hafði óvandað fólk hermt söguna upp á íslensk hjón, sem áttu að hafa smyglað fjallarottu frá Spáni. „Það kom mér nokkuð á óvart að sjá fréttir um þetta í blöðunum, en ég á víst allnokkra sök á hvernig komið er,“ sagði skáldið við Víkveija. Þess ber að geta að engin iðrunarmerki voru sjáanleg á skáld- inu og hefur það ekki hugsað sér að láta söguna um fjallarottuna falla í gleymskunnar dá. XXX Isjónvarpi erlendis eru spuminga- leikir af ýmsu tagi mjög vinsælt efni meðal fjöldans. Er þar ekki um að ræða þætti með „sérfræðing- um“, eins og þekkst hafa hér á landi, heldur þættir þar sem hinn almenni borgari fær að spreyta sig. Báðar sjónvarpsstöðvamar hafa verið með svona þætti í vetur og er hvorugur þeirra vel lukkaður að mati Víkveija. Hitt er þau öllu verra að í þáttunum, og þó sérstaklega þætti Stöðvar 2, er farið út í auglýs- ingamennsku af verstu tegund. Sýndir eru í upphafi vinningar og þulur lýsir fjálglega gæðum þeirra tækja sem viðkomandi fyrirtæki hafa væntanlega gefíð í verðlaun. „Hið frábæra grill með samloku- klemmu frá XXX“, o.s.frv. XXX Samband íslenzkra samvinnufé- laga hefur farið út á þær brautir að kosta gerð einstakra sjónvarpsþátta á Stöð 2. Þetta mælist misjafnlega fyrir úti á lands- byggðinni, sbr. samþykkt sem gerð var á aðalfundi Kaupfélags Aust- ur— Skaftfellinga á Höfn nýverið. Þar var stjóm SIS gagnrýnd fyrir að eyða fé í að styðja sýningar á alheimsfegurðarkeppni í stöð, sem aðeins næst á Stór— Reykjavíkur- svæðinu. Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 8, þrátt fyrir að kaupfélagsstjórinn Her- mann Hansson beitti sér mjög gegn tillögunni, að því er blaðið Eystra— Hom hermir af fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.