Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 23 „Bla bla-ræður sem engínn hefur áhuga á“ — bandaríski rithöfundurinn sótti PEN þingið í Lúganó Susan Sontag: Lúganó, frá Önnu Bjamadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins. „ÞAÐ ER rétt, það eru bara miðlungs góðir rithöfundar hér i Lúg- anó,“ sagði bandaríski rithöfundurinn Susan Sontag í viðtali við Morgunblaðið á alþjóðaþingi PEN í Sviss. „Ég veit ekki hvernig á því stendur. Czeslaw Milosz, nóbelsverðlaunahafi, var eini framúr- skarandi höfundurinn sem kom. Hann átti erindi til Evrópu hvort eð var og ákvað að koma við á þinginu. Eina ástæðan fyrir því að ég eyði fjórum dögum lífs míns hér er sú að það á að kjósa eftir- mann Michaels Scammel, formanns fanganefndarinnar, og ég vil veita sænska rithöfundinum Thomas von Vegesack stuðning minn.“ Þingið var sett á mánudag og stendur til sunnudags. Rúmlega 70 þekktum heiðursgestum var boðið en sumir, eins og Eugene Ionesco og Wole Soyinka, komust ekki og aðrir, Anthony Burgess til dæmis, létu sér nægja að drepa niður fæti. „PEN-þingin voru virtar sam- kundur hér áður fyrr,“ sagði Sontag. „Thomas Mann flutti til dæmis frægan fyrirlestur um Nietzche við opnun þingsins í Ziirich í ,lok fimmta áratugarins. Nú er ekkert sagt af viti, fluttar eintómar bla bla ræður sem enginn hefur áhuga á. Það vantar alveg bók- menntalega umræðu. Það hefði til dæmis verið gaman að heyra Milosz lesa upp eigin verk og fjalla um þau en slíkt er ekki gert, fundarmenn fara frekar í kynningarferð til Asc- ona.“ Sontag er 54 ára New York- menningarviti af gyðingaættum. Hún hefur skrifað nokkrar skáld- sögur og unnið við kvikmyndagerð en er aðallega þekkt fyrir ritgerðir sínar. Hún er harðorð um bandarískt menningarlíf og stjóm- mál. Fyrir fáeinum árum lýsti hún yfir andstöðu sinni við þá vinstri- mennsku, sem felst í að bera blak af óhæfuverkum kommúnista og marxista og játaði að hafa látið blekkjast í þeim efnum. Hún veit hvað hún vill og getur verið afar kuldaleg. Hún tók það óstinnt upp þegar ég bað um örstutt viðtal við hana en reyndist svo vera hlý og bráðskemmtileg. „Ég tek virkan þátt í störfum PEN af því að þau beita sér gegn ritskoðun og fyrir mannréttindum rithöfunda. PEN-klúbburinn í New York er til dæmis að reyna að fá lagabókstaf sem kveður á um land- vistarleyfí fyrir rithöfunda aflétt. Hann er frá McCarthy-tímabilinu og hefur verið notaður til að neita rithöfundum á við Gabriel Garcia Marquez og Dario Fo um vega- bréfsáritun.“ Susan Sontag sagðist sammála þeirri tillögu formanns fanganefnd- ar PEN, að Nelson Mandela yrði ekki talinn rithöfundur í fangelsi. „Ég er alveg sammála Scammel," sagði Sontag. „Mandela er pólitísk- ur fangi. Við verðum að takmarka mannúðarstarf okkar við rithöfunda og draga mörk á milli þeirra og stjómmálamanna. Auðvitað er það oft erfítt en það er augljóst í sam- bandi við Mandela. Stjómmálamenn út um allan heim senda frá sér rit- verk — það er bara í Bandaríkjunum sem þeir em hvorki læsir né skrif- andi — og við verðum að geta greint á milli þeirra og alvöru rithöf- unda. Jane Fonda er enginn rithöf- undur þótt hún hafí sent frá sér bók um líkamsrækt. Mandela er stjómmálamaður sem á allan okkar stuðning en hann er ekki rithöfund- ur sem PEN á að beita sér fyrir. En fulltrúamir hér skilja þetta ekki, þeir hætta að hugsa þegar það er minnst á hann og segja að við séum að snúa baki við Mandela. Það er algjör þvæla. Ég óttast að meiri- hlutinn styðji tillöguna um að PEN hafí afskipti af máli hans. En sam- tökin eru sem betur fer ekki miðstýrð svo einstakir klúbbar geta gert það sem þeim sýnist. Klúbbur- inn í Austur-Þýskalandi getur tekið mál Mandela að sér en við í New York munum ekki gera það.“ Reuter Mynd af morðingjanum afturkölluð Lögreglan í Svíþjóð hefur afturkallað mynd af manni, sem hefur verið eftirlýstur frá því Olof Palme forsætisráðherra var myrtur. Að sögn lögreglumanna eru þeir enn engu nær lausn morðgátunnar. Á myndinni sýnir sænskur lögreglumaður veg- farendum teikninguna, sem nú er talin gagnslaus með öllu. . 595' ^o, ^sáV^09 X)OtWs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.