Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blekking í nafni friðlýsingar Benedikt Gröndal, sendi- herra í Stokkhólmi, vekur máls á því í athyglisverðri Morg- unblaðsgrein í gær, að orðið „friðlýsing" sé notað yfir svæði sem eru hlutlaus og varnarlaus. Sjálfstæð ríki séu ekki „friðlýst" en hins vegar hafí eyjar eins og Svalbarði slíka þjóðréttarstöðu. Staða hinna „friðlýstu" svæða sé sú, að önnur ríki ráði málum þeirra, en íbúar svæðanna séu ekki einu sinni hafðir með í ráð- um. Tilefni greinar Benedikts Gröndal eru ummæli ýmissa stjómmálamanna í nýafstaðinni kosningabaráttu að um nú ætti að „friðlýsa ísland". Orðalag af þessu tagi er þeim einkum kært, sem vilja höggva á vamarsam- starf íslendinga við vestrænar þjóðir. Benedikt Gröndal segist ekki líta þannig á, að talsmenn „frið- lýsingar" á íslandi séu þeirrar skoðunar, að þjóðin eigi að láta öðmm eftir að ákveða stöðu sína, heldur noti þeir orðið í þeirri merkingu, að ísland eigi að verða hlutlaust. Þeir vilji sem sé að á ný verði tekin upp hlut- leysisstefnan frá 1918, sem hafnað var í verki í síðari heims- styijöldinni og endanlega með aðildinni að Atlántshafsbanda- laginu og vamarsamningnum við Bandaríkin. Sagan sýnir að þeir, sem tala fyrir vamarleysi Islands, hafa löngum leitast við að færa mál- flutning sinn í dularbúning. Þeir átta sig nú á því, að krafa um hlutleysi íslands á ekki hljóm- gmnn meðal þjóðarinnar. Hlut- leysi sjálfstæðs ríkis án öflugra hervama þekkist ekki. Þá segir sagan okkur einnig, að fyrir síðari heimsstyijöldina vom 11 hlutlaus ríki í Evrópu, sem öll vom hemumin. Af þeim em aðeins tvö nú aftur hlutlaus: Finnland og Júgóslavía. Eist- land, Lettland og Lithaugaland hafa verið innlimuð með valdi í Sovétríkin. Belgía, Holland, Lúxemborg, Noregur, Danmörk og ísland gerðust stofnaðilar Atlantshafsbandalagsins. Stjómmálaleg og herfræðileg þróun hefur ekki orðið á þann veg frá stríðslokum, að mikil- vægi Norður-Atlantshafs minnkaði í augum þeirra, sem búa yfir nægu afli til að láta að sér kveða í hemaði í okkar heimshluta. Þvert á móti hefur mikilvægið aukist. Eða eins Benedikt Gröndal orðar það réttilega: „Það skilja flestir, að núverandi landfræðileg aðstaða og hemaðarleg þýðing landsins fyrir grannríki og stórveldi gerir það óhugsandi, að ísland sé hlut- laust. Slík stefna væri siðlaust hættuspil með öryggi nágranna okkar og okkar sjálfra." Áminning Benedikts Gröndal er tímabær. Hún minnir okkur á, að ekki er allt sem sýnist í málflutningi þeirra, sem oftast nota hið ágæta orð friður. Pólitísk blekkingarstarfsemi er hvergi hættulegri en í utanríkis- og öryggismálum. Talið um „friðlýsingu íslands" sem allra meina bót er liður í slíku blekk- ingarstarfi. Örlög Víet- nama PEN-þing rithöfunda er nú haldið í Lúganó í Sviss. Þar er helst rætt um höfunda, sem varpað er í fangelsi vegna rit- starfa þeirra. Micahel Scammel, fomaður fanganefndar PEN, telur 337 höfunda í haldi fyrir þessar „sakir“. Flestir þeirra eru í Víetnam og um þá sagði Scammel, eins og lesa má í Morgunblaðsfrétt í gær, að þeir yrðu að veiða rottur og mýs sér til matar. Þeir væru heilaþvegn- ir með því að þylja í tíma og ótíma texta, sem þeir hefðu ver- ið neyddir til að læra utanbókar. Þeir fá ekki að hafa neitt sam- band við umheiminn. Nú, þegar rúmur áratugur er liðinn frá því að kommúnistar lögðu Víetnam undir sig, er sama hvert litið er í landinu, alls staðar sæta íbúar þess afar- kostum. Lýsingin á högum rithöfundanna er með ólíkindum og er vonandi að PEN-samtökin megni að lina þjáningar þeirra. Ættu Kremlveijar með Mikhaii Gorbachev í broddi fylkingar að sýna hvers þeir eru megnugir í leppríkjunum með því að setja skorður við grimmd og blóðverk- um ráðamanna í Víetnam. Á PEN-þinginu er deilt um hvort líta beri á Nelson Mand- ela, sem situr í fangelsi í Suður-Afríku, sem rithöfund eða ekki. Austur-Þjóðveijar fluttu þetta mál inn á vettvang PEN, líklega til þess eins að skaprauna þeim, sem líta á Mandela sem stjómmálamann en ekki rithöfund. Ef rithöfund- ar líta á Mandela sern einn úr sínum hópi er sjálfsagt fyrir þá að láta samtök sín taka upp hanskann fyrir hann. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Alþýðubandalagið í margvíslegri kreppu: SVAVAR Á TÍMA? Ekki búist viÖ skýrri stefnumörkun á miðstjórn- arfundinum í Borgarfiröi nú um helgina Þeirri skoðun vex nú stöðugt fiskur um hrygg að Alþýðubandalagið, sökum innanhúss átaka og sundrungar hafi dæmt sjálft sig úr leik, hvað varðar þátttöku í næstu ríkisstjórn. Líklegast er talið að málamiðlunarleið verði farin, hvað varðar tímasetningu landsfundar og hann verði haldinn í septembermánuði. Ekki er búist við neinu meiriháttar uppgjöri á miðstjórnarfundinum, en óánægjuhóparn- ir vilja að Svavar gefi yfirlýsingu þess efnis að hann sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður. Ragnar Arnalds er talinn vera sá eini sem kæmi til greina í formannsstól, hætti Svavar, en flestir gera sér grein fyrir að þar væri um málamiðlunarlausn að ræða. Megn andstaða innan Alþýðubandalagsins á sljórnarþátttöku, en þó á sú hugmynd fylgi ákveðinna áhrifamanna innan flokksins. Talið að Svavar falli á tíma hvað varðar þátttöku í stjórnarmyndunarviðræðum, þar sem niðurstöður miðstjórnarfundarins muni ekki verða á þá vegu, að um ótvíræðan stuðning við hann verði að ræða. Viðbúið er að niðurstöður miðstjómarfundar Al- þýðubandalagsins, sem haldinn verður að Var- malandi í Borgarfírði nú um helgina, þ.e. á morgun og sunnudag, eigi eftir að verða mörg- um vonbrigði. Einkum þeim sem gælt hafa við þá tilhugsun að línur myndu skýrast hvað varðar afstöðu Alþýðubandalagsins til þátttöku í stjómarmyndunarviðræðum um ný- sköpunarstjóm með Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki. Ef marka má skoðanir viðmælenda úr röðum alþýðubandalagsmanna, má búast við að niðurstöðumar verði efnislitl- ar og rýrar. Hallast menn helst að því að þeir sem voru með hvað háværastar upphrópanir í kjölfar kosninganna og hrópuðu: „Ný vinnubrögð", „nýja forystu", „flýt- um landsfundi“, hafí nú náð áttum að einhveiju leyti og geri sér grein fyrir því að það sé ekki affarasælt fyrir flokk í sáram að flýta lands- fíindi um fjóra til fímm mánuði, til þess eins að afhausa flokksforyst- una. Því munu þeir sem vildu flýta landsfundi og halda hann í júní- mánuði (hann er alla jafna haldinn í byijun nóvembermánaðar) vera komnir að þeirri niðurstöðu að rétt sé að ná samkomulagi í „bróðerni" við flokksforystuna um dagsetn- ingu fundarins. Er líklegasta niðurstaða slíks sambræðings að fundurinn verði haldinn í septem- bermánuði. „Verður lamið niður í atkvæðagreiðslu“ Ekki era allir úr forystuliði Al- þýðubandalagsins þó þeirrar skoðunar, því einn viðmælandi minn úr þeirra röðum sagði: „Blessuð vertu! Allar vangaveltur og tillögur þessa hundaæðisfólks í Alþýðu- bandalaginu þess efnis að flýta landsfundi, skipta um forystu og þar fram eftir götum verður barið niður í atkvæðagreiðslum á mið- stjómarfundinum og Svavar styrkir stöðu sína til muna á honum." Þing- maður Alþýðubandalagsins tekur undir þessi orð og segir að tímasetn- ingu landsfundar verði ekki hnikað. Þeir sem kröfðust strax róttækra breytinga era þó ekki sáttir við að það verði eina niðurstaða miðstjóm- arfundarins að flýta landsfundi eitthvað. Ákveðið hefur verið að hafa miðstjómarfundinn kirfílega lokaðan fyrir fréttamönnum, svo að miðstjómarmenn geti nú talað hreint út og „blásið" eins og einn miðstjómarmaður orðaði það. Þessi miðstjómarmaður segir að ekki verði framhjá því horft að gríðarleg óánægja sé meðal almennra al- þýðubandalagsmanna, sem illu heilli hafí farið ört fækkandi upp á síðkastið, og þeir sem séu óánægð- ir með frammistöðu flokksforyst- unnar sætti sig ekki við að niðurstaðan verði sú að ýta vandan- um á undan sér og fresta honum fram í september. Þeir vilji afdrátt- arlausa jrfírlýsingu frá formanni flokksins, Svavari Gestssyni, á þessum fundi, þar sem hann lýsi því yfír hvort hann mun sækjast eftir endurkjöri á landsfundi eða ekki. Án slíkrar yfírlýsingar sé í raun ekki hægt að undirbúa við- reisnarstarf Alþýðubandalagsins, eða bálför þess. Ekki era þó allir trúaðir á að formaðurinn gefí slíka yfírlýsingu og sumir eru mjög van- trúaðir á það. Mismunandi skoðanir á því hvort Svavar gefur út yfirlýsingu Þeii; sem standa Svavari hvað næst í flokksstarfínu telja á hinn bóginn að Svavar muni tvímæla- laust lýsa þvi yfír á miðstjómar- fundinum að hann muni ekki sækjast eftir því að verða endur- kjörinn sem formaður. Einn þeirra segir „Svavar hefur engan sér- stakan, persónulegan áhuga á því að gegna formennsku áfram, - það er bara spuming hvemig hann metur stöðuna fyrir flokkinn. Það væri auðvitað þægilegast fyrir hann í þessari stöðu að kalla saman landsfund strax og segja: „Hirðið þið þetta!" Það er svo aftur spum- ing hvort flokkurinn er tilbúinn til þess að sleppa Svavari. Hefur hann upp á einhvem annan að bjóða?" Miðstjómarfundurinn mun í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.