Morgunblaðið - 26.05.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987
51
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
Iðnmeistarar útskrif-
aðir í fyrsta sinn
50 nemendur brautskráðir þar af 25 stúdentar
Selfossi.
Fjölbrautaskóla Suðurlands
var slitið 23. maí. Brautskráðir
voru 50 nemendur, af þeim voru
25 stúdentar, 3 nemendur af 2ja
ára bóknámsbrautum, 14 af iðn-
og verknámsbrautum og 8 úr
meistaraskóla. Alls gengust 484
undir próf í skólanum á þessari
önn.
Meistaraskóli var starfræktur við
fjölbrautaskólann í vetur og fyrra-
vetur og luku 8 tveggja ára námi
með meistaraprófi. Þær reglur gilda
um iðnmeistara að þeir þurfa að
fara í þetta nám til að fá meistara-
bréf.
í skólanum er stöðug aukning frá
ári til árs. Nú stunduðu 538 nem-
endur nám í skólanum, sem er
aukning um 40 nemendur frá í
fyrra, og af þeim gengust 484 und-
ir próf. í haust stendur til, að
fengnum tilskildum leyfum, að
hefja kennslu á sjúkraliðabraut í
framhaldi af 2ja ára heilsugæslu-
braut. Það er sama nám og verið
hefur í Sjúkraliðaskólanum í
Reykjavík.
Kennslutap vegna verkfalla var
unnið upp með styttingu fría og
með kennslu fram í maí, en margir
óttuðust að verkfallið kæmi illa nið-
ur á námi nemenda.
Helstu áfangar í skólastarfinu á
liðnum vetri voru að nýtt skólahús
var tekið í notkun og undirritaður
var samningur milli heimamanna
og ráðuneyta um byggingu skólans,
skiptingu kostnaðar. Þessir áfangar
treysta mjög stöðu skólans.
— Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hið nýja skólahús Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
þjónusta | tilkynningar | kennsla
Háþrýstiþvottur fyrir viðgerðir og utanhússmálun. Sílanhúðun húseigna Verktak sf., sími 7 88 22 Fyrir 17. júní Taufánar á tréstöng og allar stærðir af blöðrum, allt að 4 m í þvermál. Heildsölubirgðir. Logaland, heildverslun, símar 12804 og 29015. Frá Héraðsskólanum á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum eru 8. og 9. bekkur grunnskóla Stórbætt íþróttaaðstaða. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112.
!"■'..........
. UTSALíi
.-.UTSAlJr
Vegrla reykskemmda bjóðum við
jakkaföt,stakar buxur,staka jakka
og frakka á stórlækkuðu verði
á útsölu í kjallara Domus að Laugavegi
frá þriðjudegi 26. maí til laugardags 30. maí